Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 Oft var mál en nú er möst að mæla. Með þessum orðum er sleginn tónninn í nýjustu ljóðabók Sigfúsar Bjartmarssonar, Andræði, og fylgir þeim síðan heims- ósómakveðskapur um flest milli himins og jarðar. Þó Sigfús rími, stuðli og telji í takt víkur hann sér líka undan því að ríma, stuðla og telja eins og eðlilegt hefur talist, þannig að tæplega er hægt að halda því fram að kvæði Andræða séu bundin – þau eru öllu heldur frjáls. Enda leyfir Sigfús sér að ríma þar sem honum sýnist, ofstuðla eins og óður maður, og kviðurnar fjúka fram og aftur að hent- ugleik svo jafnvel villtustu atómskáldum hlýtur að blöskra. Og aldrei mun rakki óður renna á endurskoðendur og aðra menn með viti. Hortugheit Sigfúsar gagn- vart hinum innvirðulegu stofn- anaþjónum þessa lands, svo sem bílasölum, dagblaða- skríbentum, skáldbræðrum sín- um og systrum, bankaráðs- mönnum, auðmönnum, skriffinnum, alþingismönnum, gagnrýnendum og öðrum slík- um heiðursmönnum, ná auðvit- að ekki nokkurri átt og minna helst á óskammfeilni hipp-hoppara og samskonar ruslaralýðs sem ekki kann að hysja upp um sig buxurnar. Það er helst að Sigfús telji horaða lörfum klædda fátæklinga til góð- borgara! En eins og frjálshyggjan hefur kennt Íslendingum sveltur enginn maður nema fyrir leti. Það er bara verst hvað kvæði Sigfúsar eru skemmtileg, maður fær hland fyrir hjartað við að hlæja með hon- um að þessum ósæmilegu bröndurum. Og ekki getur maður beinlínis sett út á hand- bragðið, þar sem takt-fúskið flýtur svo hikstalaust niður að fyrr en varir er maður farinn að trúa því að pottar og pönnur liggi í molum í öllum skúma- skotum og ekki standi steinn yfir steini í þessu þjóðfélagi okkar, á sama tíma og maður vorkennir þeim öðlingsmönnum sem Sigfús gerir standandi grín að. Ef litið er framhjá þeim sið- ferðisannmörkum sem Sigfús þarf greinilega að þola sínu eig- in hjarta, í krafti þess að hér er um að ræða svokölluð heimsósómakvæði – en þeim er yfirleitt ætlað að særa og kæta í senn – þá hljóta Andræði ekki bara að teljast stór- sókn, heldur stórsigur. Það verður spennandi að fylgjast með þessum hortuga en bráðefnilega unga manni í framtíðinni. Eiríkur Örn Norðdahl Hipp-hopp fyrir fullorðna BÆKUR Ljóð eftir Sigfús Bjartmarsson. 202 blaðsíður, Bjartur 2004 Andræði Sigfús Bjartmarsson BILLIE er ellefu ára, fullorðinslegt barn sem veltir fyrir sér hvort hún sé þroskaheft og Rafael er ungur og barnalegur hermað- ur, svo ungur að hann gengst upp í fullorð- insleikjum. Nýja skáldsagan hennar Krist- ínar Ómarsdóttur fjallar um þetta sérstæða par. Þau eru fólk í miðju stríðinu, sett í að- stæðurnar hér og nú þar sem það eina sem skiptir máli er að bjarga sér. Hermaðurinn sest að á sveitabæ stelpunnar eftir að hafa drepið alla aðra á bænum og fleiri til og á milli þeirra verður þegjandi samkomulag um að bjarga sér saman, að láta lífið halda áfram þrátt fyrir ógnir og tortryggni. Sagan gerist á óræðum stað þar sem fegurð nátt- úrunnar og sveitarómantíkin ríkja í öllu um- hverfinu og veðrið er eins og best gerist. Kyrrð ríkir á heimilinu daginn út og inn þegar hermaðurinn breytist í bónda og barnið aðlagast nýjum aðstæðum. Undir og yfir og allt um kring