Alþýðublaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 1
alþýóu LH hT'Tf'M Miðvikudagur 3. desember 1986 233 tbl. 67. árg. Tölvuvœðingin á íslandi: 99 Stefnuleysi ríkj andi — segir Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins. 44 Þórir Daníelsson, framkvœmdastjóri Verkamannasambandsins: „Talað er um gífurlega breytingu á launakerfum“ — fyrri launataxtar verða úr sögunni „Það er til skammar hve lítið er rætt um tölvumál hér á landi. Menn virðast ekki reiðubúnir til að ræða pólitískt um tölvumálin og stefnu- mörkun þeirra. — Stefnuleysið er hvað verst er snýr að framleiðslu- greinunum og tölvuvæðingu fyrir- tækja og þar þekkja flestir rekstrar- ráðgjafar meiriháttar mistök. Hvað varðar menntakerfið ríkir einnig al- gjört stefnuleysi. Það lengsta sem menn komast þar, er að kaupa sam- an tölvu frá einum framleiðanda“, sagði Stefán Ingólfsson deildar- stjóri hjá Fasteignamati ríkisins í samtali við Alþýðublaðið, en Stef- án á sæti í stjórn Skýrslutæknifé- lags íslands. Hann hefur ritað greinar í Tölvumál, sem Skýrslu- tæknifélagið gefur út, og bent á að tími sé til kominn að Islendingar staldri við og meti gildi tölvuvæð- ingarinnar á íslandi. Stefán getur ekki kallast amatör í tölvumálum, hefur áralanga þekkingu á því sviði. Stefán segir þessi mál hins vegar hálfgerð feimnismál hér á landi og hefur bent á að flest það sem um þessi mál hefur verið ritað hér á landi sé eins og framleiðendur og seljendur tölva séu að lýsa eigin framleiðslu. Eins og sagt var frá í Alþýðublað- inu um helgina nuttu íslendingar inn tölvur og tölvubúnað fyrir um einn milljarð á síðasta ári. Stefnir í að innflutningur verði jafnvel meiri í ár. En hvert er gildi slíkra fjárfest- inga fyrir þjóðarbúið, hefur fram- leiðni aukist sem nemur þessum gríðarlegu upphæðum? Stefán sagði aðspurður að fyllilega væri ástæða til að kanna betur þessa hluti. Hann sagði að íslenska leiðin í tölvuvæðingu væri mikið til and- stæða þess besta sem gerst hefði í þessum málum í heiminum. Stefán sagði að ekki mætti gleyma alvarlegum hlut sem væri að gerast í menntakerfinu. Nú væri öll tölvuvinnsla og skipanir á tölvum á ensku. Þetta væru krakkarnir að hamra inn allan daginn“. Auðvitað á að vera hægt að búa til stjórnkerfi og forritunarmál á íslensku fyrir ís- lendinga“, sagði Stefán. „Með því að nota þessi erlendu mál, er bæði verið að kenna börnunum útlendar slettur og eins hættir þetta að vera tækni sem er löguð að íslenskri menningu, heldur er í raun farið að laga menninguna að þessu. Síðast en ekki síst eru allir þeir íslendingar sem ekki kunna ensku útilokaðir frá þessu. Og hví í ósköpunum ættu menn ekki að geta forritað tölvur þótt þeir kunni ekki ensku“, sagði Stefán Ingólfsson. „Við höldum áfram því starfi sem hafið var og menn eru svona að fikra sig áfram. Þetta viröist potast örlítið, en tekur svolítinn tíma, menn eru að tala þarna um gífur- lega breytingu á launakerfunum, að minnsta kosti hvað viðvíkur það svið sem við tökum yfir hjá Verka- mannasambandinu. Og þar á ég við að okkar skráðu launataxtar í al- mennum samningum er á bilinu 19 —26 þúsund krónur. Það er fullvíst að það lifir ekkert eftir af þessum tölum þegar búið er að semja, ef af samningi verður“, sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands í samtali við Alþýðublaðið í gær. Málið hugsað upp á nýtt „Og þessar tölur eru ekki nefndar lengur. Hins vegar ef samið verður um einhverja umtalsverða hækkun Iægstu launa, ákveðnar tölur vil ég ekki nefna, þá sér hver maður í hendi sér að obbinn af þessum launatöxtum, eða kannski þeir allir, hverfa fyrir fullt og fast. Það þýðir að það þarf að hugsa allt þetta mál algerlega upp á nýtt. Og að því er unnið núna, að stokka þetta alveg upp eins og það Ieggur sig. Sú vinna er í fullum gangi. Verðtryggingin áfram Við höfum einnig skoðað verð- tryggingu Iaunanna. í þeim efnum höfum við reyndar góða reynslu frá síðustu samningum, þ.e. launa- nefndinni