Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 4
alþýöu Þriöjudagur 3. apríl 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guömundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavik, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Jón Baldvin Hannibalsson, stefnumótun stjórnmálaflokka, frá flokksstarfi til framkvœmdar: Aukin sérfræðiaðstoð við þingflokkana og aukiö eftirlitshlutverk þeirra gagnvart framkvœmdarvaldinu Ráðstefna uin stefnumörkun utn opinbera starfsemi, samskipti stjórn- málamanna og embættismanna fór fram síöast lióinn fimmtudag á vegum samstarfsnefndar um hagræöingu í opinberum rekstri. Þar voru flutt fjöl- mörg erindi um hin ýmsu svið er aö þessum málum lúta. Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður fjallaði þar um stefnumörkun stjórnmála- flokka, trá flokksstarfi (il framkvæmdar. Hér fer á eftir erindi Jóns, örlitiö stytt. Sem dæmi um þessi vinnubrögð má nefna frv. til laga um jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum, sem þing- flokkur Alþýðuflokksins lagði fram um áramótin 1978/79. Frum- varpið var sanrið af tveimur þing- mönnum með aðstoð starfshóps ut- an þingflokks, auk þess sem leitað var í smiðju sérfræðinga innan em- bættismannakerfisins. Þetta frum- varp, ásamt greinargerðum þess, er ítarlegasta framsetning á stefnu Al þýðuflokksins í efnahagsmálunt á undanförnum árum. Það hlaut á sínum tíma samþykki flokksstjórn- ar, sem skilyrði fyrir stjórnarþátt- töku Alþýðullokksins. Einnig má nefna dærrii um stefnuyfirlýsingar Alþýðuflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum eftir Aðventukosningarnar 1979 og í stjórnarmyndunarviðræðum vorið 1983. í báðum tilvikum voru drög að málefnasamningum samin al' einstökum þingmönnum, með að- stoð sérfróðra einstaklinga, og síð- an rædd og samþykkt i þingflokki. Þessi plögg geyma ítarlega lýsingu á stefnu l'lokksins í þjóðmálum al- mennt og marka afstöðu hans til helstu ágreiningsmála. Þau eru mun ítarlegri en ályktanir og stefnuyfirlýsingar flokksþinga í samsvarandi málaflokkum. Ekki skal fullyrt, hvort vinnu- brögðum er á annan veg háttað i öörum flokkum. Almennt virðist þó ljóst, að hlutverk einstakra þing- manna og þingflokka við mörkun stefnu, er mikið. Þá er spurningin: Er nægilega vel að þingflokkunum búið, ekki síst þingflokkum stjórn- arandstöðunnar, til þess að þeir geti gegnt þessu hlutverki svo að vel sé? Á fjárlögum er þingflokkunum út- hlutað styrk til sérfræðiaðstoðar. Að því er minn flokk varðar hefur hann allur runnið til að greiða hallarekstur al' útgáfustarfsemi flokksins. Þingflokkurinn sem slík- ur og einstakir þingmenn, njóta því engrar sérfræðiaðstoðar í sínu starfi. Því hefur verið haldið fram nýlega (þingbréf Morgunblaðsins), að sífellt sé minna um það, að ein- stakir þingmenn eða þingflokkar leggi fram frumvörp til laga á Al- þingi. í staðinn fjölgi þingsályktun- artillögum, fyrirspurnum og um- ræðum utan dagskrár. Að visu reyndist hlutur Alþýðuflokksins að þvi er varðar flutning lagafrum- varpa góður, í samanburði við aðra llokka). Engu að síður er ástæða til að spyrja: Ber ekki að viðurkenna nauðsyn aukinnar sérfríeðiaðstoð- ar við þingmenn og þingflokka, til Síðari hluti þess að auðvelda þeim að gegna löggjafarhlutverki