Alþýðublaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 1
al ðu- lii fllAi ið S9 Miðvikudagur 27. júlí 1983 109. tbl. 64. árg. Ef umbeðnar opinberar hækkanir ná fram að ganga um næstu mánaðamót: Rýrir kaupmáttinn enn um allt að 2% Ríkisstjórnin hefur nú til um- fjöllunar umsóknir opinberra stofnana um gjaldskrárhækkanir um næstu mánaðamót. Lands- virkjun fer fram á 31*% hækkun. 15.5% þeirrar hækkunar mundi fara til Rafmagnsveitunnar, sem hefur beðið um 8°7o að auki, eða alls 23.5%. Hitaveitan hefur farið fram á 43.9% hækkun hvorki meira né minna. Þá hefur Póstur og sími farið fram á 25% hækkun á afnotagjaldi símans um næstu mánaðamót og sams konar hækkun fyrir póstþjónustu 1. september. Morgunblaðið greinir frá því í gær að innan ríkisstjórnarinnar sé ágreiningur um hversu miklar hækkanirnar skuli vera. Segir blaðið að sjálfstæðismenn telji það óhjákvæmilegt að leyfa um- talsverðar hækkanir, en að fram- sóknarmenn óttist áhrif of mik- illa hækkana og hafi nefnt frekari erlendar lántökur á nafn. Víst er að umbeðnar hækkanir myndu hafa töluverð áhrif á af- komu fólks ef þær renna í gegn. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, hagfræðings hjá ASÍ, myndu þessar hækkanir einar sér valda 1.5—2% kaupmáttarrýrnun, en fleiri hækkanir væru væntanlegar um mánaðamótin, þó þetta væru vissulega stærstu liðirnir. Vægi hitans í vísitölunni er nú um 2.3 %, vægi rafmagns svipað, en vægi sima um 2%. Af frétt Morgunblaðsins að dæma er þetta hið mesta vand- ræðamál hjá ríkisstjórninni. Það er iðnaðarráðuneytið sem endan- lega tekur ákvörðun um hækkan- ir veitnanna og því höfuðverkur Sverris Hermannssonar. Hins vegar er það hlutverk Matthíasar Bjarnasonar, samgöngumálaráð- herra að ákvarða hækkun síma- þjónustunnar og hefur Alþýðu- blaðið þegar greint frá því að Jón Skúlason Póst- og símamálastjóri hafi hlerað úr ráðuneytinu að hugmyndin væri að leyfa 18% hækkun, sem væntanlega flokk- ast undir „umtalsverða“ hækkun. Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans: „Fólk á erfiðara með að standa við skuldbindingar sínar“ „Já, það hefur orðið vart við það að fólk á erfiðara með að standa við skuldbindingar sínar og þurfi ann- að hvort að semja um framlengingu lána eða um ný lán. Þetta kemur ekki fyrst og fremst fram í vanskil- um og ég get ekki sagt að uppboðs- beiðnum hafi fjölgað verulega hjá bönkunum. Við reynum að forðast það að fara út í kostnaðarsamar og tímafrekar innheimtuaðgerðir“, sagði Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Jónas sagði að þessir erfiðleikar hefðu hafist fyrir alvöru síðari hluta siðasta árs og þá sérstaklega hjá fyrirtækjum sjávarútvegsins, en einnig hjá almenningi. „Fólk á í mestum erfiðleikum með verðtryggðu skuldabréfin, en mikið af lánum eru komin í það form. Það ætti ekki að koma á ó- vart að fólk sé í vandræðum nú, innflutningstölur sína að það hefur ofkeyrt sig og á nú af þeim sökum erfiðara með að standa við skuld- bindingar sínar og við erum alltaf að semja við menn“, sagði Jónas. Jón Skaptason, borgardómari:_______ Beiönum um fasteignaupp- boð fjölgað um 30-40% „Já, beiðnum um uppboð hefur eitthvað farið fjölgandi hjá okkur á þessu ári. Ég hef ekki nákvæmar tölur um þetta hjá- mér, en mér er nær að halda að beiðnum um fast- eignauppboð hafi fjölgað um 30-40% frá í fyrraý sagði Jón Skaptason, borgardómari, í samtali við Alþýðublaðið, þegar hann var spurður að því hvort uppboðs- beiðnum og uppboðum hefði fjölg- að að undanförnu. Jón gat ekki sagt til um aukningu á beiðnum um lausafjáruppboð, en gat þess að lausafjáruppboðum sem komu til framkvæmda hefði fjölgað úr 10 í 15 miðað við síðasta ár, og mætti gera ráð fyrir að beiðn- unum hafi fjölgað svipað. Að- spurður um eigið mat á þessari aukningu sagði Jón að þessar tölur segðu sína sögu. „Það hljóta að verða meiri vandræði hjá fólki þegar efnahags- ástandið er svona slæmt á öllum stöðum. Það er greinilegt að það eru minni peningar hjá fólki en verið hefur“ sagði Jón. Fertugur utanríkisráðherra Dana í opinberri heimsókn: „Danir geta aðstoðað Islendinga í viðræðunum við EBE“ Danski utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann- Jensen hefur verið í opinberri heimsókn hér á landi undanfarna daga. Uffe er um fert- ugt og því með yngstu mönnum, sem gegnt hafa hinu viðamikla em- bætti utanríkisráðherra. Hann er hagfræðingur að mennt og þótti standa sig vel sem slíkur í danska sjónvarpinu, þegar