Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Þriöjudagur 25. febrúar 1975 — 47. tbl. Samkomulag i Strandríkin fói 200 mílna óformlegum r . ... ,. viðrœðum ef nahags logsogu 1 óformlegum viöræðum til undirbúnings hafréttarráð- stefnunni hefur náðst sam- komulag um 200 milna efna- hagslögsögu fyrir strandriki, sagði i frétt norsku fréttastof- unnar NTB laust fyrir hádegi. Þetta á að verða regla i alþjóðarétti, segir NTB. Norski hafréttarráðherrann Jens Evensen, segir fréttastof- an, hefur tjáð blaðinu Arbeider- bladet þetta. Hann hefur verið i forsæti á mörgum fundum milli forystumanna sendinefnda margra rikja, sem um máliö fjalla, og voru fundirnir við hann kenndir. Evensen segir, að niðurstaða fundanna, sem voru i New York, sé hagstæð „bylting”. —HH ## EDAIICI/A DVI TIKI^III^/ FKANSKA BTLTINUIN — heitur fundur hjá / _ Ferðafélagi íslands BROTIN A BAK AFTUR í gœrkvöldi Framkvæmdastjóri Ferðafé- lags tslands „féll I frönsku bylt- ingunni”. Hafði hann lýst þvi yfir, að hann mundi segja af sér fram- kvæmdastjórn félagsins, ef það sýndi sig, að þorri félagsmanna væri andvigur þeirri stefnu hans að leggja aukna áherzlu á þjónustu Ferðafélagsins við franska feröamenn, sem hingað hafa leitað og notið fyrirgreiöslu hans. Á aðalfundi Ferðafélags Is-. lands, sem fór fram i Tjarnarbúð i gærkvöldi fyrir troðfullu húsi, voru kosnir fjórir nýir menn i stjórn. Stillti meirihluti stjórnar F.l. upp fjórum mönnum og Einar B. Guðjohnsen og þrir fé- lagar hans stilltu upp öðrum fjórum. Var það skýrt tekið fram, að hér væri ekki um listaframboð að ræða. Kjósendum væri heimilt aö veita atkvæði mönnum úr báð- um uppstillingunum. Það var þó vitað, að draga mætti ályktanir af kosningunni, hvað snerti deiluna um frans- mennina. Úrslit kosningarinnar voru lika skýr: Þeir fjórir, sem meirihluti stjórnarinnar stillti upp, fengu yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæöa. Samtals fengu þeir 791 atkvæði, en menn Einars og félaga hans fengu samtals 540 atkvæði. „Þaö er i rauninni litið aö segja. Hér meö segi ég af mér framkvæmdastjórn Ferðafélags- ins”, sagði Einar, þegar úrslit kosninganna voru kunn. Sigurður Jóhannsson, forseti Það var fullt út úr dyrum á aðalfundi Ferðafélags Islands I Tjarnarbúð í gærkvöldi. Var samþykkt að láta af þeim sið, að kaffiveitingar handa félagsmönnum væru gréiddar úr félagssjóði... Ljósm: Bragi. llrslit kosninganna Hér á eftir fara úrsiit kosning- anna, sem fram fóru á aöalfundi Ferðafélags Islands i gær- kvöldi: Tiliaga meirihluta stjórnar F.I.: Páll Jónsson bókavörður 205 at- kvæði, Jón E. ísdai skipasmiður 197 atkvæöi, Haraldur Sigurös- son bókavöröur 196 atkvæði og Haukur Bjarnason rannsóknar- lögreglumaður með 193 at- kvæði. Tillaga Einars Þ. Guðjohnsen, Jóhannesar Koibeinssonar og Jóns I. Bjarnasonar: Ottar Kjartansson kerfis- fræðingur 162 atkv., Tryggvi Halldórsson múrari 150 atkv., Ólafur Sigurðsson arkitekt 121 atkv. og Þór Jóhannsson hús- gagnabólstrari með 108 atkv. Tillaga Leós Guðlaugssonar: Böðvar Pétursson verzlunar- maður með 87 atkvæði. félagsins, varð örlitiö langorðari. Sagði hann m ,a. að nú væri útrætt um deilumálin og augljóst oröið, hvert stefna skyldi. Fundurinn i Tjarnarbúð er sá