Nýja dagblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 1
Ber er hver að baki * * er oin af beztu bókum haustsins Fæst í bókabúðum! tasH Jónas Jónsson alþm., forgöngnmaður háskólamálsins á Alþingi. bæði við Madrid og áöðrum vígstöðvum ! LONDON: Veður hafa batnað aftur á Spáni nú um helgina og hafa bardagar því hafizt af fullum krafti að nýju. Uppreisnarmenn hafa gert harð- vítugar tilraunir til þes að rjúfa varnarlínu stjómarhersins i há- skólahverfinu, en öllum þeim á- rásum hefir jafnskjótt verið hrundið. Á Guadaljaravígstöðvunum, norðaustan við Madrid, segist stjómarherinn aftur hafa náð íimm þorpum á vald sitt. Aöalorusturnar í gœr stóðu þó um þrjú þorp, sem em 9—10 km. vestan við Madrid og var óséð í gærkvöldi, hvemig þeim myndi lykta. Hafði deild úr stjórnar- hernum komizt að baki uppreisn- rrmanna og voru þeir sóttir á tvo vegu. Almennt er talið að aðstaða stjómarhersins sé nú miklu betri en fyrir mánuði síðan, þegar bar- dagarnir hófust um Madrid, — Skipulagi hefir verið komið á lierstjórnina og mikill liðsauki borizt til borgarinnar, þar á með- al mikið af æfðum skyttum. Sigrar stjórnar- hersins við Oviedo og Malaga Á öðmm vígstöðvum en við Madrid hafa einnig hafizt bardag- ar að nýju. Hefir stjórninni veitt betur, bæði á vígstöðvunum við Malaga og i Asturiu (í kringum Oviedo). Loitárásir á Alicante Uppreisnarflugvélar gerðu frá því kl. 7 ó laugArdagak^öJd til kl. ID/\Gr ÍB ll/^Ð II \Ð 4. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 1. desbr. 1936. 277. blað Hornsteinn Háskólans verður lagður í dag í dag fyrir hádegið verður lagð- ur homsteinninn að hinni nýju háskólabyggingu. Munu stúdent- ganga fylktu liði frá Austurvelli kl. 11,20 að grunni háskólans og vcrður hornsteinninn þá lagður af kennslumálaráðh., Haraldi Guð- mundssyni. Mun hann flytja ræðu ásamt próf. Alex. Jóhannessyni. Með byggingu háskólans er hrundið í framkvæmd einu mesta ágrciningsmáli á Alþingi um þriggja ára skeið. Jónas Jónsson þáv. kennslumálaráðherra bar fyrst fram á Alþingi 1930 frv. um háskólabygginguna og að Reykja- víknrbær legði fram nægilegt landrými fyrir háskólann. Frum- varp þetta náði ekki fram að ganga þá og heldur ekki á næsta þingi. Árið 1932 leit enn út fyrir að málið myndi stöðvast í efri deild. Meirihluti menntamála- nefndar, Guðrún Lárusdóttir og Jón i Stóradal, lögðu til að frv. yrði fellt. Fulltrúi Framsóknar- flokksins i nefndinni, Páll Her- mannsson, lagði hinsvegar til að það yrði samþykkt og með miklu harðfylgi tókst að koma mólinu fram á því þingi. Framsóknarflokkurinn hefir mcð forystu sinni í háskólamálinu sýnt eins og jafnan við önnur hliöstæö tæklfæri, að hann er sá íslenzki stjórnmálaflokkurinn, sem mest hefir gert til að bæta aðstöðu til aukinnar menntunar, bæði við iægri og æðri skóla. Uppdrátturinn af háskólabyggingunni. 2 á sunnudagsnóttina 12 loftárásir á borgina Alicante við Miðjarðar- hafið. Segir borgarstjórinn þar, að einn maður hafi beðið bana og sjö menn særst af völdum þeirra. Fnnfremur hafi orðið nokkrar skemmdir á byggingum af völdum þeirra. Hann segir einnig, að tvær af árásarflugvélum hafi að þeim loknum farið út í þýzkt móðurskip, sem lá þar á höfn- inni. Brezku þingmenn- irnir skora á stjórn ir Englands og Frakklands að hjálpa Madridbúum Brezku þingmennimir, sem fóru til Spánar til þess að kynna sér óstandið