og þeim reglum sem hún hefur unnið eftir. Ég sé enga ástæðu til að breyta þeim, en í þeim reglum stendur m.a.: „Á samnings- tímabilinu skal sérstök launanefnd skipuð tveimur fulltrúum . . . launanefndin skal sérstaklega fylgj- ast með þróun framfærsluvísitölu og meta ástæður til launahækkana fram úr viðmiðunarmörkum, sam- kvæmt forsendum samnings- ins . . .” Það var sem sagt gerð ákveðin verðlagsspá þegar samn- ingar voru gerðir, og síðan var það verk þessarar nefndar, ef fram- færsluvísitalan fór fram úr þessari spá, hvort ætti að greiða laun sam- kvæmt þeirri hækkun og síðan eru reglurnar þær að ef nefndin yrði ekki sammála, þá mátti Alþýðu- sambandið skipa oddamann í fyrsta skipti, Vinnuveitendasam- bandið í það næsta og síðan koll af kolli. En til þessa hefur aldrei kom- ið í þau þrjú skipti sem nefndin hef- ur úrskurðað. Það hefur alltaf verið gert samhljóða. Þetta eru þessi rauðu strik sem samningurinn gerði ráð fyrir í verðlagsþróuninni. Þegar vísitala framfærslukostnaðar fór fram úr þessum mörkum, þá kom til kasta nefndarinnar að fjalla um hugsanlega hækkun. Þetta eru 2,09% fram yfir það sem gert var ráð fyrir, þannig að heildarhækk- unin er 4,59%, en þar inn í er falin 2,5% samningsbundin hækkun. Lægstu laun hækki strax Það er frekar góður andi hjá okkur núna. Ég vona sannarlega að þetta gangi allt saman upp, sérstak- lega vegna þess fólks sem er á þess- um lægstu launum. Það fólk þarf nauðsynlega að fá hækkanir strax frá 1. desember. Afstaða Dagsbrúnar veikir hreyfinguna í sambandi við langtíma- eða skammtímasamninga, þá er það aðeins Dagsbrún sem hefur skorið Þórir Daníelsson sig út úr og hvetur til skammtíma- samninga. Að öðru leyti er tiltölu- lega lítill ágreiningur. Allir aðrir hafa óskað eftir langtímasamning- um, sem þó færu auðvitað eftir innihaldi samningsins. En hitt er rétt að Dagsbrún er stórt félag. Dagsbrúnarmenn gerðu um það stjórnarsamþykkt i fyrradag að kúpla sig út úr samningsviðræð- unum, en það var algjör samstaða meðal allra annarra aðila sem á fundinum voru, að halda starfinu áfram eins og ekkert hefði í skorist. En það er alltaf sorglegt þegar svona nokkuð gerist, það fer ekkert á milli mála að það veikir hreyfing- una”, sagði Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands íslands. Nýr fréttastjóri á Ríkisútvaryinu: „Einhverjar breyt- ingar með vorinu“ — segir Kári Jónasson sem tekur við fréttastjórninni 2. janúar n.k. Nýr hlutafiárbanki: „Verið að kafa dýpra í málin“ „Vonast til að ná saman fundi fyrir helgi“, — sagði Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri. „Það er aðallega verið að vinna að samanburði, útreikningum og öðru sliku, safna gögnum svo hægt sé að kafa dýpra í málin“, sagði Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri i samtali við Alþýðublaðið í gær, en Geir hefur leitt viðræður Utvegs- bankans, Verslunarbankans og Iðn- aðarbankans um hugsanlegan sam- runa þeirra í hlutafjárbanka. Geir sagði að engir eiginlegir fundir væru nú saman með þessum aðilum heldur væri fyrst og fremst verið að meta stöðuna, til áframhaldandi viðræðna. Sagði hann m.a. ástæðu þessa að tíminn væri notaður þann- ig, að sumir forsvarsmenn bank- anna væru fjarverandi. Geir sagði að viðræður væru síð- ur en svo komnar í strand. Hann sagðist vonast til að ná fundi saman í lok vikunnar. Sem kunnugt er hafa bæði Sam- vinnubankinn og Alþýðubankinn lýst yfir að bankarnir tækju ekki þátt í viðræðum um samruna við Útvegsbankann og snýst nú málið eingöngu um leið þá er Seðlabank- inn taldi vænlegasta að vinna að sameiningu Útvegsbankans, Versl- unarbankans og Iðnaðarbankansí hlutafélagsbanka, með tímabund- inni eignaraðild Seðlabankans. Alþýðublaðinu er kunnugt um að bæði Höskuldur Jónsson bankastjóri Verslunarbankans og Föstudaginn 21. nóvember sl. var stofnuð deild útflytjenda innan Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og nefnist hún Útflutningsráð F.