sínu? Aukið starfssvið þing- nefnda Á undanförnum árurn hafa verið fluttar tillögur á Alþingi unt breytt og aukið starfssvið þingnefnda. Þessar tillögur hal'a verið fluttar af þingmönnum Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Fram- kvæmd slíkra tillagna varðar sam- skipti þings og embættismanna. Hugmyndin á bak við er sú, að treysta eftirlit þingsins með fram- kvæmd laga. T.d. er nefnt, að það færist ntjög í vöxt, að reglugerðir, með nánari ákvæðum um fram- kvæmd laga, séu settar al' embætt- ismönnum eða ráðuneytum, og aldrei lagðar fyrir þing. Þessar til- lögur gera ráð fyrir að fastanefndir þingsins geti tekið til rannsóknar framkvæmd laga eða vandanrál sem upp koma í opinberri stjórn- sýslu, kallað fyrir sig einbættis- menn og haldið fundi i heyranda hljóði. Ennfremur að þingið geti skipað sérstakar rannsóknanefndir i sama skyni, en með víðtækara valdsviði, t.d. með því að krefja einkaaðila um að gefa upplýsingar, ef ástæða þykir til. Fyrirmyndin er sótt til bandarískra þingnefnda. Tilgangurinn er sá að efla sjálf- stæði þingsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu, ekki síst stjórnar- andstöðu og óbreyttra þingmanna. Ein afleiðing gildandi kosninga tilhögunar á íslandi er sú, að ríkis- stjórnir eru undantekningarlaust samsteypustjórnir eða minnihluta- stjórnir (starfsstjórnir). Þegar þar við bætist, að einstakir ráðherrar (,,fagráðherrar“) teljast sjálfstætt stjórnvald, er mjög undir hælinn lagt, hvað af stefnumálum stjórn- inálaflokka, jafnvel þótt aðild eigi að rikisstjórn, kemst í framkvæmd. í fyrsta lagi fer það eftir því, hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvað af stefnumálum viðkomandi flokks kemst til skila í stjórnarsáttmála. T.d. hefur yfirlýst stefna Alþýðu- flokksins í landbúnaðarmálum reynst vera öðrurn flokkum þyrnir í holdi í stjórnarmyndunarviðræð- um. Þá er það einnig undir hælinn lagt, hvernig ráðuneytum er skipt milli flokka. Dæmi eru þess að flokkar semji beinlínis um neitun- ar- eða stöðvunarvald í einstökum málum. Heimaríkir fagráðherrar geta á stundum staðið í vegi fyrir því, að samræmd heildarstefna nái fram að ganga. Trúlega gætu stuðn- ingsmenn núv. ríkisstjórnar, sem skv. málefnasamningi hefur sett sér að draga úr ríkisútgjöldum, gefið okkur fróðlegar upplýsingar unt, hvernig það gengur. Vera má að þetta tvennt: Samsteypustjórnir 2ja eða fleiri flokka og sjálfstæði fag- ráðherra, valdi margháttuðum erfl- iileikum íframkvæmd samræmdr- ar heildarstefnu. Frægt er það for- dæmi Roosevelts Bandaríkjafor- seta, þegar hann lét lagafrumvörp- um rigna yfir þingið fyrstu 100 dag- ana. Gæti íslenskur forsætisráð- herra farið eins að? Þegar fjármála- ráðuneyti undirbýr lagafrumvörp um sölu ríkisfyrirtækja, í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnar, afþakka einstakir fagráðherrar hjálpina. Forsætisráðherra virðist ekki hafa vald til að knýja fram þessa stefnuframkvæmd í blóra við einstaka fagráðherra (að baki þeim eru sagðir vera ráðuneytisstjórar og embættismenn, sem ekki vilja missa spón úr aski sínum). Niðurstöður Að lokum helstu niðurstöður þessara hugleiðinga: 1. Hlutverk stjórnmálaflokka við mörkun stefnu á Alþingi og í rik- isstjórnum er það veigamikið, að ástæða sýnist til að skilgreina