um ljóðrænan, fagran og fyndinn textann hljómar svo dimmur og óhugnanlegur tónn morða og ógna, angistar og ótta. Allt er þetta frábærlega vel gert hjá Kristínu sem sýnir enn nýja hlið með þessari bók. Formið, sjónarhornið og efn- istökin eru mjög vel öguð og þjóna hvert öðru. Fyrri bækur Kristínar eru stórskemmti- legar með ærslum sínum og ólíkindalátum og beittum ádeilubroddi í bland. Það sem skilur nýju bókina frá hinum er auk áð- urnefndra þátta hinn alvarlegi undirtónn óhugnaðar en hann er sleginn á fyrstu síðu ásamt kyrrlátri sveitastemn- ingu: „Einn hermaðurinn skýtur konuna með bakkann. Mjólkur- flaskan og glösin splundrast. Kaffikannan hendist á jörðina. Úr augum konunnar rennur blóð svo rígfestir hún sig við bakkann og fellur, andlitið leggst rólega ofan í grasið eins- og ofan á kodda og blóðið lekur í hann. Yngsta barnið hleypur til hennar en fellur á leiðinni. Kýrin baular kunnuglega. Hænurnar flýta sér að skoða líkin.“(Bls. 5) Ósköpin enda með því að ein- ungis tvær manneskur lifa af, þau Billie og Rafael, ásamt kúnni og hænsn- unum sem gefa þeim mjólk og egg. Kyrr- látum, einföldum og barnslegum stílnum er haldið alla bókina í raunsæislegum og ná- kvæmum lýsingum sem þó eru mjög ljóð- rænar á köflum. Þar nýtur sín vel sú náð- argáfa Kristínar að sjá heiminn í marglitum myndum; líkunum er vafið inn í lök í mis- munandi litum, hermaðurinn fer ekki bara í peysu heldur í bláa rúllukragapeysu, fötum stelpunnar er lýst í smáatriðum sem og um- hverfinu og allt er alltaf fallegt mitt í ljót- leikanum. Einnig tala hermaðurinn og stelp- an fallegt mál og ræða um fegurð hlutanna, sérstaklega hann, og er það allt með ólík- indum áhrifamikið að lesa slíkar lýsingar manns sem drepur með köldu blóði; gengur bara í þau verk eins og önnur. Sjónarhornið er Billiear sem er heim- spekingur í sér og leggur út af því sem hún heyrir og sér, mest með sjálfri sér. Hún hugsar mikið um foreldra sína og rifjar upp orð þeirra og samskipti en segir líka her- manninum frá þeim. En hún leikur sér líka í Barbí- og dúkkulísuleik sem hermaðurinn fær smátt og smátt áhuga á og eftir því sem á líður taka þau meiri þátt í lífi, og leikjum, hvort annars. Hann í dúkku- leik, hún í byssuleik og þess háttar. Allt gerist það af sjálfu sér eftir því sem sögunni vind- ur fram. Gestir koma og fara og hverfa en þráðurinn hverfist áfram um líf parsins hér og nú. Kristín segir í skemmtilegu við- tali í Lesbókinni 27. 12. síðast- liðinn að „… maður sé miklu háðari þeim tíma sem maður lifir á en maður getur nokkurn tíma gert sér grein fyrir“. Og að maður sé „… hreinlega klipptur út úr dúkkulísubók okkar samtíma“. Tíminn hér og nú er ein- mitt annar áhrifamesti þáttur bókarinnar, það er að segja hvernig maðurinn á ekki um annað að velja en að aðlaga sig aðstæð- unum, sama hversu fáránlegar og óhugnan- legar þær eru. Hinn þátturinn er ævintýrið í bland við raunveruleika stríðsins sem lam- ar allt. Enda segist Kristín hafa hugleitt að hafa undirtitilinn – ævintýri um stríð – en hætt við það þar sem henni fannst „… stríð ekki eiga skilið orðið ævintýri“. Það er ekki vafamál að Hér er besta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til þessa og er þá mikið sagt. Snilligáfa hennar hefur hingað til verið fólgin í ærslafullum og ljóð- rænum ævintýrasögum með ádeilu en hér njóta þeir hæfileikar sín til fulls í sögu þar sem einnig er sleginn tónn stríðsádeilu með einkar öguðum efnistökum. Stríðsbarbí og dúkkulísur BÆKUR Skáldsaga eftir Kristínu Ómarsdóttur. 