Vísir - 21.03.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 21.03.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Miðvikudagur 21. marz 1973 — 68. tbl. „LOGBANNIÐ NÆR EKKI TIL NÝJA NAFNSINS" ..Lögbannið tekur ekki til nýja nafnsins,” segir Jón P. Emils fulltrúi borgarfógeta, sem feildi dóm i gær i lögbannsmáli Bjarna- manna gegn hannibalistum. Bjarnamenn fengu lögbann lagt á fundarboð og aðrar athafnir hannibalista i nafni félagsins „Samtök frjálslyndra i Reykja- vik”. Mál verður að höfða fyrir Bæjarþingi Reykjavikur til að fá þennan úrskurð staðfestan. En hannibalistarnir, sem tóku völdin i félaginu með byltingu, hafa samþykkt að breyta nafni þess i „Samtök frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik”. „Beðið var um lögbann i nafni félagsins „Samtök frjálslyndra i Reykjavik”, segir Jón P. Emils. „Það tekur þvi ekki til annars nafns.” Likur eru þvi til, að hannibalistar haldi áfram félags- starfsemi undir nýja nafninu. —HH Vinnubrðgð þingmanna að batna? Það er sjaldgæft, að þing- menn þéttbýlisins eigi aðild að tillögum um hagsmuna- mál dreifbýlisins. Það er lika sjaldgæft, að þingmenn leggi fram ýtarlegar og ákveðnar tillögur um aðgerðir, studd- ar nákvæmum greinargerð- um og fylgiskjölum. En hvort tveggja gerðist samt á alþingi i gær. Menn spyrja þvi, hvort vinnubrögð þing- manna séu að breytast til batnaðar. Sjá nánar i leiðara Visis á bls. 6 ★ Geyma féð í steinsteypu fremur en í bankohólfi Það virðist gilda áfram sú trú manna að fjárfesting i steinsteypu gefi nú betri vexti en krónur á banka- reikningi. Við könnuðum nokkuð fasteignamarkaðinn i gærdag. — Sjá frétt á bls. 3. ★ Flugrónin og íslenzk Iðg — sjó frétt á bls. 3 ★ Grannur kokkur = slœmur matur „Ég held ég myndi aldrei boröa á stað, þar sem ég sæi að kokk- urinn væri grannur”. — Nú hvers vegna ekki? „Vegna þess að ég myndi álita að maturinn væri gjörsamlega óætur”. Þetta er kafli úr viðtali við nemendur i Hótel- og veitinga- skólanum. Það er til regla um það hvernig holdafar þjóna og matreiðslumanna á að vera, — þannig að tryggt sé að maturinn verði nú fyrsta flokks! SJABLS.7. Auðveldosta björgunín n — segir Kristinn Guðbrandsson, sem stjórnaði aðgerðum ó Eyjafjallasandi. — Bjerco vœntanlegf til Reykjavíkur í dag „Björgun flutningaskips- ins Tomasar Bjerco er sú viðráðanlegasta, sem við höfum komizt í til þessa, hvað snertir svona stór og félögum hans sjö tókst skip", sagði Kristinn Guð- að koma Bjerco á flot brandsson framkvæmda- klukkan sex i gærkvöldi og stjóri Björgunar hf. Honum er skipið væntanlegt til Þeir eru vist áreiöanlega orðnir nokkuð margir Vest- mannaeyingarnir, sem hafa horft upp á hús sln og heimili fara á þennan hátt. Smátt og smátt þokast hraun- ið nær og nær, og áður en langt um liður, er hvorki tangur né tetur eftir. Bæði ný og gömul hús horfin. Eigandi þessa húss við Austurhlið 1, Sigurður Georgs- son, sá reyndar ekki þegar hans hús fór á þennan hátt. Hann er skipstjóri á Heimaey VE og var þvi fjarri landi. 