Alþýðublaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 1
Aukaþing Sambands ungra jafnaðarmanna Viljum sjá breytingar Hann sagði stjómmálaálykt- un þingsins vera í samræmi við þá stefnu sem ungir jafnaðar- menn hefðu mótað síðasta vet- ur. „Við samþykktum mjög ít- arlegar tillögur um menntamál, skattamál, landbúnaðar-, sjávar- útvegs- og umhverfismál og síðast en ekki síst utanríkismál. Af einstökum tillögum má nefna tillögu um málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, þar sem við ítrekuðum okkar stefnu í því máli en við leggjumst al- farið gegn þeirri hugmynd að námslán verði greidd eftir á. Þá má nefna tillögu okkar í EB- málinu þar sem við leggjum til að sótt verði um aðild. Við telj- um þó að það verði að vera ófrá- víkjanlegt skilyrði, að tryggð verði yfirráð Islendinga sjálfra yfir mikilvægustu auðlindum þjóðarinnar, s.s. fiskistofnunum og orkuauðlindunum," sagði Sigurður Pétursson, formaður SUJ. Frá setningu aukaþings Sam- bands ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði um helgina. I ræðu- stóli er Valgerður Guðmunds- dóttir, bæjarfulitrúi í Hafnar- firði, en henni á hægri hönd eru þeir Sigurður Pétursson, formað- ur SUJ og Gylfi Þ. Gíslason, þing- forseti. - A-mynd E. Ól. - segir Sigurður Pétursson, formaður SUJ, - alger samstaða um að ríkisstjóminni beri að breyta um áherslur í velferðarmálunum „Við viljum sjá breytingar, áherslubreytingar í starfl rík- isstjórnarinnar. Það var alger samstaða um að ríkisstjórn- inni beri að breyta um áhersl- ur í vefferðarmálunum, sagði Sigurður Pétursson, formað- ur SUJ, samtali við Alþýðu- blaðið. Samband ungra jafn- aðarntanna hélt aukaþing nú um helgina til undirbúnings fyrir flokksþing Alþýðu- flokksins. Mikla athygli vakti að ungir jafiiaðarmenn telja að „nú þegar þurfi að hefja undirbúning þess að ísland sæki um inngöngu í Evrópubandalagið í kjölfar ann- arra Norðurlanda." Þá vakti mikla athygli að til- laga, sem fram kom á þinginu, um stuðning við Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráðherra og varaformann Alþýðuflokks- ins, og þar sem ummæli ýmissa ráðherra Alþýðuflokksins um störf hennar skyldu hörmuð, var vísað frá. Alþýðublaðið innti Sigurð Pétursson, formanns SUJ, um afdrif þessarar tillögu: „Það kom ffam í máli þeirra sem vildu vísa þessari tillögu ífá að þeir styddu fullkomlega stefnu Jóhönnu Sigurðardóttur og styddu störf hennar í ríkis- stjóminni. Hins vegar vildu menn ekki að Samband ungra jafnaðarmanna samþykkti til- lögu sem hægt væri að túlka sem beina afstöðu til átaka í for- ystu flokksins," sagði Sigurður. Ákvörðun umframtíð Austurstrœtis í borgarráði í dag að Sjálfsagt að kanna hug Reykvíkinga - segir Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nú er lokið sex mánaða til- raun með opnun Austur- strætis fyrir bílaumferð og verður framtíð götunnar á dagskrá borgarráðs í dag. Akvörðunin um að hleypa bflum á göngugötuna var tekin í borgarstjóm Reykjavíkur síð- astliðið haust og klofnuðu bæði Sjálfstæðisflokkur og hinir svo- kölluðu minnihlutaflokkar í af- stöðu til málsins. Það kom því í hlut Nýs vettvangs að bera oddaatkvæði í málinu inn í borgarstjóm. Olína Þorvarðardóttir, borg- arfulltrúi Nýs vettvangs, segir að þegar ákvörðun borgar- stjómar var tekin, hafi tillit ver- ið tekið til háværra óska þeirra sem annast uin verslun og