Sunnudagsblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 1
VENJULEGA situr næturihjúkrunarkonan ein á vakt sinni. Hrefna Björnsdctt ir, eina íslenzka hjúkrunarkonan á St. Josephs spítala í Hafnarfirði, situr nctt eftir nótt og hlustar á vindinn, á titf klukkunnar, þekkir dropatal vatnsins, — og svefnhljóð sjúklinganna, — en þessi hljóð falla inn í þögnina, — hina djúpu þögn næturinnar. Við vöktum tvær eina nóttina. í morgunsárið var bænahald hjá systrunum í kirkjunni, rabbað við Sigfinn, príorinnuna, systur Liobu, seinna var skroppi5 niður í eldhús til yfirmatreiðslukonunn ar og heilsað upp á bróður Hinrik . . . Kl. 23,00. 'Við erum komnar með svart kaffi á brúsa. Hrefna spyr þýzku gangastúlkuna, hvort nokkuð sérstakt sé á seiði, — en hún segir, að svo sé ekki. Hún situr og drekkur kakó í litlu setuslofunni, og meðan Hrefna lítur inn á stofurnar býður hún mér sopa með sér, og segir, að hún hafi verið hérlendis í ár, — hún sé tuttugu ára, — hafi unnið á dagblaði heima í Sluttgart, og vildi gjarnan komast að blaði hér, — en veit að það er erfitt, því hún segist ekki vera sterk í því að skrifa íslenzkuna. — Það er von á manni hingað í kvöld, segir hún við Hrefnu, — og í því heyrist rjátlað við útidyrnar. — Magur, tekinn maður slendur í dyrunum með ferðatösku í hendinni. Hann er kominn langt að. Það eru ekki mörg orð um það höfð. hvaðan hann komi né hvað hann vilji. Honum er þegar vísað til sængur, enda dagur að kvöldi kominn. — Orða- laust setur hann töskuna frá sér og tekur til við að tína af sér spjarirnar eina eftir aðra, látlaust og æðrulaust. — Það er hringt á fyrstu hæðinni. Gamli maðurinn í innsta herberginu er að fara fram úr. Hann er ekki hýr í skapi, enda grátt leikinn af elli og sár vegna þess van- máttar, ' sem hrumleikinn hefur í för með sér. Aumingja gamli maðurinn fær ekki spornað gegn því, að honum sé gefin róandi sprauta, — en hann velur hjúkrunarkonunni óblíð nöfn svo sem ”tófa” — jafnvel ”bölvuð tófa’1, — en deyfi- lyfið hefur sín áhrif, og brátt heyrast svefnhljóð hans út á ganginn. Kl. 1,10. Hjúkrunarkonan, Hrefna Bjöirnsdóttir, og ég, sitjum eins og vera ber, — bíðum þess, sem verða vill og drekkum svart kaffi. Síðasti sjúklingurinn, sem sást spígspora um gangana, ung „og frískleg yngismey er komin til kojs, og karlinn, sem áðan vildi ekki sofa, hefur verið pakkaður niður. KI. 3,30. — Nóttin gengur í einum grænum hvelli í svona ”sel- skab”, segir Hrefna. Fáir hafa hringt, nema þá til að fá bekken, — ein konan á að vísu eitthvað bágt. Hún hringir stundum og er óró- leg, — og hún getur ekki sofið. En kyrrð ríkir í spít- alanum, og ef við lítum inn á stofurnar, virðast allir sofa. Þeir hafa vafið sængunum utan um sig, og sumir sofa með vangann á lófanum. Við drekkum svart kaffið, hvern bollann á fætur öðrum og spjöllum um lífið og til- veruna en ekki hvað sízt um dauðann og nálægð hans. Eg hlusta með uppglennt augu á frásögn Hrefnu, sem tekur líkþvott eins og hvern annan hversdagslegan hlut, — en ég hef aldrei séð lík, — og óhugnaður fer um mig við tilhugsunina um nálægð dauðans. — En stundum, — þegar einhverjir smáerfiðleikar dagsins hafa orðið stórir í huga mínum, — finnst mér skrýtið, hvað þeir verða ör- smáir og einskis virði, þeg- ar dauðinn er annars vegar. Það er skrýtið að sjá, hve hann er fljótur að koma, seg- ir Hrefna. Á einu andartaki er allt búið. — Það er ekk- ert að sjá gamalmenni deyja — margir hafa þráð dauðann og eru fegnir hvíldinni, — en að sjá lífið slokkna hjá ungu fólki er hræðilegt. Það dregur úr mér allan mátt, — mér finnst ég ekki geta staðið á fótunum. — Ertu aldrei myrkfælin hérna? — Nei, ég læt það ekki eftir mér, — og einhvern veginn líður mér sérstaklega vel hérna. í vetur fannst mér kannski stundum óvið- kunnanlega hljótt.'