þar, hafa farið fram á það við stjórnir Frakklands og Bretlands, að þær leggi til 1000 flutningavagna, til þess að hjálpa til þess að flytja óvopnfæra íbúa Madridborgar á burtu úr borginni. Einn þingmannanna sagði, í sím- tali til London í gær, að matvæla- birgðir væru ekki nægar, fyrir alla sem i borginni eru, og að lieimilislaust fólk hefði leitað ofan i neðanjarðargöng, þar sem það svæfi í löngum röðum á neðan- j a rðar-jé mhrautarpöllunum. FÚ. Eindregið fylgi með nýju j arðræktarlögunum í kjördæmí landbúnaðarráðherrans 91 atkv. á móti 28 Blikastaða-Magnús fer sneypuför til Sandgerðis Sex búnaðarfélög hafa enn mótmælt ákvörðunum meirahluta búnaðarþings, og eru þá alls kom- in mótmæli frá 57 félögum. Búnaðarfélag Holtshrepps i Skagafirði hcfir samþykt slíka til- lögu með 23 atkv. og mun annað- hvort eitt atkvæði eða ekkert hafa verið á móti. Búnaðarfélag Kaldrananeshrepps i Strandasýslu hefir lýst fylgi sínu við nýju jarðræktarlögin með 14:8 atkv. Hafa þó öll Búnaðarfélögin i Strandasýslu lýst eindregnu fylgi sínu við nýju jarðræktarlögin og i tveim félögum hafa slíkar tillög- ur meira að segja verið samþykkt- ar mótatkvæðalaust. Sé atkvæðagreiðslan úr öllum búnaðarfélögum Strandasýslu lögð saman, sést að 91 bóndi hefir grcitt atkvæði með nýju jarðrækt- arlögunum, en ekki nema 28 á móti. Sýnir það glöggt hversu yfir- gnæfandi fylgi lögin hafa í kjör- dæmi landbúnaðarráðhcrrans. Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps í Eyjafirði hefir einnig samþykkt mótmæli gegn ákvörðun meira- hluta búnaðarþings með allmikl- um atkvæðamun. Búnaðarfél. Hraungerðishrepps í Árnessýslu hefir samþykkt hlið- stæða tillögu með yfirgnæfandi meirahluta. Búnaðarfélag Snæfjallahrepps í Norður-ísafjarðarsýslu hefir einnig mótmælt ákvörðun meirahluta !)únaðai'þings. í Búnaðarfél. Miðneshrepps í Gullbringusýslu var haldinn fund- ur síðastl. sunnudag. Mætti Magnús á Blikastöðum á fundin- um og taldi íhaldið sér sigur vís- an. — Ilófst fundurinn með því, aðMagn- ús hélt ræðu, sem stóð næstum Frh, á 4. siðu. Próf. Guðjón Samúelsson, hefir teiknað háskólabygg- inguna. Togara- njósnirnar dæmdar í Hæsfarétti Þorgeir Pálsson fékk 8000 kr. sekl Fyrsti Hæstaréttardómurinn í togaranjósnamálinu var kveðinn upp í Hæstarétti í gærmorgun kl. 10. Var það dómurinn í máli þor- geirs Pólssonar, sem ákærður var fyrir að hafa aðstoðað erlenda togara við landhelgisbrot. Við rannsókn málsins kom í ljós, að þorgeir Pálsson hafði verið umboðsmaður fyrir togaraút- gerðarfélagið H. Markham Cook í Grimsby og hafði han sent togur- um félagsins: Lincolnshire, Berk- shire, Wai'wickshire og Holbom dulmálsskeyti um ferðir varðskip- anna. Hæstiréttur fellst algerlega á forsendur undirréttardómsins og Framh. á 4. *í8u. Þegar innbrolid heyrðisl á Lögreglu slöðina Kl. 11,45 í fyrrakvttlð heyrðist tnn á lttgreglnsttttt að rúða var brotin f ná- grenninu. Brá lttgreglan þegar vitt til að vita hverju þetta gegndi og varð þess brátt óskynja, að brotin hafði veritt glugga- rúða portmegin i húsinu nr. 16 viS Hafnarstræti. — Var sýnilegt, aS innbrotsþjófur- inn hafði ætlaS aS fara lnn í veltingastofn, sem er i hús- inu. í portinu viS húsiS fann lttgreglan mann tttluvert við 61. Hafði hann gert innbrots- tilraunlna og var þegar flutt- ur 1 steininn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.