langfjölmennasti i sögu Ferðafé- lagsins, enda aldrei komið upp eins „heitt” mál innan félagsins sem „franska byltingin”. Hófst fundurinn klukkan aö verða niu og var þá hvert sæti setiö og föl- margir stóöu. Þaö kom þó ekki fram nein þreyta. Fundurinn stóð til klukkan eitt i nótt. Tóku margir til máls á fundin- um og viku allir ræðumenn meira eða minna aö þjónustu Feröafé- lagsins við hina frönsku ferða- mannahópa, Fóru þeir lika oft- sinnis i ræðustólinn, forseti fé- lagsins og framkvæmdastjórinn. „Frönsku feröamennirnir geta á þessu ári skilað félaginu allt að 2,5 milljónum i gróða, sem þýðir það, að við getum tekizt á við stærri verkefni i þágu Ferðafé- lagsins”, sagði framkvæmda- stjórinn, en forsetinn sagði: „Það verður sifellt vart meiri og meiri óánægju með það, að innlendir ferðamenn komast ekki i sæluhús félagsins fyrir erlendum ferða- mönnum”. —ÞJM „Ekki í verkahring Alþingis að setja stafsetningarreglur" — menntamólaráðherra afhent áskorun um að koma z aftur í gagnið „Satt bezt að segja veit ég ekki, hvort ég á aö svara þessu fyrr en ég hef kynnt mér lög um þessi efni. Ég held þó, að rétt sé, að málfræði- og málvisinda- nefndir fjalli um stafsetningar- reglur og siðan taki ráðuneyti og ráðherra endanlega af- stöðu. En mér finnst það ekki i verkahring Alþingis að setja stafsetningarreglur”. Þetta sagði menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsson, þegar Visir ræddi viö hann varðandi áskorun, sem honum var afhent fyrir stuttu. Þar er skorað á menntamálaráöherra að taka aftur upp z-una, og eru þar 100 menn, sem eiga i hlut. Askorunin er birt I heild meö undirskriftum á bls. 3. „Arabarnir koma" Sjá bls. 6 Hryðjuverk í Kambódíu Sjá bls. 5 LÉTTFÆTTIR SKÓLA- KRAKKAR FÁ VÍSISBIKAR íþróttir í opnu 28 sveitarfélög hyggjast ráðast í gerð vatnsveitna: 26 VATNSVEITUR FYRIR 560 MILLJÓNIR Framundan er gerð 26 vatns- veitna hjá 28 sveitarfélögum, og er þetta fjárfesting upp á 560 milljónir. króna. Þetta kom fram I setningarræðu Páls Lín- dal, borgarlögmanns, sem jafn- framt er formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga, er hann setti ráðstefnu um vatn i morg- un. Ráðstefnan er haldin i húsa- kynnum hótel Esju, og sækja hana 70-80 manns viðsvegar af landinu. Páll Lindal sagði i setningarræðu sinni, að það sé almennt talin ein frumskylda sveitarfélaga i þéttbýli að sjá ibúunum fyrir nægu og heil- næmu vatni, og vaxandi þrýstingur á dreifbýlissveitar- félög að koma á fót vatnsveit- um. „Lengi var það almenn trú, að vatn hér á landi væri yfirleitt fullkomlega hæft til neyzlu,” sagði Páll. „Rannsóknir, sem fram hafa farið um alllangt árabil sýna, að vatn er hér mjög misjafnt að gæðum. Sum sveit- arfélög, eins og til dæmis Reykjavik, eru svo lánsöm að hafa frábært neyzluvatn, en önnur búa við vatn, sem er alveg á takmörkum að vera hæft til neyzlu.” Ráðstefna um vatn mun standa fram á miðjan dag á morgun, og eru mörg athyglis- verð erindi á dagskránni. —SH Sjá einnig frétt á baksiöu. Páll Lindal, formaöur Sam- bands islenzkra sveitarfélaga, setur Ráðstefnu um vatn kl. 9,30 i morgun. Næstur honum situr Guttormur Sigbjarnarson, sem var næstur á mælendaskrá. — Ljósm. Visis Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.