Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ 1919 Þriðjudagur 14. febrúar 1989 25. tbl. 70. árg. BSRB vill samleið með öðrum samtökum launafólks í viðrœðum við ríkisvaldið segir Guðmundur J. formaður VMSÍ. Ás- mundur Stefánsson forseti ASI segir ekki skynsamlegt að svara til um samstarf fyrr en vilji félaga innan samtakanna liggur fyrir. BSRB samþykkti í gær að beita sér fyrir samvinnu við önnur samtök launa- manna um að gengið verði til viðræðna viö ríkisvaldið um leiðir til að efla velferð- arkerfið og skapa launa- fólki betri lífskjör. Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna- sambands íslands segir til- löguna farsæla og megin- hugsunina þá sömu og hjá Verkamannasambandinu. Asmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambands ís- lands afneitar ekki þessum möguleika, en segir að fyrst verði vilji einstakra félaga að liggja fyrir áður en þessi möguleiki verður ræddur. Formannafundur BSRB samþykkti í gær tillögur Ögmundar Jónassonar formanns samtakanna um að taka upp samvinnu við önnur samtök launafólks um viðræður við ríkið. Samþykktin er undir yfir- skriftinni „Sókn til bættra lifskjara“. BSRB vekur athygli á, að undanfarin ár og misseri hafi stefnt í aukið launa- misrétti á íslandi og sé svo komið að stórir hópar búi við óviðunandi lífskjör. Á sama tima hafi fjármagn verið verðtryggt og á okur- vöxtum. „Við viljum að almenn- ingi verði búið vinsamlegra efnahagsumhverfi t.d. með lækkun fjármagnskostn- aðar og annars kostnaðar heimilanna og réttlátara skattkerfi. Viðviljum efla velferðarkerfið á íslandi þannig að sameiginlegir fjármunir þjóðarinnar nýt- ist þar sem best til að hlúa að einstaklingum og bæta lífsgæði," segir í ályktun- inni. Síðan eru raktar leiðir sem BSRB vill fara að settu marki: Þar er fyrst minnst á að í samvinnu við önnur samtök launamanna verði Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Einar Ólafsson formaður Starfsmanna- félags rikisstofnana á fundi formanna innan BSRB i gær. Tillögur Ögmundar voru samþykktar samhljóða. A-mynd/E.ÓI. gengið til viðræðna við rík- isvaldið um leiðir til að efla velferðarkerfið og skapa launafólki betri lífskjör. Rætt verði um bann við vaxtaokri, lækkun á til- kostnaði heimilanna, skattamál, húsnæðismál, tryggingarmál, dagvistar- mál og annað sem lýtur að velferð almenns launa- fólks. Þá leiti BSRB eftir sam- komulagi um kjarasamn- ing til ársloka þar sem sam- ið verði um samræmingu á launakerfi BSRB og stig- vaxandi kaupmátt kaup- taxta auk þess sem samið verði um kaupmáttartrygg- ingu. Að endingu leiti að- ildarfélögin þegar eftir við- ræðum um sín innri mál- efni. „Það sem menn verða fyrst að átta sig á í samtök- unum hverjum fyrir sig, er hvaða forsenda er til þess að vinna saman innan sam- takanna. Áður en svör verða gefin við því, er ekki skynsamlegt að fara leita svara við samstarfi sam- takanna á milli,“ sagði Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ. „Þessari spurningu hefur ekki verið svarað hjá okkur.“ Ásmundur vildi þó ekki afneita möguleika á sameiginlegum viðræð- um samtaka launafólks við ríkisvaldið. „Þetta er farsæl leið. Ég styð þetta mjög,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamannasambands ís- lands. „Hjá félögunum eru til skoðunar tillögur Al- þýðusambandsins. Þær eru svolítið öðruvísi.“ Jón Baldvin Hannibalsson á fundi með James A. Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna VILL HEFJA UNDIRBÚNIN6 FRÍVERSLUNARSAMNINGI Jón Baldvin Hannibalsson utanriklsróðherra tekur á móti James E. Baker utanríkisráðherra Bandaríkj- anna i Leifsstöð á laugardag. A-myndfívar Brynjólfsson. Rafmagnsleysi HEFÐI SLÖKKVI- LIDIÐ RÁÐIÐ VIÐ SELTUNA? • Allt landið varð rafmagns- laust á tímabili á sunnudag- inn. Truflanir höfðu verið víða á landinu undanfarna daga en síðdegis á sunnudag sló tengistöðin að Geithálsi út og þar með.varð allt Iandið rafmagnslaust. Styst í u.þ.b. einn klukkutíma á Austur- landi og Norðurlandi-eystra. Mun lengur annars staðar og víða voru truflanir af og til á mánudag. • Það var fyrst og fremst selta sem gerði rafveitu- mönnunum erfitt fyrir, en gríðarlegt vestanrok bar sjávarseltu yfir landið sem settist á einangrun og postu- lín í tengistöðvum sem varð til þess að þær slógu út.Menn frá rafveitunum um allt land Erling Qarðar: Hefði mátt reyna slökkviliðið. hafa hamast við að hreinsa saltið af og til að mynda beittu Vestléndingar slökkvi- bíium til að hreir.sa ein- angrun. Slíkt getur verið ntjög áhrifaríkt og Erling Garðar Jóhannsson, raf- veitustjóri á Austurlandi, sem þekkir slíkt af eigin raun, varpaði fram þeirri hugmynd í samtali við Al- þýðublaðið að ef til vill hefði mátt reyna slíkt á Geithálsi. „Rennandi vatn er það eina sem dugir“, sagði hann. Sjá nánar á bls. 3 Bandaríski utanrík- isráðherrann hét því að skoða erind- ið nákvœmlega. • „Að því er varðar við- skipti við Bandaríkin lýsti ég þeirri afstöðu okkar, að við vildurn mjög gjarnan hefja undirbúning að sér- stökum fríverslunarsamn- ingi við Bandaríkin, sem við gerðum okkur grein fyrir að tæki alllangan tíma, enda vildum við vinna að þvi máli samtímis því sem við reyndum að ná samkomulagi við Efna- hagsbandalagið,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir við- ræður við James A. Baker utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í Leifsstöð á laugardag. • Þessum erindum var vel tekið, segir Jón Baldvin. Bandaríski utanríkisráð- herrann hét að skoða þau nákvæmlega og hafði uppi svipuð orð og forveri hans, George P. Shultz, í viðræð- um við Jón Baldvin á síð- asta ári. • Viðskipti við Bandaríkin hafa hlutfallslega farið mjög hnignandi á undan- förnum árum. Fyrir 4-5 ár- um var um 25-30% af okkar útflutningi í verð- mætum talið til Bandaríkj- anna. 1987 var þetta hlut- fall komið niður í 18% og í ár er jafnvel talið að það geti farið ofan í 12%. Sjá viðtal við Jón Baldvin á bls 5 Magnús. Framdi Hæsti- réttur lögbrot á þor- geiri? Lögbrot Hæsta- réttar? • Framdi Hæstiréttur lögbrot þegar Magnús Thoroddsen hæstaréttar- dómari neitaði Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi um að flytja sjálfur mál sitt fyrir Hæstarétti? • Sæmundur Guðvins- son blaðamaður er þeirr- ar skoðunar í pistli sínum „Fréttin bak við fréttina“ í dag. Sæmundur telur það einnig undarlegt, að fjölmiðlar hafi gert mik- ið veður út af áfengis- kaupum Magnúsar Thoroddsens hæstarétt- ardómara en ekki snert á meintu lögbroti hans í Þorgeirsmálinu. Sjá Fréttin bak við fréttina bls. 3. Wörner: Engar umfram- kröfur gerðar til varaflug- vallar. NATO áætlar 11 milljarða í varaflugvöll • Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra á von á staðfestingu frá Manfred Wörner fram- kvæmdastjóra NATO um að af hálfu NATO og Mann- virkjasjóðs verði engar sérstakar kröfur gerðar til varaflugvallar umfram þær sem gilda um venju- lega farþegaflugvelli á friðartlmum. Jón Baldvin gerir sér jafnframt vonir um að samkomulag takist innanlands um heimild til þess að forkönnun fari fram á þessu máli, enda fjárheimild upp á ca 11 milljarða á yfirstandandi fjárhagsáætlun Atlants- hafsbandalagsins. Sjá bls. 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.