Alþýðublaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 1
alþýöu LAUGARDAGUR 14. ágúst 1982 118. tbl. 63. árg. Geir formaður inni í skáp! Friðrik varaformaður vili ekki kannast við það. Sjá baksiðu Hrafn Gunnlaugsson „í hita og þunga dagsins” Sjá baksiðu Mjölverð fer hækkandi með haustmánuðum: Samt er heimiluð sala á mjöli fyrir verð langt undir kostnaðarverði ,,Ég tel okkur alls ekki hafa stuölað að undirboði á mjöli á heimsm arkaðnum, þótt við veittum þessum einstaka aðila heimild tii að selja 400 tonn af mjöli á 4,9 dollara hverja pró- teineiningu,” sagði Atli Freyr Guðmundsson deildarstjóri i viðskiptaráðuneytinu i samtali við Alþýðublaðið, en eins og fram kom i blaðinu s.l. fimmtu- dag, sagði Arni Gislason fram- kvæmdastjóri Lýsis og Mjöls i llafnarfirði, að þetta söluverð, sem viðskiptaráðuneytið hefði heimilað, væri hvergi nægjan- legt til að standa undir veðsetn- ingarkostnaði fyrirtækja i þessum iðnaði, svo ekki væri talað um annan kostnað. „Allar birgðageymslur við- komandi fyrirtækis voru orðnar fullar og eitthvað varð að gera,” sagði Atli Freyr siðan, „svo að við ákváðum að veita þessa heimild.” Eins og fram hefur komið i fréttum, hafa mjölmarkaðir er- lendis verið erfiðir á þessu ári og verðið of lágt. Hafa Perú- menn verið einkar umsvifa- miklir á þessum markaði og selt á lágu verði. Hins vegar munu bjartari timar framundan fyrir islenska mjölframleiðendur, eftir heimildum Alþýðublaðs- ins. Verðið hefur ávallt hækkað á haustin og munu allnokkrar fyrirspurnir hafa komið er- lendis frá um kaup á mjöli og þá á mun hærra verði en hingað til hefur verið boðið. Að mati mjölframleiðenda, sem Alþýðublaðið hafði tal af, er mjög varhugavert að stökkva á verðtilboð eins og selt var á um daginn, þ.e á 4.90 dollara próteineiningu. Gæti slik sala orðið til þess að erlendir kaup- endur teldu sig geta fengið mjöl á þessu verði og létu þvi vera að hækka boð sin. Sögðu viðmæl- endur blaðsins, að undirboð af þessu tagi gætu skekkt allan hinn islenska útflutningsmark- að og orðið til þess að loka fyrir söluleiðir, þar sem viðunandi verð hefur verið og mun verða boðið. Atli Freyr Guðmundsson neitaði þvi hins vegar að- spurður, að hér hefði viðskipta- ráðuneytið verið að leggja blessun sina yfir undirboð. — Hvað getur sala á þessu verði verið kölluðannað? var þá næsta spurning til Atla. Hann neitaði að svara þeirri spurn- ingu, en itrekaði að ráðunéytið Framhald á bls 3. Þæft um úrræði Knii er allt i óvissu með væntanlegar éfnahagsaðgerð- ir rikisstjórnarinnar. i gær var ráðherráfundur og þing- llokksfundur Framsóknar- flokksins og Alþýðubanda- lagsins, cn ekki tókst að afla upplýsinga af þeim. Gjaldeyr- isdeildir eru enn iokaðar og ó- visthvenærbærverða opnaðar. Framsóknarmenn hala lýst yfir aðnú sé nauösyn á róttæk- um aðgerðum er myndu vara i lengri tima, en Alþýöubanda- lagsmenn vilja aö sögn lara hægar i sakirnar. Sjálfstæöis- menn svifa þar á milli. Engu aðsiöur er búist viö að samkomulag takist og elna- hagspakki af einni eöa annarri tegund sjái dagsins ijós i byrj- un næstu viku. Gunnar Thoroddsen þykir hölðustærri spekingar en Gunn- meistari orðaleikja i islcnskri ar Thoroddsen það einnig mjög pöiitik, þótt fjölmargir aðrir séu á orði, aö ákveönír atburöir einnig kallaðir til þess vafa- myndu eiga sér staö i „fyUingu sama hciðurs i stjóriiiiiáluiium. • timans”. Aö visu var i þá lið Gunnar er einkar laginn við að veriö aö fjaila um eililiö stærra færa orð sín í skrautbúning, án og m ikilvægai a mál en þess þóað segja nokkurn skap- skamnHimareddingar i efna- aðan hlut. hagsmalum. Har voru spá- i sjónvarpsviötali i vikunni mennirnir, meö meislarann frá var (itinnar. t.a.m. spurður, Nasaret, aö ræöa uin hinn siör livenær