Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 7. marz 14. tölublað 6. árg. Nr. 99 TIMANS Jón Pálmason á Akri - fyrrverandi alþingismaður Mér er i minni, þegar ég sá Jón Pálmason i fyrsta sinn. Ég var þá 6 ára að aldri.Þeir komu heim að Sauða- nesi, Jón, þá nýkominn aö Akri og Ólafur Bjarnason i Steinnesi, siðar bóndi að Brautarholti á Kjalarnesi. Báðir báru þeir af öðrum ungum mönnum sökum glæsileiks i vexti og fasi. Næst minnist ég Jóns 10 árum siðar, við jarðarför föður mins. Að lokinni kirkjulegri athöfn og er komið var upp I kirkjugarðinn á Blönduósi i hriðar- veðri um haust, er skiljanlegt, að mörgum hafi þótt dapurlegt að sjá þarna við gröfina ekkjuna með 12 barna hóp, hið yngsta kornabarn og hið elzta 17 ára. Þá spratt fram Jón á Akri og flutti ræðu, áður en rekum var kastað. Það var engin grátræða. Hann minntist látins vinar sins með hlýjum orðum, en siðan ræddi hann um hlut- verk bóndans og starf, i tengslum við æskuna og framtiðina. Það var eins og birti yfir öllu, þrátt fyrir veöuriagið og skammdegið. Þannig var og varð Jón Pálmason, bóndi á Akri, siöar höfðingi héraðsins og hjálparhella, alþingis- maöur og alþingisforseti, ráðherra, endurskoðandi rikisreikninga og bankaformaður með meiru, sannur Húnvetningur og Islendingur, kvæntur ágætri konu, Jóninu ólafsdóttur, er hann átti með efnileg börn og reyndist ávallt ástrikur heimilisfaðir. Heiörikur svipur og afburða mælsku- þróttur öfluðu Jóni fylgis og vinsælda, en hér við bættist persónulegur hlý- leiki og bjartsýni, sem tendraði ljós i hugum manna og varpaði birtu á framtiðarvonirnar. 1 fermingarboðum á heimili minu, 8 að tölu I gegnum áranna raðir, ávarp- aði Jón Pálmason fermingarbarnið i ræðu, minnti það á skyldur þess við land og þjóð og eggjaði til dáða og drengskapar. Hann var sjálfur höfðingi i lund og gestrisinn. Vinfastur var hann svo að af bar og fundum við spilafélagar hans hin siðari árin, hve hann mat slikar samverustundir. Okkur félögum Lionsklúbbs Reykja- vlkur þótti Jón Pálmason sýna okkur mikinn heiöur, er hann, roskinn aö árum, gerðist þar starfandi félags- maður sem ungur væri. Þá má ekki gleyma þeirri íþrótt er Jóni Pálmasyni lék betur aö iðka en flestum öðrum, en það var mótun ferskeytlunnar, þvi að hagmælskan var honum i blóö borin. Hann gat kast- að fram stöku við öll tækifæri og átti ógrynni i fórum sinum af rituðum kveðskap, auk þess er birzt hefur I kvæðabók hans. Minnugri mann á visur, sinar og annarra, hefi ég aldrei hitt, og ósennilegt að slikt eigi eftir að henda, vegna hrörnandi áhuga al- mennings, einkanlega ungs fólks, á þessari göfugu Iþrótt islenzkrar orð- listar. Ég kveð vin minn Jón Pálmason á Akri með kærri þökk fyrir allar þær ánægjustundir, er ég átti i návist hans, um leiö og ég votta fjölskyldu hans samúö mina vegna fráfalls hins aldur- hnigna ættarhöfðingja. Páll S. Pálsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.