Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Líney Jóhannes-dóttir fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 5. nóvember 1913. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 18. júlí síðastliðinn. For- eldar hennar voru hjónin Þórdís Þor- steinsdóttir hús- freyja, f. 24. 9. 1875, d. 10.12. 1921, og Jó- hannes Baldvin Sig- urjónsson, bóndi á Laxamýri, f. 22.8. 1862, d. 1.5. 1933. Líney var næstyngst ellefu systk- ina, sem öll eru látin. Bræðurnir voru fimm og létust allir í bernsku, en þeir voru Þorvaldur, Egill, Sigurjón, Indriði og Stefán Sigurður. Systurnar náðu hins vegar fullorðinsaldri, en þær voru Soffía, f. 15.6. 1902, Snjólaug Guð- rún, f. 13.12. 1903, Margrét Stef- anía, f. 24.12. 1905, Jóna Krist- jana, f. 21.7. 1911 og Sigurjóna, f. 28.5. 1916. Líney ólst upp á Laxamýri til ellefu ára aldurs, en fór þá í fóstur til hjónanna Páls Stefánssonar stórkaupmanns frá Þverá og Hall- fríðar Proppé Stefánsson. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði seinna fé- lagsfræðinám í Stokkhólmi undir handleiðslu Ölvu Myrdal. Líney giftist hinn 18. ágúst 1936 Helga Bergssyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra, f. 25. 1. 1914, d. 23. 8. 1978. Hann var sonur hjónanna Helgu Magnúsdóttur klæðskera og hús- freyju og Bergs Pálssonar skip- stjóra. Börn Líneyj- ar og Helga eru: 1) Páll, læknir í Stykk- ishólmi, f. 22.6. 1938, kvæntur Sigurlaugu Karlsdóttur, sem er látin. Þeirra börn eru: Arna Hrönn, Gunnlaug Dröfn, Ragnheiður Líney og Snorri Karl. 2) Jó- hannes, starfsmaður SPRON, búsettur í Kópavogi, f. 25.6. 1946. Hann er kvæntur Önnu Hallgrímsdóttur og eru þeirra börn: Emil, Hrefna Björk, Hall- grímur og Líney. 3) Líney, sér- kennsluráðgjafi á Akureyri, gift Guðmundi Lúðvíkssyni og eru þeirra börn: Helga Þórdís, Frið- mundur Helgi og Bergur Lúðvík. Líney starfaði m.a. hjá Raf- orkumálastofnun og við mæðra- eftirlit á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur auk húsmóðurstarfa. Hún stundaði ritstörf um árabil og liggja eftir hana nokkrar barna- og unglingabækur auk skáldsagna. Hún ritaði einnig fjölda smásagna, sem birtust í blöðum og tímaritum, íslenskum og erlendum. Auk þess stundaði hún þýðingar. Útför Líneyjar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Amma Líney var nákvæmlega eins og eldra fólk á að vera. Stöð- ugt með það í huga að kenna þeim yngri og undirbúa þau fyrir lífið framundan. Ég naut í ríkum mæli frásagnargleði hennar og lífs- reynslu og e.t.v. mest af barna- börnunum, þar sem ég er þeirra yngst, en amma var orðin 67 ára þegar ég fæddist. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu í Geitlandið fannst mér eins og ég gengi inn í aðra veröld. Fyrst hljóp ég upp nokkrar tröpp- ur og inn í íbúðina sem var vinstra megin á ganginum. Það fyrsta sem tók á móti mér hjá ömmu var lykt- in. Það var alltaf svo sérstök lykt inni hjá ömmu, einhvers konar te- lykt. Þegar inn var komið var al- veg sama í hvaða herbergi ég færi, það var allt svo töfrandi. Inni í einu herbergi var sófi sem hægt var að taka bakið af og breyta í hest. Í öðru var karfa með mis- munandi pennum, blýöntum og lit- um og ekki venjulegum, heldur öðruvísi, miklu merkilegri pennum en nokkur annar átti. Inni á baði var stór kommóða, sem geymdi örugglega hundruð blautklúta, sem mér fannst svo góð lykt af, þetta þótti mér alveg stórfenglegt, blaut- ur pappír. Og búrið inn af eldhús- inu. Að koma þangað inn var ótrú- legt. Alls konar dót, en eftirminnilegastar eru glerkúlurn- ar. Þetta þykir flestum ekki ýkja merkilegir hlutir nú til dags, en amma hafði lag á að gera minnstu hluti stórmerkilega. Þegar ég fór að fullorðnast breyttist samband okkar ömmu, enda var amma farin að eldast og flutt inn í íbúð fyrir eldri