Nýja dagblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 1
Glæsilegur árangur skipulagss og félagsþroska Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hefir á sið• asta ári selt og unnið úr 1 milj. 951 þús. 623 kg. mjólkur. Allur kostnaður við rekstur samlagsins varð 5,26 aurar á kg. af mjólk. Rekstuvshagnaður á ávinu vúm 50 þús. kv. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hélt aðalfund sinn á Akureyri í gær. Á fundinum voru mættir 39 fulltrúar og auk þess margir fundargestir. Á árinu 1934 hafði samlag- inu borizt til vinnslu 1.951.623 kg. mjólkur með 3,45% meðal- fitumagni. Úr þessari mjólk hhafði verið unnið 26 tonn af smjöri, 55 tonn af osti, 15 tonn af mysuosti og 58 tonn af skyri. Ennfremur höfðu verið seldir 704 þús. lítrar af geril- sneyddri mjólk og 30 þús. lítr- ar af gerilsneyddum rjóm'a. Bændum hafði verið útborg- að á árinu fyrir innlagða mjólk kr. 822.952,01, og samsvarar það 16,55 au. fyrir hvert kg. mjólkur. Rekstursreikningur Samlags- Eins og kunnugt er, hefir rógur íhaldsblaðanna gegn Mjólkursamsölunni verið með slíkum fádæmum, að þau blöð hafa ekki áður komizt lengra og er þá mikið sagt. Mest áber- andi og svívirðilegasti verknað- urinn, sem þau hafa þó að- hafzt er að hvetja fólk með allskonar hótunum og rógmælgi, til þess að koma á neyzlubanni á mjólk og mjólkurafurðum. Hefir hér verið um hinn aug- ljósasta atvinnuróg að ræða, og var Mjólkursölunefnd því nauðbeygð til að koma fram ábyrgð á hendur þessa fólks. Hefir hún eftir að hafa látið lögfræðing athuga þessi mál, gert eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gærkveldi: „MJólkursölunofnd ákveður a8 bttfSa skaðabátamál tyxlr bönd ins ber með sér, að reksturs- afgangur ársins var kr. 50.288,41, og samþykkti fund- urinn, að af þessari upphæð skyldi bændum greitt til við- bótar 2,5 au. fyrir hvert kg. innlagðrar mjólkur. Verður þá meðalverðið 19,05 au. fyrir kg. mjólkur, og er það nálega sama verð og í fyrra. Afgangurinn skyldi yfirfærður til næsta árs. Allur reksturskostnaður Sam- lagsins varð 5,26 au. pr. kg. mjólkur og hafði hann lækkað um 0,3 au. pr. kg. mjólkur frá því sem var árið áður. Á fundinum! kom fram mik- ill áhugi fyrir því að byggð yrði ný mjólkurstöð og var samþykkt tillaga um það að hefja nú þegar undirbúning að framkvæmdum málsins. Mjólkarsamsölunnar gegn forstöSa- konum Húsmæörafél. efnnl eöa ileiram, eftlr því sem ástæSa þyk- ir til. Svo og gegn ritstjórum Morg- imblaðsins, þeim Jóni Kjartans- syni og Valtý Stefánssyni, og rit- stjóra Vísis, Páll Steingrímssynl, út af árásum þessara aðila á Mjólkursamsöluna .og .aðgerðum þeirra til þess að draga úr sölu á afurðum hennar. Einnig ákveður nefndin að höfða meiðyrðamál gegn þessum aðilum, einum eða fleiri, eftir þvi sem ástæður þykja tiL Felur nefndin formanni sinum, sra Sveinbirni Högnasyni, að sjá um málshöfðanir þessar og koma fram í viðkomandi máli eða mál- um fyrir hönd mjólkursölunefnd- ar. Skal allt sem formaður gerir þessu viðvíkjandl vera skuldblnd- andi fyrlr stjórn Mjólkursamsöl- unnar, eins og hún heíðl þa3 sjáll gort“. Mjólkur- verkfallið I fyrradag óx salan um 600 lítra og nokkru tneira í gær Mjólkurverkfallið, sem íhalds- blöðin höfðu reynt að koma á og átti að standa þangað til búið væri að kúga bænduma til að afsala sér völdum yfir mjólkursölunni í hendur Eyj- ólfs Jóhannssonar, ólafs Thors og Jakobs Möllers, er nú að verða búið. Fyrsta verkfallsdaginn, s. I. mánudag, voru áhrif þess sama og engin og salan svipuð og venjulega. Annan daginn gætti áhrifa þess nokkuð og var salan þá ekki nema 12.162 lítrar, bæði hér og í Hafnarfirði. Þriðja daginn sáust greini- leg merki þess að verkfallið var í niðursiglingu og seldust þann dag 12.753 lítrar og hafði salan því aukizt um 600 lítra frá því daginn áður. Fjórða daginn, í gær, liggja enn ekki fyrir nákvæmar tölur, en samkvæmt fréttum, sem blaðið hefir úr búðunumi, var eftirspumin meiri en undan- farna daga og margir fóru að láta senda sér mjólk aftur, sem höfðu sagt henni upp. Hafa þeir ekki getað látið hafa sig að þeim ginningarfíflum áfram að láta leiðast af rógshjali og illgimi Morgunblaðsritstjór- anna. Nokkuð hefir það dregið úr mjóllcursölunni, að bæði í fyrra- dag og gær var hörgull á mjólk hér í bænum, vegna þess að flutningarnir stöðvuðust aust- an