Alþýðublaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 1
.Föstudagur 9. nóvember 1984 195. tbl. 65. árg. Atakið gegn skattsvikum: Fjármagnið fæst ekki I svari Jóns Helgasonar dóms- málaráðherra við fyrirspurnum Jóhönnu Sigurðardóttur um mögu- legar aðgerðir gegn skattsvikum kom fram, að við fjárlagagerð fyrir næsta ár hafi öllum hugmyndum um aukið fjármagn til þessara mála verið hafnað. Jóhanna Sigurðardóttir vakti athygli á því að í þingsályktunartii- lögu Alþýðuflokksmanna, sem samþykkt var i maí 1984, væri kveð- ið á um tafarlausa framkvæmd ýmissa verkefna til að draga úr skattsvikum og gera alla skatt- heimtu, ríkissjóðs skilvirkari og hraðvirkari en nú er. Beindi Jó- hanna því til dómsmálaráðherra hvort hann hefði beitt sér fyrir endurskoðun laga um skipan dóms- valds i héraði og fleira í samræmi við ákvæði þingsályktunartillög- unnar og í öðru lagi hvenær búast mætti við að stofnuð verði sérdeild við Sakadóm Reykjavikur, fjölgun sérhæfðra starfsmanna við em- bætti saksóknara og að starfsemi Rannsóknarlögreglu ríkisins verði efld í þessum málaflokkum. I svari Jóns Helgasonar kom fram að öllum tilmælum þings- ályktunartillögunnar hefði í raun verið hafnað af fjármálaráðuneyt- inu. Ekkert hefði komið fram um sérdeild við Sakadóm Reykjavíkur, en ekki hefði verið fallist við undir- búning fjárlagafrumvarpsins á starfsliðsaukningu. Ekki hefur ver- ið óskaðeftir fjölgun starfsliðs hjá embætti ríkissaksókanara því þörf- in væri talin brýnni að fjölga hjá Rannsóknarlögreglunni. Var óskað eftir 5 nýjum stöðum þar, en á þetta var heldur ekki fallist við undirbún- ing fjárlagafrumvarpsins. Sagðist Jón vonast til að við endurskoðun kæmust þessi mál í gegn. Jóhanna harmaði að ekki hefði fengist nægjanlegt fjármagn til þessara hluta. Hún vitnaði meðal annars í ummæli skattrannsókn- arstjóra máli sínu til stuðnings: „Það vantar einhvern pólitískan vilja til þess að gera átak í þessum málum“ ítrekaði hún fyrirspurn sína um hvort til greina kæmi að stofna áðurnefnda sérdeild við sakadóminn í Reykjavík og hvenær endurskoðun laga um þessi nrál lyki. Jón sagðist ekki geta svarað til um endurskoðunina, en ítrekaði að það væri Alþingis að ákveða þær fjárveitingar sem til þessara mála þurfa að koma. Fyrír framan Valhöll, hús Sjúlfstœðisflokksins t Reykjavik, hefur verið komið fyrir heljarmiklum bautasteini, sem gárungarnir kalla Þorstein, segja sumir að hann sé grafsteinn ríkisstjórnarínnar, enn aðrir að hérsékominn minnisvarði um steinrunna stefnu frjálshyggjupostulanna, sem nú hafa töglin og hagldirnar í flokknum og að lokum eru þeir til sem segja þennan steingerving hafa svipmót Stein- grims forsœtisráðherra, en sjálfstœðismönnum þykir orðið svo vænt um hann að þeir geti ekki slitið augun af honum. Okkur á A Iþýðublaðinu þóttiþó sennilegast að þarna vœri komin heimkynni huldu- hers Alberts. Kjartan Jóhannsson um vantraustið:_ Ríkisstjórnin rúin trausti Vantrauststillaga stjórnarand- stöðunnar á hendur ríkisstjórninni vartil umræðuí gær. í samtali við Alþýðublaðiðum ástæðurnar fyrir vantrauststillögwini sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins að megin ástæðurnar lægju Ijósar fyrir. „Ríkisstjórnin er rúin öll trausti. Þingmenn úr stjórnarandstöðunni: Átak til fjármö ar krabbameinsi 8 þingmenn úr röðum stjórnar- andstöðuflokkanna liafa lagt fyrir sameinað þing tillögu til þings- ályktunar um fjármögnun krabba- meinslækningadeildar, þar sem ríkisstjórninni er falið að stofna til þjóðarátaks til að fullgera megi krabbameinslækningadeild á Landspítalalóð á næstu 3 til 4 árum. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Jóhanna Sigurðardótt- ir. Tillagan gerir ráð fyrir því að gef- inn verði út sérstakur skuldabréfa- flokkur að upphæð a.m.k. 125 milljónir króna til 6 ára með verð- tryggðum kjörum og á vöxtum sem Seðlabankinn ákveður. Eiga skuldabréfin að vera undanþegin skattskyldu. Sömuleiðis er gert ráð nun- eildar fyrir því að ríkissjóður leggi árlega þá fjárhæð sem vantar til að Ijúka megi deildinni á næstu 3-4 árum. í greinargerð með tillögunni segir að þó 5 ár séu nú liðin frá þvi undir- búningur hófst að upþbyggingu krabbameinslækningadeildar hef- ur framkvæmdum ekkert miðað