Alþýðublaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið Miðvikudagur 11. apríl 1984 72. tbl. 65. árg. Harðnandi samkeppni banka og sparisjóða: Aðeins fyrsta skrefið segir Sigurður Hafstein, fram- kvœmdastjóri Sam- bands Sparisjóða Mikil samkeppni er nú hafin milli banka og sparisjóða í kjölfar þess að Seðlabankinn gaf vaxta- ákvarðanir frjálsar á innlánum til 6 mánaða eða lengur. Flestir bank- arnir hafa nú boðið upp á ný kjör undir ýmsum heitum og formum. Sú spurning vaknar hvort hér sé einungis fyrsta skrefið í enn harðn- andi samkeppni þessara viðskipta- stofnana á milli, hvort ekki megi búast við því að samkeppnin fari inn á nýjar brautir. Alþýðubiaðið leitaði álits Sigurð- ar Hafstein, framkvæmdastjóra Sambands Sparisjóða, á þessu. Hann ítrekaði að enn væru heimild- ir Seðlabankans ákafiega takmark- aðar, innlánsstofnanir gætu aðeins ákveðið vexti af innlánum sem eru til lengri tíma en 6 mánaða. „Meðan sú heimild er jafn tak- mörkuð þá er svigrúmið í þessari samkeppni frekar lítið. En það virð- ist liggja ljóst fyrir að þetta sé að- eins fyrsta skrefið í aukinni sam- keppni innlánsstofnana, annars vegar um innlánsfé og hins vegar um það að auka innlánin með því að gera sparnað meira aðlaðandi en hefur verið!‘ — Áttu von á því að bankar og sparisjóðir fari út í enn önnur form innlánskjara vegna samkeppninn- ar, t.d. innleiði sérstök skirteini fyr- ir börn og ellilífeyrisþega með enn hærri vöxtum? „Við þekkjum slík form frá ná- grannalöndum okkar, en munurinn hjá okkur og þeim er sá að stjórn- völd hafa skapað þar skilyrði til að stofna til slíkra forma með ákveðnu skattahagræði sem ekki er til staðar enn sem komið er hjá okkur. Þann- ig að það er nokkur munur þar á. Hitt er þó auðvitað ekki hægt að Sigurður Hafstein útliloka að þróunin leiði í þessa átt og að það verði reynt að sækja á stjórnvöld að skapa þessa mögu- leika á þessu sviði með lagabreyt- ingum" — Átt þú von á slíkum breyting- um og fleirum, t.d. að stofnanirnar fái ákvörðunarréttinn varðandi út- lánsvexti? „Um það get ég í rauninni ekkert sagt ákveðið hvað aðrir hugsa í því efni. En að því er varðar vaxtasviðið þá er það yfirlýst stefna nú að stefnt er að auknu frjálsræði, umfram það sem er í dag!‘ — Ef útlánsvextir yrðu gefnir frjálsir, hvernig heldur þú að það kæmi út? „Ég þykist fullviss urn að það myndi í upphafi leiða til hækkaðra útlánsvaxta. Fyrst og frémst vegna þess að þá eru markaðslögmálin frekar farin að gilda í stað þess að þetta er ákveðið af stjórnvöldum hverju sinni. Það hefur verið hjá okkur á undanförnum árum miklu meiri eftirspurn eftir fjármagni heldur en framboð, þannig að það hlyti að leiða til hærri útlánsvaxta, meðan þetta ósamræmi er á milli framboðs og eftirspurnar!1 . — Aukið frjálsræði í bankakerf- inu, áttu von á því að það verði alls kostar jákvæð þróun? „Það er auðvitað alls ekki séð fyrir endann á þessu sem nú er byrj- að, en auðvitað er aukin samkeppni ánægjuleg sem og að möguleikar sparifjáreigenda á að ávaxta sitt fé Framhald á bls. 3 Niðurfelling álags á ferðagjaldeyri: Tekjutapið 170-180 millj. Afnám álagsins ótímabœrt á sama ríkisstjóminfendigengiðámiðju x XJ « n SJ ar] — ma vegar gera ra5 tíma ogfélagslegþjónusta erskorin niður segja Kjartan Jóhannsson og SfiS'lSrSS: Svavar Gestsson Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis hefur fjall- að um frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um afnám laga um álag á ferða- mannagjaldeyri. í