NT - 26.07.1984, Blaðsíða 1

NT - 26.07.1984, Blaðsíða 1
V6RZUI Fjórir milljarðar á huldu Ekki vitað hverjir eiga 25% sparifjár í bönkum og sparisjóðum ■ Nær fjórðungurinn af öllu innlögðu fé í bönkum og sparisjóðum landsins - samtals 4.184 milljónir króna um síðustu áramót - voru ekki skráðar á nafn, samkvæmt upplýsingum í Hagtölum Seðlabankans um flokkun inn- lána eftir þjóðfélagsgreinum. I Seðlabankanum segja menn ómögulegt að geta sér þess til með nokkurri vissu hverjir séu eigendur þessara milljarða, þótt oftast sé talið að þessar óskráðu innistæður séu í eigu einstaklinga. Sé það rétt til getið hafa einstaklingar átt tæplega þrjá fjórðu hluta allra inn- eigna í bönkum og sparisjóð- um landsins um síðustu ára- mót. Innistæður merktar einstaklingum reyndust samtals 9.300 milljónir króna, eða rétt um 50% allra innlána í bankakerfinu og höfðu þær aukist um 82% á einu ári. Alls voru innistæð- ur í bönkum og sparisjóðum 18.814 milljónir um síðustu áramót. Þegar litið er á útlána- skiptingu sömu bankastofn- ana kemur í ljós að þar er hlutur einstaklinga aðeins 15% af heildarútlánum, eða um einn fimmti hluti af því fé sem talið er að þeir eigi í bönkunum. Um þrír fjórðu hlutar heildar útlánanna fara Togarastoppið: „Þjónar ekki hagsmunum útgerðarinnar“ Segir sjávarútvegsráðherra ■ „Stöðvun 'pjónar ekki þeirra hagsmunum,“sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðhena, þegar NT innti hann álits á stöðvun Austfjarðartogaranna, en nú liggja togarar frá fimm út- gerðum á Austurlandi bundnir við bryggju, sem kunnugt er. Fundur útgerðarmanna á Austfjörðum með þingmönnum kjördæmisins, þar á meðal sjávarútvegsráðherra, bar lítinn árangur, sagði útgerðarmaður í samtali við blaðið. „Þeir sögðu bara að verið væri að vinna í málinu. Það er búið að gera lengi en dugir bara ekki. Við vilj- um aðgerðir,“ sagði útgerðar- maðurinn. Halldór Ásgrímsson kvaðst líta þannig á að fundurinn hefði fyrst og fremst verið haldinn til að kynna þingmönnum stöðuna,- „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru alvarleg mál sem þarfnast skoðunar. Menn verða að hafa þolinmæði til að vinna að lausn þeirra,“ sagði ráðherrann. Hvað segja aðrir verkalýðsleiðtogar um kröfur BSRB? Sjá bls.4 til atvinnuveganna, sem hins vegar eiga aðeins tæp 18% inneignanna. Innlán atvinnuveganna í bönkum og sparisjóðum landsins jukust um 145% frá áramótum 1982 til áramóta 1983 á sama tíma og heildar- innlán í bankastofnanirnar jukust um 83%. Um síðustu áramót áttu atvinnuvegirnir samtals 3.351 milljón króna inneignir í bönkum og spari- sjóðum, samkvæmt upplýs- ingum í Hagtölum Seðla- bankans. Inneignir atvinnuveganna nár.tu um áramót tæpum 18% af heildarinnlánum í bönkum og sparisjóðum og höfðu aukist úr rúmum 13% árið áður. Útlán sömu stofn- ana til atvinnuveganna námu hins vegar 13.390 milljónum króna, eða rúmum 74% af öllum útlánum banka og sparisjóða. ■■■■■■■■■■■■■ Blöndubændur kærðir ■ Fundur um viðbrögð gegn brotum á banni við upprekstri hrossa á Auð- kúlu- og Eyvindarstaða- heiði hefur verið ákveðinn í landbúnaðarráðuneytinu í dag. Fundinn sitja land- græðslustjóri og sýslumenn að norðan. Samkvæmt heimildum NT verður þar undirbúin kæra á hendur þeim bændum sem sannir reynast að sök. Átján bændur í Skaga- firði bættust í hóp lögbrjót- anna í gær er þeir ráku 180 hross á Eyvindarstaðaheiði í gær þrátt fyrir bann ráðu- neytisins. En alls eiga á annað hundrað bændur upprekstrarrétt á þann afrétt. Landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson sagði í gær að honum fyndist þessi aðgerð koma óorði á bændastétt- ina. „Þessir menn eru ekki aðeins að brjóta lög heldur og eigin samþykktir á al- mennum sveitarfundum. En mér virðist að heima fyrir hafi nokkrir menn rekið mjög óvæginn áróður fyrir að þessi lagaákvæði yrðu brotin,“ sagði Sveinn. Síðasta tifraun til að bjarga Fjalakettinum ■ „Það má segja að það sé búið að rífa niður það sem mestu skiptir frá menningar- sögulegu sjónarmiði, þ.e.a.s. kvikmyndasalinn, en hann var talinn sá elsti sem varðveittur var í heiminum. Frá umhverfis- sjónarmiði og fyrir götumynd Áðalstrætisins skiptir þó allt húsið máli og við ætlum að ræða það hvort enn finnist einhver ráð til að bjarga þvt sem eftir er af húsinu,“ sagði einn af tals- mönnum samtakanna Níu líf, en þau samtök efna til almenns borgarafundar í kvöld, þar sem ræddar verða leiðir til að stöðva frekara niðurrif Fjalakattarins. Fundurinn verður á Hótel Esju kl. 20.30 og vænta samtök- in þess að þar mæti allir sem vilja vinna að verndun Kattar- ins, elsta kvikmynda- og leik- húss íslendinga, sem nú er óðum að hverfa af yfirborði jarðar. Bindindis- ganga! ■ Ekki færri en 500 manns, ungir sem aldnir frá 16 löndum, gengu fylktu liði í gær frá Templarahullinni við Bar* ónsstíg, sem leið liggur niður Laugaveginn, og á Lækjartorg þar sem flutt voru ávörp og sungin friðarlög. Gangan var lið- ur í tveim alþjóðlegmn ráð- stefnum sem Templarar og Ungtemplarar gangast fyrir hérlendis um þessar mundi. Nl-mynd: Svcrrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.