vegna fjárskorts. Framhald á bls. 2 Þjóðin hefur misst alla trú á henni: Hún hefur misst öll tök á efnahags- Iífinu og óánægjan hefur magnast svo upp innan stjórnarflokkanna að nú berst hvert neyðarópið á fæt- ur öðru. Auk þessa hefur ríkis- stjórnin sýnt lögurn landsins lítils- virðingu, samanber framkomu ráð- herra vegna hinna ólöglegu út- varpsstöðva. Það er okkar mat að ríkisstjórnin eigi að fara frá hið fyrsta, hún myndi með því að gera þjóðinni mikinn greiða. Rikisstjórnin hefur stóraukið misréttið í þjóðfélaginu einmitt þegar brýnast liggur við að draga úr öllu misrétti. Ríkisstjórnin hefur komið atvinnuvegunum á kaidan kiaka, hefur ekki hlustað á þau áköll sem þaðan berast, en heldur höndum sínum í skauti. Þetta er kjarninn á bak við van- trauststillögu stjórnarandstöðunn- ar. Það er augljóst að ríkisstjórnin á ekki að sitja við völd lengur, held- ur fara frá“ sagði Kjartan. Flokksstjórnarfundur á mánudag Flokksstjórnarfundur Alþýöuflokks vcröur haldinn næstkomandi mánudag í lönó (uppi), kl. 17. Fundarefni eru stjórnmálavióhorfiö, undirbúningur flokksþings oj> önnur inál. Eiður Guðnason um álsamninginn: Bókhaldsleikfimi iðnaðarráðherra Þá hafa alþingismenn loksins fengið að sjá álsanrninginn margumtalaða, sem samninga- nefnd Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, hefur farið með sem ríkisleyndarmál, þó hún hafi verið að semja um orkusölu úr vatnsföllum allra landsmanna. Nú þegar búið er að birta samn- inginn og iðnaðarráðherra hefur skrifað undir hann, skilja menn hversvegna farið var svona leynt með samninginn. Þessi samning- ur er einfaldlega ekki þess eðlis að hann hefði þolað opinbera um- fjöllun, áður en undir hann var ritað. Hinsvegar er hægt að slengja honum á borð alþingis- manna nú þegar hann er fullfrá- genginn og undirritaður. Héðan í frá verður ekki aftur snúið. Sverr- ir Hermannsson veit að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn vilja fá þetta mál út úr heiminum og munu því sam- þykkja hann þegjandi og hljóða- iaust. En hversvegna er þetta þá svona vondur samningur? Við höfðum samband við Eið Guðnason, formann þingflokks Alþýðuflokksins og spurðum hann hverjir væru helstu vankant- ar þessa samnings að hans mati. Eiður sagði að Alþýðuflokkur- inn hefði strax í ágústlok, þegar séð var hvert stefndi með þessum samningi, gagnrýnt ýmis atriði hans, m.a. það að verðtryggingu vantar í hann og trygg endurskoð- unar ákvæði. Slíkt er mjög vara- samt þar sem allar forsendur, sem þessi samningur byggir á geta breyst á mjög skömmum tíma. Einnig lagðist Alþýðuflokkurinn gegn því að taka mál það sem ís- lenska ríkið hafði höfðað á Alusuisse, úr gerðardóm. Samninganefndin semur hins- vegar um að láta skattamálin lönd og leið. Þessar þrjár milljónir dollara sem Sverrir Hermannsson miklast nú mjög af, en þeir eru um 'A hluti þeirrar upphæðar, sem krafist var að Alusuisse greiddi, munu heldur ekki koma i hlut ríkiskassans. íslendingar fá ekki krónu, heldur er þetta bara bókhaldsleikfimi. Þannig er að skatteignainnistæða ísal hjá stjórnvöldum, sem var lögð niður í tíð Hjörleifs Guttormssonar, sem iðnaðarráðherra, er búin til aftur og þessar 3 milljónir dregn- ar af henni" sagði Eiður um þann hluta samningsins, sem varðar „uppgjör“ iðnaðarráðherra í skattamálinu. Sú hækkun upp á 13-14 mills, sem samningurinn gerir ráð fyrir er langt því frá að vera nægjanleg. Framleiðsluverð orkunnar er um 20 mills en gangverð á raforku til álvera mun vera í kringum 20 mills víðast hvar í heiminum. Auk þess er Alusuisse veittur forgangsréttur til kaupa á nýrri orku í framtíðinni, svo hægt verði að stækka álverið um 50%. Að lokum sagði Eiður að Al- þýðuflokkurinn væri á móti þess- um samningi vegna þess að mikil- vægum hagsmunum íslensku þjóðarinnar hefði verið fórnað og sýnt væri að samningurinn tryggði ekki hlut okkar sem skyldi. Þó svo að samningurinn leiði til einhverrar hækkunar á raforkuverði, er hún ekki nógu mikil. Við höfðum dregist langt aftur úr með orkuverðið og hlaut hækkunin að koma, en hún hefði bara þurft að vera mun meiriý Að lokum skal þess getið að ál- samningurinn var tekinn til um- ræðu í efri deild Alþingis í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.