Tíminn - 26.09.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1971, Blaðsíða 1
* 0 ^ FRVSnSKÁRftR | Zí/ixi £í*xSiAA&Cctsú iuf 0 fSAFTÆKJADEILD, HAFKARSTRÆn SENDIBÍLASTOÐIN Hf 21«. tbl. Sunnudagur 26. september 1971. — 55. árg. Uppskeran 0» í j Olíuævintýri að hef jast _I_. !l _3 _I_I— . i við vesturströnd Grænlands? ÞO—Reykjavík, föstudag, Sigurbjartur Guðjónsson í Þykkvabæ, tjáði blaðinu í dag, að kartöfluuppskera þar hefði verið mjög góð, en ekki er ná- kvænvlega vitað um magnið enn- þá, þar sem birgðatalning er ekki bóin. Kartöflurnar hafa fram að þessu farið nokkuð þétt á mark- aðinn, en nú virðist vera komin stöðvun á dreifinguna. Það eru eingöngu 1. flokks kartöflurnar, sem farið hafa á markaðinn og þykir mönnum það skrýtið, að ekki megi setja smáar kartöfl- ur af 1. flokksafbrigðum á mark aðinn. Þessar kartöflur eru í sama gæðaflokki og Þær stóru, og að auki seljast þær á 3. flokks verði. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að litlu kartöflurnar skuli ekki fara á markaðinn, og er það furðulegt að fólk geti ekki feng- ið að velja um kartöflustærð, þegar það kaupir þær. Þegar ákveðið var, að minni kartöfl- umar skyldu ekki fara í dreif- inguna, var því borið við að það tæki langan tíína að fletta hýðinu af kartöflunum, en það má líka benda á hitt að minni kartöflur þurfb styttri suðu- tíma og margir afhýða þær ekki fyrst á haustin. Að lokum sagði Sigurbjartur að hann héldi að uppskeran myndi ekki duga öllum lands- mönnum, þó svo að gumað hefði verið af hinni miklu uppskeru. Líkur eru nú fyrir því, að innan skamms hefjist víðtæk borun eftir olíu á Grænlandi. Það er bandaríska olíufélagið International Oil & Gas Inc., sem haft hefur forgöngu í þessu efni og auglýsir félagið nú eftir hluthöfum vegna hinna væntanlegu framkvæmda. Frágreint olíufélag hefur 1970 ] hæðin er lítil, sem International og á þessu ári, staðið fyrir rann- I Oil & Gas Inc. auglýsir að þurfi sóknum á 12 þús. km löngu svæði' ■ ■ ■ meðfram strönd Vestur-Grænlands, B með borun eftir olíu eingöngu í huga. Niðurstaða rannsóknanna ■ er sú, að olíu er að finna þar í * jörðu og það mikið magn að tal- ■ ið er arðbært að bora þar eftir B olíu. _ Áður en þær framkvæmdir geta 1 hafizt, þarf fyrirtækið eðlilega að * fá leyfi hjá Grænlandsráðuneyt- ■ inu til slíks, en ráðuneytið hefur I enn ekki tekið ákvörðun um þetta efni og talið er að nokkur tími geti liðið þar til endanleg ákvörð- ■ un verður tekin hjá ráðuneytinu. ■ Tafir á þessum framkvæmdum H geta líka orðið, ef erfiðlega geng- B ur að afla nægilegs fjármagns til olíuborunarinnar, en sem fyrr seg- 1 ir auglýsir Internotional Oil & ■ Gas Inc. nú eftir hluthöfum. Hafa ■ auglýsingarnar birtzt í fjölmiðl- I um í Bandaríkjunum og Vestur- _ Þýzkalandi. Það sem vakið liefur nokkra * furðu í sambandi við hinar fyrir- ■ huguðu framkvæmdir, er hve upp- til framkvæmdanna, eða 5 milljón dollarar. Að sjálfsögðu er ekki vitað hve mikill kostnaður er viö að gera eina borholu í þessari olíuleit, en fróðir menn telja að hver hola muni kosta 2—3 milljónir doll- ara og ef af stað verið farið, verði örugglega gerðar 10 bor- anir á svæðinu. Af þessum sök- um hafa margir innan annarra olíufélaga ekki tekið auglýsingar International Oil & Gas Inc al- varlega. Hvað verður úr olíuborun á Vestur-Grænlandi leiðir tíminn að sjálfsögðu í ljós, en þegar er ljóst, að umsvif International Oil & Gas Inc þar, hafa vakið tals- verða athygli. (Heimild: Politiken — EB). I l I Litlu skuttogararnir veiða jafn mikið og síðutogarar ÞÓ—Reykjavík, laugardag. Afli skuttogaranna, sem keyptir voru til landsins í vet- ur, Hólmatinds, Barða og Hegra ness hefur verið mjög, góður fram að þessu. Barði, sem nú er í