Tíminn - 18.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.07.1968, Blaðsíða 16
m 147. tbl. — Fimmtudagur 18. júlí 1968. — 52. árg. Hreindýraveiðar leyfðar -að nýju Fundu hausa af hrein kálfum við tófugreni AA-Höfn, Hornafirði, miðvikudag. Kefaskyttur frá Stafafelli í Lóni unnu nýlega tófugreni á Lóns öræfum. Við grenið fundu þeir 50 lappir og 11 hausa af hreindýrs- kálfum. Virðist tófan lifa á þess- um kálfum, en fé hefur ekki verið rekið þarna á fjöll árum saman. Einnig er langt síðan refaskytt- ur hafa farið á þessar slóðir. Ekki fundu refaskytturnar fleiri greni en þetta eina en líklegt má telja, að á Lónsöræfum sé talsvert af tófu, og þar sem fé er ekki rekið inn eftir eru hreindýrskálfar aðal- bráð tófunnar. Blaðinu barst í dag eftirfarandi tilkynning frá menntamálaráðu- neytinu: Menntamálaráðuneytið hefur eins og að undanförnu látið fara fram talningu á hreindýrahjörð- inni á Austurlandi. Fóru þeir Ágúst Böðvarsson, forstöðumaður landmælpganna, Ingvi Þorsteins- son, magister og Björn Pálsson, flugmaður, í flugvél yfir hreindýra .svæðið dagana 8. og 9. júlí og tóku ljósmyndir af hreindýrahópunum og var síðan talið eftir myndunum. Reyndust fullorðin hreindýr vera 2.228 og 603 kálfár eða samtals 2.831 dýr. í fyrra reyndust hrein- dýrin við sams konar talningu vera 2.555 talsins. Ráðuneytið mun væntanlega heimila hreindýraveiðar á þessu ári, þegar það hefur ráðgazt við aðila eystra um málið. Þrjú undanfarin ár hafa ekki verið heimilaðar hreindýraveiðar, en þar áður hafði um skeið verið leyft að veiða allt að 600 hrein- dýr árlega á tímabilinu frá 7. ágúst til 20. september. Sam- kvæmt skýrslum hreindýraeftirlits mannsins, Egils Gunnarssonar á Egilsstöðum í Fljótsdal, sem ann- ast eftirlit með hreindýraveiðun- um, hafði hvergi nærri veiðzt sú tala árlega, sem heimilað var að veiða. Kapalskipið og dráttarbáturinn við Krosssand. (Tímamynd HE). Vatnsleiðslan til Eyja tekin á land í gærdag KJ-Reykjavík, miðvikudag. Langþráðum áfanga var náð í dag í sambftndi við laghingti vatns veitunnar frá landi til Eyja. Var þá tekin á land á Krosssandi neð ansjávarvatnsleiðslan,'' sem lögð verður í nótt. Það or danskt kapal skip, sem lcggur leiðsluna, og lagningunni flýtt, vegna óliag- stæðrar veðurspár. Mjög vel gekk að taka leiðsluna á land, en í fyrramálið er áællað að skipið verði komið inn á Vestmannaeyja höfn með hinn endann. Lagingu leiðslunnar var flýtt um sólarhring, vegna þess að ekk; lítur eins vel út með veður á morgun og var í dag. í gær- kvöld dró danski di'átlarbáSurinn Frigg kapalskipið upp að Kross- sandi, og vai’ skipunum þar lagt við ankeri. í dag um klukkan fjögur stóð vel með sjávarföll við Krosssand, og var þá byrjað að ná leiðslunni eða vatnskaplinum, eins og sumir vilja nefna leiðsl- una, í land. Var áætlað að það verk tæki um sex klukkutíma, en þegar til kom, þá tók það ekki nema einn tíma og kortér. Neðansjávarleiðslunni var fyrst fleytt á tunnum frá skipinu, sem lá nokkuð frá landi, en síðan voru tvær jarðýtur notaðar tii þess að draga leiðsluna á land, en hún er þung, enda vafin blýi og plasti. Leiðslan var síðan fest í landi, en á liggjandanum í nótt, sem verð njurvuismui vernið ofhent SJ—Rcykjavík, miðvikudag. Um helgina lauk Kjarvalssýn- Ingunni „Allir fslendingar boðn ir“ eftir mikla aðsókn. Sýningar skráin var jafnframt happdrætt ismiði og var vinningurinn Þing vallamynd eftir Jóhannes Kjarval frá 1935. f gær var drcgið um vinninginn, og féll hann í hlut þeim