180 bls. Salka, Reykjavík 2004. Hér Hrund Ólafsdóttir Kristín Ómarsdóttir ÚR RÖÐUM Nýhilmanna stígur Valur B. Antonsson fram með sína fyrstu ljóðabók. Nýhilmenn hafa verið duglegir við að halda á lífi þeirri goðsögn að annar hver Íslendingur sé skáld, jafnvel þeir sem ná ekki að stinga tungunni upp í nef. Þeir hafa gefið út ljóða- bækur ungskálda, haldið upplestrarkvöld nokkuð reglulega og þannig skapað sér sinn eigin vettvang. Þetta er að sjálfsögðu ekkert nema gott fyrir okkar rómuðu bókmenntaflóru, sér- staklega þar sem það reynist ungum höf- undum oft erfitt að komast að hjá stóru for- lögunum. Ljóð Vals eru ort í formleysi og í mörgum þeirra gefur hann sér lausan tauminn og tek- ur þá stríður orðaflaumur völd. Umfjöllunar- efnin eru mörg, það er engin lognmolla hér og höfundur hefur frá einhverju að segja sem er einn helsti kostur bókarinnar. Vandamálið er hins vegar að einatt reynist erfitt að átta sig á hvert höfundur er að fara með þessari orðaofgnótt sinni. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna eru heimspekilegar hugleiðingar og tilvísanir rúm- frekar í bókinni í bland við orða- flauminn eins og í ljóðinu „Ó, er ekki ástin karla ljúf“: „Taktu trúarstökkið með sæðinu/ í boga gullinsniði/ leitaðu að hvíta flekknum á hinu nakta landa- korti/finndu seigfljótandi límið/ snjóinn volga á mynd.“ Valur ögrar með kláminu, afneitar rómantíkinni og dettur jafnvel niður á fallegar myndir eins og í ljóðunum „Fjöruferð“ og „Fururisarnir“. Einhvern veginn finnst mér eins og þeir eigi það flestir sammerkt innan Nýhil að velta því fyrir sér hvað það sé að vera skáld. Eru þeir að sanna að formið sé ekki dautt og að gamla góða bóhemskáldið í flauelsbux- unum sé enn til? Áleitna skil- greiningu Vals á skáldinu má finna í ljóðinu „27 skáld“: „Þú ert skáld því það er eitthvað að þér/ og þú ert með minnimátt- arkennd, skáld/ og þegar aðrir áttu úlpu og takkaskó/ þá var þín æska: draumur að degi til/ samt ertu skáld montnari en hanagal að nóttu/ eins og fyr- irburi spýttur út úr klofi.“ Útlit bókar er smekklega unnið, þ.e. kápuvinna og upp- setning, en það er nokkuð sem oft er ábótavant í ljóða- bókaútgáfu. Ofurmennisþrá er ekki heild- stætt verk, ljóðin eru bæði ólík og misjöfn en engu að síður er einhver hressilegur bragur yfir bókinni sem heillar og vel hægt að segja að hér sé efnilegur höf- undur á ferð. Valur er því skáld, „montið sem skáldar í eyður“. Milli orða og punkts BÆKUR Ljóð eftir Val B. Antonsson, 47 bls. Nýhil 2004 Ofurmennisþrá, milli punkts og stjarna Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Valur Brynjar Antonsson Hryllingsmyndavélin er eftir R.L. Stine. Þóra Sig- ríður Ingólfsdóttir les. Garðar grunar að eitt- hvað sé að gömlu mynda- vélinni sem hann og vinir hans fundu. Myndirnar úr henni misheppnast allar illi- lega. Á einni þeirra er bíll pabba hans til dæmis í klessu – skömmu síðar lendir faðir hans í hörð- um