Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.10.1962, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 13.10.1962, Blaðsíða 1
Ný leyniskýrsla um EBE Frjáls þjóð getur nú skýrt lesendum sín- um frá því, að ráðherrar okkar hafa fengið í liendur nýja skýrslu um Efnahagsbandalag Evrópu. Er skýrsla þessi samin af þeim Ein- ari Benediktssyni og Jónasi H. Haralz og íarið með hana sem algjört LEYNI- PLAGG, þannig að engir nema ráðherrarn- ir hafa fengið hana í hendur. Nýlokið er í Reykjavík þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Myndin er af nokkrum hluta þingfulltrúa. Leiðari blaðsins í dag fjallar um launamál opinberra starfsmanna. Spilling í skemmtanalífinu „Dansleikir”, sem kafna undir nafni Ef skemmtanalíf okkar Reykvíkinga er spegilmynd af andlegum þroska okkar og menningu, þá höfum við ekki af miklu af státa, því myndin er æði ófögur. Að langmestu leyti er þar um að ræða vanabundið danshúsarölt með tilheyrandi „partýum“ og „geimum“, en aðal skemmti- krafturinn er loddarinn Bakkus — og þarf ekki að kvarta yfir óvinsældum. IJað hefur ]>ó síast út um málift, að í þessari skýrslu sé fjallað um niðurstöður af við- ræðum dr. Gylfa og félaga hans við ráðamenn EBE ríkjanna og tillögur þær, sem ríkisstjórn- in hefur nu þegar ákveðið að berja í gegn, cf hún fær aðstöðu og tækifæri til þess. Einnig hef- ur blaðinu verið tjáð, að ríkis- stjórnin hafi ekki, þrátt fvrir gcfin loforð,- látið Framsókn fylg'JSSt með þessum síðustu aðgerðum í málinu og ætli ekki að gera. Stendur á Bretum Þá er blaðinu tjáð, að ríkis- stjórnin telji sig nú tilneydda til að fresta frekari aðgerðum í málinu fram yfir næstu kosn- ingar vegna þess, að ólíklegt sé að nokkur úrslit hafi fengizt varðandi aðild Breta, fyrr en að vori. Er nú þcgar Ijóst orð- ið, að forsætisráðherrafundur brezka samveldisins hefur haft þau áhrif, að Brelar hafa neyðzt til að breyta afstöðu sinni til EBE í mjög veigamiklum og viðkvæmum atriðum, sem crfið- lega mun ganga að ná sam- komulagi um. Þá hefur það og gert útlitið fyrir aðild Breta að EBE enn tvísýnna, að afstaða brezka verkamannaflokksins til máls- ins hefur harðnað til mikilla muna, og er reiknað með, að hann muni knýja fram kosning- ar um málið, áður en það verð- ur til lykta leitt, og njóta stuðn- ings þingmanna úr frjálslynda flokknum og einnig margra íhaldsþingmanna. Meðan afstaða Breta er þessi, telur ríkisstjórn okkar sér ekki fært að leggja fram tillögur um innlimun íslands í EBE, þar sem ætlun hennar var að nota að- ild Breta sem aðalrök fvrir því, að við YRÐUM að gerast að- ilar að því. Breitt yfir i^afn og númer Kunnugir menn í stjórnar- herbúðunum hafa því tjáð blað inu, að vegna þessarar aðstöðu hafi ríkisstjómin nú álkveðið að grípa til þess ráðs að „breiða yfir nafn og númer“ eins og er- lendir landhelgisbrjótar voru vanir að gcra hér á árunum, láta sem þeir séu ekki fylgj- andi fullri aðild íslands að bandalaginu og reyna á allan hátt að láta kosningarnar að vori snúast sem minnst um þetta stórmál. Þessu til sönn- unar benda þeir á ræðu þá, sem Gylfi Þ. Gíslason flutti fyrir fáum dögurn á aðalfundi verzl- unarráðs, sem þeir segja rétti- lega, að sé í algjörri mótsögn í veigamiklum atriðum við ræðu, sem sami ráðherra flutti á sama