Alþýðublaðið - 06.01.1993, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Qupperneq 1
Nýstárleg tegund málþófs: að a þingi „Þetta er nú besta ræðan sem þingmaðurinn hcfur flutt um EGS-máiið,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirs- son frá Öngulsstöðum, þingmaður Framsóknar- flokksins þarsem hann sat í sæti sínu undir ræðu Hjör- leifs Guttormssonar í gær. Strangt tekið var Jóhannes Geir að grípa fram í fyrir Hjörleifi en hann hafði tvennt sér til afbötunar: í fyrsta lagi hrifningu vegna hinnar austfirsku ræðutækni - og í öðru lagi hafði Hjör- leifur þagað þunnu hljóði í ræðupúltinu í einar fimm mínútur. Hjörleifur var vitaskuld ekki orðlaus af því honum kæmi ekkert í hug: Þvert á móti hafði hann, að vanda, ýmislegt til málanna að legg- ja. Hann langaði bara svo mikið til þess að utanríkis- ráðherra hlýddi á mál hans. Jón Baldvin var ekki í saln- um og Hjörleifur krafðist þess af forseta að hann yrði snarlega sóttur. Síðan þagði Hjörleifur og þingheimur nteð, uns Jóhannes Geir fékk ekki orða bundist einsog fyrr greindi. Hjörleifur hafði kvatt sér hljóðs vegna þingskapa, einsog þingmenn hafa verið einkar ötulir við í umræðun- um um EES. Þegar Hjörleif- ur hafði þagað í hálft hjörl var honum bent á að ráðherr- um bæri hreint engin skylda til að hlusta á athugasemdir hans um þingsköp; þær væm ætlaðar forseta Alþingis. Þá hætti Hjörleifur að Þegja. S OlafurÞ. Þórðarson: § II Fjórir þingmenn Framsóknar búnir að gefa yfirlýsingar um hjásetu í EES-málinu. Harðar deilur millum þingmanna flokksins. Atkvœðagreiðsla í dag Jóhannes Geir Sigurgeirs- son varð í gær fjórði þing- maður Framsóknarflokksins tii þess að lýsa því yfir að hann ætlaði að sitja hjá við af- greiðslu EES-samninganna á Alþingi. Þar með fetar hann í fótspor Halldórs Ásgrímsson- ar, Jóns Kristjánssonar og Finns Ingólfssonar. Valgerð- ur Sverrisdóttir frá Lóma- tjörn er einnig ráðin í því að sitja hjá. Eftir að Jóhannes Geir hafði tilkynnt um afstöðu sína kom Ólafur Þ. Þórðarson, samþing- maður hans, í ræðustól og sagði að ástæða væri til að óska Jóni Baldvin Hannibalssyni til ham- ingju. Ólafi, sem er einn harð- asti andstæðingur EES á Al- þingi, var heitt í hamsi og horfði brúnaþungur á félaga sinn Jó- hannes meðan hann flutti mál sitt. í kjölfarið varð nokkurt orðaskak millum framsóknar- manna. Ólafur hafði kvatt sér hljóðs til að andmæla samþing- manni sínum; mjög fátítt er að það gerist á Alþingi. Hjörleifur Guttormsson kom einnig í ræðustól af þessu tilefni og sagði sorglegt að horfa upp á hvem þingmann Framsóknar á fætur öðrum lýsa yfir að þeir legðust ekki gegn EES. Hann sagði að smám saman væri að renna upp fyrir sér hversu hrapalega forystu Framsóknar hefði mistekist að sameina flokkinn gegn EES. Annarri umræðu lýkur snemma í dag og verður frum- varpið borið undir atkvæði klukkan fimm, síðdegis í dag. Öruggur meirihluti er nú fyrir fruntvarpinu þótt tveir þing- menn Sjálfstæðisflokks séu því andsnúnir. Þannig eru þrír flokkar klofnir í málinu: Fram- sókn, Kvennalisti og Sjálfstæð- isflokkur. Allir þingmenn Alþýðu- flokksins eru hlynntir EES- frumvarpinu. Búast má við að alþýðubandalagsmenn verði aliir á móti en þó er enn óljóst með afstöðu Margrétar Frí- mannsdóttur. Líklegasta niður- staðan er sú að 33 þingmenn segi já, 23 nei en 7 greiði ekki atkvæði. Upphaf þriðju umræðu verð- ur á morgun klukkan 20.30, í beinni útsendingu sjónvarps og útvarps. Tvíhliða sjávarútvegs- samningur íslands og EB verð- ur tekinn fyrir í dag og umræð- um haldið áfram á morgun en óvíst er um framhaldið. Tískufatnaður ársins nýtur hylli lækna Vinnufatatískan sem blað- ið sagði frá í gær, og haldið hefur innreið sína í tísku- heim unga fólksins, er ekki síður ættuð frá fyrirtækinu 66 gráður norður, eða Sjó- klæðagerð íslands, því forn- fræga iðnfyrirtæki, en frá aðalkeppinautnum Max hf. Þórarinn Elmar Jensen, for- stjóri, sagði að síðustu mánuði ársins hefði fyrirtækið fram- leitt og selt yfir tvö þúsund tískuflíkur fyrir böm og ung- linga, - framleitt yrði næstu vikumar upp í pantanir. „Þessi tíska á án efa eftir að standa fram á næsta ár í það minnsta", sögðu þeir hjá 66 gráðum norður. Þórarinn sagði ennfremur að fyrirtækið væri í góðum sam- böndum vestanhafs, þangað fer reyndar áttundi hluti fram- leiðslu fyrirtækisins og er einkum seld þarlendum sjó- mönnum. Nú hafa menn áhuga á að reyna að kynna íslensku tísk- una í Kanada og í Bandaríkj- unum og þreifa fyrir sér í þeim eykja iðba A myndinni cru nokkrir starfsmanna Sjóklæðagerðarinnar - 66 gráður norður - og sýna okkur tískuna sem nú slær hvað mest í gegn meðal ungra íslendinga, - læknar cru kátir. A-invnd E. Ól. málum. Alþýðublaðið kynnir hina „afskrifuðu iðngreirí', vefjar- iðnaðinn sérstaklega á föstu- daginn. Það kemur í ljós að enn eru góðir vaxtarsprotar í þeirri grein. Læknir sem blaðið hafði tal af í fyrradag sagði að loksins væri komin fram góð tíska, fatnaður af þessu tagi mundi án efa verða hin besta heilsu- vemd í hretviðrum vetrarins. I fyrra hefðu stutt pils verið í tísku um háveturinn, með slæmum afleiðingunt að sögn læknisins. HER GETUR ÞU FENGIÐ VINNINGINN UPPHÆKKAÐAN REYKJAVÍK OG NÁGRENNl: AÐALUMBOÐ* Suðurgötu 10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, simi 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, simi 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 ‘Umboðið sem var í Sjóbúðinni er flutt i Suðurgötu 10 MOSFELLSBÆR: SÍBS-ÐEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími 666620 KÓPAVOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN* Hamraborg 20A, sími 46777 ‘Umboðið í Sparisjóði Kópavogs er flutt i Videómarkaöinn, Hamraborg 20A. GARDABÆR: SIBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 HAFNARFJÖRDUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 Lægsta miðaverð ístórliappdrætti (óbreyttfrá ífyrra) aðeins kr. 500- Tryggðu þér möguleika ... fyrir lífið sjálft

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.