árekstri. En vinir Garðars trúa honum ekki, Sara fær hann meira að segja til að koma með myndavélina í afmælið sitt og taka mynd af sér. Þegar myndin er framkölluð er Sara ekki á henni. Er hún út úr myndinni fyrir fullt og allt? Hver verður næst fyrir barðinu á hryllingsmyndavélinni? Útgefandi er Hljóðbók.is. Hljóðbókin er um 180 mínútna löng og kostar kr. 2.190. Nýjar bækur Fimmtán af Skemmtilegu smábarnabókunum eru komnar út á hljóðbók. Hanna G. Sigurðardóttir útvarpskona les. Hér mætast kynslóð- irnar, því sumar bókanna voru fyrst gefnar út um miðja síðustu öld en aðrar nú um aldamótin. Af- bragðsgóðar þýðingar fjögurra þýðenda láta vel í eyrum ungra sem aldinna og má vel njóta þess að hlusta á þær aftur – og aftur – og stytta yngstu kynslóðinni stundir á upp- byggilegan hátt. Sögurnar fimmtán eru: Stúfur, Þrír litlir grísir, Græni hatturinn, Benni og Bára, Svarta kisa, Geiturnar þrjár, Tommi er stór strákur, Kötturinn Branda, Litla rauða hænan, Hjá afa og ömmu, Villi hjálpar mömmu, Þegar Kolur var lítill, Kolur í leikskóla, Mamma er best, Ari og Ása leika sér. Útgefandi er Hljóðbók.is. Diskurinn er um 75 mínútur á lengd. Verð er kr. 1.790. Mig mun ekkert bresta – bók um sorg og von er eftir Jónínu Elísabetu Þorsteins- dóttur, prest við Akureyrar- kirkju. Á gleðilegum tímamótum í lífi höfundar knúði sorgin skyndilega dyra. Lesendur skyggnast inn í huga hennar og fylgjast með því hvernig hún glímir við söknuð og sig sjálfa í óvæntum aðstæðum. Minningarnar hrannast upp og les- endur spyrja með höfundi um tilgang lífsins. Lífið birtist henni í nýju ljósi, hún leyfir sorg- inni að tala og voninni að svara. Þetta er bók sem styrkir öll þau sem missa sína nánustu og hjálpar þeim að takast á við sorgina af raunsæi og æðruleysi. Hughreyst- andi frásögn, ljóðræn og vonarrík, þar sem horfst er í augu við sorgina sem heimsækir okkur öll einhvern tíma. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Verð kr. 2.490. Af hverju, afi? er eftir Sig- urbjörn Einarsson biskup. Í þessari bók talar afi við börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Þau spyrja um gjafir, gamla jólasiði og gömul orð úr Biblíunni og kunnum jólasálmum eins og meinvill sem lá í myrkr- unum. Afinn hjálpar einnig foreldrum að svara og uppfræða börnin. Orð hans bera með sér hlýju og kímni ásamt visku hins aldna. Bókin svarar ekki síður spurningum fullorð- inna um tíma sem er liðinn og skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Verð kr. 2.380. Annað tækifæri er eftir Mary Higgins Clark. Atli Magnússon þýddi. Nicholas Spencer er frumkvöðull og forstjóri í lyfjarannsóknafyrirtæki er vinnur að þróun krabba- meinslyfs. Hann ferst í flugslysi og lík hans finnst ekki. Um leið og Nicholas Spencer hverfur berast þær fregnir að lyfið fái ekki samþykki heilbrigðisyfirvalda. Strax á eftir uppgötvast að Spencer virðist hafa stolið gífurlegum fjárhæðum úr sjóðum fyrirtæk- isins. Þar á meðal er ævisparnaður fjölda fólks sem lagt hefur aleiguna í fyrirtækið.Er Nich- olas Spencer látinn eða í felum? Var hann sek- ur eða fórnarlamb samsæris? Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 310 bls. Verð kr. 3.980

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.