hann annaðist fréttaskýringarþætti um dönsk efnahagsmál í fimm ár. Ráðherrann ~~ hefur átt viðræður við starfsbróður sinn, Geir Hallgrímsson um mál- efni landanna. Telur hann að Danir geti lagt íslendingum lið í viðræð- um við Efnahagsbandalagið. Að- spurður kvað ráðherrann fátt líkt með dönskum efnahagsvanda og ís- lenskum þótt ærinn væri hann í báðum löndunum. M.a. sagði hann að þeir Danir sem lifað hefðu á verðbólgunni undanfarið, hlytu að verða atvinnulausir, svo lítil væri verðbólgan í Danmörku. Eins og fleiri góðir gestir skrapp ráðherr- ann í lax og kom hann beint úr þeirri viðureign á blaðamanna- fund. Sést hann á myndinni til vinstri koma á fundinn í fylgd með Tómasi Karlssyni, deildarstjóra kynningardeildar utanríkisráðu- neytisins og af tilburðum Tómasar virðast þeir enn vera að spjalla um stærð laxa. G.T.K. Rafmagnsveita Hafnarfjarðar óskar eftir gjaldskrárhækkun: „Styðjum ekki opinberar hækkanir meðan þrælalög eru í gildi" - segir Hörður Zophaníasson, bæjarfulltrúi „Það er alveg á hreinu, að við bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði styðjum engar hækk- anir til opinberra aðila á þjónustu- gjöldum meðan þrælalög ríkis- stjórnarinnar eru í gildi. Það er mikil kröfugerð í gangi fyrir opin- ber fyrirtæki, en ekki er spurt á sama tíma um þarfir verkamanna og fjölskyldna þeirra, sem flestar berjast í bökkum þessa dagana Og sjá ekki fram úr ástandinu. Meðan löggjöf ríkisstjórnarinnar stendur munum við því engar hækkanir styðja. Hins vegar má skoða málin Hörður Zophaníasson á ný, þegar fullt frelsi til að semja um afkomu verkamanna verður komið á að nýju“. Þetta sagði Hörður Zophaníasson, annar bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, en flokkurinn lagðist gegn hækkun til rafmagnsveitu Hafnarfjarðar á bæjarstjórnar- fundi á mánudag. Hækkunar- beiðni rafveitunnar var upp á 8%, *en hún kemur til viðbótar stór- hækkun á útsöluverði raforku frá Landsvirkjun, sem áformuð er á næstunni. Mun þá raforka í Hafnarfirði hækka um fjórðung í einu, ef öll hækkunin nær fram að ganga. „Verkafólk hefur ekki lengur rétt til að semja um afkomu sína. Sá réttur hefur með þrælalögum verið af því tekinn. Við getum ekki staðið að baki stórhækkunum á fólk um leið og réttur þess til að semja um Framh. á 3. síðu Grétar Þorleifsson skipaður formaður stjórnar Verkamannabústaða Háfnarfjarðar: „Höfum verið mjög af- skiptir með fjármagn" Félagsmálaráðherra skipaði fyrir skömmu Grétar Þorleifsson for- mann stjórnar Verkamanna- bústaða Hafnarfjarðar og tekur hann við af Viðari Magnússyni. Al- þýðublaðið ræddi við Grétar og var hann spurður að því hvernig staðan væri hjá V.H. „Við hjá Verkamannabústöðum Hafnarfjarðar erum ákaflega ó- hressir með það fjármagn sem okk- ur hefur verið skammtað, en margt virðist benda til þess að við höfum verið mjög afskiptir með fé frá Húsnæðismálastjórn. Við höfum sent stjórn Húsnæðismálastjórnar bréf þar sem við förum fram á skýrslu um veitingar til annarra og sambærilegra sveitarfélaga til að fá fram samanburð. Ég vil ekki full- yrða neitt fyrirfram, en reynsla undanfarinna ára bendir til þess að grunur okkar sé réttur. — Hefur þetta fjársvelti haft slæmar afleiðingar? Hversu miklar hafa framkvæmdirnar verið? „Á síðast liðnum fjórum árum höfum við skilað 18 fullunnum i- búðum og í nóvember munum við skila 8 í viðbót, þannig að þetta gerir alls 26 íbúðir á þetta löngum tíma. Við vorum að fá úthlutað lóð- um við Móabarð undir 17 íbúðir og við Þúfubarð undir 50 ibúða blandaða byggð. Til framkvæmda á þessum svæðum höfum við fengið frá Húsnæðismálastjórn 4.9 millj- ónir króna, en fyrir þann pening gætum við e.t.v. byggt 3 íbúðir og því er þetta frekar að dragast sam- an, þó umsóknir hafi verið hjá okk- ur um 100 síðustu ár. Til að halda í við þessar umsóknir þyrfti að byggja 25-30 íbúðir á ári, en ekki 3 eins og fjármagnið nú leyfir. Þess má einnig geta að sam- kvæmt lögum á Húsnæðismála- stjórn, Byggðasjóður verkamanna, Grétar Þorleifsson að greiða allan kostnað af fram- kvæmdum, en við höfum orðið að leita til Hafnarfjarðarbæjar vegna kostnaðar við hönnun og útboð, en þetta virðist gilda um sveitarfélög almennt“ — Eruð þið vongóðir með að fá leiðréttingu á þessu? „Ég vonast til þess að ef hin um- beðna skýrsla staðfestir grun okk- ar, að lögð verið áhersla á að leið- rétta þetta misræmi og að það verði' Framh. á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.