Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						3
w
O)
c
J
Árni Öla
V
Landnöms-
bœrinn
s
í landnámssögu vorri er litið getið um mannvirki, og
þótt minnst sé á þau á sötku stað, þá eru lýsingar á
þeim svo ófullkomnar, að vér erum litlu nær. Vér
eigum t.d. engar fullnægjandi Iýsingar á fyrstu bæjun
um, sem norrænir landnemar reistu handa sér. Má
vera, að orsökin sé sú, að þá er landnámabækur voru
ritaðar, hafi þegar verið „gleymt" hvernig fyrstu
bæirnir voru, eða þá að slikt hefir ekki þótt frásagnar-
vert.
Þó er enn unnt að geta þar nokkuð i eyðurnar, ef
athugað er, hver byggingarefni voru notuð og hvaða
smiðatól menn áttu þá.
Landnemar hafa eingöngu orðið að bjargast við þau
byggingarefni, sem til voru í landinu, en þau voru torf
og grjót, rekaviður og skógviður. Veggir og stafnar
húsa hafa verið hlaðnir úr torfi og grjóti — oft
eingöngu úr torfi —, máttarviðir allir hafa verid
rekaviður, en skógviður mun hafa verið notaður i
árefti og tróð undir torfþök. Engar þiljur hafa verið i
þessum húsum, en veggir tjaldaðir innan með dúkum.
Veggtjöld komu á þeirri öld í staðinn fyrir þiljur.
Þá er að minnast á smiðatólin. Það var venja I
Noregi um þær mundir (og sá siður hélzt um skeið hér
á landi), að verkfæri manna og 'smíðatól væri lögð I
haug með þeim. 1 norskum haugum hefir þvi fundist
mikið af sllkum forngripum frá víkingaöld. Þeir eru
hvorki margbrotnir né merkilegir, en samskonar
smíðatól hafa landnámsmenn haft með sér hingað.
Þetta voru axir af mörgum gerðum og hétu ýmsum
nöfnum, svo sem bolöx, viðaröx, skógaröx, tálguöx og
fleygöx. Svo voru alir og nafrar af ýmsum gerðum
(handborar), tálguhnífar stórig og litlir, bjúghnlfar
og bjúgjárn. Þá voru sköfur af mörgum gerðum, bæði
til að einhenda og tvíhenda. Þær voru notaðar til að
slétta við og gera stryk í hann. Heflar þekktust þá
ekki, en til var svipað áhald, sem nefnt var Iokarr; var
það timburstokkur með einfaldri tönn og var egg
hennar kúpt, svo að hún spændi upp mjóa og þykka
spæni. Þetta hefir sennilega verið gamalt verkfæri,
þvi að svo segir I Eddu, að þá er Þjazi elti Loka i
arnarham og þeir nálguðust Ásgarð, þá báru Æsir
þangað byrðar af lokarspónum og kveiktu I svo eldur
hljóp í fiðlur arnarhamsins um leið og Þjazi flaug inn
yfir Ásgarð.
önnur smfðatól hafa ekki fundizt I Noregi frá þess-
um tíma, og sama er að segja um Sviþjóð. Smiðir áttu
þá hvorki sagir né hefla. Sagir þekktust ekki heldur
hér á landi og er fyrst getið um sög að Eyri við
Seyðisfjörð vestra árið 1470. Langviðarsagir komu
ekki til tslands fyr en um 1700, þá er þeirra getið á
Norðurlandi. Heflar bárust hingað fyrst i lok 16. aldar.
Þetta sanna Grundarstólarnir frægu í Þjóðminjasafni,
smíðaðir á 16. öld, því að þeir eru ekki heflaðir heldur
höggnir, tálgaðir og skaf nir.
Á landnámsöld var timbur unnið þannig í Noregi, að
trjábolir voru höggnir sundur í ýmsar lengdir og siðan
klofnir I staura eða borð. Var þá sótzt eftir að velja þá
stofna sem kvistalausir voru. Þessa aðferð munu
fyrstu smiðir á Islandi hafa haft, en oft mun hafa
reynzt vandkvæðum bundið að kljúfa rekaviðinn,
vegna þess hvað hann var kvistóttur. Að vísu munu
íslendingar hafa flutt mikið af unnu norsku timbri
hingað þegar fram í sótti, en það munu aðallega hafa
verið máttarviðir og staurar, svipaðir girðingastaurum
nú. Á þessa staura voru svo höggnir fletir þannig, að
þeir féllu saman og gátu myndað þiljur eða skilrúm.
Slíkar þiljur voru kallaðar skjaldþil. Aftur á móti
munu fjalir, eða borðviðir hafa verið rándýr í Noregi,
vegna þess hve seinlegt var og erfitt að gera f jalir úr
trjástofnunum. Þess vegna mun litið hafa verið flutt
til Islands af þeim viði, enda hefir mest af honum
f arið til skipasmíða I Noregi.
