NT - 03.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 1
Rannsóknir sitja á hakanum ■ Nokkrum sinnum á öld skelfur land á Suðurlandi svo um munar. Líkur eru á að næsti stóri Suðurlands- skjálfti verði innan aldar- fjórðungs. Vísindamenn og starfsmenn Almannavarna hafa árum saman beðið um auknar fjárveitingar til rannsókna svo menn verði betur í stakk búnir þegar skjálftinn ríður yfir. Þessum beiðnum hefur ekki verið 1 sinnt. Sjá NT-Úttekt bls. 14-15 Jesse Jackson: Fyrsti svertinginn sem sigrar í forvali ■ Forval demókrata í Bandaríkjunum heldur áfram. Jesse Jackson hef- ur staðið sig vel í forval- inu. Hann hefur tvímæla- laust styrkt stöðu sína inn- an Demókrataflokksins þótt hann verði ekki for- setaframbjóðandi hans. Hann sigraði í gær í forvali í Columbia-héraði (Dis- trict of Columbia), og varð þannig fyrsti blökkumað- urinn sem sigrar í forkosn- ingum demókrata i ein- hverju fylki Bandaríkj- anna. Símamynd-Polfoto Utborgun íbúðaverðs heldur áfram að hækka: Opinberar aðgerðir til að knýja niður útborgunina Enn eru ekki komnar fram neinar vísbendingar um það að útborgun í fasteignavið- skiptum, sem um árabil hefur verið 75 af hundraði á fyrsta árinu, lækki. Þó hefur megin- röksemd hárrar útborgunar, verðbólgan, lækkað mjög að undanförnu eins og alþjóð veit. Ahrifamenn á fasteigna- markaði hafa að undanförnu viðrað hugmyndir, sem knýja á um betrí kjör á fasteigna- markaðnum. Meðal annars hefur verið rætt um það að veita ekki opinber lán til hús- næðiskaupa ef greiðslukjör teljast ekki viðunandi. Hug- myndin með því er sú að ríkisvaldið gangi á undan og verðlauni þá sem selja á góðum kjörum. Óleyfisíbúðir leysi vandann Stefán Ingólfsson, hjá Fast- eignamati ríkisins, segir í við- tali við NT í dag, að óleyfis- íbúðir, sem nýlega er búið að innrétta, verið er að innrétta eða á eftir að innrétta, komi til með að leysa stærri hluta af húsnæðisvandanum í höfuð- borginni en nýbyggingar. Stefán segir frá því, að í nýlegri skoðun FR hafi komið upp dæmi um þriggja hæða raðhús í Breiðholti, sem hafi verið seld í þrennu lagi; það er að segja að þeim hafi verið skipt í þrjár litlar íbúðir, en mest er spurt um litlar íbúðir á fast- eignamarkaðnum, og þær eru því tiltölulega dýrastar. Vaxtabyrðin erfiðasta þrepið Sérfróður maður í fasteigna- viðskiptum sagði við NT að í næstu framtíð liti út fyrir að vaxtabyrðin yrði erfiðasti hjall- inn fyrir fólk sem kaupir hús- næði ífyrsta skipti. §>á nánar bls. 5 og 6 Tannlæknadeild Háskóla íslands: PRÓFSTYKKID FORIGROFINA! - verða jarðneskar leifar sjúklings grafnar upp til þess að sanna hæfni tannlæknanemans? ■ Enn liggur ekki Ijóst fyrir hvort grípiðverðurtU þess ráðs að grafa upp jarðneskar leifar fór með prófstykki tannlækna- konu, sem síðastliðið sumar nemaígröfinaáðurenprófess- orar deildarinnar höfðu tekið það formlega út. Að sögn Jóns Oddssonar, hæstaréttarlög- manns, sem fer með málið er hér um að ræða heilgómasett, sem Rannveig Axljörð, tann- læknanemi, smíðaði fyrir ári sem lokaverkefni í heilgóma- gerð. Rannveig var þá á fímmta ári og hefur veríð dúx í viðkomandi fagi. Prófessorar deildarinnar gáfu sér ekki tíma til þess að skoða góma Rann- veigar þegar þeir voru settir upp í sjúklinginn, eins og þeim þó bar. Hefur Rannveig krafist þess að gómarnir verði teknir út þrátt fyrir formgalla á skoðun enda séu þeir á ábyrgð prófessora, og að þeir hafí fylgst með verkinu og sé full- kunnugt um að því hafi verið lokið áður en sjúklingurinn lést. Aðstandendur hafa boðið Rannveigu að hin látna verði grafin upp. Þó er óvíst að það breyti nokkru í málinu þar eð prófessorar tannlæknadeildar hafa borið því við, að gómarnir séu ekki skoðunarhæfir nema hægt sé að merkja að þeir henti sjúklingi fullkomlega. slíkt sé ekki hægt þó svo að jarðneskar leifar hans séu grafnar upp. Jón Oddsson hef- ur kært ákvörðun tannlækna- deildar í þessu máli til mennta- málaráðherra og er beðið eftir 1 svari ráðherra. I kæru Jóns er farið fram á að deildin fari að vilja Rannveigar og viðurkenni umrædda heilgóma enda sé I það á ábyrgð prófessora deild- 1 arinnar að skoðun fór ekki i fram. Verði umrætt prófstykki ekki tekið gilt hefur það í för | með sér að Rannveig mun ekki I geta útskrifast fyrr en í janúar : í stað þess að ljúka sínu námi nú í vor, Eins ög fyrr segir hefur Rannveig ætíð verið með bestu einkunn í umræddu fagi, og þykir því mörgum skjóta skökku við að það tefji útskrift hennar um rúmlega hálft ár.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.