Vísir í vikulokin

Árgangur
Tölublað
Aðalrit:

Vísir í vikulokin - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir í vikulokin - 15.06.1968, Blaðsíða 1
VISIR ÍVIKULORIN Allt er þá þrennt er Enn birtum við hér nokkrar upp- skriftir af kartöfluréttum og þykj- umst þar með hafa gert þessari ógætu fæðutegund allgóð skil, þar sem hún hefur verið ó dagskró í tveimur blöðum hjó okkur óður, nr. 13 og 29. Verður þessi þriðji þóttur hinnar miklu kartöflukviðu okkar só síðasti, a. m. k. í bili. i Kartöflur í álpappír i Veljið stórar kartöflur og sem jafnastar að stærð, þvoið þær vand- lega og vefjið í ólpappír. Bakið þær í um 190° heitum ofni í u. þ. b. klukkustund. Opnið ólpappírinn, óður en kartöflurnar eru bornar ó borð, og drepið ó þær smjörbit- um. | Kartöflumauk með lauk, kartöflu- hrúgur og stöppuhringur. Bakaðar kúmenkartöflur Kartöflufiskbúðingur f Kartöflubætingur 1 kg soðnar kartöflur 100 g flesk 1 laukur 1 stór dós sveppir 500 g tómatar 4 dl kjötsoð salt, paprika 1 eggjarauða 1 dl rjómi Flysjið og sneiðið kartöflurnar, stró- ið ó þær salti. Skerið flesk og lauk í bita og brúnið lítillega, bætið sneiddum sveppum út í, hellið kjöt- soði yfir, kryddið. Raðið kartöflu- sneiðum í smurt eldfast mót, dreifið fleski, lauki og sveppum yfir, því næst sneiddum tómötum og loks aftur kartöflusneiðum. Þeytið rjóm- ann, hrærið eggjarauðu saman við, saltið og hellið yfir réttinn. Skreyt- ið með fleskbitum og tómatsneið- um. Bakið í ofni í u. þ. b. 20 mín- útur. Veljið kartöflurnar sem jafnastar að stærð, þvoið vandlega. Helm- ingið þær og veltið þeim upp úr salti og kúmeni. Raðið kartöflu- helmingunum á smurða plötu með skurðflötinn niður, penslið með feiti og bakið í hólftíma við góðan hita. Fylltar kartöflur 4—8 stórar, þéttar kartöflur smjör, salt i egg 200 g skinka rjómi Sjóðið kartöflurnar fremur stutt í saltvatni, varizt að lóta þær verða of meyrar, holið þær innan. Hrærið smjörið, blandið síðan saman við eggi, salti og maukinu innan úr kartöflunum. Brytjið skinkuna og blandið henni saman við ósamt svo- litlum rjóma. Fyllið kartöflurnar með blöndunni, raðið þeim í smurðan form og bakið í u. þ. b. 15 mínútur. 500 g soðinn fiskur 500 g soðnar kartöflur sósa: 40 g smjör 40 g hveiti 1 brytjaður laukur y4 I kjötsoð y4 I mjólk salt Skerið fiskinn í fremur smóa bita, flysjið og sneiðið kartöflurnar. Rað- ið fiskbitum og kartöflusneiðum til skiptis í smurt, eldfast mót. Búið til sósuna og hellið henni yfir, stróið brauðmylsnu yfir og raðið ó nokkr- um smjörbitum. Bakið nokkra stund í ofni. Kartöfluhrúgur 500 g kartöflur 25 g smjör 2 eggjarauður salt 3 msk. rifinn ostur Sjóðið kartöflurnar, flysjið og hrær- ið í mauk ósamt smjöri, rauðum, salti og osti. Sprautið hrærunni í litlar hrúgur ó smurt eldfast fat og bakið stutta stund í ofni. Kartöflumauk meö lauk 1 kg kartöflur 3—4 dl mjólk salt, múskat 30—40 g smjör 125 g laukur Sjóðið kartöflurnar, flysjið og stappið. Hitið mjólk og smjör og hrærið saman við kartöflumaukið, kryddið. Sneiðið laukinn og brúnið og raðið ó maukið skömmu óður en það er borið fram. 1 kg kartöflur 50 g smjör 2 egg salt, múskat Sjóðið kartöflurnar, flysjið og stappið, hrærið smjör, egg og krydd saman við. Smyrjið innan hringform og stróið innan í hann brauð- mylsnu, hellið stöppunni í hann og bakið í ofni í 20 mínútur. Hvolfið stöppuhringnum upp ó fat, hellið kjötrétti innan í hann og raðið gul- rótum og baunum utan með. Kartöflubætingur og kúmenkar- töflur í ólpappír og fylltar kartöflur að neðan.

x

Vísir í vikulokin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.