Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 6
Greinarhöfundurínn oghinn nýi sonur hennar við Grand Pallas. Mæðginin votta Búdda virðingu. s Náð í nýjan Islend- ing til Taflands Við hjónin vorum að ættleiða lítinn dreng frá Taílandi og eftir óþreyjufulla bið kom kallið, við máttum sækja soninn. Þar sem við áttum ekki gott með að fara bæði að heiman í einu varð það úr að ég færi ásamt vinkonu minni Greinarhöfundur fór á vegum íslenskrar ættleiðingar til Taílands og kom heim með hraustan og heilbrigðan son, sem er fyrsta bamið ættleitt frá Taílandi. Eftir BIRGITTU HALLDÓRSDÓTTUR Hrafnhildi Halldórsdóttur. Við fengum upp- gefið að ferðin tæki u.þ.b. þrjár vikur og að þann tíma yrðum við að dvelja í landinu. Þar sem þetta er fyrsta barnið írá Taílandi sem kemur á vegum íslenskrar ættleiðing- ar, þá höfðum við takmarkaðar upplýsingar um hvernig yrði að öllu staðið. Því miðm- finnst mér Tafland hafa fengið fremur nei- kvæða umfjöllun hér á landi og þess vegna langar mig að skrifa þessa grein. Þetta yndisfagra land á það inni hjá mér. En auðvitað get ég einungis sagt hvernig hlut- irnir komu mér fyrir sjónii'. Ég vil samt taka það fram að félagið Islensk ættleiðing og stjómvöld hér unnu allan undirbúning fyrir okkur hjónin og var það að öllu leyti til fyrirmyndar. Kom það skýrt fram hjá Taflendingunum hve ánægðir þeir voru með alla pappírsvinnu og undirbúning. Vonandi verður einnig góð samvinna milli landanna eftirleiðis hvað varðar ættleiðingu barna hingað. Tafland hefur þá sérstöðu meðal þjóða í Suðaustur-Asíu að hafa þróast sjálfstætt og án vestrænna nýlenduherra. Taflendingar eru að vonum mjög stoltir af þessu sjálf- stæði sínu og sögu þjóðarinnar. Tafland er u.þ.b. 500 000 ferkflómetrar og landið er langt og mjótt. Það er um það bil fimm sinn- um stærra en Island. VINGJARNLEGT FÓLK Við flugum frá Keflavík til Kaupmanna- hafnar og biðum þar í þrjá klukkutíma, síð- an var flogið til Bangkok og við vorum u.þ.b. ellefu tíma þangað. Þurftum við að hitta félagsráðgjafa þar á fóstudegi og dvelja í borginni yfir helgi en fljúga síðan til Hat Yai, en þar er næsti flugvöllur við Songk- hla, en þar beið litli prinsinn minn á barna- heimili. Við dvöldum yfir helgina á Montien- hótelinu og þar var mjög góð þjónusta. Fólkið var sérstaklega vinsamlegt og allir vildu vera okkur innan handar, þessum evr- ópsku konum sem vorum komnar í þessum erindagjörðum. Bangkok, borg englanna, kom mér á óvart. Allt var mun vinsamlegra og betra Með unga manninum í bangsabúð. en ég hafði ímyndað mér af lýsingum. Þar sem þetta er milljónaborg má eflaust finna þarna allt milli himins og jarðar, gott og slæmt, og sjálfsagt að sýna varfærni eins og er góður siður ferðamanna. En er ekki svo alstaðar? Við urðum hvergi varar við neitt sem við þurftum að óttast. Verðlag er lágt miðað við okkar mælikvarða. Það eina sem angraði mig þessa helgi var mengunarloftið. Það er sorglegt á fógrum stað að finna hve loftið er orðið mengað af mannavöldum og ef til vill lítið að gert. Við Islendingar eigum mjög gott að hafa okkar tæra loft og vonandi berum við gæfu til að halda því þannig, en falla ekki í sömu gryfju og svo margir hafa gert. Það er betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Á fljótamarkaðinn fórum