Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 1
NIÐURGREIDDUR TIL ÚTLANDA Forsvarsmenn fiskvinnslunnar vilja fá einhvers konar jöfnunargjald á ferskan fisk til útflutnings. — í dag greiöir saltfiskvinnslan verulegar upphæöir í jöfnunarsjóð og stefnir í að frystingin geri það líka. — Engin ákvæði í gildi um verðjöfnun á ferskan fisk til útflutnings. „Það er algjör lágmarkskrafa að fiskvinnslan í landinu hafi jafnan rétt á við erlenda fiskkaupendur til að sækja í þann afla sem kemur frá íslandsmiðum," sagði Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, i samtali við Alþýðublaðið í gær. Verðlagsráð sjávarútvegsins komst í vikunni ekki að samkomulagi um að gefa fiskverð frjálst. Meginágreiningur í ráðinu stóð um þá afgreiðslu sem ferskfiskútflutningur fær saman- borið við innlenda fiskvinnslu. Af ASÍ, VSÍ og VMSS: Fundað um kjaramálin Fulltrúar ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambands Samvinnufélaganna komu saman til fundar í gærmorgun til að ræða kjaramála og hugsanlega endur- skoðun kjarasamninga. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, náðist ekki efnisleg niðurstaða á fundinum. „Þeir voru þó sammála okkur um, að það yrði að fara yfir þessi mál“, sagði Ásmundur. Næsti fundur var ákveðinn á þriðjudag, og kvaðst Ás- mundur vænta þess að málin skýrðust betur eftir þann fund. Trillukarlar selja fisk til Danmerkur Hafa þegar selt allan afla sinn í sumar. Landa beint í gáma. Byggja hús undir fram- tíðarstarfsemi Trillukarlar á Suðureyri við Súg- andafjörð hafa stofnað nýtt fisk- sölufyrirtæki og hyggjast senda all- an sinn fisk til Danmerkur i gámum í sumar. Kögurás, en svo heitir fyr- irtækið, er nú að byggja 360 fer- metra stálgrindahús undir starf- semina og hyggst verka afla sinn þar í framtíðinni á þann hátt sem hæst verð gefur hverju sinni. Snorri Sturluson, Stjórnarfor- maður Köguráss og formaður í Trillukarlafélagi Súgandafjarðar, sagðist í samtali við Alþýðublaðið ekki vilja gefa upp það verð sem samið hefði verið um við Dani, en það væri mismunandi eftir stærðar- og gæðaflokkum. Það er fyrirtæk- ið IceDan sem kaupir fiskinn af Kögurási í sumar og sagði Snorri að samningurinn væri talsvert viða- mikill og flóknari en svo að hægt væri að gefa upp ákveðið verð sam- kvæmt honum. Snorri Sturluson sagði að enn hefði einungis verið tekin ákvörðun um gámaútflutninginn í sumar og væri óráðið á hvern hátt aflinn yrði seldur í framtíðinni, en i því efni yrðu arðsemisjónarmið látin ráða. „Ef gámaútflutningurinn reynist hagkvæmastur, þá höldum við honum áfrarn", sagði hann. Trillukarlar við Súgandafjörð hafa fram að þessu lagt upp afla sinn hjá Fiskiðjunni Freyju, en Snorri sagði það fyrirtæki ekki hafa annað að vinna allan þann afla sem á land hefur borist og hefði komið fyrir að senda hefði þurft afla annað. Á Suðureyri virðist atvinnu- og efnahagsástand vera á uppleið um þessar mundir, því auk hins nýja fyrirtækis eru hafnar tilraunaveið- ar á kúfiski. Það er sérsmíðað kú- fiskveiðaskip, Villi Magg, sem smíðað var í Hollandi í vetur og er nýkomið til landsins, sem annast þessar veiðar. Að því er fram kemur í Vestfirska fréttablaðinu virðast kúfiskveiðarnar geta skilað þokka- legum arði og þar með hefur ný fisktegund bæst í hóp útflutnings- tegundanna. Kúfiskveiðar hafa að vísu verið stundaðar áður á Vest- fjörðum, en einkum til að nota í beitu. Þessar framkvæmdir leiða til þess að eftirspurn eftir vinnuafli hefur aukist á Suðureyri og mun nú húsnæðisskortur einna helst standa í vegi fyrir því að fólk flytjist þang- að. Nokkuð mun vera farið að bera á því að fólk sem flutt hefur frá Suðureyri sýni áhuga á að snúa þangað aftur. saltfiski hefur undanfarið verið greiddar verulegar upphæðir í verð- jöfnunarsjóð og allt stefnir í að frystingin, vegna mikilla verð- hækkana erlendis, geri það líka. Engin ákvæði eru hins vegar í gildi um verðjöfnun á ferskum fiski til útflutnings. „Við erum nánast að niðurgreiða íslenskan fisk til erlendra vinnslu- stöðva með þessum hættil‘ segir Friðrik Pálsson. í verðlagsráði gerðu fulltrúar kaupenda, fisk- vinnslunnar, kröfu til þess að, fallist yrði á frjálst fiskverð með áfram- haldandi lágmarksverði. Sjónar- mið kaupenda var, að með þessu móti fælist ákveðin trygging fyrir sjómenn. Á móti vildu kaupendur, að seljendur féllust á einhvers konar jöfnunargjald á ferskan fiskút- flutning þannig að menn sætu við sama borð. Þessu boði höfnuðu seljendur, sem buðu á móti alveg frjálst fiskverð, þar sem verðjöfn- unarsjóður yrði tekinn úr sam- bandi, eða þá að farin yrði hin hefð- bundna leið við að ákveða fiskverð. í hópi kaupenda var ekki sam- komulag um að gefa fiskverð al- gjörlega frjálst, þannig að hin hefð- bundna leið verður áfram farin. Ákvörðun um fiskverð hefur nú verið vísað til yfirnefndar verðlags- ráðs. Að sögn Friðriks Pálssonar munu kaupendur halda áfram að takast á við það mál, að tryggja jöfnuð á milli ferkfiskútflutnings- ins og innlendu vinnslunnar, salt- fisksins og frystingarinnar. „Það hvarflar ekki að mér að það verði ekki fundin larsn á þessu máli“ sagði Friðrik Pálsson. O, þvílík dýrð! Það er ekkert lát á veðurbllðunni. Ungir sem aldnir flykkjast út á götur og torg eða fylla sundstaðina. Þessi unga stúlka tók nokkrar leikfimisæfingar til dýrðar sumrinu og veðurbllðunni. A-mynd/Róbert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.