Fréttablaðið - 13.03.2003, Page 6

Fréttablaðið - 13.03.2003, Page 6
Veistusvarið? 6 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR 1Skipstjóri Bjarma BA frá Tálknafirðihefur verið ákærður fyrir að fleygja fiski aftur í sjóinn í nóvember 2001. Hvað heitir skipstjórinn? 2Samingaviðræður um ríkjabandalagtveggja þjóða á eynni Kýpur eru farn- ar út um þúfur. Hvaða tvær þjóðir fara með yfirráðin á eynni? 3Sigurjón Kjartansson og GunnarHjálmarsson eru umsjónarmenn nýs morgunþáttar sem farinn er í loftið á gamla X-inu 97,7. Hvað heitir þátturinn? Svörin eru á bls. 22 MALTA Þó að innganga Möltu í Evr- ópusambandið hafi hlotið fylgi meirihluta landsmanna í þjóðar- atkvæðagreiðslu nú á dögunum ríkir enn talsverð óvissa um framhald mála. Ljóst þykir að ekki er einhugur um málið meðal þjóð- arinnar og hefur þegar verið boðað til þingkosninga þar sem það mun endanlega ráðast hvort aðild landsins að samband- inu verður að veruleika. Þjóðarflokkurinn, sem nú er við völd, hefur barist ákaft fyrir aðild Möltu að Evrópusambandið og unnið markvisst að því að fá þjóðina á sitt band. Verkamanna- flokkurinn, sem er í stjórnarand- stöðu, hefur aftur á móti lagst al- farið gegn inngöngu landsins í sambandið, einkum á þeim for- sendum að hún muni leiða af sér atvinnuleysi í landinu og yfir- drottnun stærstu aðildarríkj- anna, að því er fram kemur á fréttavef BBC. En raddir fylgismanna aðild- ar eru ekki síður háværar. Á meðal röksemda þeirra er sú aukna landkynning sem líklegt er að fylgi aðild að Evrópusam- bandinu og jafnframt sú hag- ræðing sem upptaka evrunnar mun hafa í för með sér fyrir ferðaþjónustu í landinu. Ferða- þjónusta er einhver mikilvæg- asta atvinnugrein landsins og gefur hún af sér stóran hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar. Það kemur því varla á óvart að með- al helstu stuðningsmanna aðild- ar eru hóteleigendur og veit- ingamenn. Íbúar Möltu eru aðeins um 380.000 talsins og því liggur fyr- ir að þjóðin verður sú langfá- mennasta í Evrópusambandinu ef inngangan verður að veru- leika. Þetta hafa verið einhver helstu rök fylgismanna jafnt sem andstæðinga aðildar. Leið- togi Verkamannaflokksins telur víst að minni aðildarríkin verði tilneydd til þess að hanga í jakkalafi stærstu ríkjanna. Enn fremur óttast hann að straumur ódýrs vinnuafls frá Austur-Evr- ópu muni hafa í för með sér al- varlegar afleiðingar fyrir vinnu- markaðinn í landinu. Hann telur því vænlegri kost að Malta verði eins konar „Sviss Miðjarðar- hafsins“, með frjáls og óháð við- skiptatengsl við lönd Evrópu- sambandsins jafnt sem Norður- Afríku. Á hinn bóginn er öllum ljóst að Malta er talsvert fámennara og fátækara land en Sviss og því erfitt að þurfa að sjá á bak fjár- hagslegri aðstoð upp á tugi millj- arða króna frá Evrópusamband- inu. ■ SIGURVISSIR Stuðningsmenn aðildar Möltu að Evrópusambandinu fögnuðu ákaft þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en sigurinn er í höfn. Boðað hefur verið til þingkosninga í apríl þar sem tekist verður á um málið á ný. Atvinnuleysi eða auknar tekjur? Enn ríkir talsverð óvissa um inngöngu Möltu í Evrópusambandið. Stjórnmálaflokkar keppast um að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og færa rök fyrir afstöðu sinni í von um að vinna þjóðina á sitt band. ■ Leiðtogi