Vísir - 05.04.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1977, Blaðsíða 1
Siódegisblaö fyrir 1 fjölskylduna , afta / Þriöjudagur 5. april 1977 91. tbl. — 67. árg ÍSJAKI RISTI GAT Á HLIÐ TOGARANS HARÐBAKS: „Hallinn orðinn mikill og erfitt að rétta skipið við" „Þetta ieit illa út á timabili, hallinn orðinn talsvert mikili og erfitt að rétta skipið við. En við keyrðum á fullu i hringi þar tii okkur tókst að leggja togarann á bakborða. Ámeðan hamaðist á- höfnin við að umstafla i lestinni og dæiurnar voru að sjálfsögðu á fullu. Þannig tókst okkur að þurrka lestina”, sagði Sævar Sigurðsson loftskeytamaður á skuttogaranum Harðbak i sam- tali við Visi i morgun. Togarinn kom inn til ísafjarð- ar i nótt en i gærkveldi lenti hann á isjaka sem risti á miö- siðu skipsins rifu nokkuð á ann- an metra að lengd. Um þaö hvemig þetta bar að sagði Sæv- ar, að þeirhefðu verið að toga á Halanum i um sex vindstigum af norðaustri. Vindurinn hallaði skipinu nokkuð á st jórnborða og alltaf öðru hvoru strukust isjak- ar við það en mikið er um is á þessum slóðum. „Rétt fyrir klukkan sjö var hiftog skipinu snúið á bakborða. Þá kom i ljós að það hallaðist enn á stjórnborða og var þá sent niður i lest. Þar streyndi inn sjór og var þá þegar hafist handa um að umstafla fiskinum yfir á bakborða og sem f yrr seg- ir, skipið sett á fulla ferð og reynt að leggja það yfir. Eftir að það hafði tekist rann sjórinn aftur út og skipið þurrk- aðist. Ferðin til Isaf jaröar gekk sæmilega, en þar sem vindur stóð á bakborða var slagsiða talsverð en við vorum ekki i hættu þar sem Svalbakur sigldi með okkur,” sagöi loftskeyta- maðurinn. Nærstatt varðskip bauð fram aðstoð sina i gærkveldi, en skut- togarinn Svalbakur kom á stað- inn á undan varöskipinu og fylgdi Harðbak til lands. Togar- arnir komu til Isafjarðar um klukkan 4 nótt og nú er verið aö sjóða plötu yfir rifuna. Siðan heldur Haröbakur til Akureyrar þar sem landaö veröur 250 tonn- um af fiski og fullnaðarviðgerð siðan framkvæmd. „Það er ekkert skip byggt til þess að þola árekstur við hafis- jaka þótt það sér sérstaklega styrkt til siglinga i is. Þess vegna er ógerlegt að koma i veg fyrir að svona atburðir eigi sér stað sagði Vilhelm Þorsteinsson forstjóri Otgeröarfélágs akur- eyringa i samtali við Visi i morgun. Verslunarskóianemendur úr sjötta bekk gerðu tilraun til að teyga I sig menninguna I morgun þegar þeir dimmiteruðu i tilefni þess aö þeir ljúka stúdentsprófi frá skóianum f vor. Nemendur söfnuðust saman á heimilum nokkurra og kættust. Laust fyrir klukkan nfu I morgun héldu þeir til Menningarstofnunar Bandaríkjanna þar sem þessi mynd var tekin. Að þvl búnu var hugmyndin aö halda upp í skól- ann ogkveöja þar kennara. — EKG/Ljósm. VIsis Jens Geitfénu fœkkar í borginni Umtalsverð fækkun hefur orðið á geitfé reykvikinga frá þvi á siðasta ári. Sam- kvæmt skýrslu forða- gæslumannsins i Reykjavik voru geitur sautján á siðastliön- um vetri, en nú aðeins niu eftir. Nautgripum hefur fækkað um einn, voru fimmtán i fyrra, en eru fjórtán núna. Hinsvegar hefur sauðfé fjölgað úr 1292 i 1308. Hrossum hefur nokkuð fækkað, úr 2173 i 2166. —ÓT FJALLA- GARPAR HÆTTA FERÐUM Sjó bls. 2 A AÐ LÆKKA SKATTANA EÐA HÆKKA KAUPIÐ? Sjá bls. 10 Líf og list um póskana - sjó bls.ll Sjó bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.