Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 4
Jón Baidvin: Viö eigum að nota tækifæriö og brýna þaö fyrir Frakklandsforseta að viö lítum ekki svo á aö samning- ar EFTA og EB séu eingöngu viðskiptasamningar heldur séu þeir einnig leið til nyskipunar Evrópu og marki spor ■ þróuninni til stöðugleika og friðar í álfunni. Þriöjudagur 7. nov. 1989 Jón Baldvin í viðtali um þróun mála í Evrópu nútímans: Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra var í opin- berri heimsókn í Ungverjalandi þar sem hann átti viðræður við flesta af frammámönnum Ungverska lýðveldisins sem nýlega tóku við af Ungverska alþýðulýðveldinu sem lagt var niður. Jón Baldvin skýrði Alþýðublaðinu frá ferð sinni og ræddi jafnframt stöðu mála í Austur-Evrópu með tilliti til þróunar mála í samningaviðræðum EFTA og EB. Jón Bald- vin átti viðræður við Guyla Horn utanrikisráðherra, Miklos Nemeth forsætisráðherra, Matyás Szros forseta þingsins og hins nýstofnað Ungverska lýðveldis, Tamás Beck við- skiptaráðherra, aðstoðarviðskiptaráðherrana Tibor Melega og Imre Gellai sem einnig er formaður verslunarráðsins. „Þessar viðræður áttu sér stað þegar Ungverjar standa á söguleg- um tímamótum. Á næstliðnum dögum og vikum hefur atburða- rásin verið hröð, Ungverska al- þýðulýðveldið hefur verið lagt niður og í staðinn hefur verið stofnað Ungverska lýðveldið. Lýð- veldinu hefur verið sett ný stjórn- arskrá. Samkvæmt þeirri stjórnar- skrá verður tekið upp fjölflokka- kerfi í stjórnmálum auk þess sem því hefur verið lýst yfir að efna- hagskerfið skuli byggjast á mark- aðshagkerfi og blönduðu hag- kerfi. Kommúnistaflokkur Ung- verjalands var á flokksþingi fyrir nokkru lagður niður með meiri- hluta atkvæða og í staðinn stofn- aður Sósíalistaflokkur sem kennir sig við lýðræðisjafnaðarstefnu og forystumenn flokksins hafa á und- anförnum dögum leitað ákaft eftir inngöngu í Aiþjóðasamband jafn- aðarmanna. Þetta er allnokkuð á fáeinum dögum. Það er stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu í lok nóv- ember um það með hvaða hætti forsetakjör skuli fara fram. Ef nið- urstaðan verður sú að meirihlut- inn krefjist almennra kosninga um kjör forseta þá munu þær kosning- ar fara fram 7. janúar en þingkosn- ingar 90 dögum síðar. Það hafa ris- ið upp deilur milli stjórnarflokks- ins, þ.e. Sósíalistaflokksins en stjórnarflokkur Ungverjalands hefur verið lagður niður og hljóta að vakna spurningar um lögmæti Sósíalistaflokksins sem stjórnar- flokks, en það hafa semsagt risið upp deilur milli þess flokks og stjórnarandstöðunnar. Stjórnar- andstöðuhóparnir segja; Við krefj- umst þess að þingkosningarnar fari fram sem fyrst. Þessvegna er kjör forsetans aukaatriði og má þessvegna fara fram með kosning- um í hinu nýja þingi eftir þing- kosningar. Þarna var leitast við að finna málamiðlun sem var þá sú að bera undir þjóðina í þjóðarat- kvæðagreiðslu í lok nóvember hvernig standa ætti að kjöri for- seta. Áhersla hinsvegar lögð á að hraða þingkosningum." — Ungverjar hafa sótt fast ad taka upp nánara samstarf uið EFTA. „Jú, áður en til þessarar opin- beru heimsóknar kom höfðu Ung- verjar gert út viðskiptaráðherra sinn til viðræðna við formann ráð- herraráðs EFTA, skömmu áður en ráðherrafundur EFTA fór fram 27. október. Erindi þeirra var að