sameiginlegu áliti Kjartans Jóhannssonar og Svavars Gestssonar í minnihluta nefndarinnar kemur fram að það sé einkar táknrænt fyrir vinnu- brögð stjórnarmeirihlutans að leggja til staðfestingu á bráða- birgðaiögum um afnám álagsins á ferðagjaldeyri sömu dagana og stjórnarliðið leitar logandi Ijósi að öðrum sköttum til þess að fylla upp í ríkissjóðshítina. Telja þeir afnám álagsins þannig vitaskuld ótímabærr á sama tíma og félagsleg þjónusta er skorin niður. Full heimild hafi verið í lögum til álagningar gjalds þessa og engin brýn nauðsyn bar til þess að fella það niður. Þá segja þeir Kjartan og Svavar: „Minni hluti fjárhags- og við- skiptanefndar hefur gengið ítrek- að eftir upplýsingum um formleg- ar kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins varðandi niðurfellingu gjalds- ins. Hefur komið fram að engin bréfaskipti liggja fyrir um þessi efni, þannig að krafa Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um niðurfell- ingu gjalds þessa réttlætti á engan hátt setningu bráðabirgðalag- anna. Auk þess hlýtur slík skatt- lagning að vera á valdi ríkisstjórn- ar íslands hverju sinni og Alþingis og óeðlilegt er að bera kröfur er- lendra stofnana fyrir sig í þessum efnum, en það hefur verið ein meginmálsástæða ríkisstjórnar- I fjárlögum ársins 1983 var gert ráð fyrir að innheimta 75 millj. kr. af gjaldi þessu á sl. ári. Miðað við breyttar gengisforsendur — er kr. og má því áætla tekjutap vegna niðurfellingarinnar á sl. ári 40—50 millj. kr. I ár hefði þetta gjald gefið í tekjur handa ríkis- sjóði um 130 millj. kr. þannig að saintals nemur tekjutap ríkissjóðs vegna niðurfellingar gjalds þessa um 170—180 inillj. kr. á þeim tima sem liðinn er frá útgáfu þeirra bráðabirgðalaga sem nú stendur til að staðfesta á Alþingi. Eðlilegra hefði verið að nota tekj- ur þessar til þess að tryggja lífs- nauðsynlega þjónustu við aldraða og öryrkja en að fella gjaldið nið- ur. Auk þess verður útgáfa bráða- birgðalaga í þessu skyni að teljast á ystu brún þess sent eðlilegt má telja þar sem engar sannanir liggja fyrir um að brýn nauðsyn hafi verið að fella niður gjald þetta“. Guðrún Agnarsdóttir, þing- maður Samtaka um kvennalista, er samþykk þessu nefndaráliti. Ef frumvarpið um Aflatryggingasjóð verður staðfest 41% aflaverðmætis utan skipta Karl Steinar Guðnason, Kolbrún Jónsdóttir og Skúli Alexandersson hafa sent frá sér sameiginlegt álit um frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem felur í sér breytingu á lögum um Aflatryggingasjóð þannig að árið 1984 verði greiddar sérstakar bætur úr hinni almennu deild sjóðsins er nemi 4% af öllu verð- mæti afla inn á reikning hvers skips og komi þær ekki til hlutaskipta. Leggja þau til að frumvarpið verði fellt, en flytja þó sérstaka breyt- ingaíillögu um að bæturnar komi til lilutaskipta. Við umfjöllun sjávarútvegs- nefndar um málið var leitað álits Sjómannasambandsins, Far- manna- og Fiskimannasambands- ins og LÍÚ og bárust henni sam- þykktir frá Sjómannasambandinu, F.F.