Alþýðublaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1
Hjúkrunarheimilið Skiól á skrið: Rými fyrir 110 vistmenn Fimmtudagur 4. júlí 1985 124. tbl. 66. árg. Nýlega var samþykkt í Bygging- arnefnd Reykjavíkurborgar leyfi til Öldrunarráðs fyrir því að grafa fyr- ir væntanlegu hjúkrunarheimili ráðsins á DAS-lóðinni við Klepps- veg. Hjúkrunarheimili þetta hefur Forsendur bensínhœkkunarinnar Ýmislegt við þær að athuga segir Jónas Bjarnason, framkvœmdastjóri FÍB Sjá olíufélögin sér hag í að kaupa inn bensín þegar heimsmarkaðsverðið er hæst? Á þriðjudaginn áttu forsvars- menn FÍB, Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, fund með verðlags- stjóra, og fengu þeir á þeim fundi forsendur bensínhækkunarinnar munnlega, en áður hafði þeim verið neitað um þær á þeirri forsendu, að þær væru einkamál olíufélaganna og verðlagsyfirvalda. Jónas Bjarnason framkvæmda- stjóri FÍB, sagði að ýmislegt væri við þessar forsendur að athuga. í fyrsta lagi er gengið út frá þeirri for- sendu, sem olíufélögin gefa um meðalverð á olíubirgðum í landinu. Sú tala sem gefin er upp sem for- senda er 276 dalir. Þetta er mjög hátt verð og hærra en innkaupa- verðið náði nokkurn tímann á síð- asta ári. Bensínið fór hæst í 274,5 dali á Rotterdammarkaði. í öðru lagi er um að ræða 25% hækkun á álagningu á ársgrund- velli, sem FÍB telur ákaflega vafa- sama. í þriðja lagi er um að ræða forsendur fyrir rekstrarkostnaði, sem er byggður á tölum olíufélag- anna. Og í fjórða lagi er um 14% hækkun á tilleggi til innkaupa- reiknings, sem á að eyða upp nei- kvæðri stöðu hans á þessu ári. Jónas Bjarnason sagði að ýmis- legt væri við þetta að athuga. í fyrsta lagi vildi FÍB gagnrýna þá stefnu sem ríkir á innkaupum olíu- félaganna á bensíni. Sagði hann að þeim mætti stjórna mun betur. Einsog dæmið lítur út í dag þá virð- ist sem svo að olíufélögin sjái hag í því að kaupa olíu þegar innkaupa- verðið er hæst. Það þýðir vitaskuld hærri álagningu hjá þeim og auk þess fær ríkissjóður meira í sinn hlut þá. Sagði Jónas að þeir hjá FÍB vildu sjá meiri stýringu í innkaup- unum. Þá sagðist hann ekki sjá þörf á hækkun álagningar olíufélaganna. Þar væri miklu meiri þörf á hag- ræðingu. Hvað varðar tilleggið til jöfnunar á innkaupareikningnum, þá sagði Jónas að vel hefði mátt fresta því, þar sem bensínverð hefur hrapað á Rotterdammarkaði og bendir allt að það verði komið undir 200 dali um áramót. það bendir því allt til þess að framundan sé verðlækkun í ágúst, en þá þurfa olíufélögin að endurnýja birgðir sínar. Jónas vildi líka að það kæmi fram að kaup á bensíni eru svo til eingöngu gegn staðgreiðslu. Þrátt fyrir það hafa olíufélögin 105 daga gjaldfrest þegar þau kaupa inn bensín. Þeir eru því búnir að fá vöruna greidda upp löngu áður en þau þurfa sjálf að greiða fyrir hana og hafa því geta velt þessum fjár- munum í bankakerfinu og fengið vexti af þeim. Þá sagði Jónas að FÍB hefði út af fyrir sig ekkert á móti aukningu á ríkissköttum, svo lengi þeir fjár- munir fari í vegina, en arðbærasta fjárfesting íslendinga um þessar mundir er í bundnu slitlagi á veg- ina. Að öðru leyti sagði hann að skattlagningin væri komin langt yf- ir hámark. Á íslandi er bundið slitlag á 6,4% af þjóðvegakerfi landsins. í Dan- mörku er hlutfallið 100%, í Svíþjóð 66%, í Noregi 61% og í Finnlandi Framh. á bls. 2 hlotið nafniö SKJÖL og verður ekki af minni geröinni, með rúm fyrir 90 vistmenn i eins og tveggja manna herbergjum, 5 í orlofsvist- um og 15 í dagvistun. Sem kunnugt er hafa hjúkrunar- og húsnæðismál aldraðra verið tals- vert til umfjöllunar, enda má tala um neyðarástand í Reykjavík hvað þau snertir. Er því gleðiefni að hreyfing er að komast á hjúkrunar- heimili Öldrunarráðs. Skjól verður sjálfseignarstofnun og mun rísa austan megin við DAS-húsið og tengist raunar með undirgangi við þjónustudeild Hrafnistu. Heimilið verður alls samkvæmt teikningum 5.325 fermetrar, þar af fara 1.740 fermetrar undir vistherbergi og 520 fermetrar undir setu- og borðstofur vistmanna. Á fyrstu hæð verður að- staða fyrir heilbrigðisþjónustu og endurhæfingu. Fjármögnun byggingarinnar fer meðal annars fram með landssöfn- un á þessu ári með stuðningi Hjálp- arstofnunar kirkjunnar undir yfir- skriftinni „Æskan hjálpar ellinni“ og þá mun Öldrunarráð leita til sveitarfélaga, félagasamtaka, ein- staklinga og Framkvæmdasjóðs aldraðra. Nánar tiltekið er innra skipulag heimilisins samkvæmt fyrirliggj- andi drögum sem hér segir: Vistrými