Í.S. Stofnfundinn sátu fulltrúar 25 fyr- irtækja. Aðild að F.Í.S. eiga nú 280 fyrirtæki, þar af milli 50 og 60 sem stunda útflutning að nokkru eða öllu. Gestir fundarins voru Einar Benediktsson, sendiherra og Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Einar flutti erindi á fundinum og fjallaði um starfsemi utanríkisþjónustunn- ar í þágu islenskra útflytjenda, og viðhorf sín til samstarfs á því sviði. Hann kynnti ennfremur fyrirhug- Árni Gestsson formaður stjórnar bankans eru erlendis. Alþýðublaðið bar það undir Geir hvort þeir væru að sýsla erlendis vegna viðræðn- anna um nýjan hlutafjárbanka. Geir sagði sér ekki kunnugt um það, sagðist halda ekki. aða starfsemi hins nýja Útflutn- ingsráðs íslands. Að erindinu loknu svöruðu þeir Einar og Þráinn fyrir- spurnum fundarmanna. Markmiðið með stofnun Út- flutningsráðs F.Í.S. er að skapa sameiginlegan málsvara og félags- miðstöð fyrir þá útflytjendur sem starfa utan sölusamtaka. Fyrir ligg- ur að áhugi fyrir útflutningi er í ör- um vexti, og er þessi þörf því mjög brýn. Starfsaðstaða einkafyrir- tækja er um margt sérstæð, og því mikil þörf fyrir samráð þeirra og samstöðu um hagsmunamál sín. Útflutningur frá íslandi 1985 var alls 33,7 milljarðar króna. Þar af „Það er svo sem eitt og annað sem ég hef á óskalistanum, en ég á eftir að ræða það við menn innan- húss og þá sérstaklega starfsmenn- ina. Ég vona að einhverja breytinga sjái stað þegar birta fer ineð vor- inu“, sagði Kári Jónasson nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Ríkisút- varpsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Kári tekur við fréttastjórn- inni af Margréti Indriðadóttur 2. janúar næstkomandi. Kári hefur um árabil verið aðstoðarfrétta- stjóri. Fréttastofa útvarpsins hefur komið mjög vel út úr hlustenda- könnun að undanförnu og virðist hafa haldið nokkurn veginn sínu þrátt fyrir samkeppni. Kári sagði að það sýndi í raun styrk fréttastof- unnar að hlustendur sem hlustuðu á aðrar stöðvar fram eftir degi kveiktu þó gjarnan á kvöldfréttum sjávarafurðir og almennar iðnaðar- vörur (aðrar en málmar) um 28 milljarðar. 2/3 hlutar þessa útflutn- ings er í höndum sölusamtaka framleiðenda og ríkisfyrirtækja, en 1/3 er í höndum yfir 300 einstakl- inga og einkafyrirtækja. Af þessum útflutningi eru 90% í höndum 50 stærstu fyrirtækjanna. 15 stærstu fyrirtækin innan F.Í.S. standa að útflutningi fyrir um 5 milljarða króna og er það svipað verðmæti og útflutningur Sambands íslenskra samvinnufélaga. Helstu verkefni útflutningsráðs F.Í.S., auk þess að vera sameiginleg- ur málsvari og ráðgefandi gágnvart Ríkisútvarpsins. Hlustendakannanir hafa einnig sýnt að morgunútvarpið hefur mikla hlustun en fréttastofan hefur haft umsjón með morgunútvarpinu síðustu tvö ár. Kári sagði að áhugi væri fyrir að auka enn meira frétta- efnið á morgnana, sem virðist svo góður hlustunartími. Ríkisútvarpið hefur um árabil ekki haft fréttamann í starfi erlend- is utan fréttaritara. Kári sagðist hafa áhuga á að gera breytingu þar á. Einnig þyrfti að bæta við starfs- kröftum á landsbyggðinni. Nú er starfandi einn fréttamaður í fullu starfi á Akureyri auk fréttamanna í hálfu starfi á ísafirði og Egilsstöð- um. „En það er of snemmt að segja nokkuð strax um breytingar. Við skulum sjá til þegar sól fer að hækka á lofti“, sagði Kári Jónas- son. stjórnvöldum, eru þessi: 1. Að efla kynni með óháðum út- flytjendum og vera vettvangur samvinnu og skoðanaskipta um útflutningsmál. 2. Aðeflafrjálsasamkeppniogþar með aukna þjónustu útflutn- ingsfyrirtækja við framleiðend- ur. 3. Að standa vörð um hagsmuni óháðra útflytjenda og leitast við að tryggja frelsi einstaklinga og fyrirtækja til þess að stunda út- flutningsverslun ekki síður en aðra verslun. 4. F..Í.S. verði málsvari félags- Framh. á bls. 2 Félag íslenskra stórkaupmanna: Útflutningsráð stofnað — markmiðið að skapa sameiginlegan málsvara

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.