Verka- mannaflokksins telur víst að minni aðildar- ríkin verði til- neydd til þess að hanga í jakkalafi stærstu ríkj- anna. Mörkinni 6 • Sími: 588-2061 • sala@bodeind.is Kr. 134.900,- BOÐEIND w w w . b o d e i n d . i s Vanda›ur og hljó›látur turnkassi frá Antec. Asus mó›urbor› me› öllu flví n‡jasta sem flarf í leikina og skólaverkefnin! AMD-XP-2400 MHz örgjörvi 256Mb DDR minni 60Gb har›ur diskur DVD geisladrif Flottur 17” ViewSonic skjár Grí›arlega öflugt skjákort: Asus V9180 AGP8X, DDR 64MB, Geforce4, VGA, DVI, 2nd VGA og Video út Microsoft XP Home st‡rikerfi AMD-XP-2400MHz ára ábyrgð SH S 29 11 -2 00 3 TRÚMÁL Ásatrúarsöfnuðurinn hef- ur lýst yfir stuðningi við Fríkirkj- una og prest hennar í baráttunni við þjóðkirkjuna um fermingar- börn og aðra mismunun sem frjáls trúfélög telja sig búa við: „Við höfum sömu hagsmuna að gæta og Fríkirkjan og því styðjum við hana,“ segir Lára Jóna Þor- steinsdóttir, lögsögumaður Ása- trúarsafnaðarins. „Þá munum við leita eftir samstarfi við Fríkirkj- una og aðra í baráttunni fyrir að- skilnaði ríkis og kirkju en aðgerð- ir í þá veruna eru í undirbúningi,“ segir lögsögumaðurinn. Fríkirkjupresturinn hefur sem kunnugt er staðið í deilum við ýmsa presta þjóðkirkjunnar vegna fermingarbarna en Frí- kirkjupresturinn fermir börn ókeypis. Staðhæfði hann úr predikunarstóli að prestar þjóð- kirkjunnar reyndu að véla til sín fermingarbörn utan þjóðkirkj- unnar í sínar raðir í ferm- ingarundirbúningi. „Við verðum að stíga varlega til jarðar í þessum málum og öðr- um. Þjóðkirkjan hefur yfirburða- stöðu á við önnur trúfélög og verður að meta öll ágreiningsmál í því ljósi,“ segir Kristján Valur Ingólfsson á Biskupsstofu. ■ LÁRA JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR LÖGSÖGUMAÐUR Hagsmunir ásatrúarmanna og Fríkirkjunnar fara saman. Frjáls trúfélög og þjóðkirkjan: Ásatrúarmenn styðja Fríkirkjuna AÐALFUNDUR Breytingar urðu á stjórn Flugleiða á aðalfundi fé- lagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson og Einar Þór Sverrisson settust í stjórn fyrir hönd fjárfestingarfé- lagsins Gaums, sem er í eigu Bón- usfjölskyldunnar. Úr stjórninni fóru Birgir Rafn Jónsson og Haukur Alfreðsson. Mikill við- snúningur hefur orðið á rekstri Flugleiða og skilaði félagið góðum hagnaði síðasta ár. Sigurður Helgason, forstjóri félagsins, hefur um nokkurra ára skeið verið með árangurstengdan launasamning. Góð afkoma nú skilar honum aukagreiðslu í fyrsta sinn. Árslaun hans eru 18,7 milljónir. Við það bætast 3,8 millj- ónir í kaupauka í ár. Lykilstarfs- menn fyrirtækisins hafa einnig gert kaupréttarsamninga á hluta- fé í fyrirtækinu á genginu 1,8. Gengi Flugleiða var um og undir genginu 2 á þeim tíma sem samn- ingarnir voru gerðir. Gengi bréfa félagsins er nú þrefalt hærra. Kaupréttur forstjóra nemur 13 milljónum að nafnverði. Miðað við sölu nú myndi forstjórinn hagnast um 45 milljónir. Sam- kvæmt samningi verður hann að eiga bréfin í tvö ár. Á aðalfundinum kom fram að vænta megi sviptinga í rekstri fé- lagsins vegna yfirvofandi stríðs- átaka í Írak. ■ GÓÐUR VÖXTUR Undir stjórn Sigurðar Helgasonar hefur orðið mikill rekstrarbati hjá Flugleiðum. Sigurður uppsker nú kaupauka og hækk- andi gengi hlutabréfa sinna í félaginu. Gott ár að baki hjá Flugleiðum: Fulltrúar Gaums setjast í stjórn Atvinnuleysi: Í jafnvægi ATVINNA Rúmlega 4.000 manns eru nú á skrá hjá Vinnumiðlun höfuð- borgarsvæðisins: „Það má líta svo á að það sé jafnvægi í atvinnuleysinu. Miðað við síðustu mánuði lítum við á það sem góðar fréttir,“ segir Hugrún Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri Vinnumiðlunar. „Atvinnu- leysið jókst og jókst en nú er lát á. Við erum bara bjartsýn.