Vísir Sunnudagsblað - 12.03.1939, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.03.1939, Blaðsíða 1
HALLIR HITLERS EINSTAKAR BYftBINGAR FRÁ TEKNISKU SJÖNARMIÐI. 0 ICANSLARAHÖLLIN NÝJA f BERLIN. Bj'ggingin er 422 metrar á lengd og liggur meðfram nálega ölln Voss Slrasse til Wilhelms- strasse. Hitler er í margra augum ó- ráðin gáta. Hann er ýmist haf- inn til skýjanna éða honum er talið alt til foráttu, sem mögu legt er. Um eitt verður ekki vilst. Síðan liann komst til vakla er eins og þróun þýskrar tækni Iiafi verið Iej\st úr læðingi. Um endiilangt þýska ríkið rís nú livert mannvirkig á fætur öðru og flest stílhrein og voldug. Ef til vill eru það þó byggingar og vegalagnirnar, sem mest ber á, enda mestu fé varið í það. Rík- isvegirnlir þýsku, seni Hitler hef- ir látið leggja undanfarin ár, þykja furðuverk hið mesta. Byggingarnar, sem reistar voru í sambandi við Olympíuleikana 1936, hlutu aðdáun allra þeirra. er sáu, og þannig má lengi telja. Nú er IJitler nýbúinn að láta byggja nýja stjórnarhöll. Hún var vigð um miðjan janúarmán- uð síðastliðinn, og er mesta stór- hýsi Berlinarborgar. Framhlið byggingarinnar er 422 metra löng, eða jafnlöng Tuilerin- höllinni við Rue de Rivoli í París. Það tók heilt ár, að byggja þetta stórhýsi, eða réttara sagt, það tók þrjá mánuði að rífa nið- ur byggingar, sem slóðu á lóð- inni og níu mánuði að byggja sjálft húsið. En það er methraði við byggjngu slíks liúss. Þarna var unnið nótt og dag — 2000 manns í einu, og auk þeirra eru aðrir 2000 menn, er unnu við steinhögg, flutning á efni o. s. frv. Tuttugu miljónir múrsteina fóru i bygginguna og 50000 , kúbikmetrar af steinsteypu, en • 5000 kúbikmetrar af skeljakalki fór á útveggi hennar. Gamla stjórnarráðsbyggingin var inii- limuð þessari, en liún verkar þar miklu fremur sem útbygg- ing, enda hefir húsrúmið fimm- faldast. Salarkynnin eru liin vegleg- ustu, en sumurn þykir skrautið þar inni ekki í fullkomnu sam- ræmi við híinn stórbrotna ein- faldleik útbyggingarinnar. Þar er liver salurinn ciðrum stærri og skrautlegri. Þar er mosaik salur með' glerþaki, þar er hringmyndaður livelfingarsalur o. s. frv. Stærsti salurinn er 146 metra langur. Sumir salirnir eru lir marmara —- alla vega litum, aðrir úr ýmsum trjátegundum, og þar eru m. a. salir, sem eru klæddir 40 trjátegundum. Þeir eru skreyttir dýrindis gólftepp- um, gobelinsveggteppum frá 17. öld og frægum málverkum. Vinnustofa Iiitlers sjálfs er fyrir miðjum stærsta salnum. Það er ekkert smáherbergi, því lengdin á því er 27 metrar og nærri 10 metrar-til lofts. Vegg- ir þessa salar eru úr rauðbrún- um marmara; þar inni er skrif- borð og nokkurir stólar, heljar- stórt hnattlíkan og málverk af Bismarck, málað af þýska mál- aranum Lenbach. Að öðru leyti er lítið um skraut þar inni. í þessarli miklu höll er mikið af fögrum listaverkum, þar er veglegt bókasafn, og öllu er þannig hagað, að það ber vitni um menningu og smekk. Bygg- ingjameistarinn heitir Alhert Speer og lieflir hann þegar getið sér orðstír, sem lifa mun um ókomnar aldir, því verk hans eru sígild og stílfegurð þeirra stórbrotin og voldng. Um þetta mikla stórhýsi veit liverl einasta mannsbarn í Þýskaliandi, en Hitlér hefir á sama tíma látið byggja aðra byggingu, scm fáir vita greini- lega um, aðrir en þeir, sein þar unnu, svo og nokkurir vildar- vinir Hdtlers og örfáir útlendir stjórnmálamenn eðahöfðingjar, er hann hefir heiðrað með því að bjóða þeim þangað. Þegar franski sendiherrann i Berlin, Frangois-Poncel, lét af störfum, bauð Hitler honum i skilnaðarsamsæti lil Berchtes- gatlen. Var bifreið send eftir sendiherranum á járnbrautar- stöðina, sem liig gera ráð fyrlir. Þegar bifreiðin var komin áleið- is til baka aftur, tók sendiherr- ann eftir því, að bifreiðarstjór- inn ók út al' aðalveginum, ók veg, sem lá upp snai-bratta fjallslilíð, og alls ekki gat legið til Berchtesgaden. Sendiherranum fanst jxdta kynlegt, og hafði orð á því við bifrdiðarstjórann, að hann myndi vera kominn á villigötur. En bifreiðarstjórinn Jirosti bara og liélt ferð sinni áfram án þess að taka aðvörun sendiherrans frekar til greina. Þeir óku æ hærra upp í hlið- ina, en loks urðu fyrir þeim. járngrindur miklar, sem opnuð- ust sjálfkrafa, er bifreiðin ók að þeim, og nú komu þeir inn í

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.