þjón- ustu í miðborginni. „Menn trúðu því að verslun og mannlíf í miðbænum væri að deyja, og töldu að opnun Aust- urstrætis fyrir bflaumferð myndi hleypa nýju lífi í verslun og þjónustu. Þetta er að sjálf- sögðu erfitt að meta, en borgar- yfirvöldum hafa borist erindi frá hagsmunaaðilum í miðbænum sem telja tilraunina hafa gefist mjög vel“, sagði Ólína í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Hinsvegar er ekki því að neita að opnun göngugötunnar fyrir bflaumferð hefur mælst misvel fyrir meðal almennings og nú hafa borist 18.000 undir- skriftir óánægðra Reykvíkinga sem krefjast þess að gatan verði gerð að göngugötu á ný. Mér finnst sjálfsagt að kanna hug borgarbúa í þessu máli - og óráð að taka bindandi ákvörðun um framtíð götunnar án þess að hafa nokkuð góða vissu fyrir vilja Reykvíkinga", sagði Ólína Þorvarðardóttir ennfremur. Nýr vettvangur mun leggja til að gerð verði víðtæk skoðana- könnun meðal Reykvíkinga um framtfð göngugötunnar í Aust- urstræti að aflokinni kynningu á framtíðarskipulagi miðbæjar- ins. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk taki raunhæfa af- stöðu til málsins á meðan ekki liggur fyrir hvaða valkostir em í stöðunni", sagði Ólína, og bætti við að Austurstræti væri sam- eign allra Reykvíkinga og því þyrfti að skjóta málinu til úr- skurðar borgarbúa. Kiötmeistarinn 192 kemur frá Selfossi Guðmundur Gcirmunds- son, 27 ára gamall Selfyssing- ur, kjötiðnaðarmeistari hjá Höfn hf. á Selfossi, var um helgina kjörinn Kjötmeistari 1992. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt kjör fer fram hér á landi. Keppnin fór fram samkvæmt alþjóðlegum reglum Interfair- keppninnar. Arangur kjötmeis- tara okkar var með ólíkindum góður og sannar að þeir em hinir hæfustu menn. Veitt vom 6 gullverðlaun, 24 silfurverð- laun og 35 bronsverðlaun, - tvær af hverjum þremur vöm- tegundum í keppninni hlutu því viðurkenningu dómnefndar. Guðmundur Geinnundsson hlaut gullverðlaun sín og tilil fyrir ijómalagaða lifrarkæfu með sveppum og beikoni - hann hlaut einnig silfurverðlaun og brons fyrir aðrar afurðir Hafnar hf. Guðjón Þorkelsson frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins afhendir Guðmundi Geirmundssyni frá Selfossi verðlaunin scm Kjötmeistari 1992. Bak við þá eru Sigmundur Hrciðarsson, Guðmundur Guðlaugsson og Kristján Stcfánsson, kjötiðnaðarmcistarar, sent cinnig gcrðu góða hluti í keppninni. Hita- bylgja á Norður- landi „Þetta er eins og hita- veggur, maður horfir út á Eyjafjörðinn, sem er eins og karabískt haf á að líta. Yfir firðinum er hita- móða, eins og maður sér helst á suðlægari gráðum. Héma í eynni em menn komnir í stuttbuxurnar, og eins léttklæddir og siðsam- legt getur talist", sagði Ingólfur Margeirsson, rit- höfundur, jregar Alþýðu- blaðið hafði tal af honum í gær. Sannkölluð hitabylgja skall á Norðurlandi upp úr 11 í gærdag og hitinn strax kominn í 20 gráður í forsæl- unni. Á sama tíma var sudda- veður í höfuðborginni og því svæði þar sem lands- rnenn flestir búa, - ekki laust við að blaðamenn Al- þýðublaðsins litu Ingólf landnámsmann á Amar- hólnum óhým auga fyrir að velja sér bústað á þessu vot- viðrasama landshomi. ALÞÝÐUBLADID - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjovík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44 \ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.