Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MíBUBUfllII
Þriðjudagur 31. október 1989
163. tbl. 70. árg.
Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur um tekjuskattinn:
Hátekjuþrepvið 300.000 kr.
Alþýduflokkurinn á móti: Aðför að einföldun
skattakerfisins og gefur lítið í aðra hönd
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins hefur að
undanförnu verið rætt
innan ríkisstjórnarinn-
ar að setja á sérstakt há-
tekjuþrep í tekjuskatti
og miða það við 300.000
króna mánaðatekjur.
Það eru einkum Alþýðu-
bandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn sem
eru áfram um að þetta
verði gert, en Alþýðu-
flokkurinn er hugmynd-
inni andsnúinn.
Andstæðingar þessarar
hugmyndar innan stjórnar-
flokkanna benda á, að með
þessu vinnist afskaplega lít-
ið, þar sem ekki sé umtals-
verðar fjárhæðir að sækja
fyrir ríkissjóð með þessum
hætti, auk þess sem sumir
þeirra vilja kalla þetta að-
för að staðgreiðslukerfinu,
kerfi sem komið var á til
einföldunar á skattheimtu
og jöfnunar. Með þessu sé
einvörðungu verið að
flækja kerfið.
í fjárlagafrumvarpinu
kemur fram að markmið
ríkisstjórnarinnar sé að
endurskoða tekjuskatts-
kerfið í því skyni að það
stuðli að meiri jöfnuði en
það hefur gert, létti skatt-
byrði af lágtekjufólki en
auki hana á móti á hátekju-
fólk. Aðgerðir sem nefndar
eru í fjárlagafrumvarpinu í
þessum tilgangi eru m.a.
þær að tekjutryggja í ríkari
mæli barnabætur, að taka
upp tekjutengda húsaleigu-
styrki og ennfremur að
hækka skatta á fólki með
háar tekjur með því að
hækka tekjuskattshlutfall
og persónuafslátt.
Að öllu þessu saman-
lögðu þykir andstæðingum
þeirrar hugmyndar að taka
upp tvö þrep í tekjuskatti
sem ekkert muni vinnast.
Tekjur ríkisins af slíkri
breytingu muni verða
óverulegar umfram það
sem nú er og, sem fyrr seg-
ir, muni þetta flækja kerfi
sem komið var á til einföld-
unar. „Og það má borga
mikið fyrir einföldun," seg-
ir einn heimildarmanna Al-
þýðublaðsins.
Kvennalistinn
breytir um stefnu:
Konurnar
•¦• *¦
vilja i
bankaráðin
Kvennalistínn hefur
ákveðið að tilnefna full-
trúa í kjöri á Alþingi til
bankaráða     ríkisbank-
anna. Þetta var ákveðið á
sjöunda       landsfundi
Kvennalistans í Olfusi um
helgina og felur í sér tals-
verða stefnubreytingu.
Stjórnarandstaðan getur
vænst að fá 6 bankaráðs-
menn í Seðlabankann,
Landsbankann og Búnaðar-
bankann, leggi hún fram
sameinaðan lista. Það liggur
því fyrir Kvennalistanum að
semja um kjörið við Sjálf-
stæðisflokkinn og frjálslynda
hægrimenn. Væntanlega leit-
ast Kvennalistakonur við að
fá tvo fulltrúa kjörna.
Sjá nánar fréttaskýringu á
bls. 3.
Freyju
bjargað
Fiskiðjunni Freyju á
Suðureyri verður trúlega
bjargað frá gjaldþroti. Fyr-
irtækið fær á næstunni
96,5 miUjónir króna frá
Hlutafjárssjóði, að því til-
skildu að aðrir leggi fram
55 milljónir fyrir 6. nóv-
ember.
Erfiðleikar Freyju hafa tals-
vert verið til umfjöllunar í
fjölmiðlum að undanförnu,
en fyrirtækið var innsiglað
fyrir helgi vegna vangold-
inna     staðgreiðsluskatta.
Hlutaf jársjóður og helstu lán-
ardrottnar hafa að undan-
förnu haft til athugunar nýjar
hugmyndir um aðgerðir til
lausnar á f járhagsvanda fyrir-
tækisins. Nú liggja fyrir und-
irtektir helstu lánadrottna og
telur stjórn sjóðsins að þær
séu nægilega jákvæðar til að
hægt sé að bjarga hlutafélag-
EB heldur fast vid kröfu um fiskveidiheimildir:
Leysist í form-
legum samningum
segir Jón Baldvin Hannibalsson
Alþýðublaðið 70 ára
Alþýoublaðio varo 70 ára siöastliöinn sunnudag. Af því tilefni var efnt til kvöldverðarboðs á
vegum blaðsins þar sem saman komu nú- og fyrrverandi starfsmenn og margir velunnarar
blaðsins. Á myndinni má sjá þrjá af fyrrverandi ritstjórum blaösins, þá Kristján Bersa Ólafsson,
Gylfa Gröndal og Gísla J. Ástþórsson auk núverandi ritstjóra, Ingólfs Margeirssonar.
