NT - 03.11.1984, Blaðsíða 20

NT - 03.11.1984, Blaðsíða 20
Árið 1983 ■ ■ Helstu atburð- ir á einum stað ■ Bókin Árið 1983, um stór- viðburði í máli og myndum, með íslenskum kafla, er komin út í 19. sinn. Annáli ársins er skipt niður í 12 kafla, einn fyrir hvern mánuð, og byrjar hver þeirra á einskonar fréttaskýringu þar sem fjallað er um helsta viðburð þess mánaðar. Atburðir eru síð- an raktir frá degi til dags og í lok kaflans er myndaannáll. Á eftir annálsköflunum koma greinar um ýmis mál, eins og alþjóðastjórnmál, tækni og vís- indi, tísku og íþróttir, svo eitthvað sé nefnt. í bókarlok er síðan kafli, þar sem stiklað er á stóru um helstu viðburði á innlendum vettvangi. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson, Björn Jó- hannsson fréttastjóri skrifaði ís- lenska kaflann, en Hafsteinn Guðmundsson hannaði hann. Útgefandi er Bókaútgáfan Þjóðsaga. Bókin er344 blaðsíð- ur og er hún prýdd 480 myndum. ■ Bjöm Jóhannsson, Hafsteinn Guðmundsson og Gísli Ólafsson, aðstandendur bókarinnar um helstu viðburði ársins 1983. NT-mynd Róbert Lausardaður 3. nóvember 1984 20 ■ „Þakka þér samninginn,“ gæti Jón Daníelsson blaðamaður á NT verið að hugsa er hann rétti Magnúsi Sigurðssyni framlag í verkfallssjóð bókagerðarmanna í gær. „Þar nýtast peningamir best í minni kjarabaráttu.“ NT-mynd Ámi Bjama Kjarabarátta blaðamanna í höndum bókagerðarmanna - segir Jón Daníelsson, blaðamaður á NT Konur krefjast friðar ■ Nú er afvopnunarviku Sameinuðu þjóðanna að ljúka, en baráttudagur kvenna fyrir friði og afvopn- un var hinn 25. október. Af því tilefni hafa konur úr öllum kvennasamtökum í Kvennahúsinu sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að framleiðsla kjarnavopna verði þegar stöðvuð og að hætt verði við ráðagerðir um að staðsetja kjarnavopn hvar sem er í heiminum. Þá vilja samtök- ina minna allar konur á kröf- una um að sett verði bann við öllum efnavopnum og öðrum gereyðingarvopnum. Telja samtökin að hinu flókna og hættulega ástandi sem nú ríkir í alþjóðamálum megi breyta ef almenningur leggst á eitt og knýr á um þær kröfur sem kvenna- samtökin hafa sett fram. ■ Jón Daníelsson. fulltrúi blaðamanna á NT í samninganefnd Blaðamannafélags Islands, afhenti Magnúsi E. Sigurðssyni í gær 2500 krónur í verkfallssjóð Félags bókagerðarmanna.. Við afhendinguna lét Jón þau orð falla að þar kæmu peningarnir að bestum notum í kjarabaráttu blaðamanna. Við upphaf samningaviðræðna blaðamanna og útgefenda kom fram krafa blaðamanna um að samningurinn gilti frá 1. september. Jón sagði, í stuttu samtali við starfsbróður sinn á NT, að meirihluti samninganefndar blaðamanna hefði samþykkt, eftir boð útgefenda, að skipta á þessari kröfu og fastri greiðslu, sem ekki yrði getið um í samningnum. „Ég gat hins vegar ekki hugsað mér að taka þátt í slíkri lágkúru og skrifaði því ekki undir samninginn, og greiddi síðan atkvæði gegn honum á félagsfundinum,“ sagði Jón. ■ Falleg peysa úr blaðinu Prjónalind, Prjónalind nýtt íslenskt prjónablað ■ Nú eru allir að prjóna, því að peysur og önnur prjónaföt eru í tísku. Út er komið nýtt íslenskt prjónablað, sem nefnist Prjónalind. í blaðinu er fjöldi uppskrifta, aðallega af peysum, en litmynd fylgir hverri uppskrift. Einnig eru í blaðinu ýmsar upplýsingar, sérstök snið- örk o.fl. Hönnuðir að flíkunum í blað- inu eru: Aðalbjörg Erlendsdótt- ir, Ásdís Ingólfsdóttir - en þær eru einnig ritstjórar blaðsins - Dóra Sigfúsdóttir og Ragna Hermannsdóttir. Ragna annast einnig myndatöku fyrir blaðið. Blaðið Prjónalind er unnið í prenstmiðjunni Odda og fæst í öllum helstu bókaverslunum. Svohljóðandi tilkynning er í blaðinu: „Ef þið lendið í vandræðum er ykkur velkomið að hringja í síma Prjónalindar 621292“. Bridgefélag Reykjavíkur Apple