hlutverk þeirra, réttindi og skyld- ur, í stjórnskipunarlögum. Sama máli ætti að gegna um áhrifa- mikil almannasamtök og hags- munahópa, sem ríkisst jórnir hafa meira eða ntinna skipulagt og formlegt samráð við. 2. Kröfur eru gerðar til stjórnmála- flokka um að móta raunhæfa og framkvæmanlega stefnu á mjög víðu málasviði. Mörg þessara mála eru þess eðlis að um þau verður ekki fjallað af viti án tals- verðrar sérþekkingar og tækni- kunnáttu. Geta stjórnmála- flokkanna til að fullnægja þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar, virðist vera minni en ýmissa sani- Framhald á bls. 2 Góðmennskan gildir ekki, geföu duglega á kjaft. Siíkt gefur það ég þekki þann allra besta kraft. MOLAR í íslendingi, blaði sjálfstæðis- manna l'yrir Norðan, má lesa eft- irfarandi í grein eftir Norðan- garra, sem fróðir menn telja að sé enginn annar en Halldór Blöndal, alþingismaður. Þar fjallar garr- inn urn Albert og litlamannsyfir- lýsingu vinarins. Albert, litli maöurinn og neftóbakið Að sumu leyti minnti þessi vin- áttuyfirlýsing litla manninn á svipaðar yfirlýsingar sem hann hafði heyrt að Sovétmenn hefðu gefið Ungverjum og Tékkum. Vináttusamband ráðherrans kom Iitla manninum á óvart. Hann vissi að það var þessum ráðherra að þakka að liann gat aftur keypt piparmyntuneftóbakið í sjopp- unni, og hann vissi líka að svo vel vildi til að ráðherrann varsjálfur umboðsmaður fyrir þetta mjög svo ágæta neftóbak. Og af því að litli maðurinn var skýr í kollinum, sá hann að þetta vinarhót ráð- herrans var Iikast því að menn létu vel að sjálfum sér, og það fannst litla manninum lítið sniðugt. Litli maðurinn vorkenndi ráð- herranum. Vorkenndi honum vegna þess að ráðherrann stóð á gati, og var svo vitlaus að viður- kenna það. Litli maðurinn vissi nefnilega að allir fyrirrennarar ráðherrans í áraraðir höfðu staðið á jafnvel enn meira gati, en enginn þeirra hafði verið svo skyni skroppinn að viðurkenna það. Litli ntaðurinn var sanngjarn. Hann mat hvern mann aö verð- leikum. Þess vegna hafði hann nokkrar mætur á einmitt þessum ráðherra. Ástæðan fyrir því var eigingjörn. Eigingirnin fólst í ástríðu litla mannsins, því að safna skrautlegum yfirlýsingum. Litli maðurinn vissi að meðan stóllinn hélt ráðherranum hefði hann nóg að gera í safninu sinu. Það kunni litli maðurinn að meta. Litla manninum varð ekki svefns vegna yfirlýsingar ráðherrans. Litli maðurinn gerði sér nefnilega ljóst, af fyrri kynnum, að menn fjölyrða ekki um vináttu sína og annarra. Menn sönnuðu hana ein- faldlega í verki. Eftir því bíður nú litli maðurinn. • Gott gengi sparisjóðs. Það væri óskandi að allar at- vinnugreinar gengu jafn vel og bankastarfsemin. Algengast er að velta banka og sparisjóða tvöfald- ast á milli ára. Aöalfundur Spari- sjóðsins í Keflavík var haldinn ný- lega og útkoman 1983 var blóm- leg: 120% aukning útlána, 122% aukning innlána, heildartekjur jukust um 131% og urðu 229 milljónir. Eða „allt umfangSpari- sjóðsins jókst mjög verulega á sl. ári og fjárhagsstærðir allar mjög verulega umfram það sem leiða kynni af verðbólgustigiþ eins og segir í Víkurfréttum um glæsilegt gengi Sparisjóðsins þar sem þeir Páll Jónsson og Tómas Tómasson stýra kapítalinu . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.