Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 23.05.1962, Blaðsíða 1
i 23. ma> 1962 MitSvikudagur 22. tölubla'ð 11. árgangur mm ALMENNUR STUÐNINGUR VIÐ TILLÖGU F-LISTANS UM FISKVEIÐÍHOF REYKJAVlKUB Tillaga F-listans um byggingu nýrrar fisk- veiðihafnar fyrir Reykjavík hefur að vonum vakið mikla athygli, enda er hér um að ræða eitt þýðingarmesta nýmæli, sem fram hefur komið lengi í bæjarmálum Reykjavíkur. Ný höfn Mynd þessi er af hluta hinnar nýju sorpeyöingarstöSvar, sem reist var þar, sem athafnasvæðl framtíðarhafnar Reykjavíkur hlýtur að verða. Bygging sorpeyðingarstöðvarinnar á þessum stað er eitt dæmið um handahófshátt þann og skipulagsleysi, sem einkennir fram- kvæmdir íhaldsins. Sorpeyðingarstöðin hlýtur að víkja, þegar fram- kvæmdir hefjast við nýja höfn. Þannig hefur milljóna ‘fé verði sóað vegna skipulagsleysis. Ágætur fundur F-LISTANS t j Mesta atliygli hefur [>essi til- laga eðlilcga vakið vieðal ■ sjó- manna og annarra, sem við út- gerð vinna, og hafa margir þeirra gefið sig fram við skrif- stofu listans undanfarið og lýst yjir stuðningi sínum vegna þess arar tillögu. Önóg aðstaða Það hefur komið greinilega i Ijós i viðtölum, sem birzt hafa hér í blaðinu, hversu léleg að- stað fiskiski'paflotans er hér í höfninni, og hve óhentugt það fyrirkomulag er, að þurfa að keyra aflann langa leið frá höfn inni til þcss að koina honum í vinnslu. T'uí slíka meðferð verð ur eðlilega mikil rýrnun á afl- anum, bœði magni og gœðum. Þá má minnast á hið milda umferðaröngþveiti, scm skapast út frá höfninni, en þar er allt of þröngt athafnasvwði. sem kemur jafnt niður á þeim. sem vinna við útgerð og þeim, sem við kau'pskipaflotann vinna. Bygging nýrrar hajnar hér í höfuðborginni er orðið aðkall- andi vandamál, setn enga bið þolir letigur. Sjálfsagt rná eitt- hvað um það deila, hvernig haga skuli byggingu hennar, en stuðningsmenn F-listans hafa lagt tU, að bygging fiskveiði- hafnar verði fyrsti áfanginn. Slík vinnubrögð hafa óneitan- lega marga kosti í för með sér. í fyrsta lagi yrði ]>á luegt. að skapa fljótlega þá aðstöðu í landi, sem nauðsynleg er í ná- grenni hafnar í fiskveiðaborg, en útilokað er að skapa i ná- grenni núverandi hafnar. Þá myndi og mjög rýmkast um kaupskipaflotann í núverandi höfn og aðstaða við vinnu við kaupskipin batna stórlega, enda þótt hún hljóti einnig innan skamms að verða of lítil fyrir kaupskiþaflotan n. Mikið mannvirki — Margir áfangar fíöfn, sem fullnœgja œtti Reykjavílcurborg í náinni jram- tíð, verður að sjálfsögðu geysi- mikið mannvirki á okkar mœli- kvarða og útilokað að byggja hana í einum áfanga. Því hlýt- ur það að verða vegið og met- ið, livar skuli byrja. fíér að franian liafa þegar verið leidd að því nokkur rök, að eðlileg- ast sé að byrja á fiskveiðihöfn- inni, og víst. er um það, að til- lögur F-listans um það atriði hafa þegar fengið mikinn hljóm- grnnn nieðal manna. Blaðið hvetur stuðningsmcnn listans til þess að kynna ]>etta nýmœli ötullega og afla ■ því fylgis. Óánægðir kennarar Allmikillar óánægju hefur gætt meðal kennara að undanförnu, vegna þess, að þeim hefur þótt dragast úr hömlu að greiða þeim þá launauppbót, sem blessuð viðreisnarstjórnin út- hlutaði þeim á dögunum. Blaðið leitaði fregna hjá Helga Elíassyni, fræðslumála- stjóra, um þessi mál í gær, og sagðist honum svo frá, að kenn arar myndu fá þessa uppbót greidda nú næstu daga. Hækkunin mun nema rúm- Framh. á bls. 7. Fundur F-listatis í Breiðfirð- ingabúð síðastliðinn föstudag tókst með ágætum. Hvert sæti í húsinu var skipað og nokkr- ir urðu að standa. Fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi sýslu- maður. Fyrsti ræðumaður var Björn Benediktsson. Hann gerði einkum hafnarmálin að umtals— efni, en þeim er hann vel kunn- ugur, sem einn af stjórnarmeð- limum smábátaeigendafélagsins Bjargar. Deildi Björn hart á skipulags- og úrræðaleysi í- haldsins í þeim efnuni. Næst talaði frú Gyða Sig- valdadóttir, fóstra, og ræddi einkum um uppeldismál. Vilj- um við hvetja lesendur til þess að lesa ræðu Gyðu í útvarps- umræðunum, sem birt er á fimmtu síðu blaðsins i dag, og fjallar um þau mál. Gils Guðmundsson, efsti mað ur F-listans, var þriðji ræðu- maður. Gils ræddi um skrum og sjálfshól íhaldsins vegna stjórn- ar þess á málefnum Reykjavík- ur og sýndi fram á, að ekki er þar yfir miklu að státa. Þá ræddi Gils um þá samstöðu, sem nú hefur náðst um stofn- un nýrra heilbrigðra stjórn- málasamtaka vinstri rnanna í landinu og benti á, að örlög þeirrar hugmyndar væri að miklu leyti komin undir úrslit- um komandi borgarstjórnar- (Framh. á bls. 7.) Mynd þessi er tekin inni í Blesugróf, þar sem fjöldi efnalítils fólks hefur með miklum dugnaði komið sér upp þaki yfir höfuðlð. Hlut- ur bæjarfélagsins í skipulags- málum þessa hverfls hefur hins vegar verið slæmur, elns og glöggt kemur fram á þess- arl mynd, svo sem I mörgum íbúðarhverfum höfuðborgar innar, — og grunur leikur á, að önnur aðstoð bæjarstjórnat ihaldsins við íbúa Blesugrófar sé I samræmi við hann. OjljÚlll lltiii 'lllli!!'! ipl! !! Í Í j I i i 11 r'ú |Ji:

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.