borgara við Gjábakka. Þá fór hún að segja mér sögur frá því hún var lítil, ferðalögum sem hún fór í og afa, sem ég fékk ekki að kynnast, því hann dó rúmu ári áður en ég fædd- ist. Amma sagði mér sögur úr stríðinu og þá sérstaklega þegar ég fór að ferðast, því henni var ekki alveg sama um, að alnafna væri farin að ferðast án þess að geta snúið sér að einhverjum sem gæti bjargað henni frá hættum sem alls staðar gætu leynst. Amma var alltaf mikill dýravinur og áttum við það sameiginlegt. Enda þótti ömmu ákaflega vænt um hundinn minn, hana Rökkvu, og passaði sig alltaf á því að það væri til lifrarpylsa í ísskápnum handa henni. Einnig fannst ömmu gaman að segja mér frá þeim dýr- um sem hún hafði kynnst um æv- ina og eru mér eftirminnilegastar sögurnar af páfagauknum sem greiddi í gegnum hárið á henni, villikettinum sem hún tók að sér sem stökk upp á bakið á henni og krækti í hana klónum og renndi sér svo niður eftir því, hundinum Kobba og hesti sem afi hafði gefið henni og hét Lýsingur. Það má segja að amma hafi verið hálf tímalaus og var það einn af hennar mörgu kostum, því amma var þannig að það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar og alltaf hafði hún eitthvað til málanna að leggja. Þegar amma var orðin veik og átti í erfiðleikum með að sjá um sig sjálf flutti hún á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, og ég held það lýsi henni best, að rétt viku áður en hún dó gekk ein af stúlkunum sem vinna þar inn til hennar og heilsaði henni á pé-máli. En pé-málið var eitt af því, sem amma kunni og gerði hana svo merkilega. Þá hafði amma tekið upp á því á níræð- isaldri að kenna tveimur stúlkum þetta sérkennilega tungumál. Ég veit að þegar ég og amma hittumst næst þurfum við að finna okkur góðan stað svo við getum sest niður og sagt hvor annarri hvað hefur drifið á okkar daga frá því að við sáumst síðast. Þangað til … Þín alnafna, Líney Jóhannesdóttir. Ég á margar skemmtilegar minningar um hana ömmu mína Líneyju. Mig langar til að deila einni skemmtilegri minningu um okkur tvær, atburð sem gerðist fyrir u.þ.b. tíu árum. Amma hafði afskaplega miklar áhyggjur af heilsufari mínu og ekki var hún heilsuhraust sjálf. Við höfðum glímt við sama sjúkdóminn lengi sem var astma og sat ég oft hjá henni og kenndi henni á lyfja- staukana. Amma hafði lesið einhverja grein um mann, sem bjó til sér- stakt jurtaseyði og hafði þetta seyði hjálpað sumu fólki með erfiða kvilla. Alla vega vakti þessi maður athygli ömmu og vildi hún gjarnan hitta hann. Svo fór að amma hringdi í mig, skipaði mér hálfpartinn að sækja sig það kvöldið og til hans myndum við fara. Ég man sérstaklega eftir þessu kvöldi; það var hávetur, ís- kalt úti, norðanátt og flughált. Ekki besta veður í heimi til þess að fara á fund seyðismannsins. En við drösluðumst þangað og það hefur örugglega verið hryllilega fyndið að sjá til okkar, því við vorum eins og tveir bakkabræður eða haltur leiðir blindan til þess að komast í gegnum veðrið og hálkuna, alveg dauðhræddar um að önnur okkar flygi á hausinn. Við hlógum mikið að þessu eftir á. Hjá seyðismanninum hlustuðum við amma á nokkrar kraftaverka- sögur um þetta seyði og ákvað hún síðan að kaupa fjóra lítra af þessu undralyfi, tvo lítra handa mér og tvo lítra handa sér. Hún var sko aldeilis ákveðin í að lækna okkur tvær í eitt skipti fyrir öll. Síðan ók ég henni heim og þar lofaði ég henni að taka þetta inn samviskusamlega eins og okkur hafði verið sagt að gera. Þegar ég kom heim fékk ég mér tappa af þessu seyði, og kúgaðist svo og ældi að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég drakk aldrei meir af þess- um drykk og ég ætlaði aldrei að þora að segja ömmu frá því. En amma … hún svolgraði í sig heila tvo lítra á nokkrum vikum með