Alþýðublaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 1
Ensku stórblöðin sammála um að Björk er toppurinn ípoppinu á árinu 1993 GULL OFAN Á GULL TIL HANDA BJÖRKU „Það er erfitt að koma á óvart eða vekja hrifn- ingu nokkurs manns nú á dögum með því að sýna hversu háfleygan smekk þú hefur og hversu mörgum sjaldgæfum plötum þú hefur safnað, en Björk andaði nýju lífi inn í margþvældan sam- tímann“, segir meðal annars í menningarriti Sunday Times, sem velur menn ársins í ýmsum greinum. Björk er gull verðlaunahafi menning- arkálfs þess blaðs árið 1993, - og sama er uppi á teningnum hjá samsvar- andi blaði hjá Observer, þegar árið 1993 er gert upp. Það er sama hvert litið er, Björk saí'nar að sér gull- inu, það er gull á gull ofan hjá henni. Hún er hlaðin hóli hjá menningarvitum þessara stórblaða, hún er viðburður ársins þar í landi sem og í sínu heimalandi þar sem hún var kosin Maður ársins. Observer talar um „list- ræna árás“ Bjarkar, keppi- nautar hafi verið slegnir ofbirtu, þegar hún birtist með sinn blandaða stíl. Og Björk fær gullið hjá blað- inu, en á eftir henni koma nöfn eins og Suede, Neil Young, Paul Weller, Gloria Estefan, Apache Indian, Shara Nelson, Pet Shop Boys og BB King. Engin smánöfn! Björk Guðmundsdóttir dvelur þessa dagana á Kýpur ásamt manni sínum og sex ára syni, Sindra. Þau hvílast og safna orku fyrir mikla hljómleikaferð sem stendur fyrir dyram. Ferðin liggur til Kína og Ástralíu. Myndskreyting í breiðsíðuumfjöllun um tónlistarárið í lista- og bókablaði The Sunday Times. Björk Guðmundsdóttir skipar þar heiðursæti. Landbúnaðarvörur Ekkert lækkar nema smjörið - við lœkkun virðisaukaskatts á matvœlum Sáralitlar breytingar verða á smásöluverði landbúnaðar- afurða með iækkun virðis- aukaskatts á matvælum í 14%. Eina breytingin á smá- söluverði er sú að smjör lækk- ar úr 382 krónur kflóið í 349 krónur. Jafnframt gætu unn- ar kjötafurðir lækkað í verði. Á hinn bóginn urðu töluverð- ar breytingar á heildsöluverði landbúnaðarafurða sem má að- allega rekja til þess að sérstök- um endurgreiðslum á virðis- aukaskattinum á heildsölustigi hefur verið hætt. Á móti kemur síðan lægri virðisaukaskattur. Smjörið lækkar í smásölu þar sem engin endurgreiðsla var á virðisaukaskatti á smjöri. I frétt frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins er bent á að stjómvöld hafí ekki í raun inn- heimt nema 14% virðisauka- skatt á landbúnaðarafurðir frá 1. júní síðast liðnum. Þvf hafi áhrif skattalækkunarinnar nú um ára- mótin ekki önnur áhrif en verð- lækkun á smjöri og hugsanlega á unnum kjötafurðum. Kvörtun frá korthafa * Aróðursmiði X • /1 • • • ÍT> með jolagjof Vinningstölur laugardaginn: 30. des. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING EB 5af5 0 2.226.551 3+4af5 2 193.456 4af 5 78 8.556 H 3af 5 2.920 533 Aðaltölur: BÓNUSTALA: @ Heildarupphæð þessa viku: l kr. 4.837.191 | UPPLÝSiNQAR, SÍMSVARI 9t- 68 1S 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 „Það var verulega leiðinlegt að opna jóiagjöf frá ömmu sinni og í stað skemmtilegrar jóiagjafar, að reka augun fyrst í áróður frá Kaupmannasam- tökunum, um að þau vilji ekki taka við debetkortum. Jóla- gjöfinni hafði verið pakkað inn í Blómavali og gengið þar frá pakkanum. Amma sagði mér að hún hefði ekki haft hugmynd um þennan snepil og alls ekki viljað láta hann koma með, hefði hún vitað af honum“, segir fvar Andrason, ungur Reykvíkingur í sím- bréfi til Alþýðublaðsins. Talsmenn Kaupmannasam- takanna telja að hér hafi einhver mistök átt sér stað. Aldrei hafi verið til þess ætlast að hvatning- amóta þeirra hafnaði i jólapökk- um landsmanna. Bjarni Finnsson í Blómavali sagði aðspurður að hér hefði átt sér stað einhver ótrúlegur mis- skilningur. Nei-miðunum frá Kaupmannasamtökunum hefði ekki verið þröngvað upp á nokk- urn mann í búðinni. Miðamir vom á borðum við kassana ti! þess að afhenda þeim sem vildu greiða með debetkorti, sem reyndar voru ekki margir. Mið- arnir vom hvorki settir í burðar- poka, og fráleitt að þeir ættu að fara í pakka sem Blómaval ann- aðist um að pakka inn í endan- legar jólaumbúðir. Það var Visa jsland sem sendi frá sér kvörtun Ivars til blaðsins. Skipstjórar á Norðurlandi Vilja sjómannalista við næstu kosningar Á 75. aðalfundi Skip- stjórafélags Norðlend- inga sem var haldinn á Akureyri 28. desember var samþykkt að skora á sjómannasamtökin að íhuga stofnun stjórn- málaflokks, sjómanna- lista, fyrir næstu þing- kosningar. Fundurinn taldi það mjög brýnt hagsmunamál sjómanna og þjóðarinnar allrar að veiðireynsla ís- lenskra skipstjómarmanna af úthafsveiðum nýtist ís- lendingum einum, en ekki þeim þjóðríkjum sem leyfa þægindaskráningu skipa. Með því gætu þau öðlast óverðskuldað veiðirétt á alþjóða hafsvæðum með dyggri aðstoð íslenskra fiskimanna. Fullvíst rnegi telja að kvótaskipting ftsk- afla verði tekinn upp á út- hafinu á næstu árum og fráleitt að úreltar og þröng- sýnar reglur um skráningu skipa hamli ítrasta rétti okkar til veiða á úthafmu. Aðalfundurinn sam- þykkt að beina því til utan- ríkisráÖherra að stjóm Aílamiðlunar verði settar skýrar starfsreglur til að fyrirbyggja misvísandi leyfisveitingar eða geð- þóttaákvarðanir varðandi útflutning á ísuðum fiski f gámum á erlenda markaði. Brýnt sé að þær reglur verði auglýstar og séu öll- um viðkomandi ljósar. Jafnframt verði skipum ekki mismunað í leyfis- veitingum eftir veiðigrein- um. Jafnframt var skorað á stjómvöld að heimila skráningu fiskiskipa á ís- lenska skipaskrá þó þau hafi ekki veiðiheimildir innan 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Fundurinn samþykkti tillögu um breytingu á nafni félagsins og heitir það nú Skipstjóra- og stýri- mannafélag Norðlendinga. Halldór Halldórsson fyrrverandi skipstjóri lét af formennsku að eigin ósk en hann hefur verið for- maður síðustu 10 árin. Við tók Þorbjöm Sigurðsson skipstjóri á Múlabergi frá Ólafsfirði. Hrafn Bragason kjörinn forseti Hæstaréttar Á fundi dómara við Hæstarétt íslands sem haldinn var 29. desember 1993 var Hrafn Bragason hæstaréttardómari kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1994 til tveggja ára. Haraldur Henrysson hæstaréttardómari var kjörinn varaforseti Hæsta- réttar sama tímabil.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.