Þ>ögnin er svo óendanlega djúp, — og ef ég missi prjón eða læt niður bolla verður hljóðið sker- andi og óhugnanlegt. En núna er ég farin að þekkja öll hljóð hér. Tifið í vatninu, svefnhljóð sjúklinganna, — hvert smáhljóð þekki ég og það veldur mér ekki ótta. — Ertu eina íslenzka hjúkrunarkonan hér? — Já, ég er ein og því mið- ur að hætta. Það hefur verið lagt mjög að íslenzkum hjúkrunarkonum að koma hingað, — en þær fást ekki •til þess. Mér er salt að segja ráðgáta hvers vegna, — því að hér er prýðilegt að vera. Það er mjög slæmt, éf hér eru engar íslenzkar hjúkrun- arkonur, því að þótt systurn- ar gegni hjúkrunarstörfun- um, — Þykir sjúklingunum óþægilegt að tala við útlend inga, En ég þori að segja, að það er betra að vera hér en á mörgum öðrum stöðum. — Nú kemur ljós, og Hrefna fer að sinna gömlu konunni, sem getur ekki sof- ið...... (Þegar hún kemur aftur). — Hvað hefur þú verið hérna lengi? — í tæpt ár. — Og alltaf á næturvakt? — Já, mér kemur það bet- ur, — því að þá á ég daginn heima. — Finnst þér ekki erfitt að vaka svona allar nætur og hafa svo tvö börn, mann og bú heima til að hugsa um á daginn? — Nei, það kemur allt upp í vana, — líka það, að sofa á morgnana en vaka á nótt- unni. Vaktirnar hérna á spítalanum eru líka mun þægilegri en víðast annars slaðar, — því að hér eru heilar vaktir en ekki skiptar. Maður venst því líka í nám- inu að vaka hvenær sem er og sofa hvenær sem er. Á sumrin eru næturnar líka oft óendanlega fallegar. Þú ert óheppin, hvað veðrið er súld- arlegt í nótt. — Þú ættir að sjá flóann hérna á fallegum vornóttum. — Finnst þér það ekkert einmanalegt að vaka ein, þegar hinir sofa? — Jú, stundum er það dá- lítið einmanalegt, því að þögnin er svo djúp, en ég finn öryggi í því, að systurn- ar sofa á efstu hæðinni, — bg ekki eru aðeins sjúklingar í húsinu. Eg get leitað rtil þeirra, ef ég þarf einhvers með. — Hvenær vakna systurn- ar? — Vekjaraklukkan hringir hjá þeim klukkan fimm. Klukkan hálf sex eru þær komnar uppábúnar út í kirkju, og þar hafa þær bæna og guðsþjónustu stund þar til fram undir sjö. Klukkan sjö taka þær til starfa og hafa þá skipt um föt frá svörtum kyrtlum til hvítra. — Hafa þær ekki bæna- stund hér á spítalanum? — Ekki á morgnana, bara um sjö-leytið á kvöldin. — Hvað eru margir sjúkl- ingar hér? — Um 40 minnir mig. — Er það fólk allt úr Hafnarfirði? — Nei, alls staðar að. Þrír sérfræðingar starfa við spít- alann, og bæjarlæknarr.ir leggja líka hér inn. — Er þelta óvenju róicg nótt, — eða er yfirleitt rólegtj hér? — Já, það er bæði og. —• Nóttin virðist ætla að verða óvenju róleg, — og eins er lítið um stórar aðgerðir hér. — Hringt á annarri hæð. Hér er hlýtt og bjart úti sem inni. Friður hvílir yfir: Firðinum, allt virðist sofa. — Þetta var bara bekken. Kl. 4,30. Við förum piður til setja kaffivatnið yfir fyxir systurnar. Morguninn er a8 færast yfir bæinn, — og þóttí enginn sé kominn á stjá, er auðfinnanlegt, að dagur er í nánd 4 Kl. 4.55. ‘ Hafnarfjörður er að vakna úr svefnmóki sumarnætur- innar. Að vísu er bærinn enm með stírurnar í augunum, grá slæða regns og þokrt liggur yfir húsunum, — en einn leigubíll skröltir niður götuna, og fuglarnir em farnir að syngja og tísta fyr- ir utan. KI. 5.00. Einhver hrýtur. — Klukk- an á efstu hæðinni hringir. Einhver nunnanna hefur hoppað fram úr til að stöðva hringinguna. Við tökum sam- an prjónana og búum okkur! undir nýjan dag. Hrefna fer að hyggja «8 sjúklingunum, taka frá þeim, glös og töflubikara. Eg kíki inn um dyrnar á svefndrukk- ið fólkið, og alls staðar em krossar og Maríumyndir. Grænar vafningsjurtir vefj- ast mjúklega um gluggana, stytturnar og krossana. S Kl. 5,30. Morguninn er kominn. Morgungolan sviptdr súld- inni af bænum. S'ysturnar tínast hver af annarri niöug

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.