Alþýðublaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 1
Skerðing ellilífeyris en tilfærslur á örorkulífeyri Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að ákveðið hafi verið að skerða hjá þeim sem mestar hafa tekjurnar. Greiðslur úr lífeyrissjóðnum hafa ekki áhriftil skerðingar „Það má segja að þeir sem verða fyrir einhverri skerðingu eru 10% þeirra ellilifeyrisþega sem hæst- ar hafa tekjurnar og þeir sem missa alfarið grunn- lífeyrinn eru 4,7% ellilíf- eyrisþega eða þeir ellilíf- eyrisþegar sem hafa lang- hæstu atvinnutekjurnar, yfir 114 þús. kr. á mánuði," sagði Sighvatur Bjðrgvins- son heilbrigðisráðherra þegar hann kynnti tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á lífeyristrygg- ingum í gær. Um breytingar á örorkulíf- eyrisgreiðslum sagði heil- brigðisráðherra: „Ef sam- svarandi skerðing hefði kom- ið fram gagnvart örorkulíf- eyrisþegum og ellilífeyrisþeg- um hefði sú skerðing skilað ríkissjóði sparnaði upp á um 30 milljónir króna. Við tókum hins vegar ákvörðun um að lífeyrir örorkulífeyrisþega í heild skertist ekki neitt, held- ur yrði sú breyting gerð að þeir sem hafa hæstu tekjurn- ar, þ.e. örorkulífeyrisþegar í fullu starfi og með háar tekj- ur, yrðu fyrir skerðingu en það sem sparaðist yrði notað til að bæta hag þeirra öryrkja Sighvatur Björgvinsson heil brigðisráðherra sem eru á lægstum launum. Þannig hækkar frítekjumark öryrkja um 3.000 kr. á mán- uði.“ Þá kom Sighvatur inn á þá gagnrýni sem fram hefur komið varðandi það að skerðingarákvæðin nái ekki til þeirra elli- og örorkulífeyr- isþega sem hafa verulegar fjármagnstekjur. Hann sagði að þar sem slíkar tekjur væru ekki skattskyldar væri mjög upp og ofan hvort þær væru taldar fram. >ví væri ekki réttlátt að byggja á framtöl- um þar um. Hann sagði hins vegar að til stæði að taka upp fjármagnsskatt í upphafi næsta árs og þá væri ráð fyrir því gert að fjármagnstekjur leiddu til skerðingar á grunn- lífeyri eins og atvinnutekjur. Þessi skerðingarákvæði þýða að hjá ellilífeyrisþegum mun upphaf skerðingar verða við tekjumarkið 65.847 kr. á mánuði, bæði hjá giftum einstaklingum og ein- hleypum. Full skerðing verð- ur við 114.399 króna markið á mánuði hjá einhleypingi en við 109.491 krónu hjá giftum einstaklingi. Hjá örorkulífeyrisþegum mun skerðingin hins vegar hefjast við 68.847 kr. á mán- uði og full skerðing koma til þegar einhleypingar hafa náð 117.339 kr. á mánuði í at- vinnutekjur en 112.491 krón- ur hjá giftum einstaklingi. Hjón eru í þessum tilvikum metin sem einstaklingar. Talið er að þessar aðgerðir muni spara Tryggingastofnun ríkisins um 260 milljónir króna vegna skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum, en til- færsla á greiðslum til örorku- lífeyrisþega kostar ríkið um eina milljón króna á ári. Umframkostnaðurinn við Perluna Engin tók ókvarðanir - enginn því óbyrgur? „Enginn er fundinn ábyrgur fyrir Perluhneykslinu í skýrslu borgarendurskoðunar. Hvergi kemur fram hverjir það voru sem tóku ákvarðanir sem leiddu til þess að framkvæmd, sem ætl- aðar voru 230 milljón krónur á fjárhagsáætlun síðasta árs, tók tii sín tæpar 600 milljónir,“ segir í upphafi bókunar Kristínar Á. Óiafsdóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, í borgarráði sl. þriðjudag. í svarbókun Markúsar Arnar An- tonssonar borgarstjóra undirstrikar hann „að enginn tók ákvarðanir um að breyta kostnaðaráætlunum Perl- unnar til hækkunar framhjá stjórn veitustofnana eða borgarráði...