von væfí hinna nýju asta dag, þegar Guö dæmdi iit- efnuhagsiirræða rikisstjórnar- endur og dauöa, annaö hvort til intiar. himnarikisvistar eöa þá til vit- Og eins og Guiinars var von og isdvalar. Og yíiriysing Meistar- visa þá svaraði liann út úr og ans, aö áöur en þetta alll rynni sagði aöeins að þaö kæmi i ljós upp, myndu jaröarbúar veröa „i lyllingu tímaiis”. aö ganga i gegnum miklar Fyrirtæpum tvöþúsund árum Framhald á bls 3. Það eru markaðsmálin sem valda erfiðustu heilabrotunum, þvi þó islenskt kindakjöt teljist viðast hvar mjög góður matur, þá er nóg af ódýru kjöti á heims- markaðnum, sérstaklega frá Astraliu og Nýja-Sjálandi. Heimsmarkaðsverðið er nú um helmingi lægra en það verö sem islenskir framleiðendur þyrftu að fá til aþ framleiðslan borgaði sig. Nýlega var Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra spurður að þvi hv orl von væri til þess að eitthvað yrði gert til þess að hægt yröi að reka búskap á Islandi á skynsamlegan hátt og svaraðii hann þvi til að „Nýir Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra: vVið þurfum að selja kindakjötið í aðgengilegra formi” — Enn á að útflutning Landbúnaðarmáliii liafa verið i brennidepli undanfarið eins og reyndar alltaf á sér stað annað veifið. Ekki cr vafi á þvi að erfiðleikarnir i þcssari fruniatvinnugrein islendinga eru miklir, þó ekki lirjái okkur of mikill útflutningur að þessu sinni, hcldur einmitt vandræðin við að losna við afurðirnar. Kindakjötsframleiöslan er scr á báti hvað þetta varðar, þvi um leið og miklar birgðir eru fyrir i landinu, sem ekki fæst viðunandi verð fyrir — jafnvcl þótt niðurgreitt sé — litur út fyrir að sauðfjárstofninn verði skorinn niðurum rúm 50 þúsund i haust og annað eins næsta ár. Þá yröi stofninn nálægt 700 þús. hausar, en mestur var hann um 1978, cða um 900 þúsund. möguleikar byggjast á nýjum aðferðum”. Alþýðublaðið hafði samband við Pálma og leitaði frétta af þessum „nýju aðferð- um.” „Þar á ég fyrst og fremst við markaðsmálin. A undanförnum árum höfum við verið að þróa nýjar leiðir viíi vinnslu mjólkur- afurða og hafa komið fram nýjar vörur.t.d. Smjörvi og létt- mjólkin. Eg held að þar hafi sæmilega tekist til við að mæta þörfum og óskum markaðarins. Minna hefur hins vegar verið gert varðandi nýjar leiðir með kjötvöruna. Við höfum nær ein- göngu og ávallt flutt kjötið út frosið i grisjupokum. Við höfum séð að hætt er við að þetta gangi ekki til frambúðar. Þess vegna tala ég um nýjar aðferðir. Heppilegra væri að flytja kjötið út i aðgengilegra formi og er verið að vinna nokkuð i þessum málum núna. Nýstofnað er i Njarðvíkum fyrirtæki sem pakkar kjöt i lofttæmdar umbúðir og tilreiðir hluta Framhald á bls 3. —RITSTJORNflRGREIN- Einhliða fréttaflutn- ingur ríkis- fjölmiðlanna Það hefur vakið athygli und- anfarnar vikur, að rikisfjöl- iniðlarnir — útvarp og sjónvarp — hafa i umfjöllun sinni um bágborið ástand þjóðmála, ein- ungis haft tal af ráðherrum og stjórnarliðum, en ekki hirt um að leita álits stjórnarandstöð- unnar á stöðu mála. Þess hefur ekki orðið vart, að stjórnarsinnar hafi haft það mikiö til málanna aö leggja, að ástæða hafi verið til að leggja hvern fréttatimann af öðrum undir véfréttarsvör fulltrúa rík- isstjórnarinnar. 