við í bátum. Það er ógleymanlegt að sigla eftir síkjunum inn- an um fjölda báta, stórra og smáa, þar sem innfæddir eru að bjóða fram vöru sína. Á markaðnum sjálfum var boðið uppá margs- kyns handunninn varning. Það sem við þurftum að varast var að leggja hendumar ofan í vatnið, aldrei að vita hvar krókódílar leynast. Mér fannst það spennandi, en það er ekki að marka. Ævintýraþráin mín og ferðagleðin eiga sér engin takmörk. Moskítóflugurnar gerðu okkur lífið leitt þó að við færum að heiman klyfjaðar vörnum gegn skordýrum. Ég er yfirleitt afar skor- dýrahrædd, en það kom mér á óvart hvað ég var fljót að venjast þeim sem voru. Að vísu sá ég risastórar kóngulær og flugur sem ekki vöktu gleði mína, en þær voru sauðmeinlausar. Á gistiheimili í Bangkok á leiðinni til baka bjó eðla í herberginu okk- ar, en þegar ég komst að því að hún étur moskítóflugur, fór mér að þykja vænt um hana. Maturinn var góður, sumt framandi, en vissulega spennandi. Það var hægt að velja kryddið, þannig að við gátum haft það í hófi eftir okkar smekk. Víðast hvar er hægt að fá evrópskan mat ef fólk vill. Það er boðið uppá allskyns skemmtanir og ég held að enginn þurfi að láta sér leiðast sem dvel- ur í Bangkok. Á öllum betri hótelum eru matsölustaðir, litlar verslanir, barir og næt- urklúbbar. En það var þó ekki höfuðborgin sem heill- aði mig mest. Það var allt það sem ég fékk að sjá af Suður-Taílandi. Þar er engin meng- un, fólkið yndislegt og maður fær þá tilfinn- ingu að þarna sé landið ósnert. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast því örlít- ið þannig. Við flugum til Hat Yai og vorum sóttar þangað af félagsráðgjafanum sem rekur barnaheimilið í Songkhla. Hat Yai er mun stærri staður og þangað koma mun fleiri ferðamenn en til Songkhla. Það eru mjög fagrar sveitir í kring og mér fannst ég vera komin inní heilt ævintýri þegar ég horfði í kring um mig á leiðinni frá Hat Yai til Songkhla. I Songkhla býr búddatrúarfólk, en einnig múslímar. Flestir Taflendingar aðhyllast búddatrú eða um 94% þjóðarinn- ar. Um það bil 4% eru múslímar og þeir búa einmitt í suðurhluta landsins. Músl- ímarnir eru fátækir, stunda flestir veiðar og leggja mikið uppúr því að eiga sem feg- ursta báta. Þeir eru fagurlega skreyttir og hreinustu listaverk. Það er misjafnt hvað fólk leggur uppúr. Þótt bátai-nir væru fagur- lega skreyttir voi'u mörg heimilin ansi bág- borin. En hér eru heimilin skjól fyrir sól- inni í staðinn fyrir að halda á mönnum hita eins og hér. Við fórum sem leið lá á barnaheimilið. Hin verðandi móðir gat að sjálfsögðu ekki beðið eftir að hitta soninn í fyrsta sinn. Vissulega barðist hjartað og ég var skelf- ingu lostin í aðra röndina. Hvað ef barnið yrði hrætt við mig, þessa undarlegu Ijós- hærðu konu sem á allan hátt var ólík fóstr- unum? En sá ótti var ástæðulaus. Bamaheimilið er staðsett fyrir utan bæ- inn. Það er á fallegum stað, gróðurinn mik- ill, snyrtilegur garður og öll hús falleg og vel máluð. Ég undraðist hvað tekist hafði að gera þennan stað heimilislegan og aðlað- andi. Þetta barnaheimili hefur verið rekið í sjö ár og hafa verið gerðir stórkostlegir hlutir á ekki lengri tíma. Félagsráðgjafinn lýsti öllu fyrir okkur og kynnti okkur fyrir 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.