bera fram með formlegum hætti ósk Ungverja um nánari og fastmót- aðri tengsl Ungverja við EFTA. í því skyni lögðu þeir, fram drög að sameiginlegri yfirlýsingu og ósk um að skipuð yrði föst samstarfs- nefnd á vegum Ungverja og EFTA sem jafnframt hefði vald til þess að kveðja til sérfræðinga og ætti að hafa það sem meginviðfangsefni að undirbúa samninga um fríversl- un milli Ungverja og EFTA-ríkj- anna. Eg skrifaði skýrslu um þess- ar viðræður og sendi fastafulltrú- um EFTA-rikjanna í Genf, auk þess sem sagt var frá viðræðum við Ungverja á ráðherrafundinum 27.okt. EFTA-ráðinu var síðan fal- ið að undirbúa málið frekar og það verður formiega tekið á dagskrá á ráðherrafundi EFTA 11.—12. des- ember. Það er ljóst að fuiltrúar Ungverskra stjórnvalda eru nú mjög virkir við að efla samstarfið við Vesturlönd á mörgum sviðum. Þannig hafa þeir gert út sendi- nefndir samtímis til að ná samn- ingum við EB og EFTA og reyndar aðrar fjölþjóðastofnanir. Af við- ræðum við Ungverja mátti álykta að það væri þeim mikið keppikefli að stofnanabinda samstarf við Vestur-Evrópuríkin til þess að ekki yrði aftur snúið hvað Ungverja- land varðar, hver sem örlög Pere- strojku verða í Sovétríkjunum. Menn eru í vaxandi mæli að fyllast svartsýni um möguleika Gorba- sjovs til að ná raunverulegum ár- angri í umbótatilraunum sínum." — Hafa Ungverjar miklar áhyggjur af því aö Gorbasjov mis- takist œtlunarverk sitt? „Já, þeir hafa það. Þeir sem fylgjast vel með þróun mála í Sov- étríkjunum vita vel að vaxandi svartsýni gætir um að Perestrojk- an nái tilætluðum árangri. Sú stað- reynd blasir við að það hefur orðið um afturför að ræða síðastliðin tvö ár í efnahagslífi Sovétríkjanna. Það er á brauðfótum, það hefur verið losað um gamla kerfið en það er langur vegur frá því að markaðskerfið hafi tekið við. í raun og veru ríkir þar millibils- ástand sem sumir kenna við stjórnleysi. A.m.k. er það stað- reynd að það hefur orðið sam- dráttur í þjóðarframieiðslu, krepp- an í landbúnaði er algjör og skort- urinn á neysluvörum er slíkur að sumir hinna svartsýnustu tala um hættu á hungursneyð. Gorbasjov hefur með Glasnost opnað fyrir gagnrýni og þingið er auðvitað o vettvangur fyrir slíka gagnrýni. Um leið hefur hann vafalaust vak- ið upp allt of miklar væntingar um allt of skjót umskipti, þannig að vonbrigðin eru þeim mun sárari þegar menn gera sér grein fyrir því að það er jafnvel um afturför að ræða. Þeir sem fjallað hafa um þessi mál á Vesturlöndum og gert sér vonir um að skjót umskipti gætu orðið frá stöðnuðu, miðstýrðu fyr- irskipunarkerfi til markaðskgrfis í svo víðlendu ríki eins og Sovétríkj- unum, þeir hafa aldrei vitað hvað þeir voru að tala um. Þrátt fyrir þessa svartsýni sem byggist á raunsæju mati á því hversu risa- vaxið verkefnið er þá er aðdáun á pólitískri skarpskyggni Gorba- sjovs mikil. Hann hefur staðið af sér gríðariega erfiðleika hingað til en spurning er bara hvort verkefn- ið sé ekki svo risavaxið að það sé ekki á mannlegu valdi að ná tök- um á því. Hitt er svo annað mál að enn vita menn ekki hvernig Sovét- menn munu bregðast við því sem gerast kann í Ungverjalandi. Munu þeir fallast á það þegjandi og hljóðalaust að aðrir en Sósíal- istaflokkurinn myndi ríkisstjórn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.