yfir heiði, fyrir ófærðar sak- ir. Hefir ófærðin verið það mik- il eystra, að suma dagana hef- ir ekki verið hægt að koma nærri því allri mjólkinni að bú- unum. Voru t. d. í fyrradag ekki fluttir til ölfusbúsins nema um 200 lítrar. í gær og fyrradag voru engir mjólkurflutningar auðtan yfir heiði, vegna framangreindra ástæðna, og vom sumar búðim- Framh. á 4. síðu. Mjólkursöluneind gerir ráðstatanir til þess að s etna ritstjórum íhaldsblaðanna: Jóni Kjartans- syni, Valtý Stefánssyni og Páii Steingrímssyni cg verkfærum þeirra í „húsmædrau-iélaginu íyrir atvinnuróg og meíðyrði SiBliil KorinliÉ Efíirtektarverð greín í Dagens Nyheder um sambúð Islendinga og Dana Kenningar Knud Berlin og aðstaða gagnvart Islandi hefír gert mikið tjðn segir greinarhöfundur 1 daixska blaðinu „Dagens Nyheder“ birtist 20. f. m. at- hyglisverð grein um samvinnu Norðurlanda. Höfundur hennar er danskur blaðamaður, Knud Bruun-Rasmussen. Þar sem greinin að nokkru leyti fjallar um afstöðu Islands og Dan- merkur þykir rétt að birta úr henni nokkra kafla, því telja rná, að hún sýni nokkurnveg- inn hvemig Danir, og þá sér- staklega yngri kynslóðin, lítur á þetta mál eins og nú standa sakir. „Norðurlönd“, segir Knud Bmun-Rasmussen, „eiga þrjú stórveldi að nágrönnum, Rúss- land, Þýzkaland og England. Finnar halda fast á réttindum sínum að austanverðu, en hvað verður sagt, þegar litið er í suður- og vesturátt? Er hægt að tala um Norðurlönd sem sam- stæða heild, meðan þessi fimm ríki hafa ekki lært að láta hvert annað í friði með sín eig- in þjóðemislegu vandamál? 1 Danmörku látum við það liggja á milli hluta og teljum okkur enga hættu af því stafa, þótt óskyld mál og mállýzkur séu talaðar í landinu, — en hafa Danir fyllilega viðurkennt rétt nýnorskunnar og rétt Finna, til þess að nota finnskuna? Höf- um við í orðsins fyllstu merk- ingu viðurkennt sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar? Um mörg ár kenndi dr. jur. Knud Berlin ríkisrétt við há- skólann í Kaupmannahöfn og öll þessi ár hefir skilningiir okkar á sambandi Islands og Danmerkur mótast af kenning- um hans um samband þessara tveggja þjóða. Skýringar hans hafa eingöngu lotið að hinum þurra lagabókstaf og þessvegna haft eyðileggjandi áhrif á far- sæla og frjálslega samvinnu Islands og Danmerkur. Því er kominn tími til að við látum önnur orð berast frá Kaup- mannahöfn til íslands en tómar lögskýringar. Það er 1 rauninni einkisvert, þó Danmörku hafi á pappírmnn verið gert rangt til, ef við höfum misboðið þjóðemistilfinningu Islendinga. Fögur orð um samband Norður- landanna eru alveg áhrifalaus, ef fjármálastefna okkar sýnir það ekki, að við óskum sam- vinnu við Island. Því var ástæða til þess, að það vekti nokkum ugg, fyrir fáum mán- uðum og aftur fyrir skemmstu, þegar var skýrt frá því, að út- lit væri fyrir, að Islendingar óskuðu nánara sambands við Englendinga og þeir væntu sér fjárhagslegs stuðnings þaðan. Þessvegna var það gleðiefni, er dönsk blöð fluttu þær fréttir nýlega, að Danir, Svíar og Is- lendingar myndu hjálpast að til að virkja vatnsafl á Islandi. Fer vel á því og þannig á það að vera. Ætti bróðir minn að leita til ókunnugra, þegar ég hefi aðstöðu til að standa við hlið hans og hjálpa honum? Norðurlönd geta því aðeins rnyndað öfluga heild, að óll fimm ríkin njóti fullkomins sjálfstæðis og viðurkenni hvert annað afdráttarlaust. Það er rneð þjóðir eins og einstaklinga: Það nægir ekki, að menn láti hver annan í friði, ekki nóg, að hver búi að sínu, menn verða að viðurkenna það að fullu, sem aðrir hafa til síns ágætis. Og Danir eiga að verulegu leyti sök á því, að samband okkar við Norðmenn og íselndinga er nú hvergi nærri eins alúðlegt og vinsamlegt og vera ætti. Við höfum ekki hreinlega viður- kennt þjóðleg sérkenni okkar norrænu bræðra. Við höfum ekki reynt að skilja það, sem gerzt hefir síðustu áratugi í Noregi og á íslandi. En þar hefir orðið þjóðernisleg valrn- ing, sem að vísu af sögulegum ástæðum hefir haft í för með sér nokkra ádeilu á Dani. En reyndar hefði þó átt að fagna þessu sem gleðilegum votti þess, að enn standa Norðurlönd, föðurland okkar allra, á sterk- um og gróandi stofni.-------— Sannarlega ern nú skilyrði fyrir hendi til þess með öllum stéttum hinnar dönsku þjóðar Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.