“ ■ HERSHÖFÐINGI Noer Muis hershöfðingi var yfirmaður indónesískra hersveita í Austur-Tímor þeg- ar landið hlaut sjálfstæði árið 1999. . Mannréttindabrot í Aust- ur-Tímor: Hershöfð- ingi dæmdur INDÓNESÍA, AP Fyrrum yfirmaður í indónesíska hernum hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stöðva ekki árásir á óbreytta borgara í Austur-Tímor árið 1999. Noer Muis er hæst settur af þeim átján indónesísku ráðamönnum og hermönnum sem færðir hafa verið fyrir dóm vegna þátttöku sinnar í blóðugum átökum sem brutust út í Austur-Tímor um það leyti sem landið hlaut sjálfstæði frá Indónesíu. Komið hefur verið á fót sér- stökum mannréttindadómstól í Jakarta til þess að rétta yfir Indónesunum. Hefur dómstóllinn nú þegar sýknað tólf hinna ákærðu en fjórir hafa verið fundnir sekir og dæmdir í þriggja til tíu ára fangelsi. ■ Þrjú börn í Texas: Myrt og limlest TEXAS, AP Mikinn óhug setti að íbú- um Brownsville í Texas þegar lim- lest lík þriggja ungra barna fund- ust í lítilli íbúð í bænum. Yngsta barnið, sem var eins árs gamall drengur, fannst liggjandi í rúmi og hafði höfuð hans verið skorið af. Lík hinna barnanna tveggja lágu í plastpokum á gólfinu. Foreldrar barnanna hafa verið færðir til yfirheyrslu en rannsókn málsins er enn á byrjunarstigi. Nákvæm dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þá er enn sem komið er óljóst hvort börnin voru myrt í íbúðinni eða líkin flutt þangað síðar. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.28 0.38% Sterlingspund 124.63 1.10% Dönsk króna 11.48 0.12% Evra 85.22 0.14% Gengisvístala krónu 122,05 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 388 Velta 9.934 m ICEX-15 1.382 0,0% Mestu viðskipti Fjárfestingarfé. Straumur hf. 324.497.637 Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 229.720.672 Samherji hf. 75.573.251 Mesta hækkun Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 11,54% Eimskipafélag Íslands hf. 2,52% Íslandsbanki hf. 0,99% Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -9,09% ACO-Tæknival hf. -5,00% Flugleiðir hf. -3,57% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7440,6 -1,1% Nasdaq*: 1257,9 -1,1% FTSE: 3287,0 -4,8% DAX: 2202,3 -4,5% Nikkei: 7943,0 1,0% S&P*: 790,7 -1,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Breytingar hjá Kaupþingi: Sigurður stjórnarfor- maður VIÐSKIPTI Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings, tekur við stjórn- arformennsku af Guðmundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra SPRON, í Kaupþingi. Sigurður verður stjórnarformaður í fullu starfi. Við starfi hans tekur Hreiðar Már Sigurðsson aðstoðar- forstjóri. Umsvif Kaupþings hafa aukist gríðarlega undanfarin ár. Velta fé- lagsins hefur tvöfaldast árvisst. Áhrif SPRON í Meiði, sem er stærsti hluthafi Kaupþings, hafa minnkað eftir að Bakkabræður keyptu stóran hlut í fyrirtækinu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.