Tíminn - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1966, Blaðsíða 8
TÍMINN MTÐVTKUDAGUR 1. júní 1966 MINNING Karolína Hallgrímsdóttir frá Fitjum í Skorradal Húsfreyjan á Fitjum í Skorra- dal, Karólína Hallgrímsdóttir, var lögC til hinztu hvíldar hinn 21. janúar sl. heima í Fitjakirkju- garði við hlið bónda síns og ann- arra Fitjaættmanna, eftir að hún hafði lokið löngu og góðu dags- verki, og verið húsfreyja á Fitj- um í meira en hálfa öld. Margir eiga góðar minningar frá því gamla og góða heimili, er rifjast upp, er hún er kvödd, og þakkir eru fluttar fyrir þau góðu kynni. Karólína var kvödd frá kirkj- unni sinni á Fitjum, þangað sem margir góðvinir komu um lang- an veg og þágu góðgerðir heima í húsinu hennar, þar sem hún sjálf margan messudaginn hafði veitt fjölda kirkjugesta af mik- illi rausn. Það var hlutskipti Karó- línu að dvelja alltaf á kirkjustöð- um. Hún var fædd 11. ágúst 1881 að Brettingsstöðum í Flateyjar- dal, en það var kirkjustaður. For- eldrar hennar voru Signý Hall- grimsdóttir og Hallgrímur Guð- mundsson, Jónatanssonar, en föð- uramma hans hét Karitas Páls- dóttir frá Kaðalstöðum í Stafholts tungum. En að Karólínu stóð mesta greindar- og dugnaðarfólk, og margt listrænt. Ársgömul missti hún móður sína og hálfu ári siðar föður sinn, er fórst á hákarlaskipi. Elisa Guðmundsdótt ir, föðursystir hennar, tók hana í fóstur, en hún giftist siðar Tryggva Jónssyni, og bjuggu þau á Brettingsstöðum, Karólína aaut mikils ástríkis fóstru sinnar og frænku og fékk hið bezta uppelii hjá þeim hjónum. Síðan fór hún til föðursystur sinnar og nöfnu, Karólínu, konu séra Árna í Greni vík, Var það mikið menningar- heimili, og lærði hún þar margt. Einkum var þar mikil söngiðkun, og fékk hún því tækifæri tii að þjálfa þar sína fögru söngrödd með frændsystkinum sínum. Um það leyti er Karólína dvald ist i Grenivík, fluttust ung prests- hjón að Þönglabakka, séra Sig- urður Jónsson og frú Guðrún Sveinsdóttir, bróðurdóttir Hall- gríms biskups. Prestsfrúin var kaupstaðarstúlka og öllu óvön í sveit. Varð það þá úr, að Karólína fór að Þönglabakka henni til að- stoðar og skemmtunar, en með þessum ungu konum tókst mikil vinátta, sem entist meðan þær lifðu báðar. Þegar svo séra Sig- urður fluttist að Lundi í Lunda- reykjadal í Borgarfirði og tók þar við prestsskap, fékk prestsfrúin 'Karólínu til þess að koma með þeim. í Lundarkirkju vakti þessi unga stúlka athygli fyrir sína fögru rödd, brúnu tindrandi augun og mikla svarta hárið. Hún varð 'fljótt virkur starfskraftur í Ung- j mennafélagi Lundarréykjadals, ■ hún steig dansinn létt og af kunn áttu. Lengi fram eftir ævi starf- aði hún fyrir þennan félagsskap. Um þetta leyti bjó á Fitjum í Skorradal óðalsbóndinn Stefán Guðmundsson hreppstjóri og sýslu nefndarmaður, og voru fyrir búi hjá honum tvær systur hans. Voru þau börn Guðmundar Ólafssonar alþingismanns og jarðyrkjumanns sem var mikils metinn máður. Stefán á Fitjum var í fremstu röð bænda í Borgarfirði og gáfumað- ur mikill. Hann var góður söng- maður, hafði mikla bassarödd og hneigðist mjög að tónlist, svo að hann samdi jafnvel sjálfur lög. jHann var forsöngvari í Fitja- ; kirkju. Ekki var að undra, þó að athygli þessa söngelska bónda beindist að hinni norðlenzku stúlku, því að þau reyndust eiga þarna saman mikið áhugamál, þar sem var söngáhugi og sönggleði. Þau felldu fljótt hugu saman, þó að hann væri seytján árum eldri, og gengu í hjónaband árið 1908. Fitjaheimilið var frekar fornt í sniði, en fast í formi og með mikl- um menningarbrag, og efni voru þar góð. Var vel að þessari ungu konu gert, og hún hafði góða að- stoð við heimilisstörfin, eins og títt var á þeim tíma. Karlóna flutti með sér glaðværð inn á heimilið, og var hinn góði engill í lífi manns síns. Sambúð þeirra var ágæt, gagnkvæm virðing og kærleikur. Einkenndist allt heim- ilislífið af óvenjumikilli háttvísi og tillitssemi manna á milli. Veit ég, að þau hjónin sköpuðu