Nýja dagblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 1
NYJADAGBIAÐIÐ 4. ár. Reykjavík, íöstudaginn 1. maí 1936. 99. blaS Varnarliði Abessiniu- manna tvístrað með eíturgasi Ítalír sækja stöðngt fram í áttina til Addis Abeba London í gær. FÚ. Samkv. opinberri tilkynn- ingu frá Badoglio marskálki réðust ítalskar hersveitir í gær inn í Sasa Baneh, eftir að A- bessiníumenn höfðu haldið uppi þriggja daga vörn. Hann talar um hina harðvítugu vöm Abessiníumanna, og kemst svo að . orði, að „óvinimir hafi verið álráðnir í því, að berjast til þrautar, og hafi verið vel útbúnir að vopnum af öllum tegundum". Þá segir hann, að hersveitir búnar bifhjólum og bifreiðum elti nú Abessiniu- menn á flóttanum, og loks hrósar hann bæði innfæddum mörinum og ítölum mikillega fyrir hreysti' þeirra og trú- mennsku. Italskar fréttir segja, að It- alir hafi einnig tekið Debra Tabor, höfuðvígi Ras Kasa. I fréttum frá Addis Abeba er ekkert minnst á það, að Sasa Baneh sé fallin, þó að líklegt megi telja að Abessiníu- menn hafi orðið að gefast upp fyrir eiturgass- og sinnepsgas- árásum, sem Abessiníumenn segja, að beitt hafi verið ó- spart í gærdag, og gasinu þyrlað á hina abessinsku her- línu. Þessar fregnir eru mjög al- varlegt áfall fyrir Abessiníu- menn, sem gerðu sér von um að geta stöðvað framsókn It- ala þangað til regnið kæmi. Éin herdeild Itala er sögð eiga aðeins 60—70 mílur eftir til Addis Abeba, á leiðinni frá Dessié. Hafa alir vopnfærir Abessiníumenn á stóru svæði Frumvarpið um breytingar á vegalögunum var í gær af- greitt við 3. umr. í neðri deild, sem lög frá Alþingi. Eiríkur Einarsson flutti brtt. um að fella niður heimildina, til að leggja Suðurlandsbraut um Hafnarfjörð, Krísuvík og Selvog. Sú tillaga var felld. En íhaldsmenn allir greiddu, við nafnakall, atkvæði með brtt. Eiríks og gegn syðri leiðinni — nema Jón á Akri. Hann sat hjá, en verðu r nú sjálfsagt tekinn til bæna af ,,moðhausunum“ og Kveldúlfi. gripið til vopna og íarið upp í fjöllin, í von um að geta stemmt stigu við framsókn ítala. Sú sveit Itala, sem að- eins á eftir 60 mílur til Addis Abeba, er talin að hafa skilið eftir vagna sína vegna þess hve örðugt er að koma þeim um veginn. Er þetta 3000 manna sveit, sem heldur í átt- ina til borgarinnar. Það er sagt, að engin til- raun muni verða gerð til þess að verja höfuðborgina, og í dag gengur fregn um það, að þrír fulltrúar úr borgarráð- inu séu þegar lagðir af stað til móts við ítali, til þess að af- henda þeim borgina. Bretar smíða 38 herskip á næsta ári London 1 gær. FÍL Tillögur voru lagðar fram i dag í neðri málstofu brezka þingsins um aukin útgjökKtil brezka flotans, og fara þær fram á að 10 milljónum sterl- ingspunda verði varið til flota- þarfa umfram áætlaðar upp- hæðir, og að 38 ný skip verði byggð handa flotanum. Þrem milljónum sterlingspunda á að verja til nýrra skipabygginga, cg 2 milljónum til flotastöðv- arinnar í Singapore. Aðalatríð- in í herskipasmíðaáætlun fyr- ir árið 1936 eru á þá leið, að bygfgja skuli tvö stór orustu- skip, fimm beitiskip, tvo tund- urspilla, níu flugvélamæður og sex torpedo-báta. Þar að auki fara fram ýmsar endur- bætur og breytingar á öðrum skipum, og útbúnaði þeirra, þ. á m. togara, sem nota á til hemaðarþarfa. Málsvarar landhelgisþjófanna afgreiddir með rökstuddri dagskrá Tillaga sú til þingsályktun- ar, er íhaldsmenn fluttu í gremju sinni út af togara- njósnarmálinu, var á Alþingi í gær afgi-eidd með svohljóðandi rökstuddri dagskrá, sem borin var fram af Stefáni Jóh. Stef- ánssyni: „Þar sem úpp hefir komizt, við rannsókn á loftskeytum, stórfelld njósnarstarfsemi fyr- ir erlenda og innlenda land- helgisbrjóta, hættuleg fyrir land og lýð, sem ekki virðist hafa verið hægt að sanna án slíkrar skoðunar, og þannig er reynsla fengin fyrir því, að fyllsta nauðsyn getur verið til þess að rjúfa leynd símans þegar að hann er notaður til hættulegra eða víðtækra lög- brota, og með því, að upplýsí er, að síðan að núverandi rík- isstjórn kom tU valda, hafi ,,Indrídatorgf“ og pjódleíkhúsíð Uppdráttur Guðjóns Samúelssonar húsameistara rikisins ekki verið rofin leynd síma- samtala, nema að undangengn- um dómsúrskurði og þá í því skyni einu að fá upplýsingar um alvarleg lögbrot, sem rök- studdur grunur var á, að fram- in væri eða fremja ætti, og þar sem hér er um að ræða valdsvið og athafnir dóms- valdsins í landinu, sem er ó- háð framkvæmdarvaldinu, þá telur deildin tillöguna á þskj. 447 ástæðulausa og óréttmæta og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskráin var samþykkt, að viðhöfðu nafnakalli, með 17 gegn 13 atkvæðum. Með henni greiddu atkvæði Framsóknar- flokksmenn, Alþýðuflokks- menn, Magnús Torfason og Ás- geir Ásgeirsson, en á móti all- ir þjónar Kveldúlfs. Þrír þing- menn voru fjarverandi (B. J., H. J. og J. Ól.). Skólaslit og skólaslarfið í vetur Prófum er nú lokið við all- marga skóla hér í bænum og er þegar búið að segja sumum þeirra upp. Samvinnuskólanum verður sagt upp kl. 10 árdegis í dag og hefir hann nú verið starfræktur í 18 vetur. Að þessu sinni hefir 31 nem- andi lokið burtfararprófi, eða fleiri en nokkru sinni fyr í sögu skólans. 13 nemendur stóðust próf í annan bekk. Framhaldsdeild var starf- rækt við skólann til áramóta. Þar voru kennd mál, bókfærsla og vélritun, og gaf það góða raun. Félagslíf hefir verið gott í skólanum í vetur og málfunda- félag og bindindisfélag skólans hafa vikulega haldið skemmt- anir og umræðufundi. Einnig hafa nemendur nokkrum sinn- um farið úr bænum til skauta- og skíðaiðkana, stund- um lengri ferðir. Kennaraskólanum var sagt upp í gær kl. 2 síð- degis. Að þessu sinni útskrifuðust 33 nemendur úr skólanum og auk þess tóku tveir stúdent- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.