Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. janúar 1986 17. tbl. 67. árg. 5 starfsmenn SIS ákærðir í „kaffi- baunamálinu^ Náðu undirSÍS 4.8 milljónum dollara með refsi- verðum hœtti Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm starfsmönn- um Sambands íslenskra samvinnu- félaga í svokölluðu „kaffibauna- máli“. í ákærunni er þeim gefið að sök, að hafa á árunum 1980 og ‘81 náð undir Samband íslenskra sam- vinnufélaga með refsiverðum hætti, samtals 4.8 milljónum doll- ara af innflutningsverði kaffi- bauna, sem Kaffibrennsla Akureyr- ar hf. flutti inn á fyrrgreindum ár- um með milligöngu SIS. Þá er þeim ennfremur gefið að sök skjalafals og brot á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. Málið er höfðað fyrir saka- dómi Reykjavíkur. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að í hópi hinna ákærðu séu nokkrir æðstu yfirmenn SÍS. Útvegsbankinn: Hugleiddu kæru Auglýsingastofan Gylmir, sem sér um allar auglýsingar Utvegs- bankans hugleiddi að kæra Met- bókarauglýsingar Búnaðarbank- ans, en féll frá þvi vegna þess að ekki er hægt að stofna öndvegis- reikninga í Utvegsbankanum nema til mánaðamóta og úrskurður Siða- nefndar SÍA hefði því augljóslega komið of seint, þótt hann hefði orð- ið Útvegsbankanum í hag. Þetta kom fram í samtali við Bjarna Grímsson hjá auglýsinga- stofunni Gylmi í gær. Bjarni sagði að af þessum sökum hefði verið val- in sú leið að birta auglýsinguna, sem Alþýðublaðið greindi frá í gær og stjórn Útvegsbankans neyddist til að biðjast afsökunar á sama degi og hún birtist. Eins og Alþýðublaðið greindi frá í gær, hefur Siðanefnd SIA nýverið sent öllum auglýsingastofum bréf vegna þeirra aðferða sem notaðar hafa verið að undanförnu til að auglýsa ávöxtun, en að sögn Bjarna hafði það ekki borist þegar auglýs- ingin var hönnuð. Alþýðubiaðið segir: Flottræfilsháttur hjá fátækri þjóð Um þessar mundir eiga þúsundir íslendinga í verulegum fjárhags- örðugleikum, m.a. vegna lágra launa. Ríkissjóður er rekinn með bullandi halla, erlendar skuldir liggja eins og mara á þjóðinni og fyrirtæki í undirstöðuatvinnugrein- um kvarta sáran. En það er ekki að sjá, að þessir fjárhagsörðugleikar snerti alla, eða þá, að lögmálið um Jón og séra Jón sé enn í fullu gildi. Fiottræfilshátt- ur sumra íslendinga, og kannski einkum þeirra, sem fara með al- mannafé, er með ólíkindum. Nú eru einhverjir forstjórar, a la Dallas, að fara í milljóneraleik. Þeir hafa séð í amerískum kvikmyndum hvernig fínir forstjórar ferðast í einkaþotum, sjúga í sig viskí með kroppfagran ritara sér við hlið. Það gengur ekki að íslenskir forstjórar séu settir skör lægra en starfsbræð- urnir í Ameríku. Nú ætla þessi forstjórar að festa kaup á einkaþotu, svo þeir geti skotist á milli landa, þegar þörf krefur, án þess að vera háðir áætl- unarferðum tveggja íslenskra flug- félaga. Þeir losna líka við að ferðast með óbreyttum almúganum, sem stundum er í gallabuxum og lyktar af svita eða röflar fullur í sætum sínum. Vafalaust eru einhverjir þessara manna forstjórar fyrirtækja, sem byggja rekstur sinn á þrældómi al- múgans. Og kannski er hagnaður- inn svo mikill eftir lágar skatt- greiðslur, að þeir geti keypt sér leik- fang fyrir 60 milljónir. Hver veit? Flottræfilshátturinn leynir sér ekki. Flestir, sem ferðast á milli landa með íslenskum flugfélögum, og jafnvel erlendum, verða vitni að því hvernig íslenskir embættismenn, forstjórar opinberra stofnana, full- Framh. á bls. 3 p*SU NN U ÐAGSLEtÐARI Mikilvægt starf Krabbameins- félagsins og framtíðarverkefni I gær var opnuð að Kjarvalsstöðum f Reykjavík sýn- ing, sem hlotið hefur nafnið „Fræðsluvika ’86“. Krabbameinsfélag íslandsstendurfyrirþessari sýn- ingu, og er þar dregin upp mynd af ýmsum þáttum krabbameins, forvörnum, rannsóknum, iækningu og framtfðarhorfum. Einnig eru sýndar þar myndir, sem börnhafateiknaðog notahugtakiðkrabbamein sem myndefni. — Á meðan á fræðsluvikunni stend- ur verða fluttir fjölmargir fyrirlestrar, sýndar