Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 18
Unglingastjarnan Brooke Shields er niimer eitt yfir verst klæddu konurnar. Sophia Loren er ein af þeim best klæddu. Elizabeth Taylor reynir að yngja sig upp i klæðaburði og hafnar i öðru sæti yfir þær verst klæddu. Suzanne Somers er þriðja verst klædda konan. Dallas-stj arnan Charlene Tilton er ein af þeim verst klæddu. Fötin skapa manninn Brooke Shields sú verst klædda ad dómi tiskufrömuda i Ameriku stunda menn mjög þá iðju að velja þá best klæddu og verst klæddu úr hópi fræga fólks- ins og sá sem einna inest mark er tekið á i þessum efnum er tisku- hönnuður einn i Hollywood sem gengur undir nafninu Herra Blackwell. Hann hefur nú birt lista sinn yfir áriö 1980 og skal hér gripið niður i þeirri upptalningu, sem fjallar um klæðaburð kven- fólksins þar vestra. Blackwell hefur valið unglinga- stjörnuna Brooke Shields i fyrsta sæti yfir verst klæddu konur árs- ins. Astæðuna segir Blackwell vera þá að hún klæði sig ekki i samræmi við aldur sinn heldur sé hún með klæðaburði sinum,,að reyna að vera kona”. ' — ,,Það er mdðir hennar sem á sök á þessu”, —segir Blackwell. „HUn erafar metnaðargjörn fyrir hönd dóttur sinnar en athugar það ----------------------------► Nancy Reagan er best klædda kona ársins 1980 að dómi Black- wells. ekki að best er að láta hlutina hafa sinn eðlilega gang. Leyfið þeim ungu að vera ungar svo lengi sem kostur er”, — segir tiskufrömuðurinn. NUmer tvö yfir þær vest klæddu er Elizabeth Taylor og þar gildir það sama, bara með öfugum for- merkjum. Beta reynir nefnilega að yngja sig upp i klæðaburði en verður hallærisleg fyrir bragðið að sögn Blackwells. Suzanne Sommers er númer þrjU yfir þær verst klæddu og á eftir fylgja Bo Derek númer fjögur, Charlene Tilton, stjarnan Ur sjónvarpsþáttunum „Dallas” nUmer fimm og;Beatrix Hollands- drottning nUmer sex. NUmer eitt á listanum yfir þær best klæddu er Nancy Reagan forsetafrU i Bandarikjunum en um hana segir Blackwell að hún klæði sig óaðafinnanlega og ávallt i samræmi við stöðu sina og að- stæður hverju sinni. 1 næstu sætum á þeim lista eru leikkonurnar Sophia Loren og Catherine Deneuve. Bo Derek er ekki mikið klædd i myndinni „10” og i raunveruleik- anum er hún illa klædd að dómi Blackwells. Herra Blackwell tlskufrömuöur I Hollywood hefur valið listann yfir best klæddu og þær verst klæddu. SUNDMÓTI Vill hætta I Stones Bill Wymari/ bassaleikari Rolling Stones, hefur lýst þvi yfir aö hann hafi hug á að yfirgefa hljómsveitina og hætta í popp- inu. Bill segir að eftir tvo áratugi í þessum bransa ,/Sé hann búinn að fá nóg af glamornum/ sukkinu og hneykslunum" i sem fylgi þessu lífi og að það sé ekki lengur gaman að . L véra /,einn af Steinunum" eins og hann orðar það. Það A ■jv séu komnir nýir menn og breyttir tímar og músíkin sé ekki lengur hans... ÆF f Svona var ^ stemmningin á (lansleiknum frá upphafi til enda, — heilbrigöir krakkar að skemmta sér. Umsjón; Sveinn Guðjónsson Guðmundur Þ.B. Ólafsson, fréttaritari Visis i Vestmannaeyj- um, sendi blaðinu eftirfarandi pistilum sundmót Kiwanismanna sem haldið var i Eyjum nú ný- verið; „Nýlega stóðu Kiwanismenn fyrir sinu árlega Kiwanissund- móti hér i' Vestmannaeyjum og heppnaðist það vel eins og ávallt áður. Mikill hugur er i sund- krökkunum þegar fer að liöa að móti þessu, enda mun það vera talið til stærri viðburöa hjá þeim. Kiwanismenn standa að öllu leyti fyrir móti þessu, sjá um tima- tökur, skráningar, verðlaunaaf- hendingar, og svo auðvitað sjá þeir um aila verðlaunagripi. Verðlaun eru veitt i öllum grein- um, gull, silfur og brons, auk þess fær sá keppandi sem mest hefur bætt sinn árangur frá seinasta Kiwanismóti, sérstakan farand- bikar og annan til eignar i verð- laun. Verðlaunagjöf þessi er ein- staklega vinsæl, þvi allir þátttak- endur hafa jafna möguleika á þvi aö vinna Kiwanisbikarinn. Að þessu sinni urðu þau sigurveg- arar Kiwanisbikaranna, i kvennaflokki, Lovisa Jónsdóttir, en þótt ung sé að árum hefur hún tekið þátt i öllum Kiwanismótun- um. 1 karlaflokki sigraöi Magnús Tryggvason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.