Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 1
Mánudagur 6. apríl 1981/ 80. tbl. 71. árg. Tðmas Árnason viðskiptaráðh. um Þorlákshafnartogarann: „EKKI A DðFINNI AÐ SIGLA SKIFINU HEMT „Það þarf gjaldeyrisleyfi vegna kaupa á þessum togara eins og öðru, sem innflutt er, og kaupandinn verður að gera okk- ur grein fyrir því, hvernig hann hyggst fjármagna kaupin, en það hefur hann ekki gert”, sagði Tómas Arnason viðskiptaráð- herra i samtali við Visi i morg- un varðandi Þorlákshafnar- togarann svokallaða. „Þess vegna er það ekki á döfinni, að togaranum verði siglt hingað”, sagði Tómas enn- fremur. „Við höfum gert kaup- anda og seljanda grein fyrir þessu og þar við situr frá hvor- ugum hefur heyrst”. Það er Hafsteinn Ásgeirsson i Þorlákshöfn, sem gert hefur samning i Fleetwood um kaup á 8ára gömlum, nýklössuðum 550 tonna skuttogara en i viðtali við Visi á föstudaginn kvað hann verðið „einhvers staöar ekki langt frá 5 milljónum króna”, sem væri undir raunverði. I við- talinu þá sagði Hafsteinn enn- fremur að fé væri handbært til kaupanna og að engir bak- samningar væru i spilinu, orð- rómur um það væri „rugl og vit- leysa”. En eins og fram kom i viðræð- um Visis við viðskiptaráðherra i morgun, liggur engin umsókn fyrir um gjaldeyrisleyfi og raunar engar upplýsingar eða óskir frá Hafsteini. Málið er þvi ekki einu sinni komið i athugun hjá ráðuneytinu. HERB viðræðufundur deiluaðila (verkfalii stundakennara haldinn I morgun: Kristinn Finnbogason skoðar sýnishorn af farseðlunum I Prent- smiðjunni Odda. (Visism. GVA9 Farbegallug iscargo: Allt lilhúið - nema flugvélin UndirbUningur að farþegaflugi Iscargo er nU á lokastigi og öll nauðsynleg leyfi fyrir hendi, að sögn Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra félagsins. Hvers konar flugvél verður feng- iní farþegaflugið fæst hins vegar ekki gefið upp. Iscargo lætur prenta farseðla sina i prentsmiðju hérlendis, Odda, og mun það vera i fyrsta sinn, sem slfk prentvinna fer fram hér. —Sjá bls. 6 Ársfundur Seðlabankans Arsfundur Seðlabankans, sá 20. i röðinni, verður haldinn á Hótel Sögu á morgun og hefst klukkan 15.30. Þar verða reikningar bankans fyrir árið 1980 staðfestir. Avarp flytur Halldór Asgrimsson, for- maður bankaráðs, Tómas Árna- son, viðskiptaráöherra og Gylfi Þ. Gislason, fyrrverandi við- skiptaráöherra flytja ræöur og dr. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar flytur skýrslu stjórnarinnar. —SG Tvelr uilfar vlður kenndu brunann f Borgarlúni: Engln kennsla í heimspekideild Guðmundur Magnússon, Háskólarektor, boðaði fulltrúa stundakennara við Háskólann og fulltrúa fjármálaráðuneytisins til fundar við sig klukkan tiu i morgun. „Þetta er þó ekki formlegur sáttafundur heldur öllu frekar viðræðufundur,” sagði rektor. Samstaða meðal þeirra 388 stundakennara, sem kennavið Háskólann á vormisseri, er all- sæmileg og hafa stúdentar i nokkrum deildum lýst yfir sam- stöðu sinni vegna verkfallsins og ÞJOÐHAGSSTOFNUN SPAIR ENN 10-11% HÆKKUN VfSITÖLUNNAR „1 ræðu minni i dag mun ég vekja athygli á þvi, að þrátt fyrir óskhyggju rikisstjórnarinnar um 8 til 8.5% hækkun á visitölu 1. mai þá heldur Þjóðhagsstofnun fast við þá spá sina að hækkunin verði 10-11%,” sagði Lárus Jónsson alþingismaður, en önnur umræða lánsfjárlaga fer frami á þingi i dag. A miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins um helgina lét Steingrimur Hermannsson að þvi liggja að vonin um 8% hækkun 1. mai geti brugðist en itrekar að hún megi ekki verða meiri. „Þessu tel ég tvimælalaust skynsamlegast að ná með lækkun óbeinnaskattaeins ogsöluskatts og vörugjalda og verði fiármagns aflað rneð frestun opinberra framkvæmda 1 af hundraði lækkun visitölu eftir þessari leið mun kosta um 3-4 milljarða gkr.”, sagði Steingrimur. hvatt stúdenta til að mæta ekki heldur i timum hjá föstum kenn- urum meðan á verkfalli stend- ur. Þannig féll kennsla alveg niður i Heimspekideild fyrir helg- ina og sáralitið var kennt i Félagsvisindadeild. Stundakenn- arar Verkfræöi- og raunvisinda- deiídar héldu þó uppi kennslu svo og kennarar i Viðskiptadeild. Verkfallsnefnd var kölluð saman fyrir helgina og var ákveðið á fundi hennar að koma á verkfallsvakt, sem hefði aðsetur i Félagsstofnun stúdenta og safnaði upplýsingum um gang mála, þótt ekki væru settir verk- fallsverðir við hinar ýmsu stofn- anir skólans. Einnig var stofnaður verkfallssjóður til að bæta mönnum það fjárhagslega tjón, sem hlytist af aðgerðunum. —KÞ/ATA. Úrskurðað- ir í gæsiu- varðhald Tveir piltar, 16 og 17 ára, sem þegar hafa viðurkennt að vera valdir að brunanum mikla i bif- reiðaverkstæði að Borgartúni 3 i Reykjavik, hafa verið úrskurðaö- ir i gæsluvarðhald til 13. april næst komandi. „Það er ýmislegt, sem þarf að kanna nánar, þegar svona alvar- legt mál kemur upp, en að svo stöddu vil ég ekki tjá mig frekar um málið”, sagði Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, er Vfsir spurði hann i morgun hvort veriö gæti að grunur beindist að piltunum varðandi önnur mál. —AS. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.