NT - 17.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 1
Braut báða handleggi r 1 vinnuslysi ■ Maður beinbrotnaði á báðum höndum og skaddað- ist í andliti í vinnuslysi í Porlá'kshöfn í gærmorgun. Slysið varð þegar verið var að koma færibandi hjá jarð- efnavinnslunni Eldberg fyrir með krana og losnaði ein festing kranans af færiband- inu. Maðurinn hentist þá upp með bandinu og skaddaðist eins og fyrr grein- ir þegar hann féll í jörðina. Hann var fluttur á Slysa- deild Borgarspítalans. Mað- urinn er vörubílstjóri á þrí- tugsaldri sem býr á Stokks- eyri. Of gott veður í Reykjavík? Skarnið kemst ekki á hólana ■ Pó íslendingardásami veðurblíðuna þessa dag- ana hefur húri þó ýmsa óvænta annmarka; t.d. er ekki liægt að „aka skarni á hóla" í Reykjavík, eins og venja er um þessar mundir, vegna þess að jarðvegurinn er allt of blautur. Hinsvegar hafa starfs- menn garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar getað stundað önnur verk, sem hingað til hafa ekki verið talin til vetrarverka, svo sem hellulagt í görðum og lilaðið vegghleðslur. Einn- ig hafa garðbekki i' undan- farið verið teknir í klössun. Skelfisksjómennirnir á Bíldudal: Hlunnfarnir um 1.5-2 milljónir Lögbrot, segir Óskar Vigfússon formaður Siómannasambandsins H „það gefur augáieið aö við höfum verið hlunnfarnir ogþað finnst öllum nema þeim sem eiga að borga okkur. Pað eru 1.5-2 milljónir, sem Rækjuver hefur haft af okkur." Þetta sögðu sex fulltrúar skel- fisksjómanna frá Bíldudal í samtali við NT í gær. Sex- menningarnir komu til Reykja- víkur í fyrrinótt í þeim tilgangi að reyna að finna lausn á deilu þeirra við skelfiskvinnsluna Rækjuver, scm þeir landa afla sínum hjá. í gær gengu þeir á fund forráðamanna LÍÚ, Sjó- mannasambands íslands og Ríkismats sjávarafurða til þess að skýra mál sitt og lögðu fram gögn því til stuðnings. Deilan snýst um mat á hörpu- diski, seni barst á land í Bíldu- dal á tímabilinu 10. október til 13. desember 1984. Sjómenn saka vinnslustöðina um að greiða ekki fyrir aflann sam- kvæmt mati frá opinberum matsmanni, heldur samkvæmt mati fyrirtækisins sjálfs, sem var sjóntönnunum mun óhag- stæðara. eða sem svarar um 22-23% að jafnaði. Frá 15. nóv- ember til 13. desembervarmun- urinn 11-12%, að því er sjó- mennirnir segja. Hafþór Rósmundsson hjá Sjómannasambandinu sagði -í gær, að Rækjuver væri að vé- fengja mat Ríkismats sjávaraf- urða, og ekki væri hægt að láta þá komast upp með það. Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambandsins sagði í samtali við NT, að þetta væri lögbrot og ef lausn yrði ekki fundin innan Fjármál borgar- innar til um- fjöll- unar Sjá bls. 3 eins eða tveggja sólarhringa myndi málið verða kært. „Hér er um alvarlegt athæfi að ræða, þar sem gengið er framhjá því, / sem ákveðið er í verðlagsráði sjávarútvegsins, bæði af fulltrú- um kaupenda og seljenda," sagði hann. Einar M. Jóhannsson for-i stöðumaður Ríkismats sjávaraf- urða sagði í gær, að stofnuninni hefðu aldrei borist kvartanir um störf matsmannsins og þess vegna kæmi þetta þeim á ó\ art. Skelfisksjómennirnir hafa ekki róið síðan fyrir helgi. AIls eru það 15 menn, sem hafa lagt niöur vinnu. þar af 6 menn á þremur bátum Rækjuvers. „Við gerunt ráð fyrir að sitja rólegir ábryggjunni, þar til okk- ur hefur verið greitt, þó að við verðum að bíða til vors," sögðu sjómennirnir. Þeir munu eiga fund með sjávarútvegsráðherra á morgun. Enn varð jafntefli ■ Kasparov og Karpov sömdu um jafntefli eftir 26 leiki í 42. einvígisskákinni, sem tefld var í gær í Moskvu. Skákin tefldist framan af nákvæmlega eins og 38. og 39. skákin. 43. skákin verður tefld á niorgun og hefur Karpov heims- meistari þá hvítt. ■ Skelfísksjómcnnirnir frá Bíldudal voru heldur brúnaþungir á skrifstofu forstöðumanns Ríkismats sjávarafurða í gær, og segjast ekki munu róa fyrr en Rækjuver hafí greitt þeim það sem þeir telja sig eiga inni hjá fyrirtækinu. NT-mynd: Ami Bjarna íslenska álfélagið: 40 K-ker smíðuð hér á landi skapar atvinnu handa 30 manns í eitt ár ■ íslenska álfélagið undirritaði nýlega samninga við tvö íslensk málmsmíðafyrirtæki um smíði 40 svokallaðra K-kerja. Fyrirtæki þessi eru skipsmiðjan Hörður í Ytri-Njarðvík og vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði, og fá þau 20 ker hvort. Verðmæti hvers kers og grindar utan um það er um 850 þúsund krónur. Fyrstu kerin verða afhent um mánaðamótin maí-júní, en síðan verður eitt ker afhent á hálfs mánaðar fresti. Það var í september 1984, að fyrirspurnir voru sendar til 14 íslenskra fyrirtækja og 3 erlendra um smíði á þessum 40 kerjum. Aðeins fimm íslensk fyrirtæki gerðu tilboð í smíðina og öll þau erlendu. Tilboðin frá íslensku fyrirtækunum tveimur, svo og tveimur erlendum, reyndust hag- stæðust, og að sögn Pálma Stef- ánssonar hjá ísal var engin spurn- ing um að velja íslensku tilboðin. Þetta er í annað sinn sem ker af þessari tegund eru framleidd hér á landi. Stálvík í Garðabæ fram- leiddi fjögur ker fyrir álverið síðastliðið vor. Hvert ker vegur tæp 18 tonn og er reiknað með, að vinna við kerin 40 samsvari um 30 mannárum. Heimilis* læknar safna uppsögn- um vegna launa Sjábls.5

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.