þvílíkum viðbjóði, en lét sig hafa það. Hún ætlaði að klára hvern einasta dropa til þess að vera viss um gagnsemi seyðisins. Hún var nú nokkuð stolt af sjálfri sér fyrir að hafa klárað flöskuna. Við vorum sannfærðar um að seyðið hefði ekki gert kraftaverk á okkur tveimur, en það gerði okkur alla vega ekki illt. En bragði seyð- isins gleymdum við seint og þegar ég ljóstraði upp að ég hefði ein- ungis komið ofan í mig einum tappa hló hún og sagðist skilja mig vel. Þessi minning um okkur tvær er mér afskaplega kær og mér finnst atburðurinn lýsa persónuleika ömmu einstaklega vel. Þó svo að hún hafi verið heilsu- veil hef ég sjaldan kynnst þraut- seigari manneskju og hún var sko ekki aldeilis til í að gefast upp, hvort sem hún átti í hlut eða ein- hver annar, í veikindum eða varð- andi erfið persónuleg málefni. Hún stóð alltaf með sínum og varði þá sem henni þótti vænst um með kjafti og klóm alveg til dauðadags. Ég er sannfærð um að þeir sem kynntust henni ömmu gleyma henni seint, því hún hafði margt að segja, fylgdist vel með samtíman- um og var afskaplega fróð og vel gefin. Ég á svo sannarlega eftir að sakna hennar sárt. Elsku amma! Ég veit að þú hvíl- ir í friði og ég vona að þú lítir eftir mér annað slagið og beinir mér á rétta braut í lífinu. Þín Ragnheiður Líney, Hjalti og Páll Helgi. Það eru nærri 30 ár síðan ég kom í fyrsta skipti á Þinghóls- brautina og hitti þau Líneyju og Helga. Páfagaukurinn Lydicia var í pössun hjá þeim og inni í stofu var Líney með gítarinn sinn og þær sungu dúett. Þessi mynd af Lín- eyju greyptist í huga mér, hún í öðrum sokknum brúnum, hinum svörtum, auðvitað með hárið í hnút í hnakkanum og líktist spænskri hefðarfrú. Hún sagði oft í gríni að hún væri fyrsti hippinn. Hún gekk gjarnan í skyrtum af strákunum sínum og á sunnudögum fór hún í gamla smókingskyrtu. Þá sagðist hún vera að klæða sig upp. En það var sama hverju hún klæddist; allt- af sópaði að henni og hún vakti at- hygli fyrir glæsileika hvar sem hún fór. Helgi leit með aðdáun og ást til konu sinnar og þegar hún leit til hans á móti skein sama ástúðin úr hennar augum. Þau voru þá búin að vera í hjónabandi í 35 ár og svo skotin hvort í öðru, að enn í dag, þótt liðin séu 24 ár frá láti Helga, er varla annað hægt en nefna þau saman. Þau hjón tóku mér og börnunum opnum örmum og buðu okkur velkomin í fjölskylduna. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Líney var mikil fjölskyldumann- eskja og hafði mikinn metnað fyrir hönd síns fólks. Ekkert gladdi hana meira en ef eitthvert okkar sýndi góðan árangur og hún hvatti okkur og studdi eins og henni var mögulegt. En það voru ekki aðeins börn, tengdabörn og barnabörn sem stóðu henni nærri heldur stór- fjölskyldan öll, systrabörnin og frændgarðurinn allur. Hún bar líka mikla umhyggju fyrir samferða- mönnum sínum, hvort heldur það voru vinir sem hún eignaðist á lífs- leiðinni eða sjúklingar sem hún lá með á sjúkrastofnunum. Hún gerði sitt besta til að halda sambandi við sem flesta, fylgjast með heilsufari og vera innan handar ef hún var þess umkomin. Hennar lífssýn var að gera allt það sem maður tók sér fyrir hendur eins vel og unnt var. Það sýnir sig best núna þegar ég fletti í bókum hennar og í ljós kem- ur að hún hefur verið að gera smá- breytingar hér og þar. Skipta setn- ingum og breyta orðalagi. Þá hefur hún verið að velta því fyrir sér hvort betur hefði mátt fara. Og á miðunum hennar kemur í ljós að hún hefur velt hverri setningu fyr- ir sér og skrifað þær aftur og aftur með smábreytingum, þar til hún var sátt við útkomuna. Bækur hennar bera þessu vott. Þær sýna líka aðdáun hennar á ríki náttúr- unnar. Dýrin áttu stóran part af hjarta hennar og það var gaman að vera með henni í sumarbústaðnum við Selvatn og heyra