Alþýðublaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. desember 1983 209. tbl. 64. árg. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Alþingi getur breytt lögum „Auðvitað sjá menn fyrir marg- vísleg vandamál varðandi fram- kvæmd þessara laga um veiðar í fiskveiðilandhelginni, en ég tel nokkuð langsótt að ráðhera fari að starfa gegn meirihlutavilja Alþing- is. Þessi lög eiga að gilda til eins árs og Alþingi getur alltaf breytt þeim ef svo ber undir. Siðan er þess að geta að í frumvarpinu segir að sam- ráð skuli haft við sjávarútvegs- nef ndir Alþingis og ef þær sætta sig ekki við framkvæmdina geta þær haft frumkvæði að breytingum‘,‘ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra, er Alþýðublaðið innti hann álits á því að menn ótt- uðust það mikla vald sem hann öðl- Góðar undirtektir: Bjartsýnn á að takmark- ið náist — segir Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar „Við finnum, að það er greinilega mikill áhugi hjá fólki á þessari söfn- un nú og það undirstrikar það, sem við höfum reyndar fundið undan- farin jól, að fólki finnst þetta vera orðinn sjálfsagður hluti af undir- búningi jólahátíðarinnar,“ sagði Guðmundur Einarsson hjá Hjálp- arstofnun kirkjunnar, þegar Al- þýðublaðið spurði hann í gær, hvernig jólasöfnun Hjálparstofn- unar miðaði. Takmarkið með söfn- uninni að þessu sinni er að ná inn nægu fé til að senda eina milljón matarskammta til þurrkasvæðanna í Afríku, þar sem milljónir manna lifa á sultarmörkum. „Við erum bjartsýnirá að þetta takmark náist en til þess að svo verði, þarf hver fimm manna fjölskylda að leggja fram eitthundrað krónur. Guðmundur Einarsson sagði, að það hefði mælst mjög vel fyrir, að peningarnir yrðu notaðir til að kaupa íslenskar afurðir: fisk- skammta, sem reynslan hefði sýnt að skiluðu undraverðum árangri í baráttunni við hungrið. En hve mörgum getur þessi aðstoð frá ís- landi komið til hjálpar? „Það er erfitt um það að segja nákvæmlega; við gerum ekki áætl- anir um dreifingu fyrr en útkoma úr Framhald á 2. síðu ast ef frumvarpið um fiskveiðarnar verður samþykkt. Aðspurður um það atriði, að ekki væri fyrir hendi stefnumörkun um hvernig framkvæma ætti þessi lög, hvernig úthlutun kvóta ætti að fara fram o.s. frv. sagði Halldór að Framhald á 3. síðu Frumvarpið um veiðar í fiskveiðilandhelginni: Engin stefnumörk- un fyrir hendi „Ég tel rétt að stefna að því að allar veiðar verði leyfisbundnar og að eins og aðstæður eru þá verði innifalið einhvcrs konar kvótafyrirkomulag. Hins vegar er þetta frumvarp sjávarútvegsráð- herra mjög sérkennilegt að gert er ráð fyrir því að ráðherra fái nán- ast fulla heimild til úthlutunar án þess að fram hafi komið stefnu- mótun um hvernig eigi á annað borð að gera það“, sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins, þegar Alþýðublaðið leitaði álits hans á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórnarinnar um breytingu á lög- um um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. „Ég tel það mjög óeðlilegt að alþingi framselji svona mikið vald Kjartan Jóhannsson: Meðan eng- in stefnumörkun er fyrir hendi er hœtta á því að ráðherra nýti sér slíka heimild að eigin geðþótta, jafnvel þvert gegn meirihlutavilj- anum. án þess að til stefnumörkunar hafi komið um það hvernig slík heimild verður notuð, annað hvort í lagatextanum sjálfum eða þá í sérstakri þingsályktunartil- lögu. Auk þess sem ætla verður sjávarútvegsnefndum alþingis sérstakt eftirlit með þessu, en það kemur til skoðunar. „Þetta er geysilega viðamikið og mikilvægt mál og okkur er ætl- aður mjög naumur tími til að fjalla um það. Framkvæmdin sjálf skiptir auðvitað öllu máli og því óheppilegt mjög þegar hug- myndir vantar um það hvernig á að framkvæma þetta. Það er nefnilega hætta fólgin í því að ráðherra geti notað þetta svigrúm eftir eigin geðþótta, jafnvel þvert Framhald á 3. síðu Verkalýðshreyfingin að guggna á kröfunni um 15 þús.kr. lágmarkslaun? „Krafan um 15 þúsund króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu: Verkalýðsforingjar telja hana nú ó- framkvæmanlega" Þannig hljóð- aði fyrirsögn fréttar Tímans í gær þess efnis að ýmsir verkalýðsfor- ingjar sem blaðið átti tal við teldu að samningur til bráðabirgða um hækkun lágmarkslauna fyrir dag- vinnu sé óframkvæmanlegur í raun. Hefur blaðið eftir Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, að stóra vandamálið væri að taxtar myndu renna saman og að verkalýðshreyf- ingin gæti staðið frammi fyrir því að yfirvinnuálag hjá stórum hópum myndi lækka mjög. Þá vitnar Tím- inn í Þóru Hjaltadóttur, forseta Al- þýðusambands Norðurlands, og Jón Agnar Eggertsson, formann Verkalýðsfélags Borgarness (bæði eru þau framsóknarmenn) um að þessi leið væri ófær af ýmsum or- sökum, t.d. yrði erfitt að hemja að hækkun sem þessi færi upp eftir öllum launastigum. Alþýðublaðið leitaði í gær álits nokkurra forystumanna úr verka- lýðshreyfingunni um þennan frétta- flutning. Asmundur Stefánsson. forseti AST:_ Framkvæmdaerfiðleikar - en úrlausn þolir ekki bið „Það hefur væntanlega öllum verið Ijóst þegar þessi krafa um 15 þúsund króna lágmarkslaun var samþykkt á Verkamannasam- bandsþinginu á sínum tima að það eru ákaflega margir framkvæmda- erfiðleikar i sambandi við þessa kröfu, ef hún á að standa til ein- hvers lengri tima. En þá er hins aö geta að í þeirri kröfugerð sem við setjum fram, þá er um tímabundinn samning að ræða, bráðabirgða- samning sem við teljum að sé nauð- synlegur vegna þess að staða þeirra sem verst eru staddir, neyðin hjá þessu fólki er orðin slík að það þolir enga bið að veita því einhverja úr- lausn“, sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ,þegar Alþýðublað- ið leitaði álits hans á þeim fréttum Framhald á 3. síðu. Ekki heyrt slíkar raddir „Við hjá Verkamannsambandinu munum standa mjög fast á þessari kröfu, við teljum það forgangs- atriði að hækka við þá sem eru lægst launaðir og við munum berj- ast fyrir þvi í gegnum þykkt og þunnt“, sagði Karl Steinar Guðna- son, varaformaður Verkamanna- sambands íslands,er Alþýðublaðið ræddi við hann um frétt Timans þess efnis að verkalýðsforystan væri að guggna á kröfunni um 15 þúsund króna lágmarkslaun, þar sem hún væri óframkvæmanleg. Karl Steinar sagði að þessi frétta- flutningur væri fleipur eitt. „Það er aldeilis enginn hugur í þá veru hjá okkur eða þeim félögum Framhald á 3. síðu Ragna Bergmann, formaður Framsóknar: Höldum fast yið þessa kröfu „Mér finnst þetta vægast sagt furðulegur fréttaflutningur hjá Tímanum. Ég veit ekki annað en Verkamannasamband íslands hafi samþykkt 15.000 króna lágmarks- laun sem meginatriði í komandi samningum og verkakvennafélagið Framsókn heldur fast við þá kröfu. Við vitum vel umgallanaá þessari kröfugerð, en hitt er aðalatriði að það getur enginn lifaö á 10—12 þús- und króna launum í dag og því hljótum við að sameinast um að hækka lægstu launin“. Þetta sagði Ragna Bergmann, formaöur verka- kvennafélagsins Framsóknar,! gær, er leitað var álits hennar á þeim fréttum dagblaðsins Tímans í gær, að margir verkalýðsforingjar teldu kröfuna um 15.000 króna lág- markslaun óframkvæmanlega. „Ég kannast ekki við þetta sjónarmið". sagði Ragna Bergmann. „Það eru alveg hreinar línur í kröfugerð Verkamannasambands- Framhald á 3. síðu Þórunn Valdimarsdóttir:_ Sjálfsögð og nauðsynleg krafa „Nei, ég hef ekki orðiö vör við neitt slíkt, krafan um 15 þúsund króna lágmarkslaun er alveg sjálf- sögð og nauðsynleg. Þessu mark- miði hefðum við þurft að ná fyrir nóvember til að ná skammtíma- samningi um þetta til 1. febrúar. Ég hef talið þetta vera hina réttu leið til að ná fram smá lyftingu á þeirri hörmung sem laun láglaunafólks eru“ sagði Þórunn Valdimarsdóttir er blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi við hana á sambandsstjórn- arfundi ASÍ í gær um fréttaflutning Tímans. Þórunn sagði kröfuna um 15 þúsund króna lágmarkslaun vera Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.