24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 28
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Bifreiðasmiðurinn Ólafur Tryggva-
son festi kaup á ’73 árgerð af Dats-
un fyrir þremur árum síðan á upp-
boði í Kaliforníu-fylki í
Bandaríkjunum. Síðan þá hefur
hann dundað sér við að gera hann
upp og stefnir á að vera kominn á
göturnar einhvern tímann næsta
sumar. „Reyndar er ekki langt síð-
an ég fór að vinna að þessu að ein-
hverju ráði. Ég á og rek Bílamálun
Hafnarfjarðar ásamt öðrum og
vinnan hefur að sjálfsögðu forgang.
Þannig að það kemur bara í ljós
hvenær bíllinn verður orðinn klár,“
segir hann.
Hvað er það sem heillar þig við
þessa tegund?
„Það eru bæði útlitið og aksturs-
eiginleikarnir. Þetta eru til dæmis
með fyrstu sportbílunum sem
komu með sjálfstæða fjöðrun að
aftan. Tegundin var eiginlega svar
Japananna við Porche og Ferrari og
öðrum fínum sportbílum.“
Erfitt að flytja inn núna
Aðspurður segist Ólafur hafa
flutt inn allnokkra bíla frá Banda-
ríkjunum, gert þá upp og svo selt
hér á landi. En í ljósi veiks gengis
krónunnar hefur hann gert hlé á
því núna. „Það myndi ekki þýða
neitt að ætla að reyna að hafa eitt-
hvað upp úr slíku eins og staðan er
núna. Síðasti bíllinn sem ég flutti
inn var ’69 árgerð af Datsun Rods-
ter blæjubíl sem ég keypti í Banda-
ríkjunum í fyrra. Hann er sá eini
sinnar tegundar hér á landi og var í
mjög góðu ásigkomulagi þegar ég
fékk hann. Ég keyrði til dæmis á
honum frá Washington til New
York þegar ég var á heimleið. Hann
er reyndar ekki ennþá kominn með
bílnúmer þannig að það er ekki
enn byrjað að keyra hann hér á
landi.“
Hefur þú augastað á einhverjum
fleiri bílategundum sem þú gætir
hugsað þér að flytja inn?
„Mig hefur alltaf langað í Acura
NSX, sem heitir reyndar Honda
NSX í Evrópu. En ég efast um að ég
freistist til þess að kaupa hann í
bráð, enda held ég að þessi Datsun-
bíll sem ég er að gera upp sé sá rétti
fyrir mig. Þannig held ég að ég verji
peningum frekar í þennan bíl í stað
þess að kaupa nýja. Þar fyrir utan
hef ég stundum séð eftir bílum sem
ég hef selt.“
Ólafur Tryggvason gerir upp Datsun-bíl í frístundum sínum
Svar Japana við
Porche og Ferrari
Ólafur Tryggvason, bif-
reiðasmiður í Bílamálun
Hafnarfjarðar, dundar sér
við það í frítíma sínum að
gera upp Datsun-bifreið
af ’73 árgerð. Hann hrífst
af útliti og aksturseig-
inleikum bílsins, sem hafi
verið eins konar svar Jap-
ana við Porche, Ferrari og
fleiri glæsikerrum.
Frítíminn fer í Datsun-
bílinn Ólafur Tryggvason
bifreiðasmiður.
➤ Er bifreiðasmiður að menntog á og rekur Bílamálun
Hafnarfjarðar ásamt öðrum.
➤ Keyrir um á Ford pickupþangað til Datsuninn verður
kominn í gagnið.
ÓLAFUR
24stundir/hag
28 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Föstudagur 18. júlí 2008
Maís, eggaldin og annað
grænmeti frábært á grillið
» Meira í Morgunblaðinu
Grillað grænmeti
Tryggingastaðan er þó
enn í sæmilegu lagi
» Meira í Morgunblaðinu
Veðköllum fjölgar
Tína saman rusl í ná-
grenninu og flokka að auki
» Meira í Morgunblaðinu
Kattþrifnir kettir
Charlie Watts í gömlu lagi
Herberts Guðmundssonar
»Meira í Morgunblaðinu
Leyndinni lokið
Hugað að sérstökum
vegg fyrir vegglistamenn
» Meira í Morgunblaðinu
Nýr vettvangur?
Yfirvöld í Bretlandi íhuga nú
alvarlega að herða á löggjöf um
ölvunarakstur og færa mörkin um
leyfilegt magn áfengis í blóðinu
niður í núll hjá ökumönnum á
aldrinum 17 til 20 ára. Líkt og í
öðrum löndum eru yngstu öku-
mennirnir í Bretlandi líklegri en
aðrir til þess að lenda í umferð-
aróhöppum sökum reynsluleysis.
Það gildir jafnt um ökumenn sem
keyra edrú og undir áhrifum. Það
er að segja, allsgáðir ungir öku-
menn valda mun fleiri slysum en
allsgáðir eldri ökumenn, og
drukknir ungir ökumenn valda
sömuleiðis fleiri slysum en alls-
gáðir eldri ökumenn.
Þeir sem styðja þessa lagabreyt-
ingu segja hana miða að því að
bjarga mannslífum enda sé nógu
erfitt fyrir óreynda ökumenn að
keyra í umferðinni allsgáður og
því alls ekki skynsamlegt að leyfa
sama áfengismagn í blóði hjá
þeim eins og reyndum ökumönn-
um. Andstæðingar lagabreyting-
arinnar benda á móti á að hún
myndi valda óþarfaruglingi.
Þannig myndu til dæmis ung-
menni, sem hefðu notað munn-
skol, drukkið kvöldið áður eða
notað áfengar matartegundir í
eldamennsku, eiga á hættu að fá
sektir í umferðinni sem hinir eldri
fengju ekki. Réttara væri því að
lækka leyfilegt áfengismagn hjá
öllum ökumönnum, þeim eldri
jafnt sem þeim yngri.
Löggjöf um ölvunarakstur í Bretlandi hugsanlega endurskoðuð
Núll prósent fyrir þá yngstu
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is bílar