sjálf þennan heimilisanda með fram- komu sinni og líferni. Einstök var hugulsemi Karólínu við mann sinn, er hafði svo mörgum hugð- arefnum að sinna, aðdáunarvert hve hún á yndislegan hátt sá hon- um fyrir kyrrlátum stundum, er hann var að engu ónáðaður vegna verklegra anna, og hve létt henni veittist í önn dagsins að syngja með honum lag, er eitthvað heill- aði bug hans og nýtt lag var radd jsett. Allt gat þetta fallið inn í jdaglega lífið og breytti engu um 'afköst, engu var gleymt, engum var gleymt. Fyrst reis hún, og síðust gekk hún til náða, vel var fyrir öllu séð. Oft var gestkvæmt ,á Fitjum, þó sérstaklega á fyrri í árum, er byggðin var meiri í daln- j um. Oft bar þar að garði erlenda :menntamenn, er hittu að Fitjum !hinn gáfaða bónda, sem gat oft italað þeirra eigið mál og kunni ! góð skil á bókmenntum, bæði nor- ; rænum og þýzkum. Oft lengdist því í viðstöðu þessara útlendinga, þeir dvöldust náttlangt og lengur til þess að ræða við bóndann. Aldrei var teikið fyrir greiða, en aukastörf komu á húsmóðurina, og lét hún sig aldrei um þau muna, en innti þau af hendi með gleði. Ég hlýt nú að minnast þess, er ég lítil stúlka fór mína fyrstu ferð upp í Borgarfjörð til sum- ardvalar hjá þessu góða og gamla vinafólki fjölskyldu minnar. Ég fór á bát upp að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd, en þar var þá verzlun. f fjörunni biðu mín systkinin frá Fitjum með hesta, j'er báru okkur yfir hálsinn, en það .var fjögurra tíma ferð, og þótti jmér þetta æði langt, og varð ég ferðlúin. En fegurð Skorradals jþetta sumarkvöld mun ég aldrei igleyma. Hún var töfruim lfk. Hlýj ar skógi klæddar hlíðar, er spegl- uðust í kyrru vatninu, áin, sem liðaðist eftir dalnum, fossaniður og fuglasöngur. Og þarna stóð blessaður Fitjabærinn með burst- ir sína og kirkjan. Staðarlegt heim að líta. Á hlaðinu stóð Stef- án bóndi, sterklegur maður og virðulegur með alskegg. Hann tók þétt í hönd mér, og ég fann, að ég var velkominn. Hann var aldr- ei margmáll. En konunni, sem kom út úr bænum, vafði mig að sér af innilegri hlýju og sagði með björtu og fallegu röddinni sinni: „Mikið held ég, að telpan sé þreytt,“ henni hef ég unnað upp frá þeirri stundu, og ég held, að ég hafi einnig ávallt átt sæti við hlið barna hennar í bænum hennar og kærleika. Og nú stend ég hljóð og þakka gleðina og öll góðu og skemmtilegu sumrin í sveitinni, þaðan sem ég minnist aðeins hlýju og umhyggju. Ekk- ert var of gott. Og við leiðarlok er það gleðin, sem verður ofan á í minningunum. Hún kenndi mér Ijóð og lög og sagði mér sögur úr norðlenzku byggðinni sinni, sem hún ætíð unni. Um álfabrenn ur og söng, fagurbúnar konur á hestbaki í skrautlegum söðlum, er þeystu á hvítu hjarni. Mér fannst Norðurland vera land ævintýra og gleði þar sem bara var gott fólk. Lífið var henni uppspretta hinnar hreinu gleði, sem átti sér rætur í hennar fagra sálarlífi. Hún átti trú, er hún ekki hafði á vörun- . um, en var henni einlæg sann- indi og gaf henni styrk í and- streymi og gleði í önn dagsins. Af þessu öryggi sínu og jákvæða lífsviðhorfi miðlaði hún öllum þeim, sem með henni voru og kynntust henni, eins og hún var. Hún var einlæg, sönn og heil- steypt og gaf án þess að spyrja um endurgjald, eins og svo marg- ar mætar konur hafa gert. Karólína og Stefán eignuðust fjþgur börrv Þau eru: Vigdís Klara gift Gisla Sigurðssyni, lögreglu- varðstjóra í Hafnarfirði, Hallgrím ur, lögregluvarðstjóri í Reykjavík, kvæntur Vigdísi Jónsdóttur Otta Jónssonar, skipstjóra í Reykjavík, Stefán og Guðmundur, er búa á Fitjum. Telja má, að Karólina hafi ver- ið mikil gæfukona. Hún var hraust og tápmikil. Hún hefur lengst af dvalizt heima á heimili sínu, þar sem hún naut mikillar tillits- semi og ástríkis, fyrst af manni I sínum og síðar af börnum sin- um, og mikla gleði hafði hún af barnabörnum sínum. Karólína missti mann sinn 1931 og bjó eft- ir það með sonum sínum. Og þó að hún nú síðasta árið þyrfti