Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MOUBLMD
Föstudagur 20. október 1989
Vígsluhátíð
Borgarleikhúss:
Loka-
kostnaður
1,5
milljarður
Borgarleikhúsið verður
vígt nú um og yfir helgina.
Fullbúið mun það kosta
1.572.632.000. Innií pess-
ari tölu er sá kostnaður
sem reiknað er með að
skapist á næsta ári en öll-
um framkvæmdum er enn
ekki lokið. Af kostnaði við
byggingu hússins hefur
Leikféiag Reykjavíkur
greitt 5.69% eða 89.5 millj-
ónir. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem
byggingarnefnd hússins
boðaði til í gær, Upphaf-
legur kostnaður var áætl-
aður á núvirði 1.320 —
1.350 milljónir. Af þessum
kostnaði er kostnaður við
sviðsbúnað um 23% af
byggingarkostnaði, eða
364.7 milljónir króna.
Sætaframboð Leikfélags
Reykjavíkur mun aukast úr
240 sætum í Iðnó í yfir 800
sæti þegar mest verður en
sætafjöldi verður mjög
breytilegur á litla sviðinu.
Davíð Oddsson, borgarstjóri
bjóst við því að styrkur
Reykjavíkurborgar vegna
leikhúsrekstursins myndi
sennilega tvöfaldast með til-
komu hússins, hann var 40
milljónir en verður þá um 80
milljónir. Leikfélagsfólk ætlar
sér að reyna áfram að greiða
50% af rekstri hússins fyrir
eigið aflafé sem mun vera
einhver hæsta prósenta sem
þekkist.
Bygging Borgarleikhússins
hefur staðið yfir í 13 ár, frá því
að Birgir ísleifur Gunnarsson,
þáverandi borgarstjóri, tók
fyrstu skóflustunguna 31. okt-
óber árið 1976. Framkvæmd-
ir gengu fremur hægt fyrstu
árin en síðustu átta ár eða svo
hefur mun meira fé verið var-
ið til framkvæmdanna.
Borgarleikhúsið er 11.000
fermetrar að stærð, eða um
tvisvar sinnum stærra en ráð-
húsið. í því er gríðarlega flók-
inn tæknibúnaður og tækni-
legir möguleikar við sviðs-
myndir nánast óþrjótandi.
Margir salir hússins eru svo
stórir að þeir geta hæglega
rúmað allt lðnó.
Nýi Nóbelshafinn:
Ein bók til
á íslensku
Ein bók er til á íslensku eft-
ir spænska rithöfundinn
Camilo Jose Cela, en í gær til-
kynnti sænska akademían að
hann hlyti Nóbelsverðlaunin
í bókmenntum í ár.
Vaka-Helgafell gaf í fyrra út
skáldsöguna „Paskval Dvarte
og hyski hans" í þýðingu
Kristins R. Ólafssonar.
STOFNAÐ
T9Í9
157. tbl. 70. árg.
Jón Baldvin á fundum um EFTA og EB:
Einhugur um óbreytta
stefnu Norðurlandanna
Kjell Magne Bondevik, hinn nýi utan-
ríkisráöherra Noregs, nefndi fyrirvara
um tollabandalag og innstreymi er-
lends vinnuafls. Aö mati Jóns Bald-
vins œttu engin vandrœöi aö skapast
vegna þessa.
Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra og formaður ráð-
herranefndar EFTA átti
á miðvikudag viðræður
við leiðtoga Jafnaðar-
mannaflokka Norður-
landa og forseta Alþýðu-
sambandanna, SAMAK, í
Osló. Aðalviðræðuefnið
var staða Norðurland-
anna í viðræðum EFTA
og EB og hafði Jón fram-
sögu um málið. í gær átti
Jón síðan sérstakan
fund með Kjell Magne
Bondevik, hinum nýja ut-
anríkisráðherra Noregs,
um hugsanlegar breyt-
ingar á afstöðu Norð-
manna við stjórnarskipt-
in.
„1 Osló fórum við yfir
stöðuna frá a til z. Einkum
ræddum við um likurnar á
því að áætlanir myndu
standast um að byrjað
verði á samningum á næsta
ári. Það er Ijóst að af hálfu
jafnaðarmanna ríkir ein-
hugur um þá stefnu að
Ijiíka samkomulagi sam-
kvæmt áætlun og ná sam-
eiginlegum markaði og
stjórnarstofnunum EFTA
og ER Þá er ljóst eftir yfir-
lýsingar á landsfundi Fram-
faraflokksins að mikill
meirihluti er fyrir því á
þjóðþingi Noregs að halda
óbreyttri stefnu, en nokkur
óvissa var um þessi mál í
ljósi stjórnarskiptanna",
sagði Jón Baldvin í samtali
við Alþýðublaðið.