tvímenningur ■ Þann 31. október lauk 3ja kvölda Mitchell tvímenningi hjá B.R. Til nýmæla má telja, að útreikningur fór fram með aðstoð tölvu, reyndist þetta mjög vel eftir minniháttar byrj- unarörðugleika. T.d. lágu úr- slit fyrir í lok móts aðeins 7-8 mínútum eftir að spila- mennsku lauk og eins og Ágn- ar Jörgensen keppnisstjóri sagði: „Hún reiknar rétt tölvu- skrattinn." Öll tölvuvinnan var unnin af starfsmanni Apple fyrirtækisins og verðlaun voru gefin af fyrirtækinu. Félagið þakkar framlag Apple og má fullyrða að afskiptum tölvunn- ar sé ekki lokið hér með af málefnum bridgeíþróttarinn- ar. Úrslit urðu annars þau, að þeir Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson sigruðu með talsverðum yfirburðum en röð- in varð þessi: 1. Aðalsteinn Jörgensen - Val- ur Sigurðsson 1188 stig 2. Jón Páll Sigurjónsson - Sigfús Örn Árnason 1087 stig 3. Stefán Guðjohnsen - Þórir Sigurðsson 1038 stig 4. Hannes Jónsson - Páll Vald- imarsson 1036 stig 5. Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 1035 stig ■ 6. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 1024 stig 7. Jón Þorvarðarson - Þórir Sigursteinsson 1015 stig 8. Jón Hjaltason - Hörður Arnþórsson 1002 stig Alls tóku 40 pör þátt í keppninni. Næsta miðvikudag (7. nóv.) verður spilað í sveita- keppni stofnana en þann 14. nóv. hefst aðalsveitakeppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til keppnisstjóra eða Sigurðar B. Þorsteinssonar í síma 622236 eftir kl. 17. Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú stendur yfir 3 kvölda Butler keppni en það er tvímenningur með sveitakeppnissniði. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi: 1. Ásgeir Ásbjörnsson - Hrólf- ur Hjaltason 113 2. Hrannar Jónsson-Matthías Þorvaldsson 112 3. Guðbrandur Sigurbergsson - Kristófer Magnússon 105 4-5. Hafsteinn Steinarsson - Jón Gíslason 100 4-5. Guðni Þorsteinsson - Halldór Einarsson 100 Miðlungur var 90. Næsta mánudag verður haldið áfram með Butlerinn, en síðan er ætlunin að frá Bridgefélag kvenna í heimsókn. Keppnis- stjóri hjá félaginu er Éinar Sigurðsson. „Ekkert mál“ saga um mikið mál ■ Feðgarnir Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson hafa í sameiningu skrifað sögu sem byggir á beiskri reynslu af heimi eiturlyfja. „Ekkert mál“ er saga um veröld og líferni sem flestum finnst víst fjarri sér, en er í raun ískyggilega nálæg. Þetta er saga um íslensk ungmenni sem lifa á valdi heróíns, nánast á heljar- þröm mitt í velferðinni og hinu félagslega öryggi. Bókin gerist í Reykjavík þar sem fyrstu sporin inn í heim eitursins og hugarfar eiturneyt- andans eru stigin. Síðan tekur Kaupmannahöfn við þar sem dýpst er sokkið og svo aftur Reykjavík þar sem aðstandend- ur sögupersónanna koma til og reyna með hjálp lækna að bjarga því sem bjargað verður. Faðir og sonur hafa skrifað bók sem í senn er átakanleg, ótrúleg og spennandi. í heimi heróínistans getur allt gerst. Morgundagurinn er í óra- fjarlægð og framtíðin er næsta fix. Næstum hver mínúta er þjakandi ótti við hryllileg frá- hvarfseinkenni og snýst eigin- lega aðeins um eitt: Hvernig næ ég í peninga fyrir næstu sprautu? „Ekkert mál“ er áhrifamikil lesning um íslenska fjölskyldu sem kynntist heimi heróínfólks- ins - og tókst á við þann draug. Saga þeirra Njarðar og Freys er líka alvarleg aðvörun til okkar hinna sem kannski uggum ekki að okkur. „Ekkert mál“ er komin í bókaverslanir. Útgefandi er Setberg. ■ Örn og Örlygur hafa gefið út bókina Hagnýt lög- fræði, eftir Gunnar Eydal og Éorgerði Benediktsdótt- ur. Bók þessi er hugsuð sem almenn handbók auk þess sem hún er miðuð við kennslu á félagssviði í fram- haldsskólum. Bókin erunn- in í prentsmiðjunni Hólum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.