að vera fjarri heimili sínu í sjúkra- húsi, þar eð ekki var hægt að veita henni heima þá læknishjálp, sem nauðsynleg var, fékk hún að halda andlegri heilbrigði sinni. Hugur- inn var fullur af hlýleik og þakk- læti til allra þeirra, er hjúkruðu henni og hlynntu að henni og til iþeirra, er sýndu henni tryggð og ORÐSENDING frá Bifreiöastöö Steindórs og Kaupfélagi Árnesinga Þann 1. júní 1966 flytjum við afgreiðslu sérleyfisbifreiða okkar í Umferðamiðstöðina við Hringbraut, sími 22300. Á það skal bent, að fyrsta áætlunarferð Steindórs tii Keflavíkur kl. 6 árdegis fer frá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2, og ekur um Hafnarstræti, Lækjargötu, Sóleyjargötu, og ura Miklatorg. Síðasta áætlunarferð Steindórs frá Keflavík til Reykjavíkur, kl. 11.45 síðdegis, mun enda hjá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2. Bifreiðastöð Steindórs heimsóttu hana. Hún vann vináttu stofusystra sinna, og þar er henn ar saknað. Að morgni þess dags, er hún kvaddi þetta líf, var höfð morgunbæn í kapellu Elliheimilis- ins. Það hljómaði sálmasöngur frá hátalara í sjúkrastofunni. Hún gat ekki tjáð sig, en er sunginn var sálmurinn „Á hendur fel þú hon- um,“ opnaði hún augun, og ég sá, að henni var bæn í hjarta og þökk. Þannig endaði líf þess- arar góðu konu. Hún fékk að heyra sungið sálmalag, sem hún dáði. Ég og fjölsikylda mín þöikkum allar yndislegu stundirnar, er við höfum notið í hinum sumar- fagra dal heima á Fitjum, þaðan sem við öll geymum minninguna um húsmóðurina, sem var mér sem elskuleg móðir og amma £ sveitinni fyrir drengina mína. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aHt Jóna Kristín Magnúsdóttir. Ég við þessi leiðarlok líta hlýt til baka. Föstudaginn 21. janúar rytgsu Borgfirðingar háaldraðri heiðurs- konu til grafar. Karólína Hallgrímsdóttur, hús- freyja á Fitjum í Skorradal var jarðsungin við Fitjakirkju að við- stöddu fjölmenni. Ég átti þess kost að vera þar viðstaddur. Sækja gamlar minn- ingar ,allt frá fyrstu kynnura okk ar Karólínu svo fast á huga minn, að ég get ekki annað gert en skrifa þessar línur. Þó að aldursmunur okkar væri allmikill, áttum við þó nokkuð sameiginlegt. Við höfðum bæði, ung að árum, slitið rætur okkar upp úr sama jarðvegi á æskustöðv um okkar, bæði flutzt til fjar- lægs héraðs, bundizt því byggðar- lagi tryggðaböndum og orðið um áratugi nánir nágrannar í einum fegursta dal, sem finnst meðal ís- lenzkra byggða. Ég hafði ekki dvalið nema fáa daga í Vatnshorni haustið 1927, þegar mér barst ofurlítið sendi- bréf frá húsfreyjunni á Fitjum, þess efnis, að hún bað nig að skreppa við hentugleika n orður yfir ána og heimsækja mig. Þetta litla bréf flutti mér þann hug- blæ og fölskvalausa hlýju, að ég lét fljótt af þessu verða. Sú fyrsta koma min að Fitjum hefur verið og verður mér með öllu ógleym- anleg. Viðmót og hlýja þessarar góðu, geðþekku konu og eigin- manns hennar, Stefáns Guðmunds sonar, var á þá lund, að líkara var, að þau væru að fagna kær- komnum syni eftir fjarveru en j bráðókunnugum manni. Mig grun aði ekki þá það, sem reynslan sannar nú, að varð. Ég hef senni- lega komið oftar að Fitjum í Skorradal en á nokkurt annað vandalaust heimili á íslandi. Ég hef komið þar hinna hversdags- legustu erinda eða erlndislaust. Ég hef komið þar á sorgar- og gleðistundum. En á öllum þeim ferðum um þrjá áratugi var eitt ævinlega eins, það var viðmót Karólínu. Henni fylgdu alltaf sömu eiginleikarnir. Sama velvild- in og hlýjan, til alls og allra. Og hvað það var gaman, oft þeg- ar ég gekk út úr eldhúsinu frá henni og þakkaði henni fyrir kaff- ið hennar góða, sem æfinlega var eins. Þá strauk þessi gamla góða kona stundum litlu nettu hend- inni sinni um kinnina á mér, rétt eins og ég væri einn af drengj- unum hennar. Það kom glöggt í ljós við út- förina, að Karólína á Fitjum var vel þekkt og vinamörg. Roskið fólk kom um langvegu til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.