Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 1
H»2. árg. — Miðvikudagur 4. október 1972. — 226. tbl. KOMAST ÞEIR UPP FYRIR ENGLAND? Guömundur Sigurjónsson og Jón Kristinsson sigruðu mót- herja sina frá Indónesiu á ólympiuskákmótinu i sjöundu umferð i gærkvöldi. Island hef- ur þvi möguleika á að ná aftur efsta sætiinu i 2. riðli — komast upp fyrir England á ný — en til þess þarf biðskák við Indónesiu að gefa islenzku sveitinni heilan vinning. Jónas Þorvaldsson tapaði sinni skák. Júgóslavia hefur enn forustu i 1. riðli og á jafnframt tvær hagstæðar bið- skákir. Sjá íþróttir í opnu Víkingaskip inn á hverja höfn þjóðhátíð arárið 74? Verður vikingaskip látið sigla hringinn i kringum landið og inn á hverja höfn þjóðhátiðarárið ’74? „Mönnurn lizt mun betur á þá hugmynd heldur en þá sem upphaflega skaut upp kollinum — um að senda eftir- likingu að vikingaskipi i sigl- ingar milli landa,” sagði Indriði G. Þorsteinsson, rit- stjóri, einn nefndarmanna i Þjóðhátiðarnefnd, þegar Visir lagði þessa spurningu fyrir hann. ,,Það, sem einkum gerir þessa hugmynd fýsilega,” sagði Indriði, ,,er lausnin, sem með þvi yrði fengin á þvi, hvernig flytja skal hátiðarhöldin heim til þeirra, sem ætla að halda kyrru fyr- ir i sinu byggðarlagi.og munu ekki sækja hátiðina á Þing- völlum. — Það verður eitt- hvað að gera fyrir þá, semekki eiga heimangengt.” Þegar menn létu sér fyrst koma til hugar að smiða eftirlikingu af vikingaskipi i tilefni þjóðhátiðarársins, þótti mörgum sem sú gnoð mundi hafa of mikinn ,,gerfi”-keim, til þess að hægt væri að fella sig við hana. En eftir fornleifafundinn i Hróarskeldu, þar sem fund- ust skip frá vikingaöld i m jög heillegu ásigkomulagi, kom nýtt viðhorf til sögunnar. Danskir fornleifafræðingar fullyrða, að þar séu fundnir knerrir, sem sannanlega séu af sömu gerð og landnáms- menn sigldu á hingað til Is- lands. — Og það sem meira er: Þeir treysta sér til þess að láta okkur i té nákvæmar teikningar til þess að smiða eftir slikan knörr. „Þetta hefur verið fært i tal við skipasmiðina i Báta- lóni, og þeir segja ekkert auðveldara en að smiða svona knörr. Þvi hefur verið slegið fram svona lauslega reiknuðu, að slik smiði mundi kosta i kringum 7 milljónir króna,” sagði Ind- riði. Mun hafa veríð leitað undirtekta hjá skipafélögun um, um það hvort þau mundu vilja leggja fé af mörkum til smiðinnar. Endanlegt svar mun ekki hafa borizt frá þeim, en þó kváðu þau ekki hafa lýst sig afhuga þeirri hugmynd — ef á hinn bóginn yrði tryggt, að sliku skipi yrði útbúinn ein- hver varanlegur geymslu- staður að hátiðarhöldunum loknum. QP Sjá viðtal á bls. 2 HVAR A ÉG AÐ SOFA í NÓTT? Að éta útsœðið ..Stundum hefur það komið fyrir, þegar hungrið hefur sorfið að mönnum, að þeir hafa borðað útsæðið. Þá er hástigi örvæntingarinnar náð. Menn afla sér stundar- friðar með þvi að eyðileggja framtiðina”. Þannig hefst forystugrein dagsins i dag, — og þar er vitaskuld rætt um nýjustu bjargráðin handa fiskiðnaðinum. Sjá bls. 6. Æ, hvað er nú til bragðs? Kaffikannan i gólfið og innihaldið dembist allt ofan i nýja og dýra