Að öllu þessu athuguðu er harla ósennilegt að elztu
bæir norrænna manna á tslandi hafi verið þiljaðir
innan með borðviði, en skjaldþil hefir getað verið í
sumum á vissum stöðum. Þar sem skálar hafa ekki
verið hólfaðir sundur með moldarveggjum og grjóti,
getur verið að skjaldþil hafi verið notuð og hafa þau
verið gerð úr reRaviði. Þó má vera að skilrúmin hafi
verið með ýmsu móti og mætti gizka á, að sum hafi
verið úr skógarviði og skógarlimi, sem fléttað hefir
verið saman og siðan klfnt á það smiðjumó báðum
megin og þvinæst tjaldað yfir. Þegar grafnir voru upp
bæirnir í Þjórsárdal, hélt Aage Roussel fornfræðingur
því fram, að skilrúm myndi hafa verið f skálunum á
Stöng og Skallakoti. Hafa þá þá annaðhvort verið
skjaldþii eða þau hafa verið gerð úr skógarfléttum,
því að hvergi sá móta fyrir þeim.
t þann mund er sagnaritun hófst hér, voru hibýli
manna orðin miklu stærri og veglegri heldur en
landnemabyggðin. Þá var liðinn svo langur tími frá
landnámi, að gruna ma, að fallið hafi i gleymsku
hvernig húsakynnum var háttað upphaflega, og sagna-
ritarar hafi ósjálfrátt miðað við þann húsakost, er þeir
áttu við að búa, ef þeir gerðu sér það ómak, að lýsa
húsakynnum forfeðranna, en sumt eru ýkjur. Og þá
get eg ekki stillt mig um að taka til dæmis þrjár
samhljóða frásagnir í Landnámu um byggingar á
landnámsöld:
—  Langaholts-Þóra i Staðarsveit á Snæfellsnesi lét
gera skála sinn um þvera þjóðbraut og lét þar jafnan
standa borð, en hún sat uti á stóli og laðaði þar gesti,
hvern sem vildi eta.
—  Geirrfður í Borgardal í Álftafirði á Snæfellsnesi
sparaði ekki mat við menn og lét gera skála sinn um
þjóðbraut þvera. Hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en
borð stóð inni jafnan og matur á.
—  Þorbrandur örrek nam Norðurárdal f Skagafirði
og bjó á Þorbrandsstöðum (þar sem menn ætla að
nú sé bærinn Kot). Lét hann gera þar eldhús svo
mikið, að allir þeir menn, er þeim megin fóru um
dalinn, skyldu þar bera klyfjar í gegnum og vera
öllum matur heimill. —
Við þessar frásagnir er ýmislegt að athuga. Hvaða
þjóðbrautir er hér talaJ um? Aður segir að norrænu
landnámsmennirnir hafi komið hér að auðu landi og
óbyggðu, og þar gátu þvf ekki hafa verið neinar
þjóðbrautir. Það skyldi þó aldrei vera, að hér sé óvart
talað um alfaravegu tranna, sem hér voru fyrir? Hitt
nær heldur ekki neinni átt, að nokkur landnemi hafi
reist svo stóran skála, að þvert f gegnum hann hafi
verið hlið svo breitt og mikið, að ferðamenn hafi getað
farið þar um með klyfjalestir. — A seinni árum hafa
sumir menn varla getað fundið nógu sterk orð til að
lýsa aðdáun sinni á gestrisnu þessa fólks, sem hreint
og beint sat um ferðafólk til þess að geta gefið þvf
mat! En svo ævintýralegt hefir þetta ekki verið. Hér
er verið að segja frá fyrsta fólkinu á tslandi, sem gerði
greiðasölu að atvinnu, og það sem um það er sagt er
tómt háð, vegna þess að heldur hefir lftið þótt til
þessara greiðasölustaða koma. Háðið liggur I þvi, að
gera sem mest úr öllu. Þessu fólki nægði ekki að bæir
þeirra væri við þjóðbraut, heldur voru bæirnir reistir
„um þjóðbraut þvera". Háðinu svipar til vísu Stefáns
skálds Ólafssonar í Vallanesi:
Einar mælti: Eitt sinn vær
áttum mikið þamb,
f jórir geymdum f jórar ær,
fargaðist þó lamb.
Um þessa skála þarf því ekki að fjölyrða. Þess má
aðeins geta til stuðnings þeim skilningi, sem hér er
lagður I frásagnirnar, að hjá Langaholts-Þóru gerðist
svo sukksamt, að bóndi hennar flýði að heiman og
gerði sér annan bæ úti í Breiðavík. Um Borgardal
hefir aldrei legið þjóðbraut, þvf að hann er nokkuð
afskekktur og alfaraleið lá með firðinum. Þorbrandur
örrek hefir sennilega verið blásnauður maður, sem
ekki gat fengið betri staðfestu en þarna inn á milli
f jalla og viðsjálla vatna.
t fornsögunum er sagt frá húsakosti á ýmsum bæum
eins og hann var f lok 10. aldar. Allar eru þær
upplýsingar hálfvandræðalegar, eins og riturunum
hafi ekki verið fyllilega Ijóst hvernig húsaskipan hafi
verið um þær mundir. Þessar frásagnir bæta að vísu
hver aðra upp því að hver hefir sitt að segja. Skulu hér
því raktar nokkrar af þesum frásögnum:
Skáli Gunnars á Hlíðarenda. —
Skáli Gunnars var gerður af viði einum og súðþakinn
utan og gluggar hjá brúnásunum og snúin fyrir speld.
Gunnar svaf i lofti einu í skálanum, Hallgerður og
móðir   hans.   —   Þorgrimur  austmaður  gekk   upp  f
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16