Alþýðublaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 1
- spyr Zuroff sem ígœr átti fund með Þorsteini A. Jónssyni í dómsmálaráðuneytinu. Þorsteinn: Málið er í höndum ríkissaksóknara „Mál Miksons er eitt af fimm mikilvægustu málum Wiesenthal-stofnunarinnar um þessar mundir,“ sagði Efraim Zuroff forstjóri stofnunarinnar á blaða- mannafundi í gær. Hann lagði mikla áherslu á, að mál Miksons væri mjög alvarlegs eðlis, fjöldi sönnunargagna lægi fyrir og íslensk stjórn- völd hlytu að bregðast við. Zuroff átti í gærmorgun hálfrar klukkustundar langan fund með Þorsteini A. Jóns- syni, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu. Þar lagði hann fram skýrslur uppá mörg- hundruð síður; vitnisburði sjónarvotta að glæpum Mik- sons í Eistlandi á stríðsárunum. Samkvæmt skýrslunum myrti Mikson að minnsta kosti 30 manns og fyrirskipaði aftökur á öðrum 150. A blaðamannafundinum las Zuroff uppúr skýrslunum; frá- sagnir af nauðgunum, pynting- um og drápum. Hann sagði að athygli manna í mörgum löndum beindist í vaxandi mæli að Miksonmálinu. Mikilvægt væri að afstaða íslendinga til stríðsglæpa kæmi fram. „Eg yrði mjög undrandi ef ekkert yrði aðhafst," sagði hann. „Það væri einsog að halda því fram að svart sé hvítt eða að jörðin sé flöt.“ Þorsteinn A. Jónsson sagði að í dómsmálaráðuneytinu yrðu engar ákvarðanir teknar um framhald málsins; það væri alfarið í höndum ríkissaksókn- ara. Sjá blaðsíðu 3 Efraim Zuroffforstjóri Wiesenthal-stofnunarinnar leggurfram 43 vitnisburði sjónarvotta að glœpum Edvalds Miksons. Sakaður um 30 morð og fyrirskipanir um önnur 150: m miiiiiiíiiiii Þriöjudagur 2. febrúar 1993 17. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR „HVER ER AFSTAÐA ÍSLENDINGA TIL STRÍÐSGLÆPA?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.