verður á 2., 3. og 4. hæð hússins. Á hverri hæð verða 26 vist- herbergi auk setustofu og borð- stofu fyrir vistmenn. Á hverri hæð eru herbergi fyrir vakt og hjúkrun- arfræðing auk herbergja fyrir skol, lín, lyf, bað og býtibúr. Frá 2. hæð er aðgangur að sólstofu sunnan við bygginguna. Á fyrstu hæð verður aðstaða fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar verða herbergi fyrir lækna, hjúkrunarfræðing og félagsráð- gjöf, ennfremur herbergi fyrir end- urhæfingu, ljósaböð, nudd og böð. Þá verða á 1. hæð skrifstofa heimil- isins, búningsherbergi starfsfólks, verslun og hárgreiðsla. Matsalur starfsfólks verður á 1. hæð ásamt býtibúri, verkstæði, áhaldageymsla og tæknirými auk geymslu fyrir óhreinan þvott. Á efstu hæð, í þakrými, verður dagvistun, orlofsvistun, samkomu- salur ásamt aðstöðu til sálusorgun- ar og helgihalds ásamt föndur- og iðjuþjálfun fyrir dagvistun og heimilisfólk á öðrum deildum. Þá er þar gert ráð fyrir geymslum og miðstöð loftræstikerfis. TVær lyftur og stigi eru fyrir miðri byggingunni, en öryggisstigahús til beggja enda. Umferðargangur liggur frá 1. hæð að álmu F í byggingu Hrafnistu. Lóðir renna út Víðishúsið á skrið Á borgarráðsfundi nú í vikunni var lagt fram yfirlit yfir lóðaúthlut- anir fyrstu 6 mánuði þessa árs og viröist ekkert lát vera á þenslunni i borginni. Alls var úthlutað á annað hundr- að lóðum undir 338 íbúðir. Þar af eru fjölbýlishúsaíbúðir 256 á 34 lóðum, 4 raðhúsaíbúðir og 78 ein- býlishúsalóðir (59 til einstaklinga, 19 til byggingaverktaka). Byggingarnefnd Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt umsókn ríkissjóðs til borgaryfirvalda um leyfi til að klæða Víðishúsið að Laugavegi 166 að utan og um að byggja við húsið. Var málið sam- þykkt að áskildu samþykki heil- brigðisráðs og slökkviliðsstjóra, en altént er ljóst að hreyfing er að komast á framtíð þessa húss, sem hefur verið hálfgert vandræðabarn í höndum stjórnvalda frá því það var keypt. Fyrirhugað er að klæða húsið að utan, að byggja við það 622,5 fer- metra kjallara og nokkrar 65—70 fermetra hæðir. Deilur innan Bandalags jafnaðarmanna: Hugmyndafræðilegt uppgjör framundan Þjóðviljinn greindi í gær frá hávaðasömum deilum innan Bandalags jafnaðarmanna og tókst þar með að beina augum les- enda sinna frá deilum innan Al- þýðubandalagsins um stund. væntanlega kærkomið tækifæri. í sjálfu sér koma fréttir um skiptar skoðanir innan BJ ekki á óvart, bandalagið hefur frá upp- hafi haft innanborðs frekar sund- urleitan stuðningsmannahóp, en þó einkum og sér í lagi hefur sam- setning hópsins breyst síðustu mánuði. í skoðanakönnunum hefur fylgi BJ verið nokkuð stöð- ugt í 5—6 prósentum á þessu ári. En í skoðanakönnun NT í janúar síðastliðnum kom fram sterk vís- bending um að fylgið hafi endur- nýjast nokkuð: Að um þriðjungur kjósenda flokksins myndi þá kjósa Alþýðuflokkinn, að innan við 40% þeirra myndi kjósa BJ aftur og um leið að nær tveir af hverjum þremur sem í könnuninni fylgdu BJ voru nýir stuðnings- menn og komu þeir nokkuð dreift frá öðrum flokkum og óákveðn- um. Með öðrum orðum: Fylgis- grundvöllur bandalagsins hefur tekið miklum breytingum. Eftir sem áður hefur mál númer eitt hjá BJ verið að undirstrika sérstöðu sína með ofuráherslu á stjórn- kerfishugmyndir sínar. Að öðru leyti er hugmyndafræði BJ í anda lýðræðisjafnaðarstefnunnar, en með æ sterkari hægrisvip undan- farna mánuði. Um leið hefur skipulagsfælnin vikið fyrir þörf- inni á einhverju skipulagi og for- menn bandalagsins orðnir tveir. Undirrót deilnanna nú er þessi ofuráhersla á stjórnkerfishug- myndirnar og tilfærsla BJ til hægri með því að bandalagið hef- ur á þingi haft samflot með sjálf- stæðismönnum um ýmis mál. Ýmsir lykilmenn hafa gefist upp á bandalaginu og má t. d. nefna Grétar Jónsson, sem var efstur hjá BJ á Austfjörðum í síðustu kosningum, en hefur snúið sér til Alþýðuflokksins síðan. Skoðanakannanir benda til þess að Bandalagi jafnaðar- manna hafi ekki tekist að sann- færa kjósendur um mikilvægi sitt; hvað sem sérstöðu bandalagsins líður þá hefur hún ekki dugað til þess að treysta það í sessi. 1 kosn- ingunum 1983 hlaut BJ 7,3% at- kvæða og 4 þingmenn. Út árið 1983 og fram á mitt ár 1984 kom BJ afleitlega út í skoðanakönnun- um; með 3—4% fylgi. Frá haust- inu hefur fylgið í skoðanakönn- unum verið mjög stöðugt 5—7%, þ. e. fylgi BJ er undir útkomu síð- ustu kosninga, þótt i stjórnarand- Framh. á bls. 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.