Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 1
Stjórnarmyndunarviðræðurnar: NÝ RÍKISSTJORN GÆTI SÉÐ DAGSINS UÚS UM MhÐJA VIKU Stjórnarmyndunarviðræðum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstaeðisflokks verður haldið áfram nú um helgina. Ekki eru miklar líkur á því, að horfið verði frá myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka, en það getur tekið nokkra daga að ganga frá sam- komulagi um ýmsa mikilvæga málaflokka. Þess er vart að vænta að ný ríkisstjórn sjái dagsins Ijós fyrr en um miðja næstu viku. Eftir viðræður formanna flokk- anna á fimmtudag hafa viðræðurn- ar tekið nýja stefnu, og alvarlegan ágreining þarf til að upp úr slitni. Á fundinum náðist samkomulag um fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum, þó með fyrirvara um samþykki þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Þá gerðist það, að Þorsteinn Pálsson lýsti yfir því, að sjálfstæð- ismenn gerðu ekki lengur tilkall til forsætisráðuneytis. Þetta hlýtur að hafa það í för með sér, að sjálfstæð- ismenn geri kröfur til fleiri og mik- ilvægari ráðuneyta en þeir hefðu gert, ef forsætisráðuneytið hefði orðið þeirra. Þessu fylgir einnig, að Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur verða að semja um stjórn- arforystuna. Á fundi formannanna varð einn- ig að samkomulagi, að falla frá stjórnkerfisbreytingum' við upp- haf nýrrar ríkisstjórnar, en fella þær inn í stjórnarsáttmála og vinna að þeim á kjörtímabilinu. Þá hafa sjálfstæðismenn lagt fram tillögu um fyrirkomulag kaupleiguíbúða, en óbreytt er hún lítt aðgengileg fyr- ir Alþýðuflokkinn. Nú um helgina verður væntan- lega fjallað um stjórnarsáttmála og reynt að ná samkomulagi um helstu ágreiningsmál. Skipting ráðuneyta getur orðið vandasöm svo og sam- komulag um kaupleiguíbúðir. Hins vegar er Ijóst, að þessar við- ræður eru komnar svo langt á veg, að erfitt verður fyrir flokkana að snúa frá þeim, nema umtalsverður ágreiningur komi upp um einhver grundvallaratriði stjórnarsam- starfsins. BEINT FUIGI 7. JÚLÍ—14. JÚLÍ 3 eða 4 vikur BENIDORM er á suður Spáni og er einn vinsælasti, sólríkasti og snyrtilegasti staðurinn á sólarströnd Spánar. Skrepptu með til BENIDORM. í styttri eða lengri ferð. Mundu að á BENIDORM er sannarlega líf og fjör í tuskunum fyrir yngri sem eldri. Verð frá kr. 22.700,00 25.700,00 4 í fbúð — 3 vikur 4 í íbúð — 4 vikur (2 fullorðnir og 2 börn) 33.900,00 2 í íbúð — 3 vikur 36.900,00 2 í íbúð — 4 vikur Góð greiðslukjör! Notfærðu þér vildarkjör greiðslukortanna! PANTAÐU STRAX því sætaframboð er takmarkað og margar ferðir þegar uppseldar. NÆSTU FERÐIR: 7. júlí Laus sæti 14. júlí Laus sæt> 28. júlí Örfá sæti laus 4. ágúst UPPSELT 18. ágúst UPPSELT 25. ágúst UPPSELT 8. sept. Laus sæti 15. sept. Örfá sæti laus 29. sept. Laus sæti FERÐAMIÐSTÖDIN ADALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.