Jón Baidvin Hannibais-
son segir það rangt sein
komið hefur f ram í fréttum
hérlendis og byggt var á
norskum heimildum, að
ágreiningur hafi komið
upp milli EFTA og EB varð-
andi nýtingu fiskistofna í
landhelgi EFTA ríkja.
Hann segir að ekkert nýtt
hafi gerst í því máli, emb-
ættismennirnir sem tali
enn af hálfu EB hafi ein-
faldlega ekki umboð til
annars en að halda fast við
fiskveiðastefnu EB scm
ennþá gengur út á að ríkin
innan bandalagsins sam-
þykki ekki fríverslun með
fisk eins og EFTA-ríkin
gera, án þess að fá í stað-
inn veiðiheimildir í lög-
sðgu EFTA-ríkjanna.
Jón Baldvin sagði það eina
nýja í þessu máli að öll EFTA
ríkin hefðu sameiginlega af-
stöðu í þessu máli, þ.e. að
ekki komi til greina að semja
um veiðiheimildir í lögsögu
þeirra gegn fríverslun með
fisk. Hann segir að þetta sé
mál sem ekki fáist lausn á fyrr
en í formlegum samningavið-
ræðum en menn hafi gert sér
grein fyrir því alveg frá upp-
hafi.
Jón Baldvin benti einnig á
að í þessum málaflokki hefðu
íslendingar sótt fram á tveim-
ur vígstöðvum samtímis, auk
þess að vera í samfloti með
EFTA hefðu íslenskir ráða-
menn átt tvíhliða viðræður
við þau aðildarríki EB sem
málið varðar mestu, einkum
Vestur-Þjóðverja. Jón segir
að þegar hafi náðst verulegur
árangur í þessum viðræðum.
Dýrt nám:
Kostar 15-20 þúsund krónur
að læra vélritun í grunnskóla
ínu.
Grunnskólanemendur
þurfa að punga út með
15—20 þúsund krónur fyr-
ir rítvél ef þeir vilja ekki
skera sig úr fjöldanum í
vélritunartímum. Fæstir
skólar munu eiga raf-
magnsr it vélar og nemend-
um í vélritun er gert að
skyldu að vinna vélrirun-
arverkefni heima, en
mega ekki nota tolvu til
þess. Vélrítun er valfag í
grunnskólum og ef relkn-
að er með aö helmingur
nemenda lærí hana má
áætla að heildarkostnaður
fjölskyldna í landinu nemi
árlega 30 til 40 milljónum
króna.
Að sögn Þráins Guðmunds-
sonar skólastjóra í Lauga-
lækjarskóla í Reykjavík, eru
rafmagnsritvélar til vélritun-
arkennslu yfirleitt ekki til í
skólunum, enda hefur í flest-
um tilvikum þótt betur henta
að verja fé skólanna til tölvu-
kaupa. Þótt ritvélar af eldri
gerðum séu til í sumum skól-
um, þurfa nemendur eftir
sem áður að eiga ritvélar til
heimaæfinga. Vélritunar-
kennarar leyfa ekki að nem-
endur noti tölyur til að æfa
sig heima. Ástæðan fyrir
þessu er fólgin í fjölföldunar-
möguleikum tölvunnar
Vélritunarkennarar munu
yfirleitt ekki gera kröfu til að
nemendur noti rafmagnsrit-
vélar, en reyndin er engu að
síður sú að flestir kaupa sér
slíkar  vélar.  Ódýrasta  raf-
magnsritvélin á markaðnum
mun vera svokölluð tölvurit-
vél af gerðinni Silver-Reed og
að sögn Ingibjargar Sigurðar-
dóttur, vélritunarkennara við
Gagnfræðaskólann á Selfossi,
kaupir nokkur hluti nemenda
þessar vélar en hún telur þó
að meirihlutinn noti dýrari
gerðir ritvéla.
Samkvæmt heimildum
blaðsins mun láta nærri að
helmingur grunnskólanema í
hverjum árgangi velji að afla
sér kunnáttu í vélritun. Ef
gert er ráð fyrir að hver þess-
ara nemenda kaupi ritvél
sem kostar á bilinu 15—20
þúsund, má áætla að heildar-
kostnaðurinn sé einhvers
staðar á bilinu 30—40 millj-
ónir á ári, en riflega fjögur
þúsund nemendur eru nú í
hverjum árgangi á grunn-
skólastigi. Sú forna hugsjón
að uppfræðsla barna og ung-
linga skuli vera þeim að
kostnaðarlausu, virðist því
heyra sögunni til.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8