Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.10.1962, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 06.10.1962, Blaðsíða 1
október 1962 Laugardagur 40. tbl. 11. árgangur Torráðin gáta: HVERS VEGNA ÞEGJA UM BÖLIÐ? Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. Eiturlyfjasalar hafa eignazt óvæntan bak- hjarl, Þjóðviljann, ef dæma má af skrifum þess blaðs sl. laugardag. „Málsvari lítil- magnans“ í þjóðfélagi voru kallar það RUGL, þegar Frjáls þjóð greinir frá því> að samvizkulausir óhappamenn hafi líf og hamingju æskufólks hér í borg að leiksoppi. í síðasta blaði vakti FRJÁLS ÞJÓÐ athygli á því, hve eitur- lyfjanautn er orðin hér liáska- lega mikil. Einhvern ve'ginn hefur þetta komið við kaun þeirra á Þjóðviljanum, því að blaðið rýkur upp með offorsi og segir Frjálsa þjóð fara með „rugl um eiturlyíjaneyzlu i Reykjavík", og „æsifréttir um eiturlyf" og talar í því sam- bandi um „sorpblaðamennsku". Getur þó varla hjá því farið, að blaðamenn Þjóðviljans viti, að hér hefur engum ofsögum verið sagt af ástandinu í eitur- Á dauða mínum átti ég von. .. Frjáls þjócS bicSur lesend- ur sína afsökunar á því ranghermi í síSasta blaSi, aS „ÞjóSviljinn minnist ekki einu einasta orSi á sprengingar Rússa”. Hið sanna er, svo sem ÞjócSvilj- inn hefur nú rækilega sýnt fram á mecS myndum, aS þaS góSa blaS hefur minnzt á umræddar sprengingar (aldrei þessu vant) — og þaS einu sinni í þriggja dálka frétt og öSru sinni tveggja dálka. Er þaS raunar ótrúlega vel af sér vikiS og meira en hægt var aS krefjast af blaSi, sem vegna plássleys- is verSur helzt aS einskorSa sig viS ánægjulegustu frétt- irnar þarna aS austan. BlaSamaSur Frjálsrar þjóSar, sem reyndist svona ófundvís á þessar sprengju- fréttir ÞjóSviljans, ber þaS fram sér til málsvarnar, aS hann hafi eiginlega ekki leitaS nema í smáleturs- klausunum, enda hafi hann veriS alveg grunlaus um, aS ÞjóSviljinn myndi segja frá sprengingum Rússa í tví- dálk — hvaS þá þrídálk. Hefut honum nú veriS uppálagt aS lesa ÞjóSvilj- atm betur héSan í frá og fara t. d. rækilega í gegnum allar heilsíSu og opnugrein- ar þess góSa blaSs, áSur en hann ásakar þaS næst fyrir aS birta ekki fréttir aS austan. P.S. StarfsbræSrum okk- ar á ÞjóSviljanum finnst þaS hámark ósvífninnar aS spyrja, hvort veriS geti, aS ÞjóSviljinn hafi lágt um sprengingarnar núna, af því aS þaS eru Rússar sem sprengja, en ekki Banda- ríkjamenn. ViS hér á Frjálsri þjóS erum miklu frekar undr- andi: hvernig gat blaSa- manni okkar dottiS annaS eins í hug? Hann hlýtur aS lyfjamálum. Væri Þjóðviljanum sæmra að stilla geðsmuni sína eða snúa þeim fremur gegn eit- urlyfjasölunum, sem fá, að því er virðist, óhindrað að stunda sína svívirðilegu iðju. En vera má að blaðið kjósi að þegja um þetta, eins og það hefur stundum kosið að segja sem minnst, þótt ógnað væri lífi og tilveru alls mannkyns. En hvers vegna Þjóðviljinn ætti að velja þögnina um þetta mál, það er eflaust flestum tor- ráðin gáta. I næstu viku verSur frumsýnd í Háskólabói hin nýja ísienzka kvik- mynd 79 — AF STÖÐINNI. Af því tilefni birtlst hér mynd af þelm tveimur mönnum, sem einna stærstan hlut eiga í gerS myndarinnar, þeim Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra og Erik Balling leikstjóra. Myndin mun einnig verða sýnd í Austurbæjarbíól. RITGERDASAMKEPPNI FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR Eins og lesendum er kunnugt, er FRJÁLS ÞJÓÐ 10 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni meðal unglinga, 18 ára og yngri. Velja má um eftirfarandí ritgercSarefni: 1. Frelsi þjóðarinnar 2. Fri'Sur og afvopnun 3. Framtí'Sardraumur Kjósa má ritgerSum aSrar fyrirsagnir, en fjalla verSa þær um eitthvert þessara viSfangs- efna. — Lengd ritgerSar skal helzt vera 1—3 vélritacSar síS- ur, eSa sem því svarar. Skilafrestur ritgerSa er til 20. nóvember næst komandi. Þriggja manna dómnefnd mun dæma um ritgercSir. Er hún skipuS þeim Gils GuS- mundssyni rithöfundi, Baldri Pálmasyni fulltrúa ög Solveigu Kolbeinsdóttur kennara. Þrenn aSalverSlaun verSa veitt: 1. Pennasett af beztu gerS, áletraS. 2. VönduS skjalataska. 3. Heimskringla eSa Sturl- unga eftir vali. Auk þess verSur veitt viSur- kenning fyrir fleiri ritgerSir, ef ástæSa þykir til. Frjáls þjóS áskilur sér rétt til aS birta án frekari ritlauna þær ritgerSir, sem verSlaun hljóta eSa aSra viSurkenn- ingu. BlaSiS hvetur unga Iesend- ur sína til aS taka þátt í þess- ari ritgerSakeppni. ÞaS mæl- ist til þess, aS lesendur skýri Framh. á bls. 2. Happdrættið Búið er að draga í happdrætti Frjálsr- ar þjóðar. Því miður getum við ekki birt vinningsnúmer í þessu blaði, vegna þess að enn vantar uppgjör frá allmörgum, sem miða fengu til sölu. Við biðjum þá vinsamlegast að senda okkur sem fyrst endurgjald miðanna en endursenda þá ella. Vonandi getum við svo gert grein fyrir vinningsnúmerinu í næsta blaði.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.