13 hús hafa nú farið undir hraun við Austurhlíð og Grænu- hliö á siðustu dögum, og það er þvi ekki svo undarlegt, að mörgum komi til hugar að þarna verði litið hægt að gera. Og þó að trú manna á kælingu hraunsins virðist aukast, þá er ekki það sama að segja um varnargarðana. Enda er leikur- inn harla ójafn. A myndinni er verið að taka spjaldið með götu- nafni og númeri, — svona til minja um það, sem var. —EA Kristinn Guöbrandsson Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Fjóra sólarhringa tæpa tók björgunin, en auk Björgunar- manna tóku fjölmargir bændur úr nágrenni Eyjafjallasands þátt i björguninni. „Ég held að það sé ekki hægt að tala um neinar verulegar skemmdir á skipinu,” sagði Kristinn. „Sjór komst aldrei i lestarnar, en hinsvegar i vélar- rúmið. Það var búið að dæla sjón- um þaðan, áður en skipið náðist út. En það er náttúrlega vitað mál, að vélarnar þarf að taka upp að nýju.” Vélar skipsins fðru i gang, á meðan skipið var á sandinum, en einhverjir erfiðleikar voru með að fá þær i gang, þegar svo skipið hafði verið dregið út af Goðanum. Gat Kristinn ekki upplýst, hvort það hafi staðið til að nýta vélar- aflið á leiðinni til Reykjavikur. Bjerco er fullfermdur, en það eina, sem tekið var i land strax á strandstað, voru bifreiðar. Þær reyndust litið sem ekkert skemmdar, en eitthvað af öðrum farmi skemmdist meira eða minna. Glerkistur munu t.d. hafa farið illa, en það sem Kisiliðjan á um borð er með öllu óskemmt. Goðinn kom á strpndstað i gær- morgun og var það um klukkan þrjú, sem tekizt hafði að koma dráttartaug milli skipanna. Losnaði skipið strax og byrjað var að toga i það klukkan að verða sex. Veður hafði verið með skásta móti á strandstaðnum, þar til i gær,en þá var kominn suð-austan strekkingur. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust að leit að hinum týnda skipverja af Bjerco, sem hvarf á óútskýrðan hátt. Leit hefur engan árangur borið. -ÞJM. OUUMENGUN I DRYKKJARVATN EÐA ÁSTÆÐULAUS HRÆÐSLA? „Það er i okkar verka- hring, þegar vatn meng- ast svo, að það verði óhæft til neyzlu. Við þurfum að kanna þetta mál i samráði við varnarmálanefnd.” — Þetta sagði Guðjón Petersen, hjá Almanna- vörnum rikisins i gær- morgun. Tilefnið var meint mengun frá gömlum ollugeymum inni á svæði varnarliðsins á Miðnes- heiði. Guðjón var á fundi hjá Iðnaðarmannafélaginu á Suöur- nesjum, þegar birt var skýrsla um mengun frá þessum gömlu tönkum. „Ég hafði ekki heyrt um þetta, en benti þeim á að mengunin gæti lika komið frá æfingum varnar- liðsins. Við höfum verið að vinna að Vestmannaeyjamálum og þar að auki höfum við verið að vinna að skipulagi varna fyrir höfuð- borgarsvæðið og Akureyri. En brátt förum við að vinna að sams konar skipulagningu fyrir Suður- nes. Þetta mál kemur auðvitað þar inn i”, sagði Guðjón að lok- um. Visir hafði samband við Jóhann Einvarðsson bæjarstjóra i Kefla- vik og spurði hann, hvort sveitar- félögin, sem ættu vatn að sækja á þetta vatnasvæði, hefðu nokkuð gert i málinu. — „Ég hef i tvigang skrifað varnarmálanefnd út af þessu og beðið um rannsókn. Við höfum, sem betur fer, ekki orðið varir við mengun i vatninu hér, enda eins gott þvi hún yrði viðloð- andi i mörg ár. En við erum óneitanlega hræddir." Páll Asgeir Tryggvason hjá varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins sagðist ekki vera kunn- ugur þessu máli. Hann minntist þess að hafa fengið bréfin frá bæjarstjóranum i Keflavik. Sagð- ist hann hafa sent tilmæli til varnarliðsins, að það athugaði vel alla hugsanlega oliumengun. Hefði hann siðan fengið fregnir um, að það hefði verið gert og að á nokkrum stöðum hefðu fundizt tankar við heimahús, sem smá- vegis lak úr. Hann kannaðist ekkert við, að þarna væru gamlir tankar i slæmu ástandi, en vildi ekkert fullyrða um það. Hins vegar vissi hann, að tankar hefðu verið þrifn- ir vel fyrir nokkrum árum og þéttir. Það var á vegum varnar- liðsins, en hann sagðist minna vita um tanka oliufélganna á staðnum. — LÓ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.