stað fyrir ári. Herðum baráttuna Það er óhjákvæmilegt að krefjast þess, að ríkisstjórnin birti almenningi tafarlaust öll gögn, sem hún hefur í höndum um þetta mál. Hér er um að ræða örlagaríkasta mál, sem þjóðinni hefur að höndum bor- ið um aldaraðir, og upplýsingar (Framh. d bls. 4.) Það er síður en svo nokkurt athugavert við dans. Þegar vel er á haldið, er hann einmitt ein- hver hin ákjósanlegasta skemmt un, hressandi og hollur, jafnt sál og likama. En í raun réttri eiga svokall- aðir clansleikir í alltof mörgum tilfellum lítið skylt við dans. Drykkja — oft úr öllu hófi — hávaðaraus og jafnvel handa- lögmál eru þá helztu einkennin á þessu fyrirbæri, að ógleymd- um lítt geðslegum kaupskap, sem minnir á markað. Að lokinni slíkri „skemmtun“ er stundum engu Iíkara, en ver- ið sé að hleypa út. af vitfirringa- liæli, og víst mundi mörgum gostunum ekki veita af ein- hverskonar hælisvist, en þess í stað er nú farið í heimahús og þar haldið áfram við drykkju og svall. Er þá sjaidnast skeytt um. þótt ungbörn séu á heim- ilinu og verði af þessum sökum svefnvana og — það sem verra er — oft og tíðum örvita af skelfingu og viðbjóði. Kannski geta börnin vanizt þessu eius og öðru, en slík reynsla hlýtur þó að setja eitt- hvert mark á óharðnaða barns sál. í kjölfar þessa. óhemjuskapar sigla svo margvíslegar illar af- leiðingar og ekki einungis hin- ir alþekktu timburmenn: Vinnu stundir glatast, oft heilir dagar og ósjaldan lengri tími. Heimili riða til falls vegna óhófseyðslu og sinnuleysis, ekki sízt þegar bæði hiísbóndinn og húsmóðir- in eiga hlut að máli. Hjónabönd tærast upp og slitna í þessu óholla „loftslagi", .og enginn geldur þessa meir en saklaus börnin. Um þetta skal ekki meira rætt að sinni. enda óskemmtileg ur lestur. En það er alsiða þeg- ar um slík mál er ritað, að Ijúka hörðum orðum með þeirri af- sökun, að „þetta eigi nú ekki að vera nein siðferðisprédikun". Hér skal þeim eftirmála alveg sleppt. Það er ástæðulaust að draga nokkuð úr því, að skemmtanalíl okkar Reykvík- inga — og við erum kannski ekki algjör undantekning í því efni — er í mörgum tiljellum til háborinnar skammar og veg- ur háskalegast að undirstöðu f>jóðjélagsins, heimilunum. Hér þarf meira en orð — og hálfyrði eru sízt við hæfi: Hér þarf SIÐABÓT, slæmir sið- ir að þoka fyrir öðrum betri, og þótt mest vinnist með sameig- inlegu átaki, þá getur hver ein- staklingur ráðið hér nokkru um fyrir mátt fordæmisins, og því er enginn án ábyrgðar. ................... Vígbúnaðar- æði Tæplega 5000 milljarðar króna fara árlega til vígbún- aðar. Það eru h. u. b. 1600 kr. á hvert mannsbarn á jörðinni (og 1600 kr. eru næstum hálfar árstekjur verkamanns í Indlandi, Indónesíu, Burma og Tæ- landi). — Það væri unnt að sigrast á allri fátækt með því fé, sem fer til vígbúnaðar. Er þá hvort tveggja svona ómissandi, fátæktin og her- væðingin? Happdrættið Frjáls þjóð biður eigendur happdrættis- miða í afmælishappdrætti blaðsins velvirð- ingar á því, að enn er ekki unnt að birta vinn- ingsnúmerið, sökum þess að uppgjör er ó- komið frá sumum þeim, er miða höfðu til sölu. Númerið verður birt, strax og viðhlítandi skil hafa fengizt, og vonum við, að það drag- ist ekki lengi úr þessu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.