“ Það er hins vegar ljóst að ákvarðan- ir um hækkun fjárveitinga til Perl- unnar voru hvorki teknar í stjórn veitustofnana né í borgarstjórn eða borgarráði. I bókun sinni segir Kristín að um- framfjármagn til Perlunnar brjóti í bága við 79. og 80. gr. sveitarstjórn- arlaga, sem kveða á um að ekki megi gera breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun sveitarstjórna nema af kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn. Að öðru leyti segir Kristín í bókun sinni. „Staðhæft er i skýrslunni að yfirstjórn Perluframkvæmdanna hafi „gjörsamlega farið úrskeiðis og ekki liggi ljóst fyrir á hvers hendi hún átti að verá'. Helst er að skilja að meinið liggi í misskilningi stjórn- armanna og starfsmanna Hitaveitu Reykjavíkur á hlutverki stjórnar veitustofnana. Af skýrslunni má þó einnig draga þá ályktun að leitað hafi verið til fyrrverandi borgar- stjóra um ákvarðanir varðandi Perluframkvæmdir, þegar sagt er (bls. 2—3): „Sá skilningur virðist hafa verið meðal yfirstjórnenda Hitaveitunnar, starfsmanna hennar og annarra í borgarkerfinu að borg- arráð sé næsta skipulagsþrep fyrir ofan stjórn veitustofnana og borgar- stjóri sé jafnfætis stjórn veitustofn- ana sem yfirmaður hitaveitustjóra og einnig er almennt álitið að borg- arverkfræðingur sé næsti yfirmað- ur hitaveitustjóra. 1 samræmi við þennan skilning hafa mörg mál Hitaveitunnar hlotið afgreiðslu." Ákvarðanir um að hækka fram- kvæmdafé til Perlunnar um 300—400 milljónir króna voru hvorki teknar í stjórn veitustofnana né í borgarráði. í ljósi þess sætir það furðu sem fyrrverandi borgarstjóri upplýsti á síðasta fundi borgar- stjórnar, að hann hafi einskis verið spurður við vinnslu fyrirliggjandi skýrslu. Ábendingar borgarendurskoðun- ar um nauðsyn á gagngerri betrum- bót á stjórnun Hitaveitu Reykjavík- ur eru þarfar. Hafi það hins vegar verið ætlunin að komast til botns í Perluhneykslinu með skoðun borg- arendurskoðunar er þessi vinna marklaus hvað þann þátt varðar. Enn er grundvallarspurningum ósvarað, spurningum sem Nýr vett- vangur setti fram í tillögu um sér- staka rannsóknarnefnd sem sjálf- stæðismenn höfnuðu. Augljóst virð- ist að viljann skortir til þess að sýna hvar ábyrgðin á Perluhneykslinu raunverulega liggur." f kjölfar bókunar Kristínar lagði borgarstjóri fram svohljóðandi bók- un: „Uppgjör vegna framkvæmda við Perluna var ekki viðfangsefni borgarendurskoðunar með þessari skýrslugerð, eins og skýrt kemur fram af erindisbréfi mínu til borgar- endurskoðanda hinn 17. september sl. Reikningar vegna Perlunnar voru ræddir ítarlega á nokkrum fundum borgarráðs á sl. sumri og eru ekki á dagskrá nú. Astæða er hins vegar til að undir- strika að enginn tók ákvarðanir um að breyta kostnaðaráætlunum Perl- unnar til hækkunar framhjá stjórn veitustofnana eða borgarráði og þannig að brotið væri í bága við sveitarstjórnarlög, eins og KAÓ læt- ur liggja að í bókun sinni. Slíkum áburði er eindregið vísað á bug.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.