slipp í Neskaupstað er bú- inn að fá 2200 tonn síðan hann hóf veiðar um miðjan febrúar sl. Síðast landaði Barði í Nes- kaupstaö á laugardaginn 113 lestum. Hólmatindur lióf veið- ar stuttu scinna en Barði og er búinn að fá 2100 tonn, en Hólmatindur landaði á Eski- firði 100 tonnum nú í vikunni. Þá er Hegranesið frá Sauðár- króki búið að fá 1340 tonn síð- an 15. marz, en þess má geta að Hegranesið er nokkru minna, en Barði og Hólmatindur eða um 5 metrum styttra. Ef þessir skuttogarar eru bornir saman við gömlu ný- sköpunartogarana kemur í ljós, að þeir afla fyllilega eins mik- ið, þótt svo að þeir séu 200 tonnum minni og mannskapur- inn 15 menn í stað 30 á ný- sköpunartogurunum. Þessir skuttogarar hafa reynzt eigendum sínum svo vel, að þeir eru farnir að huga að kaupum á öðrum. Aðalsteinn Jónsson, ú.tgerð- armaður á Eskifirði, sagði blað inu að þeir hefðu hug á að eignast annan skuttogara og vitað er að á Neskaupstað er áhugi fyrir öðrum togara. Ein stofnun annist öflun og rann- sóknir á neyzluvatni fyrir landið SigríSur Brynja (t.v.) og Jenný. (Tímamynd GE) OÓ—Reykjavík, laugardag. Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga boðaði ný- lega til fundar með ýmsum aðilum í því skyni að koma heildarskipulagi á leit að góðu neyzluvatni og vernd- un vatnsbóla. Eins og nú standa sakir eru margir aðilar sem vinna að leit og útvegum neyzluvatns og annast rannsóknir á því sviði. En nú mun unnið að því, að frum- kvæði stjórnar sambandsins að samræma starfsemi þess- ara aðila að vatnsöflun til að tryggja sveitarfélögum landsins sem hagkvæmasta þjónustu á þessu sviði. Taka þátt í keppninni Ungfrú Skandinavía^ 99 SB—Reykjavík, föstudag. Tvær íslenzkar fegurðardrottn- ngar, Sigríður Brynja Sigurðardótt ,r frá ísafirði og Jenný Grettis- Jótth’ úr Reykjavík, fara á mánu- dagsmorguninn áleiðis til Hels- ingfors, þar sem þær taka Þátt í kcppninni um titilinn „Ungfrú Skandinavía" cn keppnin fer fram á föstudaginn. Framh, á bls. 10. Á fundinum kom fram að vöntun er á fjármagni til und- irstöðurannsókna við neyzlu- vatnsöflun. Talið er eðlilegast að Orkustofnunin annist þetta verkefni, og yrði þá stofnuð sérstök dcild innan þeirra stofn unar í þessum tilgangi. Mundi þá þessi deild, jarðkönnunar- deild, hafa sér til ráðuneytis fámenna ráðgjafanefnd, sem skipuð væri fulltrúum þeirra aðila, sem bezta vitneskju hefðu um ástand í vatnsmálum hinna einstöku staða. Myndi slík ráð- gjafanefnd m.a. fjalla um ráð- stöfun fjár og röðun verkefna. Mál þetta virðist heyra undir Orkustofnun og þar með iðn- aðarráðuneyti, félagsmálaráðu- neyti, að því er tekur til fjár- mögnunar Qg heilbrigðis- og tryggingaráðuncyti, að því er varðar eftirlit með gæðum neyzluvatns. Á fundi sveitarstjórna um umhverfisvernd, sem haldinn var í febrúar sl. var rnikið rætt um samræmd störf að vatnsöflun, en mörg sveitarfé- lög í þéttbýli eiga við mikil vandræði að stríða í sambandi við öflun neyzluvatns, sem fullnægði þeim auknu kröfum, sem nú eru gerðar til drykkj- arvatns og vatns til notkunar í matvælaiðnaði. Á ráðstefnunni fluttu margir sérfræðingar erindi, og þar sagði dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, meðal annars frá því að árin 1960—1962 hefði Fiskmatsráð látið rannsaka vatn ið í öllum verstöðvum lands- ins, alls 96 sýnishorn. Vatns- sýnishornin voru tekin af 69 vatnsbólum, þar af 50 úr bæjar veitum. í 32 af þessum vatns- bólum reyndist vatnið gott í 10 gallað og í 27 (40%) ónot- hæft. Einnig voru tekin sýn- ishorn af sjó sem notaður var í fiskvinnslustöðvum. Skýrsla um þessar rannsóknir var strax send heilbrigðisyfirvöldum, en niðurstöðurnar voru ekki birtar fyrr en 5 árum síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.