Í. og ASÍ þar sem frumvarpinu er mótmælt. Einnig bárust mót- mæli frá skipshöfnum fjölda fiski- skipa. Er minnt áað þessi ráðstöfun er ekki í samræmi við markmið sjóðsins, sé fjármagnstilfærsla frá sjómönnum til útgerðar ofan á allt annað sem sjómenn hafa þurft að Framhald á bls. 3 Árni Johnsen er reiðubúinn til að rœna frá sjómönnum til að fœra út- gerðinni. Alþýðublaðið segir: Leyniþræðir öfgaaflanna liggja víða Niðurstöður í kosningu tveggja stjórnarmanna í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, sem fram fór í borgarstjórn, sl. fimmtudag, sýndu svo ekki verð- ur um villst, að bilið milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubanda- lags er ekki neitt í líkingu við það, sem fulltrúar þessara flokka hafa reynt að halda á lofti í gegnum árin. Það var ekki í fyrsta sinn á borgarstjórnarfundinum sl. fimmtudag, sem Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa fallist i faðma. Það hefur gerst oft áður og slík faðmlög- slík náin samvinna- hafa færst mjög í vöxt á seinni árum. í borgarstjórn létu tveir oddvit- ar sig ekki muna um það, að koma Allaböllum og þeirra kandídat í Sparisjóðsstjórnina, Sigurjóni Péturssyni, til hjálpar og tryggja kjör hans og fella um leið sam- eiginlegan frambjóðanda Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennaframboðsins. Og þetta var engin óvænt uppákoma sem átti sér stað í þetta sinn, þvi nákvæmlega eins gerðust kaupin á eyrinni fyrir réttu ári síðan, þeg- ar sömu kosningar áttu sér stað. Menn þekkja slagorðaglamrið hjá Alþýðubandalaginu, þegar þaðreyniraðstimpla sig sem hinn eina raunverulega andstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskri pólitik og þarmeð einskonar sam- nefnara allra íhaldsandstæðinga. Jafnvel eru þekkt hrópin úr röð- um sjálfstæðismanna, þegar þeir reyna að búa svo um hnúta að einustu valkostir í íslenskum stjórnmálum séu „hinn frjáls- lyndi og umbótasinnaði Sjálf- stæðisflokkur" og svo á hinum vængnum „Rússadindlarnir í Alþýðubandalaginu". Með þess- um sameiginlega áróðri er það ætlun öfgaafianna í íslenskri póli- tík að hindra framsókn þess stjórnmálaafls sem aðhyllist rót- tæka umbótastefnu — jafnaðar- stefnunnar. Og samvinnustefn- una vilja þessir flokkar einnig feiga. En auðvitað sér almenningur í gegnum þennan barnalega blekk- ingaráðróður. Það veit sem er, að Alþýðubandalagið er og verður ekki það einingarafl á vinstri væng íslenskra stjórnmála, sem kemur til með að standast fram- sókn íhaldsins og falla félags- hyggjufólki í geð. Sömuleiðis mun það ekki duga Sjálfstæðisflokkn- um til að höggva í raðir jafnaðar- manna og samvinnumanna, að Iýsa Sjálfstæðisflokkinn einasta stjórnmálaaflið, sem nái að koma kommunum á kné. íslenskt launafólk veit betur. Það veit að jafnaðarmannaflokkar um allan heim hafa verið það stjórnmála- afl, sem hefur megnað að standa vörð um mannréttindi og frelsi, tryggja fólki mannsæmandi lífs- afkomu og byggja upp réttlátt þjóðfélag grundvallað á bræðra- lagi allra manna. Og jafnaðar- stefnan ein hefur brotið á bak aft- ur alræðishugmyndir kommún- ista jafnt sem hið algjöra frelsi gróðamyndunar hjá íhaldinu. Það hefur einnig svo verið hér á landi þrátt fyrir alltof lítið kjör- fylgi Alþýðuflokksins. Én leyniþræðirnir í áróðurskór- söng öfgaaflanna liggja víða bakatil. Hverjir tóku höndum saman á síðasta ASÍ—þingi? Hvaða öfl fóru i eina sæng 1980, þegar Gunnarsstjórnin varð til? Hvaða söngur er það sem Morgunblaðið hefur kyrjað um langt skeið undir nafninu „hinar sögulegu sættir“? Hefur gengið hnífurinn á milli Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks í við- haldi hinnar gerspilltu landbún- aðarstefnu í Iandinu? Svöri’n- við þessum og öðrum árnóta spurningum eru öllum ljós. Öfgaöflin spinna sinn vef á bak- við tjöldin. Einustu svör kjósenda eru þau að styrkja þriðja aflið í íslenskum stjórnmálum, íslenska jafnaðarmenn, Alþýðuflokkinn. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.