hana spjalla við himbrimann á vatninu og fylgj- ast með fuglunum og gróandanum. Við Selvatn lyftu þau Helgi grett- istaki í ræktun landsins og gerðu þar vin sem við njótum í dag. En það var ekki aðeins Selvatn sem stóð henni nærri. Bernskuheimilið á Laxamýri var eilíflega greypt í huga hennar og minningar og til- finningar tengdar Laxamýri komu fram nærri daglega, ekki síst núna í seinni tíð þegar hún var orðin södd lífdaga. Það að hún skyldi komast þangað í fyrrasumar og fá svo hlýjar móttökur hjá Atla Vig- fússyni og fjölskyldu hans var henni ómetanlegt. Ekkert vissi ég skemmtilegra en að sitja með Líneyju og hlusta á hana segja frá liðnum tíma, lífinu og fólkinu á Laxamýri, móður sinni og pabba gamla, Ponna og öllum hinum. Sama var með frásagnir frá Svíþjóðarárunum og vinahópnum þar. Þá mynduðust sterk tengsl sem héldust fram á síðustu stund. Svo kunni hún býsn af þulum og vísum, hafði fallega söngrödd og taldi það ekki eftir sér að leyfa okkur að njóta þess með sér. En það voru ekki aðeins ljóð og vísur sem hún kunni, hún talaði nefni- lega bæði hvíslmál og p-mál. Það er ógleymanlegt þegar hún og Magga systir hennar voru í sum- arbústaðnum og töluðu hvíslmálið. Það var útilokað að skilja þær og nánast ótrúlegt að þær gætu skilið hvor aðra. P- málið var skiljan- legra og þær systur höfðu náð ótrúlegri fimi í því. Líney dvaldi síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og vil ég færa Áslaugu og frábæru starfsfólki hennar bestu þakkir fyrir umönnunina. Leikrit Líneyjar, Síðasta sum- arið, endar á þessu fallega ljóði: Sætur ertu sumarilmur smáu blómi frá. Litla dóttir, líttu á. Sérðu blöðin, svona lítil sitja leggjum á. Litla dóttir, líttu á. Bleikur litli blómakollur, bikarblöðin smá. Litla dóttir, líttu á. Saman leggjast saklaus blöðin, sofna lífi frá. Litla dóttir, líttu á. Undrin smáu, undrin miklu, Allir mega sjá. Litla dóttir, ef þeir líta á. Nú er síðasta sumarið hennar Líneyjar Jóhannesdóttur liðið. Dagurinn styttist og húmið fellur á. Tómarúmið hjá okkur sem eftir erum er stórt og verður aldrei fyllt, en minningin lifir björt og ljós um sérstaka konu sem átti fáa sína líka. Anna Hallgrímsdóttir. Hann var yndislegur himinn, ár- dags 18. júlí, við himnaför Líneyjar Jóhannesdóttur, en skýfar og bólstur voru þá óvenjulega mikil og falleg. Líney sleit barnsskónum á Laxa- mýri, þar lágu rætur hennar, þang- að hvarflaði hugurinn. Atburðaríkt mannlífið á höfuðbólinu, áin, fjar- an, fiskur og æðurin eru þeir bautasteinar sem Líney bar fram með fágætum hætti í minninga- brotunum „Það er eitthvað sem enginn veit“, skráð af Þorgeiri Þor- geirssyni. Hér talar skáld, lestu bókina. Þessa látlausu bók gaf Líney okkur hjónum í vinargjöf. Bókin hefur verið mér oft í hendi síðustu dægrin og vakið sterk hughrif og ljúfar minningar. Líney var kona vegsöm, prúð og fáguð í fasi, bar með reisn glæst mót ættar sinnar. Líney var vitur, tilfinningarík og víðlesin, kröfuharður fagurkeri á bókmenntir og listir en hóglát. Ævi Líneyjar var tilbrigðarík, svipul eins og eðliskostir hennar gáfu tilefni til, anddrægt á stund- um, en frjósöm. Hún gat verið sjálfri sér. Líney var vinföst og ræktaði þann akur af kostgæfni. Ung gafst Líney æskuástinni sinni Helga og fylgdi honum til fram- haldsnáms í Svíþjóð og áttu þau þar heimili í nokkur ár. Í hjóna- bandi þeirra var kærleikurinn og gagnkvæm virðing leiðarljósið. Helgi Bergsson var landskunnur hagfræðingur, fljóthugi í forustu- sveit kaupmanna, ötull sporgöngu- maður í að treysta frelsi og sjálf- stæði íslenskrar verslunar eftirstríðsáranna. Framtíð ungu hjónanna var björt og glæstar von- ir í farteskinu, en Helgi varð fyrir þungu heilsuáfalli um 1960. Heilsu- LÍNEY JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.