1 hverju viðtal- inu á fætur öðru, sem rikisfjöl- miðlarnir hafa sent frá sér, hafa ráðherrar komist upp með loðin og óljós tilsvör við brennandi spurningum — spurningum sem almenningur á heimtingu á að fá svör við. En sjónvarp og út- varp hafa þrátt fyrir þetta verið iðin við kolann og leitt fram fyr- ir alþjóð hvern spekinginn af öðrum úr rikisstjórnarliöinu til að fjalla um allt og ekki neitt. Forsvarsmönnum þessara stofnana skal bent á, að Alþýöu- flokkurinn, sem hefur verið i stjórnarandstöðu frá siðustu kosningum, hefur með mál- flutningi sinum og tillögugerð á þingi, margbent á leiðir út úr þvi ástandi, sem nú blasir við landsmönnum. Væri ekki rétt að sjónvarps- og útvarpsmenn leit- uðu einu sinni uppi viðmælend- ur, sem hefðu eitthvað gagnlegt til málanna að leggja, en legðu á hilluna véfréttarviðtöl við tvi- stigandi ráðherra og stjórnar- liða. Fólk i þessu landi hefur engan áhuga á endalausum orðræð- um um rikisstjórnina lifs eða liðna, eða einhverjar almennar vangaveltur um öþekktar hall- ærisráðstafanir. Launafólk i þessu landi vill heyra raunveru- legar tillögur til lausnar vanda- niáluni þjóðarbúsins. Þess vegna furðar Alþýðublaðið sig g fréttamati rikisfjölmiðlanna siðustu daga. Það er stjórnar- andstaða i þessu landi og þar hefur annar hluti hennar — Al- þýðuflokkurinn — niargbent á feigðarflan núverandi rikis- stjórnar i efnahags- og atvinnu- málum og að auki bent á leiðir sem gætu fært þessi mál til far- sældar fyrir land og þjóð. G.A.S Gunnar, Pálmi, Friðjón og Mogginn Ilefur Morgunblaðiö ekki átt- að sig á þvi ennþá, að þrir flokk- ar standa að núverandi rikis- stjórnarsamstarfi? Veit Morg- unblaðið ekki, að þrir flokks- hundnir sjálfstæðismenn eru ráðherrar i núverandi rikis- stjórn? ,Eða vonast Morgun- blaðið til þess, að landsmenn gleymi ef til vill tilvist Pálma Jónssonar, F"riðjóns Þórðarson- ar og kannski Gunnars Thor- oddsen lika, ef Morgunblaðið minnist ekki á þá? Það hefur vakið athygli manna, að Morgunblaðið hefur ekki látiö svo litið undanfarnar vikur aðspjalla viðsina menn i rikisstjórninni um þau mál, sem nú brenna hvað heitast i islensk- um stjórnmálum, svo sem efnahagsráðstafanir. Það á greinilega ekki að blanda sjálfstæðismönnunum i rikisstjórninni i málið. Að visu er stundum hnýtt i Gunnar sjálfan, enda er Sjálfstæðis- flokkurinn búinn að setja hann út af sakramentinu , en lina Moggans er bersýnilega sú að reyna að hvitþvo Pálma og Friðjón af syndugum myrkra- verkum rikisstjórnarinnar, enda er stefnan sú að taka þá i sátt og bjóða þá velkomna á gömlu miðin næst þegar ikosið veröur. Hitt vekur einnig athygli, að Morgunblaðið tekur stjórnar- blöðunum, Timanum og Þjóð- viljanum, fram um fréttir af gangi mála á stjórnarheimilinu. Það er greinilega sterkur þráð- ur milli rikisstjórnarinnar og Moggans og það er enginn leyni- þráður, þvi allir vita jú, að sjálf- stæðismenn halda þessari rikis- stjórn á lifi og hljóta að miðla upplýsingum til blaðsins. En allar uppljóstranir Morg- unblaðsins um gang mála i rik- isstjórninni eru birtar án þess að heimilda sé getið. Sjálfstæð- ismennirnir i rikisstjórninni eiga að vera nafnlausir. Þessir strútsleikir Morgun- blaðsins með þá Pálma og Frið- jón eru vonlausir. Það slekkur enginn mannlegur máttur á sól- inni og jafnvonlaust er fyrir Morgunblaðið að sverja af sér tengsl Sjálfstæðisflokksins við núverandi rikisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á tilurð núverandi rikis- stjórnar og hann verður þá lika að taka afleiðingunum af mis- gjörðum hennar. Morgunblaðsmenn eru hér með minntir á tilvist ráðherr- anna og sjálfstæðismannanna Friðjóns Þórðarsonar kirkju- og dómsmálaráðherra og Pálma Jónssonar landbúnaðarráð- herra. I þá getur Mogginn ef- laust náð i sima stjórnarráðsins i sima 25000 á venjulegum skrif- stofutima. Ella að fréttaritarar Morgunblaðsins nái þeim á flokksfundum hjá Sjálfstæðis- flokknum heima i héraði. Liklegast er þó óþarft að minna Morgunblaðsmenn á hlutverk Gunnars Thoroddsen, fyrrum varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, i rikisstjórn- inni. Það vita þeir allt of vel. Svo mun Geir örugglega minna þá á það, ef með þarf. G.A.S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.