Magnúsi Oddssyni, tækni- fræðingi, og konu lians Svandísi Pctursdóttur. í dag fengu blaðamenn tækl færi til að hitta þau hjiónin í Unuhúsi. Magnús hefur nýlega tekið við starfi rafveitustjóra á Akranesi og munu þau hjónin bráðlega flytja búferlum þangað. Þau Svandís og Magnús sögðust alls ekki ætla að farga Kjarvals myndinni og fengu þau hógvær ráð frá viðstöddum um að hækka tryggingu á innbúi sínu enda er málverkið metið á 80.000 kr. Á myndinni hér að ofan sjáum um við þau taka við myndinni. en vinstra megin eru þeir Sveinn Kjarval og Alfreð Guðmundsson. sem sæti eiga í sýningarnefnd- inni. (Tímamynd G. E.) ur um klukkan tvö verður byrjað að leggja leiðsluna í sjóinn. Er áætlað að skipið verði komið með hinn endann inn á Vestmannaeyja höfn klukka átta í fyrramálið. Fréltaritari Tímans í Vestmanna eyjum Hermann Einarsson sagði í dag, að nú snérist allt um vatn ið í Eyjum, og í dag hefðu komið í Ijós mannabein, þegar verið var að grafa fyrir vatnsleiðslunni á Skansinum við höfnina. Er talið að bein þessi séu frá 16. öld, en sérfrœðing'ar munu rannsaka nán ar þennan beinafund. Þorsteinn Víg lundsson skólastjóri í Vestmanna eyjum athugaði beinin í dag, en að því loknu var rótað yfir þau aftur. Það er ekki ofsögum sagf. að það verður langþráður endi, sem kemur á land í Vestmannaeyjum í fyrramálið. Verið er að undir- búa vatnsveituna í Eyjum fyrir vatnið fró landi, sem er fengið 22 kílómetra frá ströndinni, og á Meðvitundarlaiis eftir höfuðhögg EKIJ-Reykjavík, miðvlkudag. Um hádegisbilið í dag varð það slys, að einn af sitarfsmönnum I.oftleiða á Keflavíkurflugvelli hlaut slæmt liöfuðhögg við viniiu sína. Er blaðið var að fara í prentun í gær var hann ekki enn kominn til meðvitundar. Nánari tildrög voru þau, að Sig urður Lúðvíksson. nær tvítugur piltur til heimilis að Skólavegi 18 I Framhald á bls. 15 Sumarferðin Þeir, sem eiga frátekna miða í sumarferð Framsóknarfélaganna næsta sunnudag, þurfa að vitja þeirra fyrir kl. 5 á morgun, föstu- dag. Upplýsingar um ferðina eru veittar í síma 24480. að leysa áragamalt vatnsvandamál í Eyjum. Vatn veldur skemmdum á málverkum í Listasafninu EKH-Reykjavík, miðvikudag. Töluverðar skemmdir urðu í Listasafni ríkisins í dag, þegar all mörg málverk, sem þar voru geymd, blotnuðu Vegna skyndilegs leka í tveim herbergjum safnsins. Tíminn hafði samband við Selmu Jónsdóttur, listfræðing, í dag. Sagði hún, að í gær hefði skyndi- lega komið mjög bráður leki að tveimur geymsluherbergjum lista verka í Listasafninu. Líklega hefði komið leki að yfirfallsrörum í safn inu, en þar sem það atriði hefði ekki verið fullkannað, myndi hún ekki gefa nánari yfirlýsingar um þetta efni í bráð. Þegar Tíminn spurði um það tjón, sem orðið hefði af þessum leka, svaraði Selma, að þar sem mörg málverk- anna væru enn blaut og unnið væri að því að þurrka þau, gæti hún ekkert fullyrt um það verð- mætatap, sem orðið hefði vegna lekans. Hins vegar væri ljóst, að um töluvert tjón væri hér um að ræða og óvíst hvað mikið af mál- verkunum væri hægt að endur- bæta af erlendum sérfræðingum. Tjáði Selma blaðinu, að haldinn yrði blaðamannafundur innan skamms af hálfu Listasafnsins, þar sem skýrt yrði nákvæmlega frá eðli og alvarleika tjónsins, sem varð í gær. Sagði Selma, að starfs menn Listasafnsins væru mjög slegnir vegna þessa atburðar og væntu þess í lengstu lög, að skemmdirnar væru ekki eins al- varlegar eins og áhorfðist nú í augnablikinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.