flosteppið i stof- unni. Og hvað er til bragðs? Jú, húsmæður leita i æ ríkari mæii með vandamál sem þetta, svo og alls konar spurningar sem upp koma til Ráðleggingarstöðvar hús- mæðra. Við ræddum við for- stööukonuna i gær. — Sjá INN-siðuna á bls. 7. Fimmtíu mílna menn Hafið seiðir margan ungan manninn til sin og þeir yngstu velja sér gjarnan leikvöll i fjör- unni, ef þeir eiga þess á annað borð kost. Þessir sveinar voru að leika sér i fjöru i Vesturbænum i gærdag og undu sér vel við frið- samlegri endann á 50 milna mörk unum. Og auðvitað kváðust þeir vera eindregnir 50-milna-menn. Og hvað er eðlilegra? Útfærslan er ekki sizt gerð fyrir þá og þeirra kynslóð og aðrar þær kynslóðir sem erfa eiga landið. (Ljósm. Visis BG). — 16 ára drengur án húsnœðis — hefur orðið að láta fyrirberast í fangaklefum, eða undir berum himni ,/Hvar á ég að sofa í nótt", sagði ungur og geð- þekkur piltur rúmlega 16 ára, sem leit inn á ritstjórn Vísis i gærdag. Undan- farnar nætur kvaðst hann hafa orðið að láta fyrir- berast hér og hvar um borgina, síðast i Hverfis- steini fyrir náð og miskunn lögreglunnar. Þar áður hafði hann sofið i mið- stöðvarklefa, og öðrum stöðum þarsem hann hafði fundið þak yfir höfuðið. Eina af þessum fáu góð- viðrisnóttum var hann undir berum himni, rölti um borgina án þess að eiga nokkurs staðar inni. Þessi ungi maður vildi að nafni sinu yrði hlift við birtingu, en kvaðst hafa flosnað frá fjölskyldu sinni fljótlega eftir að for- eldrarnir skildu fyrir nokkrum árum. Barnaverndarnefnd hefur séð um unga manninn i rúmt ár, og séð honum fyrir húsnæði á 2 stöðum suður i Kópavogi. Leigusamningurinn á fyrri staðnum i Kópavogi rann út nú á dögunum og flutti hann þá á annan stað i Kópavoginum. Frúin á þeim stað kallaði á pilt eftir tvo daga og spurði hreint út hvort hann væri á framfæri barnaverndarnefndar. Kvað hann já við, og var þarmeð sparkað. Siðan hefur hann leitað að herbergi, en stuðning frá for- eldrunum segir hann að ekki sé um að ræða. „Mér varð anzi illa við svo skyndilega árás af hendi konunnar”, sagði þessi ungi maður, „en þetta er nú bara það sem við verðum að þola sem settir erum undir barnaverndar- nefnd. Okkur er ekki treyst og við fyrirlitnir á alla lund”. „Þetta er sannarlega óvenju- legt mál” sagði vaktstjórinn á kvöldvaktinni i lögreglustöðinni i gær, Áxel Kvaran. Hann kvað þennan unga manna hafa komið tvisvar eða þrisvar til sin i vandræðum sinum og hefði hann fengið að sofa nóttina i klefa i Hverfissteini. Pilturinn hefði ætið komið vel fyrir, verið laus við stóryrði i garð ættingja sinna og skyldmenna, sem er óvenjulegt við fólk sem svo er ástatt um. Þess skal getið að foreldrar drengsins ráða bæði yfir góðum húsakosti, en heim vill drengurinn ekki fara, þrátt fyrir að hann hafi lent i slysi sem gerði honum enn .erfiðara fyrir á alla lund. Barnaverndarnefnd mun hafa forræði i málum drengsins til 17 ára aldurs,þar eð afskipti af honum hófust áður en hann náði 16 ára aldri. — JBP— Hafið þér nokkurn tíma verið húsnœðislaus? - Sjó Vísir spyr bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.