.lón sagði að á fundi hans
með Bondevik hefði hann
staðfest að stefnan yrði
óbreytt, en að ráðherrann
hefði minnst á að valkostin-
um um tollabandalag væri í
stefnuyfirlýsingu stjórnar-
innar hafnað og að stjórnin
áskildi sér rétt til að geta
beitt takmörkunum á inn-
streymi erlends vinnuafls.
„Hvað tollabandalagið
varðar þá liggur fyrir að í
áfangaskýrslu um þau mál
væru tveir valkostir, þar
sem annars vegar er miðað
við tollabandalag en hins
vegar að útvíkkun nái til
flestra vörusviða utan land-
búnaðar. Það er almenn
skoðun innan EFTA að
byrja á þessum síðari kosti,
að skynsamlegt sé að
stefna að tollabandalagi
síðar. Engin vandræði ættu
því að stafa af þessu atriði.
Heldur ekki af skilyrðinu
um erlent vinnuafl, enda
eru þegar í gildi nokkrar
takmarkanir í löndum EB
hvað það varðar. Reynslan
þar bendir og til að ekki sé
ástæða til að hafa áhyggjur
af þessu atriði," sagði Jón.
Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka hittust á fundi SAMAK (samstarfsnefnd jafnaöar-
martnaf lokka og verkalýðshreyfingar á Norðurlöndum) sl. miðvikudag i Osló, og var myndin
tekin á fundinum. Jón Baldvin Hannibalsson, Svend Auken, Danmörku, Gro Harlem Brundt-
land, Noregi og Ingvar Carlsson, Svíþjóð eru sammála um að halda óbreyttum tímaáætlunum
í samningaviðræðunum við Evrópubandalagið. Aftenposten/símamynd.
Geir Haarde brást trúnaði
Tveir af þremur yfir-
skoðunarmðnnum ríkis-
reiknings telja að sá þriðji,
Geir H. Haarde, hafi
brugðist trúnaði með því
að koma upplýsingum úr
fórum      yfirskoðunar-
manna til fjölmiðla áður
en formleg skýrsla var
lögð fyrir Alþingi. Lárus
Finnbogason og Sveinn G.
Hálfdanarson sendu fjöl-
miðluin yfirlýsingu þessa
cfnis í gær.
Meðal upplýsinga úr þess-
ari skýrslu, sem verið hafa til
umfjöllunar í fjölmiðlum að
undanförnu, má nefna fréttir
um aðstoðarmann Stefáns
Valgeirssonar og dagpeninga
ráðherra erlendis. Þá voru
fréttir af áfengiskaupum Jóns
Baldvins Hannibalssonar í til-
efni af fertugsafmæli ritstjóra
Alþýðublaðsins einnig ættað-
ar úr þessari skýrslu.
Geir H. Haarde, lýsti því yf-
ir í sjónvarpsviðtölum í gær-
kveldi að hann teldi sig hafa
fullan rétt til að koma þessum
upplýsingum á framfæri, þótt
skýrslan hefði ekki verið lögð
fram á Alþingi.
í yfirlýsingu yfirskoðunar-
mannanna tveggja, segir hins
vegar, að þeir líti svo á að
gögn og upplýsingar sem þeir
fái í hendur séu trúnaðarmál,
þar til þeir hafi komið þeim á
framfæri við Alþingi. Frá-
hvarf frá þeirri stefnu segjast
Lárus Finnbogason og
Sveinn G. Hálfdanarson telja
trúnaðarbrest.
Launamálarád BHMR:
Mótmælir skerðingu til lífeyrissjóðs
Launamálaráð BHMR
hefur samþykkt ályktun,
þar sem mótmælt er harð-
lega „tillögum í frumvarpi
til fjárlaga um 500 milljón
króna skerðingu á lög-
bundnu  framlagi  ríkis-
sjóðs   til   Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins."
Segir ráðið að ekki geti ver-
ið um frestun að ræða, en tak-
markið virðist vera „að skapa
sjónhverfingar um greiðslu-
stöðu ríkissjóðs með því að
ganga  í  lífeyrissjóð  starfs-
manna."
Hvetur ráðið Alþingi til að
bregðast við þessu og eru
stjórnvöld aðvöruð gegn því
að stefna sjóðnum í greiðslu-
þrot.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8