Alþýðublaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 1
STOFNAÐ Fimmtudagur 8. september 1988 1919 169. tbl. 69. árg. r r Asmundur Stefánsson ASI FRYSTING TIL ARA NIÓTA STENST EKKI Asmundur Stefánsson segir eðlilegt að fyrsta umrœðuefni um efnahags- aðgerðir sé að taka með valdboði á lánamarkaðnum. Ásmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambandsins segir að sér finnist afar ólík- legt að frysting verðlags og launa til áramóta gangi upp. Stjórnvöld leita nú að 3. leiðinni eftir að niðurfærslu- hugmyndinni var ýtt út af borðinu. Hefur m.a. verið rætt um að halda frystingu á launum og verðlagi a.m.k til áramóta samhliða öðrum að- gerðum. „Frysting til lengri tíma er ekkert annað en fryst- ing á frystingunni og mér sýnist að hún gæti ekki stað- ið það af sér. Mér finnst afar óliklegt að hún nái að stand- ast til áramóta og gæti haft alvarlegar afleiðingar víða um land,“ segir Ásmundur. „Ég tel að stjórnvöld geti ekki leyft sér aö ýta vandanum þannig á undan sér,“ segir hann. Ásmundur segir aö samráö | ríkisstjórnar við ASÍ sé nú i | biðstöðu á meðan stjórnar- flokkarnir reyna að sætta eigin sjónarmið í sínum her- búðum. í gær báru forystu- menn ASI, BSRB, BHM, Bankamanna, FFSÍ og KÍ saman bækur sínar í Ijósi síðustu tíðinda og á mánu- dag verður formannafundur haldinn í Alþýðusambandinu. Ásmundur segir að bið- staðan í samráðinu byggist algerlega á því að ASI sé ekki tilbúið til að ræða lækkun launa. „Við erum hins vegar reiðubúin að ræða um niður- færslu vaxta og verðlags að öðru leyti og hvaða ráðstaf- anir koma til greina til að tryggja rekstur útflutnings- greinanna," segir hann. „Það verður að grípa til ákveðinna aögerða til að ná niður vöxt- um ef menn ætla sér að ná árangri og ég tel að eðlilegt fyrsta skref væri að skoða lánamarkaðinn til að finna leiðirtil vaxtalækkunar. Það er einsýnt að það gerist ekki nema með valdboði sem næði til alls lánamarkaðar- ins. Grái markaðurinn er allur affallamarkaður eins og hann leggur sig og slík affallavið- skipti eru að verða vaxandi hluti lánastarfseminnar í bönkunum sjálfum. Affalla- viðskiptin eru hugsanlega komin í 25-30% af viðskipt- unum á markaðinum og þess vegna verða aðgerðir að ná yfir alla línuna annars leiddi slíkt bara til tilfærslu innan lánamarkaðarins. Mér finnst að þetta gæti orðið eðlilegt fyrsta umræðuefni," segir Asmundur. Hauststemmningin er vakin þegar þúsundir grunnskólakrakka skálma mmeð skólatöskurnar um stræti og torg. I gær fóru grunnskólarnir i gang og Magnús Reynir Ijósmyndari rakst á þessa bráðhressu skólakrakka sem voru á heimleið eftir fyrsta skóladaginn i Hagaskólanum. Tillögur Þorsteins kynntar í dag AFTUR TIL 6. ARATUGARINS? Millifœrsluleiðin er illa þokkuð en var einkennandi á 6. áratugnum. Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþrœði. Formenn stjórnarflokkanna hittust um hádegisbilið í gær til að ræða um stöðuna á stjórnarheimilinu eftir að Þorsteinn Pálsson lýsti því yfir að niðurfærsluleiðin heyrði sögunni til. Ríkis- stjórnin kemur saman til fundar kl. 9 í dag og er búist við að Þorsteinn Pálsson leggi fram nýjar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálunum sem kenndar eru við milli- færslu og eru taldar felast í tilfærslu úr sjóðum til atvinnuveganna og frystingu launa og verðlags a.m.k. til áramóta. Siðar í dag munu þing- flokkar stjórnarinnar svo halda fundi með ráð- herrunum. í millifærsluleið felst að fyrirtækjum í erfiðleikum er veitt fjárhagsaðstoð með millifærslum sem reyna mjög á ríkissjóð. Þessi leið hefur átt sér fáa formæl- endur á síðari tímum en var einkennandi í efnahagsað- gerðunum á6. áratugnum. Síðdegis í gær munu efna- hagsráðunautar forsætisráð- herra hafa útfært ýmsar leiðir til úrlausnar fyrir rikis- stjórnarfundinn í dag en aðrir ráðherrar toku litinu með ró og voru nokkrir þeirra við- staddir móttöku utanrikisráð- herra fyrir Ólaf V. Noregs- konung í ráðherrabústaðnum. í gær sagði forsætisráð- herra við fréttamenn að hann væri enn sömu skoðunar um að niðurfærslan væri úr sög- unni og sagði að miklu skipti að afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar til aðgerðanna væri jákvæð. Eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu er Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ afar vantrúaður á framlengingu frystingar launa og verðlags til áramóta. Heimildir herma að i dag muni það ráðast af tillögum Þorsteins hvort ríkisstjórnin stendur eða fellur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.