lit- skyggnurog kvikmyndir. Þessi sýning fersfðan vfða um land. Þetta framtak Krabbameinsfélagsíns markar upp- haf að nýju átaki gegn krabbameini, sem lýkur með fjársöfnun dagana 12. og 13. aprfl næstkomandi. Með þessu átaki er stefnt að stórauknu forvarna- og fræðslustarfi, hóprannsóknum og almennum rann- sóknastörfum. Krabbameinsfélag íslands er 35 ára á þessu ári, og hefurstarf þess aukist og eflst til munaá slðustu ár- um. Félagar eru nú á tlunda þúsund l 24 krabba- meinsfélögum vlða um land. Félagið er deildaskipt. Þaö rekur útgáfudeild, krabbameinsskrá, skrifstofu, leitarstöð, frumrannsóknastofu, tölvudeild, bóka- safn og röntgendeild. Þrátt fyrir mikla og öfiuga starfsemi er enn mikið verk óunnið. Krabbamein leggur nú að velli um 300 íslendinga á hverju ári og um 700 ný sjúkdómstilfelli eru greind árlega. Félagið hefur ávallt lagt áherslu á heilbrigði iandsmanna, og er heilsuverndarstarfinu skipt i þrjá meginþætti: Fyrsta: Fyrirbyggjandi aðgerðir, sem oft eru nefnd- ar forvarnir, og fela f sér, að leitast er við að útrýma eða vinna gegn heilsuspillandi þáttum I umhverfi manna og atferli. Annað: Þegar heilsutjón hlýst er reynt að heimta afturþað sem tapast hefur. Lækningareru því annar meginþáttur f heilsuvernd. Þriðja: Endurhæfing I vfðtækum skilningi er þáttur f þeirri viðleitni að halda við heilbrigði manna. Starfsemi Krabbameinsfélagins hefur vaxið hröð- um skrefum að undanförnu. Stöðugiidi hjá félaginu eru nú tæplega 40 og umfang starfseminnar eykst með hverjum degi. Óhætt mun að segja, að allir ís- lendingarverði rækilega varirvið þetta mikla starf á einhvern hátt. Mikið hefur borið á hóprannsóknum meöal kvenna og árangurinn umtalsverður, þótt æskilegt væri að almenningur sýndi þessum rann- sóknum meiri athygli og konur hlýddu betur kalli félagsins. Reykingavarnir hafa einnig komið mikið við sögu og vafalaust haft áhrif í þá veru að draga úr reyking- um. Margvfsleg önnurstarfsemi snertirnánast hvert einasta heimili á landinu, og hafa íslendingar ávallt sýnt félaginu mikinn hlýhug og látið þvl f té umtals- verða fjármuni, eins og t.d. ( sfðasta þjóðarátaki gegn krabbameini. Nú eru í undirbúningi ýmis framtlðarverkefni. Könnuð hefur verið hagkvæmni þess að auka leitar- starfsemina með því að hefja leit að krabbameini f meltingarvegi. Gildi slfkrar leitar er m.a. fólgið f þvf að finna illkynja sjúkdóma á forstigum eða byrjunar- stigum, en þá eru mestar Ifkur á þvf að læknismeð- ferð verði árangursrfk og fullur bati náist. ísienskir karlmenn munu njótagóðsaf slfkri leit, líktogkonur hafa gert f tvo áratugi. Að undanförnu hafa farið fram umræður um efl- ingu grunnrannsókna krabbameina. Meðal annars hefur verið ræddur sá möguleiki, að leitarstöð Krabbameinsfélagsins annist Iffsýnatöku til rann- sókna á orsökum og eðli krabbameina, eftir þvf sem þekking leyfir á hverjum tfma.. Jafnframt er talið æskilegt, að stofna lifsýnabanka, þar sem unnt yrði að geyma sýni, sem sfðar gætu veitt upplýsingar. Forráðamenn erlendra vfsindastofnana hafa æ meir hrifist af starfsemi Krabbameinsfélagsins og þeim möguleikum, sem fslenskt þjóðfélag og heil- brigðiskerfi geta skapað til rannsókna á krabba- meinum og þróunarferli þeirra. í augsýn er efling á grunnrannsóknum þessara sjúkdóma fyrir tilstuðl- an Islenskra vfsindamanna f samvinnu við erlendar vfsindastofnanir. r Islenska þjóðin hefur fullaástæðu til að vera hreyk- in af starfi Krabbameinsfélagsins, enda hefur hún sýnt það f verki. — Nú þarf mikla fjármuni svo ekki þurfi að slaka á klónni, og m.a. af þeirri ástæðu er nú f undirbúningi nýtt þjóðarátak gegn krabbameini, sem gæti fleytt þessu starfi langt fram á veg, ef vel tekst til. Sýningin, sem opnuð var I gær að Kjarvals- stöðum er aðeins upphaf þessa átaks, og er full ástæða til að hvetja fslensku þjóðina til að fylgjast vel með því fræöslu- og upplýsingastarfi, sem fram fer næstu mánuði og tryggja framhald þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.